Þjóðviljinn - 28.04.1990, Page 5

Þjóðviljinn - 28.04.1990, Page 5
VIÐHORF Traust lið eða tætingur Ástráður Haraldsson skrifar Nú er kosningabaráttan í raun loksins hafin. Fyrir liggur að sjö framboð eru komin fram: D-listinn, borinn fram af Sjálf- stæðisflokknum með Davíð Oddsson í broddi fylkingar - sem er þó í rauninni ekki í framboði sem borgarstjóri af því að hann ætlar að leiða næstu ríkisstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar hann er búinn að setja Þorstein Pálsson af. B-listinn, sem er borinn fram af Framsóknarflokknum og fær örugglega einn borgarfulltrúa en ekki meira. H-listinn, sem er í raun borinn fram af Alþýðuflokknum með stuðningi ólíkra afla úr Borgara- flokki og víðar með Alþýðu- blaðið sem aðalmálgagn. Og G-listinn, sem er eini flokkslisti Alþýðubandalagsins í þessu sveitarfélagi sem býr við þær sérkennilegu aðstæður að hafa formann flokksins á móti sér. Margt virðist benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn nái hreinum meirihluta; sumir segja að Sjálfstæðisflokkurinn geti fengið niu eða tíu menn og þar með aukinn meirihluta. Það væri hættulegt lýðræðinu. Þess vegna ber okkur að leggja alla áherslu á að skerða meirihluta Sjálfstæðis- flokksins. H-listinn, sem er A-listinn afturgenginn með litlum við- aukum (en Alþýðuflokkurinn þorði ekki að bjóða fram í Reykjavík einn), kynnir sig sem nýtt afl í borgarstsjórn Reykja- flokkinn og síðan Borgara- flokkinn. Ætli þessi hópur sé lík- legur til þess að fylkja málum fram til sigurs? Hver er samnefn- arinn? hugsanlegum varaborgarfull- trúum Nýs vettvangs hefur lagt til að Þjóðleikhúsinu verði lokið. Það er í rauninni útilokað að finna nokkurn samnefnara með „Þar er ekki áferðinni upphlaupslið skyndiá- taka, heldurfólk sem hefur lagtsig eftir borg- armálum á undanförnum árum þannig að al- kunna er og viðurkennt langt útfyrir raðir flokksins“ víkur. Lítum leikann: nánar á veru- H-listinn úr öllum áttum H-listinn er settur saman úr ó- líkum stjórnmálaöflum. Þar er fólk í efstu sætum listans sem fyrir aðeins tveimur eða þremur árum studdi alla þá flokka sem nú eiga fulltrúa á alþingi: Einn studdi Framsóknarflokkinn, annar Al- þýðubandalagið, sá þriðji Al- þýðuflokkinn, sá fjórði Kvenna- listann, sá fimmti Sjálfstæðis- GARÐABÆR Leiguíbúðir Auglýstar eru lausar til umsóknar tvær leiguí- búðir í húsnæði eldri íbúa við Kirkjulund í Garða- bæ. Garðbæingar 67 ára og eldri koma einung- is til greina við úthlutun. Umsóknum skal skilað á skrifstofu Garðabæjar, Sveinatungu v/Vífilsstaðaveg, fyrir 18. maí 1990. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofunni. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu félagsmálaráðs í síma 656622, kl. 10-12, virka daga Bæjarstjóri Veiðifélag Elliðavatns Stangaveiði á vatnasvæði Elliða- vatns hefst 1. maí. Veiðileýfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfbjörg, unglingar (12-16 ára) og ellilífeyrisþegar úr Reykjavík og Kópavogi fengið afhent veiði- leyfi án greiðslu. Veiðiféiag Elliðavatns SAMVINNU TRYGGINGAR Adalfiindir Samvinnutrygginga g.t. og Líftrygginga- félagsins Andvöku verða lialdnir í Ármúla 3, Reykjavík, föstudaginn 18. maínk. oghefjastld. 