Þjóðviljinn - 27.03.1990, Side 5
FORVAL ALÞÝÐUBANDALAGSINS I REYKJAVÍK
Þriöjudagur 27. mars 1990 ÞJÓÐVIUHNN - SlDA S
FRAMBJÓÐENDAKYNNING 1
13mannstakaþáttíforvaliAlþýðubandalagsinsíReykjavíkvegnaborgarstjórnarkosninganna26. maí.
Þjóðviljinn kynnir í dag og á næstu dögum frambjóðendurna íforvalinu
Soffía
oiguroardottir
húsmóðir
Soffía Siguröardóttir er 32 ára húsmóðir
og 3 barna móðir, næstelst 5 systkina,
faedd og uppalin á Neistastöðum í Villinga-
holtshreppi í Árnessýslu, þar sem hún bjó
fram á unglingsár. Að loknu námi í Reykja-
vík hefur hún m.a. stundað umönnunar- og
framreiðslustörf, og t.d. unnið á barnageð-
deild og i verksmiðjuvinnu. Hún hefur setið í
stjóm Utvarps Rótar frá upphafi og var þar
útvarpsstjóri, stundaði bæði tæknivinnu og
dagskrárgerð.
- Hver hafa verið afskipti þín af fél-
agsmálum?
- Ég gerðist virkur þátttakandi í Sam-
tökum herstöðvaandstæðinga strax á ung-
lingsaldri og hef setið í stjóm þeirra. Ég hef
líka tekið þátt í starfi og aðgerðum Heima-
varnarliðsins upp á síðkastið. Á sínum tíma
var ég félagi í KSML og lít nú á það skeið
sem góðan félagsmálaskóla. Sú reynsla hef-
ur nýst mér vel, bæði í störfum og í pólitík.
Þar voru snörp skoðanaskipti, maður lærði
að umgangast margs konar fólk og viðhorf.
- Hvernig líst þér á stöðuna í Alþýðu-
bandalaginu núna?
-Ég hef aldrei gengið í Alþýðubandalag-
ið, en held að það sé nauðsynlegt að stefna
að því að þeir sem nú deila innan þess geti
átt gott samstarf í framtíðinni. Á sama hátt
hefd ég að það sé mikilvægt að geta átt
samstarf við aðra flokka sem nú eru í
minnihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.
Hins vegar finnst mér Alþýðubandalagið
kannski á þingi og í ríkisstjórn hafa lagt full
mikið kapp á að sanna að það væri gjald-
gengt við stjórn landsmála og þess vegna
ekki gert sín sjónarmið alveg nógu gildandi.
Við vinstra fólk þurfum ekki að fara í fötin
annarra til að sanna okkur.
- Hver eru helstu áhugamál þín í borg-
armálunum?
- Ég lít á borgina sem samastað fólks og
að það sé frumskilyrði að þar sé vistiegt að
búa og að haldið sé uppi viðunandi félags-
legri þjónustu. Sérstakan áhuga hef ég á að
efla almenningssamgöngur í stað einkabíl-
anna, sem kalla á endalaus bflastæði og
skapa þrengsli á götunum. Ég vil bætta að-
stöðu fyrir börnin og skólana, að stefnt sé
að einsetnum skóla, það er mjög mikilvægt
atriði fyrir börn. Það vantar líka aukin úti-
vistarsvæði, þar sem þau eru óhult og geta
unað sér vel, börnin í Reykjavik eru alltof
mikið úti á götunum. Að sumu leyti er þessi
borg ekki hundum, hvað þá bömum, bjóð-
andi.
Draumar mínir um framkvæmdir í borg-
dnni snúast ekki um minnisvarða og stræti,
heldur mannlega þáttinn.
Guðmn Kr.
Óladóttir
varaformaður og skrifstofu-
stjóri Sóknar
Guðrún Kr. Óladóttir er 39 ára, fædd og
alin upp í Reykjavík, á eina dóttur og búa
þær í Vesturbænum. Guðrún hefur verið
skrifstofustjóri Starfsmannafélagsins
Sóknar frá 1987 og varaformaður félagsins
frá 1988. Hún hefur lengst af starfað hjá
Reykjavíkurborg, ævinlega í launamálum,
m.a. á launadeild Borgarspítalans og síð-
ast sem deildarstjóri í starfsmannahaldi
Reykjavíkurborgar.
Guðrún Kr. hefur setið í fulltrúaráði
Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar í 8
ár.
- Hverjar eru áherslur þínar í borgarmál-
um?
