Þjóðviljinn - 31.05.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 31.05.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Við ísiendingar erum aðilar að mörgum sáttmálum. Gamli sátt- máli er þeirra elstur. Til hans var vandað - en ekki hélt hann nema stuttan tíma. Einn maður fékk jarlsnafnbót en almenningur tap- aði - og því meira sem bókfellið gulnaði lengur. Einn þeirra sátt- mála sem Island á aðild að er bann gegn þrælahaldi, - þó ekki algjöru. Skv. þessum samningi okkar mega allir þjóðhöfðingjar eiga þræla, kaupa þá og selja. Margir fleiri samningar okkar eru áhugaverðir. T.d. er Hæstiréttur íslands ekki lengur æðsti dóm- stóll í málum íslendinga. Utan- stefnur eru hafnar að nýju. Skv. þeim dómstól getur verið víta- laust að brjóta íslensk lög og utan hefur verið stefnt mannréttinda- broti eins og því að takmarka rétt til að láta hund skíta á annarra manna tröppum - og þannig utan enda. Við bönnum iðnrekendum að flytja inn þræla en við erum aðilar samnings sem bannar tálmanir á innflutningi varnings, - sem er framleiddur af þrælum, - jafnvel á barnsaldri. Við „eigum“ óskabarn þjóðarinnar. Nú skráir það skip sín fjarri íslandi - til að losna við reglur um mannsæm- andi laun og aðbúnað þeirra sem þar eiga að vinna fyrir kjaftfylli af hrísgrjónum á dag. Með þessari skráningu losnum við líka við allt öryggiseftirlit. Við saumuðum fatnað og skótau og gafst vel. Þetta er liðin tíð, við getum ekki keppt við lönd sem nota þræla, það heitir á fínu máli „ódýrt vinnuafl“ og „laðar að sér erlent fjármagn“. Álafoss heitir verst rekna fyrirtæki á ís- landi. Stjórn þess er í höndum læriföður allra hagfræðinga í landinu, - auk stjórnarformanns Flugleiða, - forstjóra SÍS og Ég sá í Morgunblaðinu nýlega að kona í neðra Breiðholti var að spyrja borgarstjórann (háttvirt- an) um hvers vegna mótorhjólum væri ekið um á gangstígum og grasflötum þar í hverfinu átölu- laust. Borgarstjórinn svaraði spurningunni eins og hans er von og vísa þegar hann hefur ekki áhuga á málefninu. Við þessu væri erfitt að gera og aðgerðir væru DÝRAR. Hindranir gætu valdið erfiðleikum við smjó- mokstur!! en það mætti prufa að setja upp skilti. I svari borgarstjórans skein glögglega í gegn áhugaleysi hans á hinum veigaminni vandamál- um, eða þeim sem hann getur ekki leyst úr með því að klippa á borða og látið taka af sér myndir á meðan. Nú ber svo við að ég hef verið að ergja mig yfir nákvæm- lega sömu hlutunum og konan í neðra Breiðholtinu. Mótorhjól á gangstéttum og hjólastígum Ég er búsettur í Fossvoginum, og hér er einn af fáum stöðum í borginni þar sem opið grasigróið svæði er nálægt, svæði sem er stærra en frímerki. Þetta er svæði þar sem krakkar geta leikið sér úti, bæði sumar og vetur og mað- ur getur verið áhyggjulaus um þau vegna bílaumferðar. En Adam er ekki lengi í Paradís. Á vorin þegar krakkarnir (4-6 ára) draga fram hjólin sín eða eru Hvert ætlum við? Halldór Þórðarson á Laugalandi skrifar framkvæmdastjóra stærsta út- gerðarfélags á íslandi. Hráefni fær Álafoss að mestu gefins. í þetta fyrirtæki er ausið 1000 milj- ónum á ári, og sér þess engan stað - og þó - stjórnendur telja sig sjá bjarma í austri - þeir eru að koma sér upp vinnustofu í Kína, til að fræðingar segja sjálfsagt að selja útlendingum veiðiréttinn, beint eða gegnum leppa. Við lokuðum landhelginni, en nú bjóðumst við til að opna hliðið fyrir 30 silfur- peninga. Fyrst lögleyfðum við fjármagnseigendum rán á eign- um frumatvinnuveganna, svo orku á broti af því verði sem frysti- hús og aðrir verða að borga. Paö