Þjóðviljinn - 27.03.1990, Síða 12
Guðmundur Sigurvinsson
forstöðumaður
Ég held að Ragnar yrði prýðis-
borgarstjóri. Hann er varfærinn í
fjármálum svo ég held þetta yrði
hiö besta mál.
-SPURNINGIN-
Hvernig líst þér á að fá
Ragnar Reykás sem
borgarstjóra?
Sigrún Júlíusdóttir
verslunarmaður
Mérlístbaraveláþað. Þaðeralla
vega betra en að fá minnihluta-
flokkana til valda.
Sigríður Guðmundsdóttir
verslunarstjóri
Ég er ánægð með Davíð og vil
ekkert vera að breyta því. Ekki
eins og staðan er í dag.
Kristinn Jónsson
sestur í helgan stein
Ragnar er ágætur í því sem hann
er í núna, en hann er enginn
maður til þess að verða borgar-
stjóri. Mér líst vel á þann sem fyrir
er í borgarstjórastólnum.
Stefán Hauksson
sölustjóri
Ég er viss um að Ragnar myndi
standa sig vel í embætti borgar-
stjóra. Hann hefur ákveðnar
skoðanir, en ertilbúinn til þess að
endurskoða hlutina ef forsendur
breytast.
þlÓÐVIUINN
Þriðjudagur 27. mars 1990. 59. tölublað 55. árgangur.
SÍMI 681333
SÍMFAX
681935
Húsið og Assistentahúsið árið 1884 eða 1886. Húsið er eitt elsta fbúðarhús á íslandi og hef ur varðveist vel.
Eyrarbakki
Griðland gamalla húsa
Lilja Árnadóttir hefur gert könnun á gömlu húsunum á Eyrarbakka:
Einstök hús og húsaraðir á Eyrarbakka ber að varðveita. Brýnt að
gera kannanir víðar og gera þœr aðgengilegar fyrir almenning
Meðvitund íslendinga um gildi
gamalla húsa hefur verið
frekar sljó. En ég er að vona að
menn séu smám saman að vakna.
A Eyrarbakka hefur verið staðið
að þessum málum með miklum
sóma, segir Lilja Arnadóttjr,
safnvörður við Þjóðminjasafn ís-
lands, í samtali við Þjóðviljann.
Lilja hefur gert úttekt á gömlu
húsunum á Eyrarbakka.
„Svona húsakannanir hafa ver-
ið gerðar á nokkrum stöðum, en
þær hafa ekki allar verið prentað-
ar og eru því ekki aðgengilegar
almenningi. Ég vona að prentun-
in á Eyrarbakkakönnuninni verði
til þess að fleiri kannanir komist á
prent.
En auðvitað þarf að gera miklu
meira af húsakönnunum. Þessi
könnun hefur þegar borið þann
árangur að hún hefur ýtt undir
endurbyggingu nokkurra húsa á
Eyrarbakka," segir Lilja.
Hún segir að sveitarfélög í ná-
grannalöndum okkar geti ekki
farið út í gerð aðalskipulags fyrr
en húsakönnun hefur farið fram.
Byggð á
blomaskeiöinu
Könnun Lilju nær til allra húsa
sem byggð voru fyrir eða um 1930
og hefur ekki verið gjörbreytt. f
skýrslunni er að finna upplýsing-
ar um legu og staðhætti á Éyrar-
bakka, ágrip af sögu staðarins og
yfirlit yfir húsagerðir og húsa-
smiði. Síðast en ekki síst er þar
skrá yfir hús á Eyrarbakka og þar
eru allar helstu upplýsingar um
húsin tíundaðar. Hægt er að nálg-
ast skýrsluna í Þjóðminjasafninu
og í Sjóminjasafninu á Eyrar-
bakka.
Húsin sem gerð eru skil í
könnuninni voru flest byggð á
blómaskeiði Eyrarbakka, frá
aldamótum og fram undir 1920.
Á þriðja áratugnum tók íbúum á
Eyrarbakka að fækka aftur og
afturkippur kom í atvinnulífið.
Þyngdarpunktur athafnalífsins
fluttist frá Eyrarbakka til Selfoss.