- Þær mótast talsvert af því sem ég vinn
við. Ríkasta sveitarfélag landsins, Reykja-
víkurborg, greiðir lægstu launin af öllum
sveitarfélögum. Fólk gerir sér ekki almennt
grein fyrir þessu, ekki einu sinni borgar-
starfsmennirnir.
Það þarf líka að breyta því fyrirkomulagi,
að margt sem varðar starfsmenn borgarinn-
ar og stéttarfélög þeirra er til meðferðar og
umræðu í nefndum og ráðum, en þessir að-
ilar fá lítið að vita af. Reykjavíkurborg er
stærsti viðsemjandi Sóknar, svo ég hef
kynnst þessu vel.
- Af öðrum áhersluþáttum vil ég nefna
atriði eins og heimaþjónustuna og skipulag
hennar. Við hjá Sókn höfum fylgst grannt
með þróuninni þar. Starfsfólkið sem sinnir
heimaþjónustunni er afar einangrað, fé-
lagslega og á vinnustað, en ég vona að það
lagist með hverfaskiptingu þjónustunnar.
Borgin þarf líka að sýna meiri dugnað við
uppbyggingu dagvistarheimila og ekki síst
koma á skólamötuneytum.
- Hefur þú lengi starfað í Alþýðubanda-
laginu?
- Ég starfaði með því fyrr á árum, en
gekk á sínum tíma til iiðs við Kvennafram-
boðið. Hins vegar fannst mér ég ekki eiga
erindi í Kvennalistann. Svo gekk ég nýlega í
Alþýðubandalagið aftur. Það stendur næst
mínum skoðunum í öllum aðaláhugamál-
um.
Þrátt fyrir þær deilur sem þar hafa staðið
tel ég ailt það fólk sem í þeim hefur staðið
vel samstarfshæft áfram, efast ekki um það.
Samt skil ég ekki það frumhlaup, fyrst bæði
Kvennalisti og Framsóknarflokkur höfðu
hafnað samstarfi, að vinna með krötum.
— Hver eru áhugamál þín?
- Ég hef nú verið á kafi í verkalýðsmálum
frá 1978, byrjaði þá í Samtökum kvenna á
vinnumarkaði, svo þau hafa tekið mestan
tímann. Hins vegar hef ég mjög gaman af
bóklestri og sagnfræði er mitt uppáhald. Ég
bíð eftir því að Háskóli íslands opnist fólki
af götunni eins og mér. Ég hef ekki tíma til
að vera í öldungadeild, hef þrisvar þurft frá
slíku námi að hverfa vegna tímaskorts.
- Annars er aðaláhugamál mitt og von sú,
að fólk í þessu landi fari einhvem tíma að
geta lifað af þessari dagvinnu sinni.
Stefanía
Traustadóttir
félagsfrœðingur og
starfsmaður Jafnréttisráðs
Stefanía Traustadóttir er 38 ára félags-
fræðingur, ólst upp á Ólafsfiröi og á Akur-
eyri, stundaði framhaldsnám og atvinnu í
Þrándheimi í Noregi og vann á sínum tíma
við Kvennaathvarfið í Reykjavík. Hún starf-
ar nú hjá Jafnréttisráði og annast kennslu
við Fósturskóla (slands. Hún á eina dóttur
og búa þær í Þingholtunum. Stefanía hefur
verið formaður Alþýðubandalagsins í
Reykjavík frá 1988.
- Hvað leggur þú mesta áherslu á í borg-
armálum?
- Ég tel að meginvandinn núna sé það
hvernig stjórnkerfi Reykjavíkur er byggt
upp. Því verður að breyta svo unnt sé að
breyta öðru. í sjálfu sér em allir sammála
um að hér þurfi manneskjulegra umhverfi,
bamaheimili og aukna þjónustu fyrir aldr-
aða, en ég held að þetta verði ekki að raun-
veruleika fyrr en þetta fyrirtæki, Reykja-
víkurborg, verður rekið með hagsmuni
allra í huga en ekki bara fyrir þá fáu sem þar
ráða.
Ég er líka í þessu sambandi að hugsa um
dreifingu á valdi, til þeirra sem eru valdir í
almennum kosningum, til nefndanna, til
þeirra sem sitja með fagþekkingu á málum.
Með því móti er hægt að taka ákvarðanir
sem henta öllum, en ekki fáum.
Þetta miðstýrða og úrelta stjórnkerfi
borgarinnar stóð vinstri meirihlutanum
fyrir þrifum á sínum tíma, málefnin náðu
ekki fram að ganga. Það er spurning í hvaða
átt Reykjavík er að þróast. Hún er að verða
stórborg og hér þarf að dreifa ákveðnum
hlutum, búa til fleiri kjarna, alhliða þjón-
ustukjarna, sem draga úr umferð osfrv.
