Þjóðviljinn - 29.05.1990, Blaðsíða 12
—SPURNINGIN—
Komu úrslit sveitar-
,stjórnarkosninganna þér
að einhverju leyti á
óvart?
Erna Jóhannsdóttir
húsmóöir
Ég bjóst nú ekki viö að Sjálfstæð-
isflokkurinn fengi svo mikið fylgi í
Reykjavík, en það er svo mikið
íhald í borginni. Það vantaði alla
samheldni í minnihlutaflokkana.
Marteinn Jónsson
ræstitæknir
Nei, þetta kom mér ekkert á
óvart. Ég er sérstaklega ánægð-
ur með útkomu Alþýðuflokksins í
Kópavogi. Okkur tókst þar að
halda íhaldinu frá meirihluta.
Oddgeir Einarsson
bílstjóri
Nei, en ég er sérstaklega
ánægður með sigur Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík, þar er bjart
framundan.
Gyða Oddsdóttir
húsmóðir
Ég vissi alltaf að Davíð yrði áfram
borgarstjóri og bjóst við að Sjálf-
stæðisflokkurinn fengi mikið
fylgi. En ég er líka mjög ánægð
með útkomuna í Hafnarfirði.
Bogi Þórðarson
Þetta kom mér ekkert á óvart,
það mátti gera ráð fyrir þessu í
Reykjavík. En ég er aldrei
ánægður með úrslit kosninga.
þiómnuiNN
Þrlðjudagur 29. maí 1990 97. tðlublað 55. árgangur
SÍMI 681333
SÍMFAX
681935
Listahátíð y
Abraham og Isak
Nú standa yfir œfingar áfyrstu íslensku kirkjuóperunni í Háteigskirkju
Viðar Gunnarsson í hlutverki Abrahams í fyrstu íslensku kirkjuóperunni. Mynd: Jim Smart
Abraham og ísak er heiti á
fyrstu íslensku kirkjuóper-
unni. Æfingar standa nú yfir í
Háteigskirkju, en hún verður
sýnd f byrjun júní. Höfundur
verksins er John Speight, leik-
stjóri er Geirlaug Þorvaldsdóttir
og hfjómsveitarstjóri Guðmund-
ur Óli Gunnnarsson. Leikmynd
og búninga hannaði _ Snorri
Sveinn Friðriksson. Ópcruna
flytja níu söngvarar og þrettán
manna hljómsveit. Efni óperunn-
ar er sótt í fyrstu Mósebók í Bib-
líunni þar sem segir frá Abraham
og syni hans Isak.
Höfundurinn, John Speight,
segir að Elín Sigurvinsdóttir,
sóknarnefndarkona og söngvari,
hafi í fyrra komið að máli við sig
og beðið um að semja stykki fyrir
hóp af söngvurum á hennar snær-
um. Þeim kom saman um að
verkið yrði hvorki í hefðbundn-
um óratóríustfl eða öðrum venju-
legum stfl. Og var hugmyndin að
stykkið væri hægt að sviðsetja.
Textinn var valinn úr Bib-
líunni, sagan um Abraham og
ísak eins og áður sagði. Saga
þeirra feðga er bæði stutt og mjög
dramatísk, segir höfundur.
Auk Biblíutextans notar John
Speight gamla íslenska sálma úr
safni séra Bjarna Þorsteinssonar.
John sagðist nota sáhnana til að
undirstrika átökin í verkinu og
sálarástand persónanna.
John segir að þótt hér hafi ekki
verið settar upp slíkar kirkjuóp-
erur fyrr séu þess dæmi að óperur
séu settar upp í kirkjum erlendis
m.a. í Englandi. Fyrirmynd höf-
undar voru einnig helgileikir,
sem hefð er fyrir að leika í kirkj-
um í Bretlandi, frá 13. öld.
John Speight er íslendingum
að góðu kunnugur. Hann hefur
verið búsettur á íslandi síðan
1972 og tekið virkan þátt í tónlist-
arlífinu. John er þekktur sem
söngvari og tónsmiður en einnig
sem kennari. Hann hefur samið
verk af ýmsu tagi fram að þessu,
en umrædd kirkjuópera er fyrsta
smíð hans á óperusviðinu.
Eins og áður sagði verður óp-
eran sett upp í Háteigskirkju og
það var Háteigssókn sem frum-j
kvæði átti að uppsetningu Abra-
hams og ísaks. Síðar barst Lista-
hátíðarnefnd óperuuppsetning |
þessi til eyrna og var ákveðið að
Listahátíð bæri helming kostnað-
arins til jafns við sóknina.
Geirlaug Þorvaldsdóttir segir
leikstjórn óperunnar frumraun
sína á því sviði og hafi hún haft
óskaplega gaman af vinnunni.
Að sögn Geirlaugar er verkið
mjög magnað og dramatískt, og
hæfilega langt en óperan tekur
ekki nema fjörtíu mínútur í flutn-
ingi.
Níu söngvarar fara með hlut-:
verk í óperunni. Viðar Gunnars-
son túlkar Abraham, en hann er
nú sem kunnugt er fastráðinn við
óperunaí Wiesbaden. Hrafnhild-
ur Guðmundsdóttir syngur hlut-
verk ísaks. Signý Sæmundsdóttir
og Þorgeir Andrésson eru sögu-
menn. Guð er fjórradda og túlk-
aður af Sigursteini Magnússyni,
Sigrúnu Gestsdóttur, Halldóri
Vilhelmssyni og Elísabetu Wa-
age. Sigríður Gröndal syngur
engilshlutverk óperunnar.
Abraham og Isak verður sýnd
tvisvar í Háteigskirkju, 4. og 5.
júní næstkomandi. gg
Listahátíð
Miðamir renna út
Miðasala Listahátíðar hófst nýlega og hefur gengið vel
M
síðastliðinn flmmtudag. Að
sögn Egils Helgasonar blaðafull-
trúa hátíðarinnar hefur salan
gengið vel. Menn mæta þó ekki
mikið í biðröð eins og áður tíðk-
aðist, heldur hringja inn korta-
númerin sín.
Enn sem komið er hefur mest
selst af miðum á Vínardrengja-
kórinn, kórinn heldur tvenna
tónleika í Háskólabíói 3. og 4.
júní. Sovéski píanóleikarinn
Andrei Gavrilov nýtur einnig
vinsælda, en hann heldur einung-
is eina tónleika í Háskólabíói 2.
júní. Auk þess hefur mikið selst
af miðum á San Fransiskó ballett
Helga Tómassonar. San Fra-
nsiskó ballettinn sýnir sex sinnum
í Borgarleikhúsinu. Miðum á
tónleika sópransöngkonunnar
fögru, Fiamma Izzo d‘ Amico, fer
einnig fækkandi. Hún syngur í
Háskólabíói 16. júní.
Menn spyrja og mikið um
pólska leikhúsmanninn Tadeusz
Kantor. Hinn heimsfrægi Kantor
kemur hingað til lands ásamt
leikhóp sínum Cricot 2 frá Kraká.
Hópurinn treður upp fjórum
sinnum með sýninguna Ég kem
aldrei aftur. Ekki er nauðsynlegt
að kunna pólsku til að njóta
verksins því að það er að mestu
án orða og á auðskiljanlegri al-
þjóðatungu.
BE