Þjóðviljinn - 31.05.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.05.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Alþýðuflokk- urinn og Nýr vettvangur Það er ofur fróðlegt að fýlgjast með því túlkunarstríði sem nú á sér stað í Alþýðuflokknum um úrslit borgarstjóm- arkosninganna í Reykjavík. Nýr vettvangur fékk mun minna fýlgi en ráð var fyrir gert eins og allir vita. Það hefur orðið Bjama R Magnússyni, fýrrum borgarfulltrúa, jafnt sem sig- urvegaranum í Hafnarfirði, Guðmundi Áma Stefánssyni, til- efni til að lýsa þeirri skoðun að sú tilraun sem Nýr vettvang- ur var stærsti anginn af hafi mistekist. Og fari best á því að Alþýðufiokkurinn forðist þann eld framvegis sem brennt bam. Ritstjóri Alþýðublaðsins er að sínu leyti að reyna að gera gott úr öllu saman í fréttaskýringu í gær. Hann segir, að enda þótt Alþýðuflokkurinn hafi misst sinn flokksmann (Bjama P.) úr borgarstjóm, þá hafi hann samt stóreflt víg- stöðu sína í borginni. Vegna þess að Alþýðubandalagið sé ekki lengur í forystuhlutverki stjómarandstæðinga þar. Síðar í sömu fréttaskýringu er svo vitnað í flokksmann sem segir í allri hreinskilni: „Það er gæfa Alþýðuflokksins að Nýr vett- vangurfékk ekki fleiri menn kjöma.” Hér virðist eitt reka sig á annars hom. En allt kemur þó saman í samfelldri túlkunarkenningu í viðtali við Jón Baldvin Hannibalsson, formann Alþýðuflokksins, sem Morgunblað- ið birti í gær, en þar er allt eins og best verður á kosið í hin- um besta krataheimi allra heima. í fýrsta lagi telur Jón Baldvin það ekki skipta mestu máli í kosningunum, að Sjálfstæðisflokkurinn efldist, heldur hitt, að „Nýr vettvangur varð til þess að Alþýðubandalagið hefur glatað forystuhlutverki sínu meðal stjómarandstöðuafla í Reykjavík”. Um leið neitar Jón Baldvin því, að það hafi verið ósigur að Nýr vettvangur fékk ekki nema tvo fulltrúa í borgarstjóm. Sigur Alþýðuflokksins hafi einmitt verið í því fólginn að fram- boðið naut EKKI meira fýlgis en raun bar vitni. Ef að Nýr vettvangur, segir Jón Baldvin, hefði fengið 4-5 borgarfulltrúa „er þá ekki hætt við því að félagsskapurinn hefði ef til vill of- metnast og talið að nú væri komið fram nýtt stjómmálaafl í landinu til frambúðar? Athyglisverð spuming! Nýr vettvang- ur var brú yfir til okkar jafriaðarmanna fýrir þá menn sem áður voru í Alþýðubandalaginu... og þeir munu ekki leita til baka yfir þá brú.” Með þessum orðum er Jón Baldvin vitaskuld að niður- lægja aðstandendur Nýs vettvangs utan Alþýðuflokksins sem mest hann má. Hann segir berum orðum, að framboð þeirra hafi verið nauðsynlegt til að kljúfa Alþýðubandalagið einmitt með þeim hætti sem Alþýðuflokknum hentar. Nýr vettvangur hafi ekki mátt fá of mikið fýlgi, þá hefði það lið getað haldið að það mundi einhverju ráða í pólitík! Nú sitji það hinsvegar hæfilega vanmáttugt, eigi engan möguleika á sjálfstæðri tilveru. Það komist ekki aftur tii Alþýðubanda- lagins og eigi því ekki nema um tvennt að velja: að hverfa af hinu pólitíska sviði eða ganga þegjandi og hljóðalaust inn í Alþýðufiokkinn. Það sem nú varsíðast nefnt er ítrekað í lok