í Reykjavík ríkir ákveðin neyð og ó-
fremdarástand í dag, en það vantar pólitík
til langs tíma og ákvarðanir sem eru miðað-
ar við það.
- Hvað segirðu um stöðuna sem komin er
upp í framboðsmálunum með Nýjum vett-
vangi?
Þetta er ákveðin afleiðing af ágreiningi
sem hefur verið að þróast smám saman
nokkur undanfarin ár. Áður var hann fal-
inn að hluta sem ágreiningur um persónur,
en svo er ekki lengur. Nú er hann sýnilegur
sem málefnaágreiningur. Reykjavík er höf-
uðborg, hér er langmesta fjölmennið, hér
er sjálfsagt og eðlilegt að til sé G-listi Al-
þýðubandalagsins.
Við mátum það þannig í Alþýðubanda-
iaginu í Reykjavík að tími hinnar miklu
sameiningar væri enn ekki runninn upp, en
vonandi verður það einhvern tíma í fram-
tíðinni. Forsendur ABR fyrir því að bjóða
fram G-lista eru þær, að málstaðurinn og
hugmyndagrundvöllurinn sem Alþýðu-
bandalagið byggir á nái ekki bara til lands-
mála, heldur til þess að hafa áhrif á sitt
nánasta umhverfi og hvemig það er frá degi
til dags.
Einar
Gunnarsson
formaður Félags
blikksmiða
Einar Gunnarsson er 40 ára, ólst upp í
Höfðaborginni í Reykjavík til 7 ára aldurs,
fluttist með foreldrum sínum meðal annars
til Húsavíkur og Kópavogs, en býr nú með
konu og 3 börnum í Breiðholti. Hann hefur
verið formaður Félags blikksmiða frá 1984
og er m.a. í skólanefnd Iðnskólans í Reykja-
vík. Hann situr nú einnig í stjórn
Innkaupastofnunar Reykjavíkur og hefur
setið í Iðnfræðsluráði. Einar hefur starfað
mikið að fræðslumálum sinnar stéttar og
verkalýðsfélaganna.
Einar er í Þjóðleikhússkórnum og hefur
sungið með Karlakór Reykjavíkur frá 1976.
Hann stundar söngnám við Söngskólann í
Reykjavík.
- Hverjar eru þínar höfuðáherslur í borg-
armálum?
- Fyrst og fremst þær að koma hér á
mildara stjórnskipulagi í borginni. Þótt
Sjálfstæðisflokkurinn reyni að láta líta svo
út að lýðræðið ráði, er borgin mjög mið-
stýrð. Það væri til dæmis annað ástand hér,
ef þeim peningum sem eytt hefur verið í
„Perluna" á Öskjuhlíð hefði verið varið til
að byggja leiguíbúðir. Hins vegarer áróður
þeirra oft klókindalegur. Það hefur lítið
gerst í mörgum þeim málum sem þeir þótt-
ust berjast fyrir meðan þeir voru í minni-
hluta í borgarstjórn. Áherslurnar
gleymdust þegar þeir komust að. Vinstri
flokkunum tókst ekki að breyta verulega til
á 4 árum, af ýmsum orsökum, tíminn var of
stuttur og við tregðulögmál að etja í
stjórnkerfinu.
- Hver eru helstu áhugamál þín?
- Ég er mikill unnandi tónlistar og menn-
ingar, og hef þess vegna mikinn áhuga á að
borgin styrki og styðji betur slíka starfsemi.
- Hefurðu lengi starfað með Alþýðu-
bandalaginu? - Já, frá árinu 1968. Eg hef
ekki tekið mikinn þátt í þessu pólitíska
starfi, en fylgst með málum alla tíð. Ég hef
því ekki skemmst mikið af deilumálum
innan flokksins og ekki fundist þau snúast
um pólitík heldur skítinn í kirkjunni, dæg-
urþras. Framtíð Alþýðubandalagsins er
hins vegar jafnbjört í mínum augum eftir
sem áður. Ég held að það geti verið
auðveldara að ná samstarfi, þegar óánægt
fólk er farið á annan vettvang.
Ég var ekki fylgjandi því að Alþýðu-
bandalagið gengi inn í ríkisstjórnina á sín-
um tíma og finnst áherslur flokksins innan
hennar hafa verið of kratískar. Mér líkar vel
við Svavar, en vildi að hann legði meiri
áherslu á verknám. Nú er nýkomið til sög-
unnar Fræðsluráð málmiðnaðarins á vegum
fyrirtækjanna og iðnsveinafélaganna og er
komið vel á veg þrátt fyrir peningaskort.