Þjóðviljinn - 10.03.1990, Blaðsíða 1
Laugardagur 10. mars 1990 48. töKiblað 55. árgangur.
>>.>’>
m
í sólinni á Frakkastígnum bylgjast pálmarnir fyrir útsynningnum af Sundunum og vegfarendur njóta lífsins
í áhyggjuleysi íklæddir Álafoss-vettlingum og -treflum. En þrátt fyrir þessa suörænu vin í hjarta borgarinnar
þá svíkur göngulag vegfarendanna ekki sinn norræna uppruna og takt, sem er bæði markviss og ákveðinn
og meira í ætt við marsúrka en rúmbu. Mynd Jim Smart.
'J/i* *
; , • ■
* ,-ys. *
/i >'/ ' *
"t; ■
^ '
Kópavogur
íhuga framboð
Konur
Kvennalistakonur í Kópavogi
íhuga að bjóða fram lista við
komandi bæjarstjórnarkosning-
ar í Kópavogi. Ef af framboði
verður er þetta í fyrsta skipti sem
konur bjóða fram sérstakan
kvennalista þar í bæ.
Að sögn Þórönnu Pálsdóttur
veðurfræðings hefur ákvörðun
þar að lútandi ekki enn verið
tekin, enda nægur tími til stefnu
að skila inn framboðslista þar
sem skilafrestur er til 27. apríl. Þó
er málið komið það langt að
stefnt er að því að hefja undir-
búningsvinnu fyrir framboðið á
næstunni sem og vinnu við þau
málefni sem væntanlegt framboð
mun leggja áherslu á.
-grh
Ríkið
Fokdýr
hönnun
Hönnun og ráðgjöf vegna Þjóðleikhússins
komin ínœr50 miljónir króna. SvavarGests-
son: Ekki óeðlilegt miðað við það sem gengur
og gerist, en nauðsynlegt að ná kostnaði niður
Hönnunarkostnaður er al-
mennt allt of hár og ríki og
borg þurfa að bindast samtökum
um að ná honum niður. Það er
almennt viðurkennt að hönnun-
arkostnaður hjá ríki og borg er
mun hærri en hjá einstaklingum.
En ég held ekki að hönnunar-
kostnaður vegna breytinganna á
Þjóðleikhúsinu sé óeðlilegur mið-
að við það sem gengur og gerist,
sagði Svavar Gestsson, mennta-
málaráðherra, í samtali við Þjóð-
viljann.
Að sögn Svavars eru dæmi um
að hönnunar- og skipulagskostn-
aður nemi fjórðungi af heildark-
ostnaði þegar um er að ræða
breytingar á gömlum húsum.
Viðmælendur Þjóðviljans
halda því hins vegar fram að
hönnunarkostnaður hér á landi
sé yfirleitt mun lægri sem hlutfall
af heildarkostnaði en tíðkast í
nágrannalöndunum.
Svavar hefur svarað fyrirspurn
Ásgeirs Hannesar Eiríkssonar
um hönnunarkostnað vegna
breytinganna á Þjóðleikhúsinu. í
svari Svavars kemur fram að
kostnaður vegna hönnunar og
þjónustu ráðgjafa nemur nú nær
50 miljónum króna, en búist er
við að þegar upp verður staðið
muni kostnaðurinn verða 80-90
miljónir króna. Um er að ræða
framkvæmdir upp á 540 miljónir
króna, svo kostnaður við
hönnun, ráðgjöf og eftirlit verður
rúmlega 15 af hundraði kostnað-
ar.
Hönnunarkostnaður vegna
Þjóðleikhúss á síðasta ári nam
rúmlega 37 miljónum króna.
Stærsti reikningurinn kom frá
húsameistara ríkisins, nær 15
miljónir. Að sögn Svavars eru
enn væntanlegir reikningar frá
húsameistara upp á 4,8 miljónir
króna.
Ráðgjafar hafa fengið um 2,3
miljónir króna, en þar af hefur
Stefán Einarsson fengið mest,
eða 582 þúsund krónur. Ung-
verski sérfræðingurinn sem kall-
aður var til ráðgjafar fékk 560
þúsund fyrir snúð sinn.
Starfsmaður og starfslið bygg-
ingarnefndar hafa fengið tæplega
þrjár miljónir króna. Þá er ótal-
inn kostnaður frá árinu 1988, en
hann er upp á rúmlega eina og
hálfa miljón króna.
Sigurður Gíslason, yfirarkitekt
hjá húsameistara ríkisins, sagði í
samtali við Þjóðviljann, að 20
miljóna reikningur frá embættinu
væri ekki óeðlilegur miðað við
eðli og umfang verksins.
Hann sagði að verkið væri bæði
mikið og flókið og hugmyndir
hafi breyst mikið á hönnunartím-
anum.
„Við erum oft búnir að byrja
upp á nýtt síðan hafist var handa.
Auk þess er meira en hönnun
innifalin í þessum kostnaði.
Þarna er líka verið að tala um
undirbúning, athugun á starfsemi
Þjóðleikhússins, mælingar og
teikningu á húsinu eins og það er í
dag og fleira," sagði Sigurður.
Hann sagði starfsmenn húsa-
meistara vinna eftir útseldum
taxta, sem væri á bilinu 1500 til
2500 krónur.
„Það er hægt að telja kostnað-
inn við hönnun breytinga á Þjóð-
leikhúsinu of háan ef menn
kynna sér ekki málin. Ég skil vel
að fólki blöskri þessi háa tala, en
hún er í stórum dráttum eðlileg
miðað við aðstæður og að þarna
er verið að breyta gömlu húsi.
Það hefði engu breytt þótt öðrum
en húsameistara hefði verið falið
að hanna þetta," segir Skúli Guð-
mundsson, formaður bygging-
arnefndar.
Þess má geta að þjónusta
hönnuða hækkaði um 15 af
hundraði með tilkomu virðis-
aukaskatts um áramótin.
-gg
Fertugsaldurinn
Heilbrígðir
frumburðir
í nýjasta tölublaði læknatímar-
itsins „New England Journal of
Medicine“ kemur fram að konur
hátt á fertugsaldri eignast jafn-
heilbrigð börn og konur undir
þrítugu. Þetta stríðir gegn viðtek-
inni bálbilju um að það sé hætt-
uspil fyrir konur að eignast fyrsta
barn sitt eftir 35 ára aldur.
Gertrud Berkowitz læknir,
sem starfar hjá Montain Sinai
læknaskólanum í New York,
hafði yfirumsjón með
rannsókninni sem náði til 3.917
mæðra á öllum aldri yfir tvítugt.
Þetta er víðtækasta samanburð-
arkönnun á frumburðum kvenna
á mismunandi aldri og mæðrum
þeirra í Bandaríkjunum.
Könnunin leiddi í ljós að
mæðrum yfir 35 ára aldri var ekki
hættara við að eignast andvana
börn en konum á þrítugsaldri.
Það voru ekki meiri líkur fyrir að
þær eignuðust frumburðinn fyrir
tímann og börnin þroskuðust
ekki hægar en frumburðir kvenna
á milli tvítugs og þrítugs.
Hins vegar var meðalþyngd
barna eldri kvennanna örlítið
minni og það varð oftar að nota
keisaraskurð en hjá yngri kon-
um. Meðgöngutíminn var líka
heldur erfiðari hjá þeim eldri.
Reuter/rb