viðtalsins við Jón Baldvin: hann segir að með tali sínu um sameiningu jafnaðarmanna hafi hann átt nákvæmlega við það, að þeir Alþýðubandalagsmenn sem hugsuðu eins og Alþýðuflokk- urinn gengju til liðs við þann flokk. Með öðrum orðum: Jón Baldvin er nú afdráttariaust á þeirri línu sem flestir oddvitar flokks hans hafa lengst af verið meðan ekið var um á rauð- um Ijósum: að ekki komi til mála að flokkar kenndir við al- þýðu ræði saman á jafnréttisgrundvelli. Heldur á Alþýðu- fiokkurinn að taka við hæfilega mörgum liðsmönnum Al- þýðubandalagsins - og þá aðeins þeim sem eru reiðubúnir til að sætta sig við Alþýðuflokkinn nákvæmlega eins og hann er. Gjaflr eru yður gefnar, stendur þar. ÁB Gengi G-listanna Fróðlegt er að skoða tölur um gengi G-Iistanna í nýafstöðnum kosningum, miðað við kosning- amar 1986 og einnig miðað við gengi A-lista og sameiginlegra framboða. Þannig kemur til dæm- is fram í kosningatölunum, að „bræðslusamlögin” draga að sér meira fylgi en flokkalistamir, því úrslitin em þessi í grófum drátt- um: G-listar 11.500 atkv. A-listar 12.500 atkv. Sameiginl. framb. 13.900 atkv. Fylgi framboða 1990 Neskaupstaður Grundartjörður Hvammstangi Húsavik Reyðarfjörður Vopnatjörður Raufartiöfn Egilsstaðir Kópavogur Fáskrúðsfjörður Akranes Akureyri Vestmannaeyjar Skagaströnd Ólafsvik Grindavlk Eskifjörður Hafnarfjörður Sauöárkrókur Borgarnes Keflavik Isafjörður Reykjavlk -0,1 ■ 1.3 -3,9 -M -9,5 -5,1 -7, -8, -0,71 -1,5« -4, -1,21 -2,71 -1,4 -11, 13,1 113,6 13,1 |2,1 11,2 Breyting á G-fylgi í % f rá 1986-1990 |0,9 11,3 ÞJÓÐVILJINN / ÓHT G-listar urðu íyrir fylgistapi á 15 stöðum, en bættu við sig fýlgi á 8 stöðum. Ef aðeins era skoðað- ir kaupstaðir ásamt höfuðborginni fá G-listamir núna 11,29% at- kvæða og 22 fulltrúa í sveitar- stjómum, en höfðu 28 fulltrúa á síðasta kjörtímabili. Hér er nauð- synlegt að taka með í reikninginn, að núna vora á 12 stöðum bomir ffam sameiginlegir listar þar sem G-listar vora i kjöri 1986. En skoðum dæmið yflr landið í heild. Alls vora G-listar boðnir fram á 33 stöðum árið 1986, en núna á 24 stöðum og era þá taldir með allir kauptúnahreppar. Al- þýðubandalagið fékk sl. sunnu- dag kjöma 32 sveitarstjómar- menn, en hafði 38 áður. Samsetn- ingin á dæminu er sú, að 2 nýir fulltrúar unnust á tveim stöðum, annar í Grundarfirði en hinn á Eg- ilsstöðum, auk þess sem nú bætt- ist við maður af G-lista í sveitar- stjóm á Suðureyri, en þar var ekki boðinn ffam G-listi síðast. Atta fulltrúar töpuðust hins vegar á sjö stöðum, nettótap er því 6 fulltrú- ar. Þar sem fulltrúar töpuðust lít- ur dæmið svona út: Tap G-listanna Staður Ftr. nú Tap Reykjavík 1 2 Kópavogur 2 1 Akranes 1 1 Borgarnes 0 1 Hvammmstangi 1 1 Skagaströnd 0 1 Fáskrúðsfjörður 1 1 Alls fengu G-listanir nú 32 fulltrúa af 24 listum, en síðast 38 fulltrúa af 33 listum. Sjá má af súluriti sem hér fylgir hvert fylgi G-listamir á landinu fengu mælt i prósentum og af öðra súluriti hver breytingin er. A-listar og sambræðslur Við samanburðinn á útkomu G-listanna nú og 1986 þarf að hafa í huga, eins og áður segir, að núna komu fram á 12 