Þjóðviljinn - 27.03.1990, Page 1

Þjóðviljinn - 27.03.1990, Page 1
Þriðjudagur 27. mars 1990. 59. tölublað 55. árgangur. Ofbeldi Kennarar veri á verði Menntamálaráðherra telur að bæta þurfl menntun kennara til þess að betur verði hægt að bregðast við sifjaspellum, and- legu ofbeldi og annarri illri með- ferð barna á grunnskólaaldri. Ráðherra hefur skipað sérstakan starfshóp sem á að vinna að úr- bótum á menntun kennara. Guðrún Ágústsdóttir, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, segir að kennarar og skólahjúkr- unarfræðingar geti gegnt lykil- hlutverk í að þekkja einkenni sifjaspella, en þeir viti ekki alltaf hvernig þeir eigi að bregðast við. Pví sé mikilvægt að mennta kenn- ara sérstaklega til þess að þeir geti frekar uppgötvað sifjaspell og brugðist við á réttan hátt. -gg Herstöðin Njósnastarfsemi könnuð Hjörleifur Guttormsson: Hvað œtlar utanríkisráðherra aðgera til að ganga úr skugga um hugsanlega njósnastarfsemi á Vellinum? Jón Baldvin Hannibalsson: Yfirmaður herstöðvarinnar segir nauðsynlegt mastur ekki til staðar Hjörleifur Guttormsson þing- maður Alþýðubandalagsins kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í gær, til að ræða frétt Ríkisútvarpsins um starfsemi Ör- yggismálastofnunar Bandaríkj- anna á Keflavíkurflugvelli sem sér um að hlera fjarskiptasam- skipti skipa og flugvéla og sem vit- að væri að hefði hlerað símtöl í Bandaríkjunum. Hjörleifur vitn- aði í fréttina sem sagði starfs- menn þessarar stofnunar vera um 160 þúsund talsins og hefði hún úr miljörðum dollara að moða og notaðist við gervitungl, loftnet af öllum gerðum, öflugar tölvur og annan hátæknibúnað. Starfsemi þessarar stofnunar hefur farið leynt frá því hún var sett á laggirnar og tilvist hennar ekki viðurkennd fyrir Bandaríkj- aþingi, hafði Hjörleifur eftir RÚV. Stofnunin hefði fyrst kom- ist í sviðsljósið þegar upplýst hefði verið að hún hleraði milli- landasímtöl og las bréf almennra bandarískra borgara. Stofnunin gæti hlerað símtöl hvar sem væri, hvert sem væri og fylgst með telex- og faxskeytum og jafnvel bankaviðskiptum um allan heim. Þá væri haft eftir bandarískum bókarhöfundi að hann vissi fyrir víst að á íslandi væri staðsett hler- unarloftnet af gerðinni AFRG 10, sem sérstaklega væri ætlað til hlerunar á fjarskiptum skipa. Spurði Hjörleifur utanríkisráð- herra hvernig hann hygðist bregðast við þessum fréttum. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sagði yfirmann Keflavíkurstöðvarinnar hafa sagt sér í samtali að umrætt hlerunar- loftnet væri ekki að finna á Kefla- víkurflugvelli. Sagði Jón að það Mynd Kristinn. Áttundi bekkur Hlíðaskóla ásamt Þóru Þórarinsdóttur kennara: Sorp mætti nýta betur og endurvinna. Sorp Má nýta betur og endurvinna Krakkarnir í áttunda bekk Hlíðaskóla í Reykjavík hafa komist að því að hver tveggja manna fjölskylda fer með átta til níu kíló af rusli út í tunnu í hverri viku. Samkvæmt mælingum krakkanna koma 22 þúsund tonn af sorpi frá heimilunum á höfuð- borgarsvæðinu á hverju ári. VSK Svindlað á skattjnum á bönmt Við vitum að það hefur við- gengist um lengri eða skemmri tíma að eigendur vers- lana, söluturna og skemmtistaða hafa ekki stimlað inn á af- greiðslukassana þá upphæð sem keypt er fyrir. Með þessu er við- komandi að auglýsa að þetta sé einhver hlutur sem þeir ætli að halda fyrir utan sínar tekjur, sagði Ragnar Gunnarsson deildarstjóri eftirlitssviðs rannsóknadeildar Ríkisskatt- stjóra. Blaðamaður Þjóðviljans og fleiri urðu vitni að því í síðustu viku á Gauki á Stöng að þær veitingar sem voru keyptar voru ekki stimplaðar inn á afgreiðs- lukassann. Þegar spurt var hverju þetta sætti var svarið stutt og laggott: „Við þurfum líka að lifa“. Að sögn Ragnars Gunnars- sonar er erfitt að sannreyna