13:30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnir félagamia. - Ekki eru það dagvistarmál eða leikskólamál þar sem Al- þýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið hafa haft gjörólíka stefnu að undanförnu. - Ekki er það krafan um vald- dreifingu og hverfastjórnir þar sem Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn hafa haft ólíka afstöðu í grundvallaratriðum. - Ekki er það afstaðan til skólastjóramála í Ölduseli þar sem Alþýðuflokkurinn var á önd- verðum meiði við alla aðra vinstri flokka í borgarstjórn. - Ekki er það afstaðan til Hita- veitu Reykjavíkur eða Raf- magnsveitunnar þar sem Alþýðu- flokkurinn hefur gert kröfu um að breyta þessum fyrirtækjum í hlutafélög. - Ekki er það afstaðan til menningarmála þar sem einn af því fólki sem skipar H-listann í Reykjavík. Það sem einkennir G-listann í Reykjavík Andspænis þessum hópi stend- ur G-listinn, traust lið með heilsteypta málefnalega sam- stöðu. Það má segja að fernt ein- kenni G-listann sérstaklega: 1. Veruleg þátttaka ungs fólks, meðal annars þess fólks sem hef- ur borið uppi stúdentapólitík vinstrimanna á undanförnum árum. A G-listanum eru 4 undir 30 ára aldri og þar með er G- listinn yngsti listinn - líka með yngsta frambjóðandann Sigþrúði Gunnarsdóttur sem er aðeins 18 ára að aldri og því yngst allra frambjóðenda vegna borgar- stjórnarkosninganna. 2. Verkalýðshreyfingin, og sérstaklega láglaunafólk, á sterka fulltrúa á G-listanum. Þar ber fremst að nefna Guðrúnu Kr. Óladóttur varaformann Starfs- mannafélagsins Sóknar. Hún skipar þriðja sæti listans. Hvort ætli sé líklegra til stórræðanna í þágu launafólks, hún eða 3. mað- ur H-listans eða níundi maður íhaldsins? 3. Listinn er skipaður traustum félögum í efstu sætun- um þeim Sigurjóni og Guðrúnu. Þar fer fólk sem Reykvíkingar geta treyst eins og sést af verkum þeirra. Þar er ekki á ferðinni upp- hlaupslið skyndiátaka, heldur fólk sem hefur lagt sig eftir borgarmálum á undanförnum árum þannig að alkunna er og viðurkennt langt út fyrir raðir flokksins. 4. Síðast en ekki síst má nefna það sem ekki skiptir minnstu máli, að hlutur kvenna á listanum er verulegur; þær skipa meira en annað hvert sæti listans. Valkostur vinstri manna Þegar litið er yfir listana í heild á ekki að vera um það minnsti vafi í hugum vinstrimanna og fé- lagshyggjufólks að G-listinn er eini listinn þar sem saman fer traust fólk með mikla reynslu samfara verulegri endurnýjun. G-listinn er eini heilsteypti vinstri listinn í borginni. Ástráður Haraldsson er lögfræð- ingur og skipar 4. saeti G-listans í Reykjavíki. ÞRANDUR SKRIFAR Hreinskilni án ábynjðar Þeir eru til sem halda því fram að hreinskilni sé til bóta í pólitík. Undir þetta getur Þrándur tekið en verður um leið að viðurkenna að það álit hans styðst fremur við tilfinningasemi en vísindalega sannaða niðurstöðu. Það er að minnsta kosti löngu kunnugt að umgengni stjórnmálaforingja við sannleikann er einatt í frjálslegra lagi og bendir margt til að í þeim efnum þyki sumum foringjum meira frjálslyndi hentugra en minna. Til eru margar aðferðir sem „reyndir stjórnmálamenn" nota til að koma á framfæri því sem þeir hugsa en vilja ekki láta uppi. Ein er sú að þegja þunnu hljóði sjálfur en amast ekki við að næstu undirmenn láti í ljósi skoðanir sem eru þeirra og má með þessu flytja mikinn boðskap án þess að stynja upp orði. Morgunblaðið birti fróðlegt viðtal við Birgi Árnason hagfræð- ing, á sunnudaginn var, en Birgir var til skamms tíma aðstoðar- maður Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra. Fyrir Þránd, sem ekkert aumt má sjá á vinstri vængnum, eru kenningar