stöðum sameiginleg framboð, þar sem G- listi var borinn fram síðast. Og það kemur í ljós, að 8 bæjarfull- trúar hafa tapast þar sem boðnir vora fram sameiginlegir listar. Úrslitin á þessum stöðum urðu svona: G-listi síðast-sambræðsla nú 1986 1990 Breyt. Mosfellsbær 11 0 Seltjarnarnes 2 1-1 Garðabær 10-1 Stykkishólmur 10-1 Helllssandur 11 0 Búðardalur 10-1 Bolungavík 2 1-1 Siglufjörður 2 1-1 Dalvík 2 1-1 SeyðisQörður 1+1 1 -1 Stokkseyri 3 3 0 Selfoss 110 Samtals 19 11 -8 Lítum þá á gengi A-listanna þar sem breytingar hafa orðið á fulltrúatölu. Núna vora boðnir ffam 17 A-listar. Breytingar era þessar: 1986 1990 Breyt. Hafnarfjörður 5 6 +1 Keflavík 5 4 -1 Akranes 2 3 +1 ísafjörður 3 2 -1 Akureyri 3 1 -2 Húsavík 2 1 -1 Njarðvík 3 2 -1 Ólafsvík 2 1 -1 Patreksfjörður 2 3 +1 Alls töpuðu A-listamir 11 mönnum en bættu við sig á öðrum stöðum 6 fulltrúum, þannig að nettótap þeirra var 5 fulltrúar. D-lista tap á SV-landi Það er athyglisvert, að þrátt fyrir sigur Davíðs í Reykjavík þá kemur í ljós, að Sjálfstæðisflokk- urinn á SV-homi landsins fær slakari útkomu í samtals tólf sveitarfélögum þar heldur en í sveitarstjórnarkosningunum 1982, þótt hún sé víða betri en í síðustu kosningum 1986. Þor- steinn Pálsson viðurkennir þetta í samtali við Morgunblaðið í gær og sömuleiðis vonbrigðin með úrslitin á NV-landi. Staðreyndin er sú, að ef hefð- bundnu sjálfstæðisvígin Reykja- vík, Garðabær og Mosfellssveit era skilin frá, kemur á daginn að Sjálfstæðisflokkurinn tapar fylgi á SV-landi eða stendur í stað, hvort sem menn miða við árin 1982 eða 1986. Á Seltjamamesi fær hann sama fylgi og 1982 en í Kópavogi minna en þá. Sé Reykjavík sleppt úr meðal- talinu á SV-landi sýna tölumar ffá stöðunum tólf að vorið 1982 naut Sjálfstæðisflokkurinn hylli 45,2% kjósenda á þessu svæði en aðeins 42,4% nú. Að Reykjavík viðbættri era hér taldir til SV-homsins effirfar- andi staðir, eins og Morgunblaðið gerir í yfirliti sínu á þriðjudaginn: Kópavogur, Seltjamames, Garða- bær, Hafnarfjörður, Grindavík, Keflavik, Njarðvík, Mosfellsbær, Akranes, Selfoss, Hveragerði og Vestmannaeyjar. ÓHT Neskaupsstaður Grundarfjörður Hvammstangi Húsavík Reyðarfjörður Vopnafjörður Raufarhöfn Egilsstaðir Kópavogur Suðureyri Fáskrúðsfjörður Akranes Akureyri Vestmannaeyjar Skagaströnd Ólafsvlk Grindavík Eskifjörður Hafnarfjörður Sauðárkrókur Borgames Keflavfk Isafjörður Reykjavík 152,7 ÞJÓÐVIUINN /ÓHT ÞJ0ÐVIUINN Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður A. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorteifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðiónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Viiborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðnjn Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingan Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundandóttir. Útbreiöslu- og afgreiðslustjóri: Guðrnn Glsladóttir. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdótt'r, Þorgerður Sigurðardótdr. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingan Síðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.