Þjóðviljinn - 29.05.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.05.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Hafnarfjörður Heildarsigur meiríhlutans Það er athyglisvert að bæjar- búar tala um úrslitin í Hafn- arfirði sem heildarsigur meiri- hlutans. Sameiginlega eru Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag með um 60% fylgi sem er svipað og Sjálfstæðismenn hafa í Reykjavík. Við Aiþýðubanda- lagsmenn erum hvað ánægðastir með það, að við höldum okkar manni og aukum hlut okkar, með málefnalegum aðferðum en ekki með söng og rósum. Þetta vil ég þakka einvala liði og góðri vinnu, sagði Magnús Jón Arnason bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins í Hafnarfirði. Sitjandi meirihluti, Alþýðu- fiokkur og Alþýðubandalag, vann stórsigur í Hafnarfirði. Al- þýðuflokkurinn bætti við sig ein- um manni og er nú með hreinan meirihluta, en Alþýðubandalag- ið bætti einnig hlut sinn hlutfalls- lega þótt ekki nægði það fyrir öðrum manni. Léleg útkoma Sjálfstæðisflokksins vekur at- hygli, en þeir halda sínum fjórum bæjarfulltrúum, en ætluðu sér fimm, þar sem framboð Einars Akureyri Altt getur gerst „Við erum mjög ánægð með að halda okkar hlut og það er talinn nokkur sigur fyrir okkur að halda inni tveimur mönnum þrátt fyrir að framboðin væru sex nú í stað fjögurra árið 1986,“ sagði Sig- ríður Stefánsdóttir á Akureyri í samtali við Þjóðviljann í gær, en hún skipaði efsta sæti G-iistans þar. Framsóknarflokkur vann mik- inn sigur á Akueyri og fékk fjóra menn kjörna, vann tvo af krötum sem nú hafa aðeins einn bæjar- fulltrúa í ellefu manna bæjar- stjórn Akureyrar. Sjálfstæðis- flokkurinn hélt sínum fjórum fulltrúum. „Kratar eru alveg út úr dæminu og nú á eftir að koma í ljós hvað verður um meirihlutasamstarf,“ sagði Sigríður. „Framsókn getur myndað meirihluta með okkur eða með Sjálfstæðisflokknum og staðan er mjög óviss. Það hefur ekki komið fram ennþá hver hug- ur Framsóknarmanna er og því getur allt gerst.“ -vd. 5000 börn í Landsbankahlaupi Rúm 5000 börn tóku þátt í Lands- bankahlaupinu á laugardag, en það er metþátttaka í þessu árlega hlaupi. í Laugardal í Reykjavík mættu 2200 börn til leiks og á landsbyggðinni höfðu um 3100 böm látið skrá sig á föstudag. Þá varð þátttaka á Akureyri meiri en nokkru sinni fyrr, en þar hlupu 550 börn. Víða hlupu foreldrar með litlum börnum, en hlaupið sjálft var ætlað börnum fæddum 1977-80. Sýning í Bóka- safni Kópavogs Nú stendur yfir sýning á málverk- um eftir Mattheu Jónsdóttur listmálara í Bókasafni Kópavogs. Matthea hefur haldið 13 einka- sýningar auk fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Þá hefiír Matthea nokkrum sinnum hlotið verðlaun fyrir verk sín á alþjóða- sýningum, m.a. í Frakklandi og Belgíu. Sýningin stendur til 25. júní og er opin á opnunartíma safnsins 10-22 virka daga. Mathiesen fyrir fjórum árum var klofningsframboð út úr Sjálf- stæðisflokknum. „Það er of snemmt að segja til um hvert framhaldið verður," sagði Magnús Jón. „Ef kratar kjósa að fara einir með meirihlut- ann þá munum við styðja þá til góðra verka en veita þeim verð- ugt aðhald til vinstri.“ En hvað finnst Magnúsi Jóni um niðurstöðurnar þegar litið er til landsins alls. „Það blasir við skelfilegur sigur íhaldsins. Þessi sigur er allt að því óhugnanlegur. Hinsvegar er ég ekki sammála því að útkoman hjá sameiginlegu framboðunum sýni, að þau eigi ekki rétt á sér. Þessi framboð komu hinsvegar alltof seint fram. Menn verða að hafa tíma til þess að stilla sína strengi.“ -Sáf Hafsteinn Stefánsson var ekki ánægður með að fá brauðgjafir frá Sjálfstæðisflokknum á kjördag. Mynd: Kristinn. Seltjarnarnes Brauðburður kærður Hafsteinn Einarsson á Bergi á Seltjarnarnesi kærði fram- ferði Sjálfstæðismanna á nesinu á kjördag, þegar þeir dreifðu brauði til kjósenda í pokum merktum „X-D Betri bær“. Sig- urður Haraldsson og Hörður Fel- ixson hjá yfirkjörstjórn neituðu að taka við kærunni frá Hafsteini og sögðu slík mál ekki í verka- hring yflrkjörstjórnar. Eftir að Hafsteinn fékk brauðið frá Sjálfstæðisflokknum borið heim til sín á kjördag, sagð- ist hann hafa átt erfitt með að komast að því hvaða leið hann ætti að fara til að kæra málið. Hann fékk síðan Inga R. Helga- son lögfræðing til að skrifa fyrir sig kæruna og fór með hana til yfirkjörstjórnar. Hafsteinn sagði Sigurð Har- aldsson hjá yfirkjörstjórn hafa neitað að taka við kærunni og þannig virtist hann ekki gera sér grein fyrir sínu starfi. Eftir það hefði Ingi R. hringt í Sigurð og þá hefði hann fengist til að taka við kærunni. Að sögn Hafsteins gerist ekk- ert frekar í málinu nema hann ýti á eftir því. Hann sagðist hins veg- ar hafa verið svo önnum kafinn eftir kosningarnar, að hann hefði ekki náð að hugleiða framhaldið. í sínum huga væri efst að þeir sem fóru fyrir yfirkjörstjórn fengju vítur vegna framkomu þeirra þegar hann hugðist leggja fram kxriinB Yfirkjörstjórn tók mál Haf- steins fyrir og bókaði meirihluti hennar að hann liti svo á að starf yfirkjörstjórnar væri takmarkað við kjörstað og næsta nágrenni hans. Minnihlutinn taldi hins vegar rétt að vfta Sjálfstæðis- flokkinn svo vinnubrögð í anda brauðburðarins endurtækju sig ekki í framtíðinni. -hmp Hópurinn leggur af stað í Landsbankahlaupinu í Laugardal. Barnfóstrun og skyndhjálp í kvöld hefst námskeið í skyndi- hjálp á vegum Kópavogsdeildar Rauða krossins. Námskeiðið verður fimm kvöld, 29. og 30. maíogó., 7. og 11. júní kl. 20-23. Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson í síma 41382. í gær hófst barnfóstrunámskeið en á því er kennt það helsta sem góð barn- fóstra þarf að kunna. Leiðbeinandi er Sigrún Þórarins- dóttir í síma 44304. Námskeiðið er í 4 kvöld, 28. og 29. maí og 6. og 7. júní frá 19-22. Bæði náms- keiðin eru í Digranesskóla. Sektalaus vika í bókasöfnum í gær hófst sektalaus vika í bóka- söfnum á öllu landinu, en vikunni lýkur laugardaginn 2. júní. Hægt er að skila vanskilabókum og öðrum gögnum í bókasöfnin án þess að greiða sektir. Þá er hægt að skila gögnum í næsta safn þótt þau tilheyri safni annarsstaðar á landinu. Söfnin sjá svo um að koma þeim til réttra eigenda. Fólk er hvatt til þess að nota þetta tækifæri og losa sig við gamlar syndir. Deilur um opin- berar nafngiftir Ola Stemshaug dósent í norræn- um fræðum við Háskólann í Þrándheimi flytur opinberan fyrirlestur í boði Heimspeki- deildar HÍ og Norræna hússins í kvöld kl. 20.30 í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn nefnist Striden for eit nasjonalt namneverk í Norge“ og verður fluttur á norsku. Stemshaug er einn helsti sérfræð- ingur Norðmanna í nafnfræði og hefur hann samið bækur og fjölda greina á því sviði og einnig um mállýskur. í fyrirlestrinum mun hann m.a. greina frá deilum um opinberar nafngiftir og nafn- breytingar í Noregi á millistríðs- Húsavík Samhliða sveitarstjórnarkosn- ingunum var víða um land einnig kosið um önnur mál, t.d. hreppa- sameiningar og áfengisútsölur og á Ísafírði var kosið um kirkju- stað. Á Húsavík, í Mosfellsbæ og á Dalvík var kannað samhliða bæjarstjórnarkosningum hvort íbúar vildu fá áfengisútsölu í bæ- inn. Þetta er í fjórða sinn sem Húsvíkingar greiða atkvæði um „ríki“ og í þetta sinn höfðu fylgis- menn betur, 907 sögðu já en 415 sögðu nei. 38 atkvæði voru auð eða ógild. í Mosfellsbæ sögðu 1287 já og 688 nei en á Dalvík sögðu hins vegar 508 nei og 299 já-. I þremur hreppum við Eyja- fjörð, Saurbæjarhreppi, Hrafna- gilshreppi og Öngulsstaðahreppi var gerð skoðanakönnun meðal íbúa um hvort þeir væru fylgjandi sameiningu þessara hreppa og var yfirgnæfandi meirihluti fyl- gjandi því, enda reka þessir hreppar þegar sameiginlega ýmsa þjónustu. Nefnd verður skipuð á næstunni til að undirbúa samein- inguna og þegar hún hefur lokið störfum fer fram kosning um sameiningu. í Keflavík og Njarðvík voru einnig gerðar skoðanakannanir um sameiningarmál. í Keflavík var spurt hvort íbúar vildu sam- einingu við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum, eitt eða fleiri og gátu kjósendur krossað við sam- einingu við Miðneshrepp, Hafn- arhrepp, Grindavík, Gerða- hrepp, Njarðvík og Vatnsleysu- strandarhrepp. 80% þeirra sem atkvæði greiddu voru fylgjandi sameiningu en eftir er að taka saman nákvæmar niðurstöður. í Njarðvík var naumur meirihluti á móti sameiningu, nei sögðu 45,53% og já sögðu 44,92%. Yfirgnæfandi meirihluti ísfirð- inga sem tóku þátt í skoðana- könnun um staðsetningu væntan- legrar kirkjubyggingar, 87%, voru fylgjandi því að hún yrði reist á þeirri lóð sem gamla kir- kjan stendur á, en 13% voru fyl- gjandi því að kirkja yrði byggð á fjarðarsvæðinu. Á næstunni kemur saman samstarfsnefnd sóknarnefndar og bæjarstjórnar sem á að fjalla um umfang og stærð fyrirhugaðrar byggingar. -vd. árunum og síðar. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Fornleifarannsóknirá Noröurlandi Dr. Margrét Hermanns Auðar- dóttir talar í dag um nýjar fom- leifarannsóknir á Norðurlandi eystra. Erindið er flutt á vegum íslenska mannfræðifélagsins og hefst kl. 17.30 í stofu 101 í Odda. Öllum heimill aðgangur. Hjúkrun aldraðra með heilabilun Sænski hjúkrunarfræðingurinn Professor Astrid Norberg heldur fyrirlestur á morgun, miðviku- daginn 30. maí, um hjúkrun aldr- aðra með heilabilun. Fyrirlestur- inn er haldinn í boði Hjúkrun- arfélags íslands og Félags há- skólamenntaðra hjúkrunarfræð- inga og er öllum opinn meðan húsrúm leyfir. Fyrirlesturinn er haldinn í húnæði Námsbrautar í hjúkrunarfræði við Háskóla ís- lands, Eirbergi, að Eiríksgötu 34 og hefst kl. 15. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þri&Judagur 29. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.