„Þessi afturkippur varð þess-
um húsum til happs og á drjúgan
þátt í að þau standa enn í dag. Ef
þróunin hefði orðið eins og víðast
annars staðar hefðu flest þessara
húsa eflaust þurft að víkja fyrir
nýjum,“ segir Lilja.
Þess má geta hér að gamla
byggðin á Eyrarbakka slapp
ósködduð úr flóðinu í vetur. Sjó-
varnargarðurinn fram undan
gömlu húsunum var endurbættur
fyrir nokkrum árum, en lengra
voru menn ekki komnir í endur-
bótum á garðinum og því fóru
mörg nýrri hús illa.
Húsið
Húsin á Eyrarbakka eru mis-
jafnlega merk. Tvö hús eru talin
bera höfuð og herðar yfir önnur,
Húsið og Assistentahúsið, en þau
eru bæði friðuð samkvæmt
þjóðminjalögum. Svo er einnig
um grjótgarðinn framan við þau.
Jens Lassen kaupmaður lét
byggja Húsið árið 1765, en þá var
kaupmönnum heimilað að dvelj-
ast á íslandi vetrarlangt. Það er
nú í eigu Auðbjargar Guðmunds-
dóttur og hafa farið fram miklar
endurbætur á því. Enn er þó
mikið ógert.
Lilja kemst að þeirri niður-
stöðu í skýrslu sinni að þrennt
gefi gömlu timburhúsabyggðinni
á Eyrarbakka sérstakt gildi. í
fyrsta lagi bendir hún á að þorps-
myndin er þar allsérstæð á ís-
landi.
„Flest kauptún standa vvið fir-
ði og er byggð þeirra í þyrpingu á
eyri eða tanga. Á Eyrarbakka
aftur á móti er ein aðalgata og
hún alllöng. Teygir hún sig með-
fram ströndinni og að þeim stað
vestast í byggðinni, þar sem einu
sinni var hringiða staðarins.
Sérkennandi er einnig sjóvarn-
argarðurinn milli byggðarinnar
og sjávar.“
Allt telur Lilja þetta atriði sem
ætti að varðveita.
Sérstaða
Eyrarbakka
í öðru lagi bendir hún á tilvist
Hússins, sem er eitt elsta íbúðar-
hús landsins og landsfrægt fyrir
sögu sína og hlutverk í menning-
arsögunni.
„Enginn vafi leikur á því, að
framtíð þess verður að tryggja
með öruggum hætti,“ segir Lilja
um Húsið.
í þriðja lagi eru varðveitt mörg
smáhús á Eyrarbakka og eiga þau
fáa sína líka annars staðar á
landinu að mati Lilju.
„Óhætt er að fullyrða, að þorp-
Á Eyrarbakka hefur verið staðið
að varðveislu gamalla húsa með
miklum sóma, segir Lilja Árna-
dóttir. Mynd Jim Smart.
ið hefur sérstöðu meðal bæja á
íslandi. Ekki einungis fyrir sér-
stæða þorpsmynd eins og áður
sagði heldur einnig fyrir það, að
þar eru varðveitt mörg smáhús,
sem víðast annars staðar eru
horfin."
Lilja gerir ekki tillögur um
friðun einstakra húsa á Eyrar-
bakka, nema Eyrar og Einars-
húss. Hins vegar leggur hún til að
ákveðnar húsaraðir, sem mynda
samstæða heild, verði friðaðar.
Hún segir að hiklaust beri að
friða götumynd Austurbakkans,
Sandvíkurhverfið og húsaheildir í
Einarshafnar- og Skúmsstaða-
hverfi. Þá telur Lilja að hyggja
beri vel að nánasta umhverfi
kirkjunnar, enda standi hún í
miðju þorpinu í námunda við
Húsið og Ássistentahúsið.
Kirkjan bættist reyndar í hóp
friðaðra húsa um síðustu áramót,
en þá tóku gildi lög sem kveða á
um að kirkjur sem byggðar voru
fyrir 1918 skuli friðaðar. Sam-
kvæmt sömu lögum er nú óheim-
ilt að hrófla við húsum sem byggð
voru fyrir síðustu aldamót, nema
í samráði við húsafriðunarnefnd.
-gg
Ríkisstjórnin hefur verið upp fyrir
haus í björgunaraðgerðum og allir
dansa glaðir í kringum núllið