Þjóðviljinn - 06.03.1990, Síða 12
—SPURNINGIN-
Hvaö finnst þér um ár-
angur íslendinga á HM í
Tékkóslóvakíu?
Haukur Eyþórsson
leigubílstjóri
Mér finnst þetta ekki hafa gengið
nógu vel. Liðið er gott, en ég held
að Bogdan verði að gera
breytingar ef þeir eiga að standa
sig betur. Mér finnst hornamenn-
irnir hafa staðið sig lang-best.
Kristín Guðmundsdóttir
húsmóðir
Árangurinn er eins og búast mátti
við. Þeir hafa verið aö leika gegn
sterkum þjóðum.
Halldóra Einarsdóttir
sjúkraliði
Ég hef ekkert fylgst með þessu
og hef engan áhuga á keppninni.
Mér er þó ekki alveg sama um
hvernig þeim gengur.
Reynir Hermannsson
nemi
Mér finnst árangurinn ekki hafa
verið nógu góður. Ég átti von á
því að þeir stæðu sig betur og
vona að þeir taki við sér.
Björn Þórisson
nemi
Árangurinn er ekki alveg nógu
góður, en ég held samt að þeir
hafi gert sitt besta.
þiómnuiNN
Miðvikudagur 7. mars 1990. 45. tölublað 55. örgangur
Atvinnuleysið
SÍMI 681333
SÍMFAX
681935
Mér flnnst þessi námskeið
mjög jákvætt framtak og
vonast til þess að ég verði hæfari í
samkeppninni um atvinnu eftir
að hafa verið hér. Kannski ég
komist í aðra vinnu en þá sem ég
hef mest verið í hingað til, segir
Guðmundur Magnússon í samtaii
við Þjóðviljann, en hann er meðal
þátttakenda á námskeiðum fyrir
atvinnulausa sem hófust í síðustu
viku hjá Námsflokkum Reykja-
vfkur.
Um miðjan febrúar voru 940 á
atvinnuleysisskrá í Reykjavík,
576 karlar og 364 konur. Á sama
tíma í fyrra voru 720 á skrá yfir
atvinnulausa.
Guðmundur Magnússon er 32
ára gamall og hefur verið
atvinnulaus síðan í desember.
„Ég hef aðallega fengist við
verkamannastörf og sjó-
mennsku. Ég var í vinnu niðri við
höfn fram í desember, en hef
ekkert fengið síðan og sé ekki
fram á að fá neitt fyrr en í vor. Þá
er ég að hugsa um að fara á grá-
sleppu austur á fjörðum," segir
Guðmundur.
Missti bæturnar
Föstu punktarnir í tilveru hans
undanfarnar vikur hafa verið
höfnin, ráðningarskrifstofa
Reykjavíkurborgar, vinnumiðl-
unin og skrifstofa Dagsbrúnar.
Hann segist rölta niður á höfn
reglulega til þess að spyrjast fyrir
um vinnu.
Á hverjum mánudegi á hann
að vera mættur niður á ráðning-
arskrifstofu til þess að stimpla sig
inn. Ef hann kemst ekki á opnun-
artíma á mánudögum, getur hann
gleymt bótunum þá vikuna.
„Ég lenti einu sinni í því að
komast ekki á tilsettum tíma og
missti bæturnar þá vikuna. Fleiri
hafa lent í þessu. Ég heyrði til
dæmis um einstæða móður sem
komst ekki frá veiku barni og
varð því að sjá á bak bótunum.“
Þegar allt er með felldu fer
Guðmundur annan hvern mið-
vikudag niður á skrifstofu Dags-
brúnar og sækir bæturnar. Hann
hefur 92 prósent rétt og það gefur
honum rétt til bóta upp á rúmlega
sextán þúsund krónur hálfsmán-
aðarlega.
„Bæturnar endast í um það bil
viku. Ég hef ekki einu sinni efni á
að leigja mér húsnæði," segir
Guðmundur.