þetta nema því aðeins að koma á stað- inn og telja upp úr viðkomandi kössum og bera þá upphæð sam- an við þá sem er á kassastrimlin- um. Þá væri auðvitað sá mögu- leiki að framkvæma meiriháttar rannsókn á þessum málum. Hvort það yrði gert vildi Ragnar hvorki játa né neita. Ragnar sagði að hér væri ótvírætt verið að brjóta svokallaða sjóðsvélareg- lugerð, en samkvæmt henni eiga viðskiptaaðilar að sjá á viðkom- andi afgreiðslukössum þá upp- hæð sem þeir kaupa fyrir hverju sinni. „Fólk á alveg tvímælalaust að fylgjast vel með þegar það greiðir fyrir vöru eða þjónustu og gera athugasemdir ef það sér að upp- hæðin er ekki stimpluð inn á kass- ann,“ sagði Ragnar Gunnarsson. -grh yrði kannað hvaða búnaður væri á Keflavíkurflugvelli með þetta í huga. Ölafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra sagði eðlilegt að þetta mál yrði kannað til hlítar. Hann minnti einnig á að umrædd stofnun hefði ekkert með NATO eða hinn svo kallaða „varnar- samning“ að gera. -hmp Krakkarnir telja að stóran hluta af þessu sorpi mætti annað hvort nýta betur eða endurvinna. Eins og Þjóðviljinn skýrði frá fyrir skemmstu, vigtuðu nemend- ur í áttunda bekk Hlíðaskóla rusl- ið á eigin heimilum í eina viku. „Þegar við höfðum leikið okk- ur með niðurstöðutölurnar á ýmsan hátt, veltum við fyrir okk- ur ýmsum möguleikum til þess annars vegar að nýta betur það sem við annars hendum og hins vegar að endurvinna það sem ella fer á haugana," sagði Þóra Þórar- insdóttir kennari í samtali við Þjóðviljann. Krakkamir vom mjög upp- tekin af því sem ekki má henda. Þau bentu á lyf, terpentínu og önnur ámóta efni, vítissóda, þvottaefni og annað sem fer í nið- urföll og þaðan beint í sjóinn. Einn benti á að enginn heilvita maður myndi hella terpentínu í fiskabúrið sitt,“ sagði Þóra. -gg Alþingi Þingmenn vilja hrefnuveiðar Sighvatur Björgvins- son og SkúliAlexand- ersson leggja til að hrefnuveiðar verði leyfðar á ný Alþýðuflokksmaðurinn Sig- hvatur Björgvinsson og Alþýðu- bandalagsmaðurinn Skúli Alex- andersson leggja fram á Alþingi í dag, þingsályktunartillögu um að sjávarútvegsráðherra heimili takmarkaðar veiðar á hrefnu næsta sumar. Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra hefur óskað eftir fundi með sjávarút- vegsnefndum Alþingis og sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans mun ráðherrann vilja að nefnd- irnar sameinist um að flytja svip- aða tillögu og Sighvatur og Skúli leggja nú fram. Sighvatur Björgvinsson sagði í samtali við Þjóðviljann að hann og Skúli legðu fram þessa tillögu vegna þess að sams konar tillaga frá þeim hefði ekki fengið af- greiðslu þingsins í fyrra. Þeir hefðu vonað að sjávarútvegsráð- herra myndi láta verða af því að leyfa aftur hrefnuveiðar. Ráð- herra hefði viðurkennt sjálfur að engin ástæða væri fyrir því að leyfa ekki veiðar á hrefnu. Búið væri að framkvæma talningu á stofninum sem sýndi að hann þyldi vel veiði. „Við töldum því ekki ástæðu til að bíða öllu lengur með að leggja þessa tillögu fram aftur,“ sagði Sighvatur. Um væri að ræða úr- slitatilraun til að fá tillöguna af- greidda í þinginu. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans hafði verið ákveðinn fundur með fulltrúum sjávarút- vegsnefnda þings og sjávarút- vegsráðherra næstkomandi mið- vikudag, þar sem sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar áttu að kynna fyrir nefndarmönnum ástand hvalastofnanna. Á þess- um fundi mun sjávarútvegsráð- herra hafa ætlað að leggja til að sjávarútvegsnefndir þingsins sameinuðust um að leggja fram þingsályktunartillögu um að hrefnuveiðar yrðu aftur leyfðar. Fundinum hefur hins vegar verið frestað vegna þess að fundartím- inn hentaði ekki öllum aðilum. -hmp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.