heita ekki útflutningsbætur á máh útvarps- og sjónvarps- manna. Varla styrkist staða ASI þegar hér verður orðið fullt af at- vinnuleysingjum - íslendingum, vegna þess að við flytjum hráefn- Japanir hafa stóran og góðan markað og eru vinveittari íslendingum en Efnahagsbanda- lagiðfyrr og síðar... Þar værum við betur staddir en hjá EBE... “ prjóna úr íslenskri ull. Kínversk- ar kellingar munu ekki þurftar- frekar og til margra hluta nytsam- legar ekki síður en aðrar sem keyptar eru þar austur frá, fyrir gjaldeyri sem ennþá er aflað af Islendingum. Við lokuðum landhelginni svo við sætum einir að þessari auð- lind. Nú eru uppi kröfur um eignarrétt ólíklegustu manna á fiskinum í sjónum. Frá mér séð er fáránlegt að halda því fram að við Þorsteinn Pálsson, Jón Baldvin, Steingrímur eða Gylfi eigum að fá greiðslu fyrir leyfi frá þeim sem enn draga fisk úr sjó. Það eru ekki mörg ár síðan menn nefndu fyrst ieyfisgjald af óveiddum fiski, nú er þetta orðin hávær krafa studd af æðstu hagfræði- kennurum þjóðarinnar. Sömu þegar Seðlabankinn og fjár- magnseigendur eru búnir að hreinsa til - bjóðum við EBE þetta allt saman. Áhrifamenn í flestum stjórnmálaflokkum boða hik- laust aðild að EBE, þar er fyrst talið til gæða frjáls flutningur fjármagns, óheftur innflutningur á ódýru vinnuafli, frjáls innflutn- ingur landbúnaðarvara og yfir- leitt frjáls aðgangur að öllum auðlindum lands og sjávar með eða án leppa. Samningsstaða verkamanna gagnvart Alusuisse virtist ekki sterk, skv. því sem les- ið var útúr blöðum um daginn. Þar er bara lokað ef því líkar ekki við alla hluti og þá fær það sitt fram. Til að auka pressuna frá stóriðjunni vantar okkur endi- lega annað álver, til að kaupa ið út, - og sveltandi útlendingum frá atvinnuleysissvæðum Evr- ópu. Ekki gilda hér lög ef þau stang- ast á við Rómarsáttmálann. Dan- ir áforma að byggja geysistóra brú og buðu verkið aðeins út í Danmörku m.a. til að slá á stór- fellt atvinnuleysi sem fylgdi aðild þeirra að EBÉ. Það kom svo á daginn að þeir máttu það ekki. Franskt fyrirtæki kærði og Róm- arsáttmálinn er æðri dönskum lögum. Frelsin fjögur eru uppfylling æðstu drauma ólíklegustu manna. Á síðasta aðalfundi Stétt- arsambands bænda flutti ég eftir- farandi tillögu: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1989 lýs- ir andstöðu við aðild íslands að EBE - og öllu valdaafsali ís- Mótorhjól og vélsleðar á leiksvæðum bama Gunnlaugur Júlíusson skrifar jafnvel að byrja að læra á hjól eða þá eru þeir óðar komnir aftur og reiðhjólum í gegn, en vélhjól eru aö leika sér á annan hátt á allt er sem fyrr. komast ekki. Einnig eru settar „Þegar rœtt er við lögregluna um akstur vél- sleðanna, þá kemur í Ijós að ekkert er minnst á akstur vélsleða innan borgarmarkanna ílög- reglusamþykkt Reykjavíkur... “ hjólastígum, gangstéttum eða grasinu, þá fara mótorhjól og skellinöðrur að geysast hér um. Á gangstéttum milli húsa, eftir hjólastígum eða þvert yfir opna svæðið þar sem að því er komið. Krakkarnir segja sögur af því þegar þau koma inn að mótorhjól hafi verið að elta þau o.s.frv. Þegar haft er samband við lögregluna þá segir hún að öll vél- hjólaumferð sé bönnuð á þessum svæðum, bæði á hjóla- og gang- stígum svo og á gangstéttum. En það er ekkert gert til að koma í veg fyrir þennan ófögnuð. Þó svo að vélhjólalöggan skammist í strákunum um stund og þeir láti fara lítið fyrir sér í nokkra daga, Vinnubrögð í nágrannalöndum Þar sem ég þekki til í nágranna- löndum er tekið á þessum málum þannig að árangur er af. Alls staðar sett upp áberandi