Þjóðviljinn - 29.05.1990, Blaðsíða 7
Bœjarfulltriiar: B: Jónas Hallgríms-
son, Sigurður Jónsson, Kristjana
Bergsdóttir; D: Theódór Blöndal,
Auðbjörg Sveinsdóttir; T (Tindar):
Magnús Guðmundsson, Sigrún
Ólafsdóttir, Margrét Gunnlaugsdóttir,
Hallsteinn Friðþjófssoij.
NESKAUPSTAÐUR
Ákjörskrá: 1.198, þarafkusu 1.074
eða 89,6%. Auðir seðlar og ógildir:
29.
Atkv. % (+/-) Fulltr.(+/-)
B-listi 221 21,1 (+3,1) 2 (+1)
D-listi 273 26,1 (+7,3) 2
G-listi 551 52,7 (+3,1) 5
Bœjarfulltrúar: B: Benedikt Sigur-
jónsson, Þórarinn V. Guðnason; D:
Stella Steinþórsdóttir, Magnús Sig-
urðsson; G: Smári Geirsson, Guð-
mundur Bjamason, Sigrún Geirs-
dóttir, Klara Sveinsdóttir, Einar Már
Sigurðsson.
ESKIFJÖRÐURa
kjörskrá: 745, þar af kusu 615 eða
82,6%. Auðir seðlar og ógildir: 10.
Atkv. % (+/-) Fulltr.(+/-)
A-listi 84 13,9 (+1,6) 1
B-listi 249 41,2 (+20,2) 3 (+1)
D-listi 200 33,1 (+13,9) 2 (+1)
G-listi 72 11,9 (-4,5) 1
BæjarfuUtriiar: A: Guðmundur Þ.
Svavarsson; B: Gísli Benediktsson,
Sigurður Hólm Freysson, Jón Ingi
Einarsson; D: Skúli Sigurðsson,
Hansína Halldórsdóttir; G: Hjalti
Sigurðsson.
H0FN Á kjörskrá: 1.081, þar af
kusu 838 eða 77,5%. Auðir seðlar og
ógildir: 38.
Atkv. % (+/-) Fulltr.(+/-)
B-listi 222 27,8 (+3,2) 2
D-listi 277 34,6 (+3,8) 2
H-listi 301 37,6 (+1,8) 3
Bæjarfulltriiar: B: Guðmundur Ingi
Sigurbjömsson, Aðalsteinn Aðal-
steinsson; D: Albert Eymundsson,
Magnús S. Jónasson; H (Krían):
Gísli Sverrir Ámason, Svava Krist-
björg Guðmundsdóttir, Stefán Ólafs-
VESTMANNAEYJAR
Á kjörskrá: 3.246, þar af kusu 2.719
eða 83,8%. Auðir seðlar og ógildir:
97.
Atkv. % (+/-) Fulltr.(+/-)
A-Iisti 539 20,6 (+2,4) 2
B-listi 238 9,1 (-4,9) 0(-l)
D-listi 1.462 55,8 (+11,8) 6 (+2)
G-listi 383 14,6 (-7,4) 1 (-1)
Bæjarfulltrúar: A: Guðmundur Þ. B.
Ólafsson, Kristjana Þorfmnsdóttir;
D: Sigurður Jónsson, Sigurður Ein-
arsson, Bragi I. Ólafsson, Georg Þór
Kristjánsson, Sveinn Valgeirsson,
Ólafúr Lámsson; G: Ragnar Óskars-
son.
SELFOSSik : 2.699,
þar af kusu 2.127 eða 78,8%. Auðir
seðlar og ógildir: 50.
Atkv. % (+/-) Fulltr.(+/-)
B-listi 456 22,0 (-5,6) 2 (-1)
D-listi 774 37,3 (+10,5) 4 (+1)
F-listi 176 8,5 0
K-listi 671 32,3 3
Bœjarfulltrúar: B: Guðmundur Kr.
Jónsson, Kristján Einarsson; D:
Bryndís Brynjólfsdóttir, Sigurður
Jónsson, Bjöm Gíslason, Ingunn
Guðmundsdóttir; K (Félagshyggju-
fólk): Sigriður Jensdóttir, Steingrím-
ur Ingvarsson, Þorvarður Hjaltason.
Á kjör-
HVERAGERÐI
skrá: 1.031, þar afkusu 895 eða
86,8%. Auðir seðlar og ógildir: 28.
Atkv. % (+/-) Fulltr.(+/-)
D-listi 388 44,8 (-11,1) 3 (-1)
H-listi 479 55,2 (+11,1) 4 (+1)
Bœjarfulltrúar: D: Hans Gustavsson,
Alda Andrésdóttir, Marteinn Jóhann-
esson; H (A-flokkar og Framsókn):
Ingibjörg Sigmundsdóttir, Gísli
Garðarsson, Hjörtur Már Benedikts-
son, Magnca Ámadóttir.
Ólafur Ragnar Grímsson
Utkoman í Reykjavík alvarleg
Ólafur Ragnar Grímsson: Sjálfstœðisflokkurinn styrkti ekki stöðu sína á landsvísu.
Sameiginleguframboðinsköpuðuekkiafgerandi kraft gegn Sjálfstæðisflokknum
Fyrir borgarstjórnarkosning-
arnar hafði ríkt mikil ólga í
kringum framboðsmál í Reykja-
vík. Eftir að tilraunir til sameig-
inlegs framboðs allra minnihlut-
aflokkanna höfðu farið út um
þúfur, fóru menn að leyta ann-
arra leiða. Nýr vettvangur spratt
upp úr þessu en formaður Al-
þýðubandalagsins fékkst hins
vegar hvorki til að gefa Alþýðu-
bandalagsfélagi Reykjavíkur né
Nýjum vettvangi, afgerandi
stuðning sinn. En hvað hefur for-
maðurinn að segja um þessi mál
að loknum kosningum og úrslit
kosninganna yfirleitt?
Hvernig túlkar formaður Al-
þýðubandalagsins útkomu
flokksins í sveitastjórnarkosning-
unum?
t fyrsta lagi sýna þessi kosning-
aúrslit að þótt Sjálfstæðisflokkur-
inn vinni stóran sigur í Reykjavík
og þeim kaupstöðum á höfuð-
borgarsvæðinu þar sem hann var í
meirihluta áður, þá styrkti flokk-
urinn ekki stöðu sína annars stað-
ar á landinu ef litið er á það í
heild. Flokknum mistókst að ná
meirihluta í Hafnarfirði og í Kóp-
avogi, þar sem hann stefndi að
slíkum meirihluta og á lands-
byggðinni stóð hann í stað.
Það er því athygli vert, þrátt
fyrir allt tal Sjálfstæðisflokksins í
stjórnarandstöðu og áróður
hans, að hann fær ekki landsum-
boð til breytinga. Hinn stjórnar-
andstöðuflokkurinn, Kvennalist-
inn, sem reynt hefur að veita
nkisstjórninni gagnrýni út frá
sjónarmiðum jafnréttis og félags-
legra réttinda, tapar all verulega í
þessum kosningum. Kvennalist-
anum tekst ekki að fá bæjarfullt-
rúa úti um land og missir næstum
fulltrúa sinn í Reykjavík.
Ríkisstjómarflokkarnir fá út-
komu sem er nokkuð margbreyti-
leg. Sum staðar vinna þeir allir á
með afgerandi hætti, annars stað-
ar standa þeir í stað og á nokkrum
stöðum hendir þá alla að tapa
nokkm fylgi. Heildarútkoma
þessara sveitastjómarkosninga,
eftir tæplega tveggja ára tímabil
þar sem ríkisstjómin hefur þurft
að beita mjög erfiðum aðgerðum
við óvenjulegar aðstæður, fela í
sér að þær vonir sem stjórnarand-
staðan hafði um að kosningarnar
yrðu vemlegt áfall fyrir ríkis-
stjórnina, hafa á engan hátt ræst.
Þetta er auðvitað sú staðreynd
sem rís hæst hvað landsmálin og
þjóðmáiin í heild snertir.
En er það ekki áfall fyrir Al-
þýðubandalagið í Reykjavík, að
um leið og Sjálfstœðisflokkurinn
vinnur sinn stærsta sigur, glatar
ABR því forystuhlutverki sem
það hefur haft gegn Sjálfstœðis-
flokknum í Reykjavík?
Jú, ef litið er á útkomu ein-
stakra flokka er rétt að útkoma
Alþýðubandalagsins í Reykjavík
er mjög alvarleg og hún á auðvit-
að eftir að skapa mikla erfiðleika.
Flokkurinn hefur haft forystu í
andstöðunni við Sjálfstæðis-
flokkinn alla sína tíð og Sósíal-
istaflokkurinn þar á undan,
samanlagt í hálfa öld. Hins vegar
eru margvíslegar skýringar á
þessu mikla tapi G-listans í
Reykjavík, sem við þekkjum.
Mikill fjöldi flokksmanna kaus
að vinna að þeirri tilraun að ná
fleiri andstæðingum Sjálfstæðis-
flokksins saman og frambjóðend-
ur G-listans lögðu þess vegna
mikla áherslu á flokkslega hhð
síns framboðs.
Það er aftur á móti athygli vert
að Alþýðubandalagið í ná-
grannabæjarfé-lögunum og á
Reykjanesi, bætir við sig eins og í
Hafnarfirði og í Keflavík. í Kóp-
k avogi hélt flokkurinn mjög miklu
fylgi, eða um 20%, sem er all
góður árangur í ljósi þess að
„Árangurinn í Kópavogi er allgóður, en þar hélt flokkurinn 20% fylgi þrátt fyrir framboð Kvennalistans,"
sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Frá kosningakaffi G-listans í Kópavogi á kjördag. Mynd: Jim Smart.
Kvennalistinn bauð ekki fram við
síðustu bæjarstjórnarkosningar
en gerði það nú.
Nýr vettvangur nœr ekki þrem-
ur mönnum í borgarstjórn, sem
hann sagðifyrir kosningar að yrði
sigur og framboð hans breytir í
raun ekki stöðunni í borgar-
stjórn?
Það er alveg rétt. Nýr vett-
vangur náði alls ekki þeim árang-
ri sem aðstandendur hans höfðu
búist við. Reyndar má segja þetta
um fleiri tilraunir til þess að laða
fleiri aðila til samstarfs á móti
Sjálfstæðisflokknum. Það voru
gerðar nokkrar mismunandi til-
raunir í þessa átt á höfuðborgar-
svæðinu, Nýr vettvangur var ein
slík tilraun. í Mosfellsbæ og á Sel-
tjarnamesi sameinuðust allir
andstæðingar Sjálfstæðisflokks-
ins um eitt framboð. í Garðabæ
sameinuðust Framsóknarflokk-
urinn, Alþýðubandalagið og
Kvennalistinn. En þessar tilraun-
ir allar skiluðu engan veginn
þeim árangri sem vonast var til og
virðist greinilegt að ýmsir stuðn-
ingsmenn þeirra flokka sem að
þessu stóðu, hafa annað hvort
kosið Sjálfstæðisflokkinn eða
ekki tekið virka afstöðu með
sameiginlegu framboðunum.
Ef litið er á allt landið þá
skiluðu sameiginleg framboð já-
kvæðum árangri. I Hveragerði
tókst sameiginlegu framboði til
dæmis að fella áratugagamlan
meirihluta Sjálfstæðisflokksins.
Á Seyðisfirði og Siglufirði, svo
önnur dæmi séu nefnd, skiluðu
þessi framboð einnig mjög góðri
útkomu. Þar sem fjölmennið er
mest og þar sem Sjálfstæðisflokk-
urinn hefur verið í langvarandi
meirihluta hér á höfuðborgar-
svæðinu, var niðurstaða þessara
sameiginlegu framboða ekki sú
að þau sköpuðu afgerandi kraft í
baráttunni gegn Sjálfstæðis-
flokknum nema síður væri.
Leiðir þessi niðurstaða ekki
óhjákvœmilega til uppgjörs innan
flokksins, þar sem ekki ríkti góð-
ur andi á milli ABR og Nýs vett-
vangs fyrir kosningarnar?
Ég tel að þetta muni óhjá-
kvæmilega leiða til mikillar um-
ræðu. Ég tók ekki afstöðu í þess-
um kosningum í Reykjavík eins
og menn þekkja og hef verið
gagnrýndur fyrir það af ýmsum.
Sem formaður flokksins taldi ég
nauðsynlegt að halda stjórnmála-
sambandi við allt það fólk sem
stóð að framboðum ABR og Nýs
vettvangs, svo sú umræða gæti
haldið áfram, sem þarf að eiga sér
stað um hvers konar framtíð,
málefnagrundvöll og flokk menn
vilja hafa.
Hvað hefur þú að segja um það
sem Davíð Oddsson hefur sagt,
að það hafi hlakkað í formanni
Alþýðubandalagsins yfir útkomu
G-listans?
Ég hef aldrei þurft Davíð
Oddsson til að túlka mín sjón-
armið og tel honum ýmislegt ann-
að betur til lista lagt. Þau orð sem
hann er að vísa til eru þegar ég
vék að þeirri staðreynd, sem því
miður blasir við en verður að
horfast í augu við, að Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík er ekki
lengur forystuafl gegn Sjálfstæð-
isflokknum eins og það var. Fylg-
ishlutfall flokksins í Reykjavík er
líka lægra en hjá nokkrum G-lista
í landinu. En túlkanir hans á
þessum ummælum eru jafn fjar-
stæðar og túlkanir hans á ummæl-
um Steingríms Hermannssonar í
sjónvarpi á sunnudagskvöld.
-hmp
Vinningstölur laugardaginn
26. maí ‘90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1. 5.495.963
2. 5. 110.660
3. 4af 5 117 8.157
4. 3af 5 4.555 488
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
9.226.472 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULI'NA 991002
Þriðjudagur 29. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN—SÍÐA7