„Þegar maður er atvinnulaus
er geysilega mikilvægt að hafa
Guðrún Halldórsdóttir, forstöðu-
maður Námsflokka Reykjavíkur,
sem sjá um námskeið fyrir
atvinnulausa. Námskeiðunum er
ætlað að veita þátttakendum sið-
ferðilegan stuðning og að gera
þeim auðveldara að fá vinnu.
eitthvað fyrir stafni. Ég les,
hjóla, syndi, stunda júdó og bog-
fimi. Það er nauðsynlegt að
hreyfa sig.
Svo sé ég ekki eftir þeim tíma
sem fer í námskeiðið. Það er að
vísu ekki komin nein reynsla á
þetta enn, en ég vona að ég muni
eiga betra með að fá vinnu eftir
námskeiðið en fyrir. En ég vil
auðvitað komast í vinnu sem allra
fyrst. Ég er vanur alls kyns vinnu
og hef gaman af að vinna Hins
vegar þekki ég fólk sem heldur að
það sé bara aumingjaskapur að
vera atvinnulaus," segir Guð-
mundur Magnússon.
Vandamál
samfélagsins
Hann er einn af um það bil
hundrað körlum og konum sem
hafa staðfest þátttöku í nám-
skeiðum Námsflokkanna. Nám-
skeiðin eru haldin að frumkvæði
borgarinnar.
Guðrún Halldórsdóttir, for-
stöðumaður Námsflokkanna,
segir í samtali við Þjóðviljann að
námskeiðin eigi í fyrsta lagi að
gera þátttakendur hæfari til þess
að keppa um vinnu og í öðru lagi
að veita þeim siðferðilegan
stuðning.
„Atvinnuleysi er vandamál
samfélagsins en ekki einstakling-
anna, þótt það bitni auðvitað á
þeim,“ segir Guðrún.
Guðmundur Magnússon: Hálfsmánaðar bætur endast mér vikuna.
Myndir Kristinn.
Boðið er upp á sex vikna nám-
skeið í ýmsum greinum. Fólk get-
ur valið um iðnaðarsvið, verslun-
arsvið, umönnun barna og
umönnun aldraðra. Auk þess
geta allir valið úr kjarna. Flestir
hafa valið sér verslunarsvið.
Námskeið sem þessi hafa ekki
verið haldin hér á landi áður, en
þau eru þekkt fyrirbrigði er-
lendis, t.d. á Norðurlöndum.
„Fólkið sem hefur látið skrá sig
er á öllum aldri og af báðum kynj-
um. Ég býst við að námskeiðið
muni standa fram að páskum en
veit ekkert hvað tekur við þá. Við
skulum bara vona að ástandið
verði þannig að ekki verði þörf
fyrir áframhald.
En ég vil benda fólki á að þótt
námskeiðið sé farið af stað tökum
við inn þátttakendur á meðan
plássið leyfir," sagði Guðrún.
-gg
Atvinnuleysi
Námskeið á Akureyri
Atvinnulausir á Akureyri eiga
kost á að sækja námskeið dag-
ana 20.-29. mars, þar sem m.a.
verður fjaliað um réttindi
atvinnulausra, skólakerfið
kynnt, rætt um starfsumsóknir og
fyallað um efnahags- og atvinnu-
líf.
Á fimmta hundrað manns eru
atvinnulausir á Akureyri, en það
jafngildir um sex af hundraði
atvinnufærra manna.
Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar,
atvinnumálanefnd, Verkmennta-
skólinn á Akureyri, Iðja og Ein-
ing standa sameiginlega að nám-
skeiðahaldinu. Námskeiðið á að
standa í 16 tíma og verður þátt-
takendum að kostnaðarlausu.
-gg
Vil komast í vinnu
sem allra fyrst
Guðmundur Magnússon er meðal þátttakenda á námskeiði fyrir atvinnulausa: Fæ rúmlega 30
þúsundí bætur ámánuði. Sumirhalda að atvinnuleysi sé bara aumingjaskapur