skilti, þar sem umferð vélhjóla er bönnuð, þannig að viðkomandi geti ekki skýlt sér bak við van- þekkingu, ef þeir eru teknir í landhelgi. Á svæðum þar sem mikil mannaferð er, annað hvort gangandi eða hjólandi, eru settar upp einfaldar hindranir úr tveimur pípubogum sem auðvelt er að keyra b; . iavögnum og upp bríkur b-hú: og fleira sem torveldar torfæru- og hindrunar- akstur vélhjóla milli húsa og á opnum svæðum. Vélsleðar á vetrum En sagan er ekki öll sögð. Þeg- ar vetrar og vélhjólin eru sett í geymslur yfir veturinn, þá fara vélsleðarnir á kreik. Ýfir fyrr- greinda brekku, þar sem litlu krakkamir renna sér á sleðum á vetuma, geysast vélsleðar upp og niður, stökkvandi á hæðum og brúnum eða þar sem því verður við komið. Þegar rætt er við lögregluna um akstur vélsleðanna, þá kemur lensku þj óðarinnar - hver ju nafni sem það nefnist". Þessari tillögu var eins og öðmm vísað til nefnd- ar. Hún fór til 10 manna nefndar undir forystu varaformanns Stéttarsambandsins og þaðan kom hún ekki. Ég veit ekki um aðra tillögu sem hefur verið tekin svona úr umferð þau 10 ár sem ég hef mætt þar. Jakob Jakobsson fiskifræðing- ur mun hafa sagt að ekki væri þörf fyrir Hafrannsóknastofnun eftir að ísland gengi í EBE og varla verður þörf fyrir Stéttar- samband bænda eftir að við verð- um þar aðilar. Hvað segja má um Verkamannasambandið og Sjómannasambandið þegar þar verður komið sögu, veit ég ekki, þá verður hugsjón „stóra óska- barnsins“ alls ráðandi til sjós og lands. Sem betur fer er heimur- inn ekki bara EBE. Ameríka öll Mið- og Austur-Evrópa, Japan og fleiri lönd em líka til. Japanir hafa stóran og góðan markað og em vinveittari íslendingum en Efnahagsbandalagið fyrr og síð- ar. En fjarlægðin er mikil og styð- ur að því að senda aðeins full- unna gæðavöm sem við getum vel framleitt. Þar værum við bet- ur staddir en hjá EBE sem stefnir að því að loka sínum hring, svo auðveldara verði að ræna arði af iðju þeirra sem minnst hafa fjár- ráðin. Óðastir í þessu innlimun- armáli eru þeir sem hæst heimta frelsi fyrir lönd Austur-Evrópu. Það er ekki vonum fyrr að við spyrjum leiðtoga okkar eins og Pétur postuli forðum, þegar hann mætti meistara sínum á leið inn í Rómaborg: „Quo vadis dom- ine?“ Að morgni langa frjádags 1990 H.Þ. Halldór Þórðarson er bóndi á Lauga- landi, N-ísafjarðarsýslu. í ljós að ekkert er minnst á akstur vélsleða innan borgarmarkanna í lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Það er sem sagt ekki bannað að djöflast á vélsleðum í sleðabrekk- um smábarna í Fossvoginum, og því varla í neðra Breiðholtinu heldur. Hver er ábyrgur ef slys hlýst af? Ábyrgðin er yfirvalda Það er Ijóst að meðan ekkert er gert til að framfylgja ákvæðum um vélhjólaakstur í lögreglusam- þykkt Reykjavíkur og jafnvel trassað að setja inn í hana mikil- væg atriði, þá eru þau slys sem eiga sér stað vegna þess ófremd- arástands sem ríkir í þessum mál- um skrifuð á reikning yfirvalda. Það er að segja þeirra sem fara með yfirumsjón gatnamála og borgar. Þeir háu herrar gera sér vonandi grein fyrir að það þarf ekki þungt högg til að af hljótist alvaralegir áverkar, ef lítill krakki, sem er að bagsa við að læra á hjól, flýr í skelfingu undan öskrandi mótorhjóli, sem birtist allt í einu fram úr húsasundi, og dettur á gangstéttarbrún á flótt- anum. Borgaryfirvöld eru ábyrg fyrir afleiðingum slíkra slysa, með því að sýna vítavert aðgerðaleysi til úrbóta í þessum málum þótt eftir Guunlaugur Júliusson er hagfræðing- ur. Flmmtudagur 31. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.