Þjóðviljinn - 28.04.1990, Side 7
Lýðrœðisbarátta
Fjöldamót-
mæli í
Mongólíu
Allt að þrjátíu þúsund manns
tóku þátt í Qöldamótmælum
stjórnarandstæðinga I Ulan Bator
höfuðborg Mongólíu f gær þrátt
fyrir bann stjórnvalda sem köll-
uðu út fjölmennt lögreglu- og
herlið til að hindra mótmælin.
Þetta er í fyrsta skipti sem
stjórn kommúnista í Mongólíu
kallar út herinn frá því að stjórn-
arandstæðingar boðuðu í fyrsta
skipti til mótmælaaðgerða í des-
ember.
Um tólf hundruð óvopnaðir
hermenn og lögreglumenn stóðu
vörð við opinberar byggingar við
aðaltorgið í Ulan Bator á meðan
stjórnarandstæðingar héldu
fjöldafundinn. Ekki kom þó til
átaka.
Mongólskir kommúnistar hafa
lofað frjálsum kosningum í sumar
með þátttöku annarra stjórn-
málaflokka. Leiðtogar kommún-
ista segjast ætla að virða niður-
stöður kosninganna jafnvel þótt
það verði til þess að þeir missi
völdin.
Lýðræðisbandalag Mongólíu
boðaði til mótmælaaðgerðanna í
gær til að þrýsta á kommúnista að
afsala sér völdum jafnvel fyrir
kosningarnar. Bandalagið krefst
þess að nú þegar verði stofnað
sérstakt alþýðuþing, sem starfi
fram að kosningum, og að
kommúnistaflokkurinn flytji höf-
uðbækistöðvar sínar úr þinghús-
inu.
Reuter/rb
Kjarnorkuótti
Norðmenn
endurheimta
þungt vatn
Norsk stjórnvöld skýrðu frá
því í gær að ísraelsmenn hefðu
fallist á að skila aftur þungu vatni
sem þeir keyptu frá Noregi fyrir
þremur áratugum. Hægt er að
nota vatnið til að framleiða
kjarnorkuvopn.
Norðmenn seldu ísraels-
mönnum 21 tonn af þungu vatni
árið 1959 til nota við kælingu á
kjarnorkuofnum. Þá var það skil-
yrði sett að það yrði aðeins notað
í friðsamlegum tilgangi.
En árið 1986 vöknuðu grun-
semdir um það í Noregi að fsra-
elsmenn notuðu þunga vatnið til
að framleiða plútoníum fyrir
kjarnorkuvopn. Norsk yfirvöld
fóru þá fram á að fá vatnið sent
aftur. Samkvæmt sölusamningn-
um gátu Norðmenn keypt það
aftur ef grunur léki á að það
ákvæði sölusamnings um notkun
þunga vatnsins hefðu verið brot-
in.
ísraelsmenn hafa neitað að
gefa neinar yfirlýsingar um hvort
vatnið hafi verið notað við fram-
leiðslu á kjarnorkuvopnum. Þeir
hafa nú loksins fallist á að selja
Norðmönnum það aftur fyrir 12
miljónir norskra króna.
Norðmenn urðu helsta fram-
leiðsluþjóð þungs vatns á sjötta
áratugnum. En þeir hættu fram-
leiðslu þess í fyrra eftir að upplýst
var að þungt vatn frá Noregi
hafði verið selt ólöglega eftir
krókaleiðum til Indlands og að
Rúmenar hefðu brotið kaup-
samning með endursölu þess til
annars ríkis.
Reuter/rb
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
{ðnnemasamband
íslands
auglýsir eftir starfsmanni. Starfsmaðurinn sér
um rekstur skrifstofunnar og gefur upplýsingar
um nám, réttindi og skyldur iðnnema. Við leitum
eftir manneskju sem getur unnið sjálfstætt og er
hugmyndarík. Viðkomandi þarf að hafa reynslu
af félagsstörfum, góða þekkingu á æskulýðs-
störfum, góða tungumálakunnáttu, tölvu-
þekkingu (WP og Multiplan) og að sjálfsögðu
góða þekkingu á málefnum iðnnema, bæði
menntunarlega og kjaralega. Umsækjendur
leggi inn umsóknir á auglýsingadeild Þjóð-
viljans fyrir 15. maí merkt „Iðn 12019“.
Matreiðsla fiskrétta
Námsflokkar Reykjavíkur efna til stutts nám-
skeiðs í matreiðslu fiskrétta þessa daga: Mán-
ud. 7. maí (næringarfræði með tilliti til fisks).
Fimmtud. 10. maí og 17. maí og miðvikud. 23.
maí kl. 17-19.30.
Námskeiðsgjald kr. 4.200 pr. þátttakanda.
Þátttaka tilkynnist í símum 12992 og 14106.
Námsflokkar Reykjavíkur
T I L HLUTHAFA
SAJVtVINNLJBANKA
ÍSLANDS HF.
AÐALFUNDI S AMVINNUBANKA ísLANDS HF., SEIVl HALDINN
VAR FÖSTUD AGIN N 27. APRlL 1990, VAR SAMÞYKKX TILLAGA ÞESS EFN-
IS A Ð BANKINN SKYLDI SAMEIMASX LaNDSBANKA ÍsLANDS. ÁDLJR
hafði bankarAð Landsbankans samrykkx SAMEININGUNA og
VISKIPXARÁÐHERRA VEIXX LEYFI XIL AÐ H OISI FÆRI FRAM.
ESS VEGNA HEFOR LANDSBANKINN ÁKVEÐIÐ AÐ ÓSKA EFXIR
KAOPUM (INNLAOSN) A HLOXABRÉFUM ALLRA ANNARRA HLOXHAFA
I Samvinnubankanum, EN BANKINN Á NO ÞEGAR XÆP 75%
HLOXAFJÁRSINS.
-L ANDSBANKINN E R REIÐOBÚINN XIL AÐ GREIÐA HLOXHÖFOM
2,749 FALX NAFNVERÐ FYRIR BRÉFIN OG MIÐA KAOPIN VIÐ l.JANÚAR
SÍÐASXLIÐINN. f ÞVÍ FELSX AÐ BANKINN MON GREIÐA HLUXHÖFUM
VEXXI A KAUPVERÐIÐ FRÁ ÞEIM XlMA.
• •
o LLOM HLÚXHÖFOM VERÐOR A NÆSXO DÖGOM SENX BRÉF SEM
HEFOR A D GEYMA XILBOÐ BANKANS. ÞESS ER ÓSKAÐ A Ð ÞEIR HLOX-
HAFAR SEM VILJ A SAMÞYKKJA XILBOÐIÐ SNÚI SÉR XIL NÆSXA AF-
GREIÐSLO SX AÐAR LaNDSBANKANS E D A SAMVINNOBANKANS XIL
PESS AD LJÚKA SÖLO HLÚXABRÉFANNA. NaúÐSYNLEGX ER ÞÁ AÐ
HAFA XILBOÐSBRÉFIÐ MEÐFERÐIS.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna