Þjóðviljinn - 29.05.1990, Blaðsíða 5
ERLENDAR FRETTIR
Pakistan
Hrannvíg um helgina
Konur í mótmœlagöngu skotnar í tugatali. Lögregla sökuð um rán og nauðganir
Um 120 manneskjur, ef ekki
fleiri, voru drepnar um helg-
ina í pakistanska fylkinu Sind,
flestar í borgunum Hyderabad og
Karachi. Eru þetta mestu mann-
drápin í einu þarlendis frá því að
illindi með mannvígum milli inn-
flytjenda frá Indlandi og annarra
landsmanna hófust fyrir fjórum
árum.
Aung San Suu Kyi - sigurvegari
og fangi herforingja.
Á fréttum er svo að sjá að flest-
ir þeirra sem drepnir voru hafi
verið Mohajirs, eins og innflytj-
endur þessir og afkomendur
þeirra eru kallaðir. Lögreglan
mun hinsvegar hafa orðið völd að
flestum dauðsfallanna. Að sögn
lækna við sjúkrahús í Hyderabad
voru um 100 manneskjur drepnar
þar á laugardag og sunnudag og
18 manns a.m.k. í Karachi, sem
er mest borga í Pakistan og höf-
uðborg í Sind. Mörg hundruð
særðust.
Yfir 1300 manns hafa verið
drepnir í viðureignum Mohajirs
og annarra síðan 1986. Mohajirs
er heiti þarlendis á múslímum,
sem fluttu frá Indlandi til Paki-
stans eftir að Indlandsveldi Breta
var skipt á milli ríkja þessara
1947. Peir eru fjölmennir í borg-
um þeim báðum er hér um ræðir
og ráða miklu um stjórnun
þeirra, þannig er borgarstjórinn í
Hyderabad í þeirra hópi.
Innfæddir Sindverjar ráða hins-
vegar mestu í stjórn fylkisins og
lögreglu þess. Fólk frá öðrum
fylkjum Pakistans, búsett í Sind,
virðist einnig vera fullt fjand-
skapar í garð Mohajirs.
Áð sögn lækna í Hyderabad
voru flestir hinna drepnu þar
skotnir til bana er lögregla leitaði
að vopnum í hverfum þar sem
Mohajirs búa. Á sunnudag
söfnuðust um 10.000 mohajirk-
onur saman á götum úti þar í borg
til að mótmæla útgöngubanni,
sem í gildi hefur verið í tvær vik-
ur, og ofbeldi af hálfu lögregl-
unnar. Hóf lögreglan þá skothríð
á mannsöfnuðinn og drap yfir 20
konur.
Aftab Ahmed Sheikh, borgar-
stjóri í Hyderabad, kvað hegðun
lögreglunnar hafa verið hina
hroðalegustu við áðumefnda
vopnaleit í mohajirhverfum.
Hefðu lögreglumenn slegið eldi í
hús, rænt og ruplað og nauðgað
konum unnvörpum. Talsmenn
Sindverja segja Mohajirs hegða
sér engu betur og hafi fólk af öðr-
um þjóðemum undanfarið flúið í
hundraðatali hverfin þar sem þeir
eru í meirihluta.
Reuter/-dþ.
Pólland
Walesa stöðvar verkfall
Kosningar
í Búrma
Mikill sigur
iýðræðissinna
Herforingjastjórn sú, sem
ræður fyrir Búrma, viðurkenndi
í gær að Þjóðarlýðræðisbanda-
lagið, sem vill koma á lýðræði í
landinu, hefði unnið stórsigur í
þingkosningum, sem fram fóru
þariendis í fyrradag, og fengið
um tvo þriðju greiddra atkvæða.
Sagði talsmaður herforingja-
stjórnarinnar að hún myndi láta
af völdum umyrðalaust jafnskjótt
og hið nýkjörna þing hefði komið
sér saman um nýja stjórnarskrá
fyrir landið.
Talsmaðurinn kvað herinn
ekki heldur ætla að skipta sér
neitt af samningu stjórnarskrár-
innar. Ekki em allir sannfærðir
um að fullkomin einlægni liggi að
baki þessum orðum stjórnarinn-
ar, þar eð talið er að tekið geti allt
að tveimur árum að setja saman
og sættast á nýja stjórnarskrá og
margt getur gerst þangað til. Þar
að auki beitti herinn andstæðinga
sína þjösnaskap í kosningabarátt-
unni og heldur fanginni Aung
San Suu Kyi, aðalritara Þjóðar-
lýðræðisbandalagsins. Enn er
ekki vitað hvort og hvenær herf-
oringjarnir hyggjast láta hana
lausa.
Reuter/-dþ.
Kjósendur mótmœla efnahagsráðstöfunum með heimasetu
Pólskir járnbrautastarfsmenn
hættu á mánudag verkfalli
sínu, er staðið hefur í rúma viku,
að áeggjan Lech Walesa, for-
manns Samstöðu. Verkfall þetta
var alvarlegasta andstaða, sem
núvcrandi ríkisstjórn Póllands
undir forustu Samstöðu hefur
mætt hingað til. Mun traust það,
sem margir verkamenn bera enn
til Walesa hafa orðið til þess að
þeir létu af verkfallinu.
Úrslit borgar- og sveitar-
stjórnakosninga, er fram fóm
þarlendis á sunnudag, þykja hins-
vegar ekki ýkja góður fyrirboði
fyrir stjómina. Að vísu er svo að
heyra að Samstaða hafi unnið
stórsigur í Varsjá og öðmm
helstu borgum, en sigurgleðinni
spillir að kjörsókn var aðeins 42
af hundraði. Þetta eru fyrstu
frjálsu borgar- og sveitarstjórn-
akosningarnar í Póllandi, frá því
að kommúnistar létu þar af al-
ræðisvöldum.
Fréttaskýrendur sumir skýra
niðurstöðurnar svo að það hafi
einkum verið stuðningsmenn
Samstöðu, sem ómökuðu sig á
kjörstað, hinir hafi flestir setið
heima og gefið þannig til kynna
ótrú á öllum stjómmálaflokkum
jafnt og óánægju með sparnað-
arráðstafanir stjórnarinnar, sem
ætlað er að koma á markaðskerfi
og ráða niðurlögum verðbólgu.
Ráðstafanir þessar hafa þegar
Walesa, Mazowiecki forsætisráðherra Póllands og þriðji maður með
róðukross - ekki veitir af að standa þétt saman er hraðminnkandi
raungildi launa og vaxandi atvinnuleysi orsaka að margir verkamenn
snúa baki við Samstöðu.
komið hart niður á lífskjörum
margra. Raungildi launa hefur
lækkað um þriðjung síðan um
áramót, iðnaðarframleiðsla hef-
ur dregist saman um nærri þriðj-
ung og um 400.000 manns hefur
verið sagt upp vinnu.
Reuter/-dþ.
Arafat enn með pening
Yasser Arafat, leiðtogi Frels-
issamtaka Palestínu (PLO), nú
staddur í Bagdað á leiðtogaráð-
stefnu arabaríkja, sýndi í gær
öðrum leiðtogum þar ísraelskan
pening, sem hann kvað vera
sönnun fyrir útþensluhyggju ísra-
els. Ekki eru menn á einu máli
um myndskreytinguna á sláttu
þessari. PLO heldur því fram að
hún sé landakort af ísrael, er þar
nái frá Súesskurði að Evfratfljóti.
ísraelar segja ekkert vera á pen-
ingnum utan afsteypu fornísrael-
skrar myntar.
Peningar úr sláttu þessari hafa
áður komið við sögu í viðræðum
Arafats við erlenda stjórnmála-
leiðtoga.
Reuter/-dþ.
Forsetakosningar
í Kólombíu
Gaviria
sigraði
Heitir hlífðarlausri bar-
áttu gegn kókaínbarón-
um. M-19fékk 13 af
hundraði atkvœða og er
þriðji stœrstiflokkur
landsins
Cesar Gaviria, frambjóðandi
Frjálslynda flokksins sem fer með
völd í Kólombíu, var kjörinn for-
seti þar á sunnudag með 47,5 af
hundraði atkvæða, miðað við
tölur og spár er um 90 af hundr-
aði greiddra atkvæða höfðu verið
talin. Tekur Gaviria þá við af
flokksbróður sínum, núverandi
forseta Virgilio Barco.
Gaviria hefur marglýst því yfir
að hann muni halda áfram yfir-
standandi baráttu Kólombíu-
stjórnar gegn kókaínhákörlunum
þarlendis þar til þeir hafi verið
gersigraðir. Þrátt fyrir sigurinn
þykir staða hans til að standa við
það ekki ýkja sterk, þar eð hann
fékk ekki meirihluta atkvæða og
verður því að stjórna í samráði
við helstu stjórnarandstöðu-
flokka. Er ekki tryggt að þeir séu
allir jafn einarðir í baráttunni
gegn kókaínbarónunum og frjáls-
lyndir.
Að kosningum loknum eru þrír
næststerkustu flokkar landsins
tveir hægriflokkar og M-19,
vinstrisinnuð skæruliðahreyfing
sem samdi frið við stjórnina fyrir
tveimur mánuðum og bauð síðan
fram. Flestum á óvart fékk Ant-
onio Navarro, frambjóðandi M-
19, næstum 13 af hundraði at-
kvæða og er hreyfingin þar með
orðin þriðji fylgismesti
stjórnmálaflokkurinn þarlendis.
Kjörsókn var aðeins um 45 af
hundraði og er það kennt hræðslu
við morðsveitir kókaínbarón-
anna, sem einskis létu ófreistað í
þeim tilgangi að kosningarnar
rynnu út í sandinn og ofsóttu með
byssum og sprengjum alla þá að-
ila, er þeir telja sér andstæða.
Var kosningabaráttan sú blóðug-
asta í sögu landsins, þar sem of-
beldi hefur þó jafnan verið ofar-
lega á baugi. M.a. voru þrír for-
setaframbjóðendur myrtir. Má
svo heita að borgarastríð geisi
milli stjórnarinnar og eiturlyfja-
hringanna, sem dreifa um heim-
inn mestum hluta þess kókaíns,
er selt er ólöglega. Ekki fer leynt
að kókaínbarónarnir vilja Gavir-
ia feigan.
Reuter/-dþ.
Armenía
sinnar loka vegum til Jerevan
Tuttugu og tveir menn voru
drepnir á sunnudag í skotbar-
dögum milli sovéskra hermanna
og armenskra þjóðernissinna,
flestir í viðureign á járnbrautar-
stöðinni í Jerevan, höfuðborg
Armeniu. Tveir þeirra sem
skotnir voru til bana voru sovésk-
ir hermenn, hinir Armenar.
Þetta eru fyrstu meiriháttar
átökin milli Armena og sovéskra
hermanna í marga mánuði.
Ástandið í Armeníu er nú eld-
fimt, vægast sagt. Almenningur
er almennt reiður sovéskum yfir-
völdum og her vegna manndráp-
anna og yfirmaður hersveita so-
véska innanríkisráðuneytisins
hvatti í gær til að gerðar yrðu
„markvissar ráðstafanir" til að af-
vopna armenska þjóðernissinna.
Tassfréttastofan sovéska segir
bardagann á járnbrautarstöðinni
hafa hafist með því að armenskir
þjóðernissinnar hafi skotið á sov-
éska hermenn, sem verið hafi
með lest, er rann inn á stöðina
snemma morguns, lestinni til
verndar. Talsmenn Þjóðfylking-
arinnar, samtaka sem beita sér
fyrir því að Armenía verði sjálf-
stætt ríki, kenna hinsvegar ögr-
andi framkomu sovéskra yfir-
valda og hermanna um að til
blóðsúthellinga kom.
Ólga fór vaxandi í Jerevan s.l.
viku, en þá stóð yfir undirbúning-
ur hátíðahalda í minningu stofn-
unar sjálfstæðs ríkis Armena
1918, en það ríki var í klemmu
milli Rússa og Tyrkja og leið
undir lok eftir tvö ár. Til stóð að
hátíðahöldin færu fram í gær.
Reiði Armena í garð sovéskra
stjórnvalda undanfarið hefur ver-
ið mest út af því að sovéska
stjórnin hefur ekki leyft að
Fjalla-Karabak, hérað að mestu
byggt Armenum en undir stjórn
Sovét-Aserbædsjans, verði sam-
einað Armeníu. Sovéska stjórnin
mun ekki þora að gefa eftir Arm-
enum í þessu efni, þar eð vitað er
að Aserar myndu rísa öndverðir
gegn því og ef til vill fá til liðs við
sig fleiri sovétmúslíma. Hundruð
manna hafa látið lífið í illindum
milli Armena og Asera síðustu
ár, en þau átök hafa einkum snú-
ist um Fjalla-Karabak.
Æðsti maður hersveita sovéska
innanríkisráðuneytisins, Júríj
Sjatalín hershöfðingi, sagði í gær
að armenska stjómin hefði ekki
gert nóg til þess að halda aftur af
„hryðjuverkamönnum“ sem
neituðu að afhenda yfirvöldum
vopn sín. Var á honum að heyra
að hann ætlaðist eindregið til þess
af stjórninni að hún yrði sovéska
innanríkisráðuneytinu hjálpleg
við að afvopna þjóðernissinna.
Armenska fréttastofan Arm-
enpress segir vinnu í Jerevan hafa
lagst niður að miklu leyti og að
þjóðernissinnar hafi lokað veg-
um til borgarinnar, svo að sov-
éska innanríkisráðuneytið geti
ekki sent þangað meira lið.
Reuter/-dþ.
Þriðjudagur 29. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5