Þjóðviljinn - 31.05.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 31.05.1990, Blaðsíða 12
SPURNINGIN Ætlar þú aö njóta ein- hverra dagskráratriða Listahátíðar? Óskar Örn Þóroddsson burðardrengur Ég hef ekkert kynnt mér dag- skrána og hef ekki hugsað mér að fara á neitt. Guðjón V. Ragnarsson nemi Ég hef nú lítið kynnt mér þetta, en ætlar Dylan ekki að koma? Ég hef áhuga á honum og svo veit ég ekki nema ég detti inn á ein- hverjar málverkasýningar. Þorgeir Guðmundsson skrifstofumaður Ég hef ekki kynnt mér hvað er á boðstólum en geri það kannski. Barði Árnason bankastarfsmaður Mér finnst dagskráin nú óvenju- lega þunn, en ég ætla að fara á tónleikana hjá Andrei Gavrilov á laugardaginn. Bryndís Sigtryggsdóttir sendill með meiru Ég er búin að kaupa mér miða á Les Negresses Vertes 14. júní, en býst ekki við að það verði meira. þjównuiNN Fimmtudagur 31. maí 1990 99. tölublað 55. öroangur SÍMI 681333 SÍMFAX 681935 Aldraðir Synt til heilsu- bótar Sunddagur aldraðra í gær. Björn Kristjáns- son sem verðursjö- tugur í sumar synti 10 kílómetra. Ætlarað synda 20 kílómetra vegalengd á Mallorka í sumar Þegar Þjóðvifjinn leit inn í SundhöU Reykjavíkur í gærdag voru um 40 manns á aldrinum fimmtíu og fimm ára og upp úr, að synda sér til heUsubótar. Ernst Backman íþróttakennari leiðbeindi hópnum af laugar- bakkanum með tónlist úr há- talarakerfi sundlaugarinnar í bakgrunni og úti í lauginni lét enginn sitt eftir liggja. í gær var sérstakur sunddagur aldraðra en Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra á fimm ára afmæli um þessar mundir. Ernst Backman kennir venju- lega skólasund í Sundhöll Reykjavíkur. En áður en krakk- arnir hópast í tíma til hans á morgnana mæta nokkrir hressir eldri borgarar og synda undir leiðsögn Ernsts, sem drífur hóp- inn áfram með hressu skapi og jákvæðu hugarfari. Hann sagði Þjóðviljanum að hann leiðbeindi fólki með sundtökin og færi með því í leikfimiæfingar sem gerðar eru úti í vatninu. Það var að sjá á hópnum sem tók þátt í sunddeg- inum í gær að áhuginn á sundinu og æfingunum væri mikill. Einn þeirra sem mætir reglu- lega í sund í Sundhöliinni er Björn Kristjánsson. Hann ætlaði sér að synda fimmtán kflómetra í gærmorgun en hætti þegar hann var búinn með tíu. „Ég var eitthvað slæmur í öxlinni. Annars er þetta bara upphitun fyrir tutt- ugu kflómetra sund yfir Palmafl- óa í sumar,“ sagði Björn. „Ég verð sjötugur í júlí en ætla að halda upp á afmælið á Mallorka í september með því að synda þessa 20 kflómetra,“ sagði Bjöm. Hann sagðist ekki hafa nokkrar áhyggjur af vegalengdinni, það væri miklu léttara að synda í sjón- um þar sem hann væri 8% saltur. Einbeitingin var mikil á sunddegi aldraðra í Sundhöll Reykjavíkur ( gær. Myndir: Kristinn. Björn Kristjánsson tók sín fyrstu sundtök í ísafjarðardjúpi og ætlar að synda 20 kílómetra yfir Palmasund á Mallorka ( sumar. Þegar Þjóðviljinn ræddi við Bjöm á laugarbakkanum í Sund- höllinni, sagðist hann vera ný- kominn úr eggjatöku í Akrafjalli, þar sem hann tíndi svartbaksegg. „Ég hef synt mikið í sjó og tók mín fyrstu sundtök í ísafjarðar- djúpi,“ sagði Björn. En það var yngri bróðir hans, Ari Kristjáns- son, pabbi Kristjáns Arasonar handboltakappa, sem ýtti bróður sínum úr vör í Ögri á æskuáran- um. „Síðan lærði ég sundtökin í Reykjanesi." Svamli Björns í Atlantshafinu lauk ekki í Isafjarðardjúpi. Hann segist mikið hafa synt í sjó, bæði synt út í Viðey og Engey og árið 1960 synti hann yfir pollinn á Ak- ureyri. „Þingvallavatn er kald- asta vatn sem ég hef synt í og ráðlegg engum að gera það. Ég var í lögreglunni í 30 ár og synti þá mikið með Eyjólfi Jónssyni sund- kappa og nokkrum öðrum fé- lögum í sjónum. Upp úr 1960 kólnaði sjórinn hins vegar svo mikið að ég hef eiginlega ekkert syntíhonumsíðan,“ sagðiBjörn. Nokkrir aðilar ætla að styrkja Björn með auglýsingum þegar hann syndir yfir Palmaflóa í sept- ember. Meðal þeirra eru Sam- vinnuferðir Landsýn, sem ætla að útvega Bimi bát og fylgdarmann við sundið. Þá ætla Sjóvá- Almennar og Búnaðarbankinn að leggja hönd á plóginn ásamt Ara bróður Björns, en hann rek- ur verslun með íþróttavörur í Hafnarfirði. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.