Birgis um innanhússkreppu Alþýðu- flokksins afar áhugavert umhugs- unarefni. Morgunblaðið hefur meðal annars þetta eftir honum: „Alþýðuflokkurinn færi best í nýrri viðreisnarstjórn. Hann byggir á skynsemishyggju og þol- ir ekki að vera eini flokkurinn í þriggja eða fjögurra flokka ríkis- stjórn sem fylgir slíkri stefnu. Hann verður bara íhaldssamur og leiðinlegur. Ég tel greinilegt að Alþýðuflokkurinn gjaldi þess að vera í núverandi stjórnarsam- starfi. Hann þolir það ekki gagnvart stuðningsfólki sínu. Stuðningsmenn Alþýðuflokksins standa margir mjög nærri Sjálf- stæðisflokknum og flytja stuðn-. ingsmenn einfaldlega til hans þegar Alþýðuflokkurinn er í sam- starfi við Framsóknarflokk og Alþýðubandalag.“ Það sem veldur því að mati Birgis að Alþýðuflokkurinn fer miklu betur í samstarfi við Sjálf- stæðisflokk en Framsókn og All- aballa er sú einfalda staðreynd að stefna flokksins fer miklu nær stefnu Sjálfstæðisflokksins en hinna tveggja. Þetta hefur Þránd lengi grunað og vegna þess að umhyggja hans fyrir velferð vinstri manna er söm og fyrr læð- ast að honum lítilsháttar áhyggj- ur út af framtíðinni vegna upp- ljóstrana Birgis Árnasonar. Morgunblaðið segist hafa spurt „hvort Alþýðuflokkurinn væri með tali um viðreisnarstjórn á ný ekki einfaldlega að reyna að kúpla sig burt frá óvinsælli nkis- stjórn, sagði hann svo ekki vera. Stór hluti Alþýðuflokksins hefði ímugust á Alþýðubandalaginu og Framsóknarflokki og hann teldi að það væri að skila sér til for- ystumanna flokksins. Aðspurður um margítrekaðar yfirlýsingar formanns Alþýðuflokksins um ágæti samstarfsins við Steingrím Hermannsson og Ólaf Ragnar Grímsson og sambærilegar skammir út í formann Sjálfstæð- isflokksins sagði Birgir að hann teldi lítið hafa farið fyrir hrósi í garð Steingríms og Ólafs Ragnars upp á síðkastið. Það hefði verið langmest í upphafi samstarfsins. Sneiðarnar sem Jón Baldvin hefði sent Þorsteini Pálssyni og sjálfstæðismönnum hefðu líka verið beinskeyttastar fyrst eftir að upp úr slitnaði." Og undir lok- in sendir Birgir formanni Alþýð- uflokksins þessa kveðju: „Það má raunar liggja Jóni Baldvin á hálsi fyrir það að hann hafi breytt stefnu sinni allt of mikið við stjórnarskiptin. Hann aðlagaði persónulega stefnu sína of mikið því stjórnarsamstarfi sem við tók. Jón Baldvin er aftur á móti ekki eini forystumaður Al- þýðuflokksins þó hann sé auðvit- að formaður hans.“ Ástæðan fyrir því að Þrándur hefur nokkrar áhyggjur af fram- tíðinni er sú að formenn Alþýðu- flokks og Alþýðubandalags hafa oft látið uppi þá skoðun að flokk- ar þeirra ættu að sameinast. Þrándi hefur fundist hugmyndin spennandi umhugsunarefni en ekki að sama skapi raunhæf að svo stöddu. Og nú vekur hin óá- byrga hreinskilni Birgis Árnason- ar grunsemdir um að ekki sé allt eins og það á að vera þegar traust ástarsamband er að hefjast. í slíkum tilfellum er hreinskilni al- mennt talin æskileg til að skötu- hjúin viti nokkurn veginn hverj- um þau eru að bindást. Jón Sig- urðsson viðskiptaráðherra, fyrr- um yfirmaður Birgis, er einn af áhrifamestu mönnum Alþýðu- flokksins, gott ef ekki jafnvígur sjálfum formanninum í ýmsu til- liti. Birgir Árnason syngur sjálf- sagt með sínu nefi en upp á fram- haldið væri gaman að vita hvort Jón Sigurðsson syngur líka með nefi þeirra Alþýðuflokksmanna sem hafa „ímugust á Alþýðu- bandalagi“. Þrándur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.