Þjóðviljinn - 31.05.1990, Blaðsíða 7
Tansanía
Julius Nyerere, fyrsti forseti
Tansaníu og oft kallaður faðir
afrísks sósíalisma, lýsti því yfir í
gær að hann myndi láta af þátt-
töku í stjórnmálum í ágúst n.k.
Nyerere, sem er 68 ára, lét af for-
setaembætti 1985 en var áfram
formaður Chama Cha Mapind-
uzi, eins og ríkisflokkur landsins
heitir.
Nú segist Nyerere einnig ætla
að láta af formannsembættinu og
Kissinger
Variö
ykkur
á
Jeltsín
Henry Kissinger, fyrrum utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna,
sagði í fyrradag að viðræðurnar í
Vín um niðurskurð hefðbundins
vígbúnaðar væru vitleysan ein-
ber, þar eð í þeim létu menn eins
og járntjaldið væri ennþá til. Sú
lína, sem nú skildi sundur Austur
og Vestur, væri landamæri Pól-
lands og Sovétríkjanna.
Kissinger mun þar eiga við þær
nýju kringumstæður, sem
skapast hafa við að Sovétríkin
hafa ekki lengur teljandi tök á
Austur-Evrópu. Varsjárbanda-
lagið er varla til lengur nema að
formi til; Póiland, Tékkóslóvakía
og Ungverjaland hafa mælst til
þess að sovéskar hersveitir í
löndum þessum verði á brott og
Austur-Þýskaland er að renna
saman við Vestur-Þýskaland.
Kissinger lét þessi ummæli falla
í ræðu yflr forkólfum alþjóðlegra
fjárfestingarfyrirtækja. Við
sama tækifæri sagði hann að ef til
vill væri ástæða fyrir Vesturlönd
að hafa áhyggjur af Borísi Jeltsín,
sem nú er orðinn forseti Rúss-
lands. Jeltsín vildi í fyrsta lagi
aukinn hraða og dugnað í ráð-
stöfunum til bóta efnahag, í öðru
lagi vildi hann vcrja heiður Rúss-
lands. Hið síðarnefnda gæti orðið
áhyggjuefni, sagði Kissinger, sem
á áttunda áratug þjónaði þeim
Nixon og Ford sem utanríkisráð-
herra. Reuter/-dþ.
Kissinger - Vínarviðræður vitleysan
einber.
Jaiö-
skjálfti
í Pení
Jarðskjálfti olli á þriðjudags-
nótt miklu tjóni í norðurhluta
Perú og er vitað að 33 mannes-
kjur fórust. Tjónið varð mest í
Moyobamba, borg í vesturjaðri
Amazonskóga, og þar í grennd.
Skjálftinn mældist 5,8 stig á ric-
hterskvarða. Fjöldi húsa hrundi
eða skemmdist verulega.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
gerir ráð fyrir að Ali Hassan
Mwinyi, eftirmaður hans á for-
setastóli, taki einnig við því.
Sjálfur segist Nyerere áfram
verða „trúr þegn lands míns og
heimsins“.
Nyerere hefur verið einn áh-
rifamestu og mest metnu
stjómmálamanna Afríku, frá því
að sjálfstæð ríki voru stofnuð þar
upp úr nýlendum Evrópuríkja.
Hann var einn stofnenda Sam-
taka ríkja utan hernaðarbanda-
laga og heimafyrir stóð hann fyrir
því að sérstæður sósíalismi, sem
mikinn svip bar af samvinnu-
stefnu, varð ríkjandi í þjóð- og
atvinnulífi. Við það fleygði
menntun og heilsugæslu fram, en
með atvinnulífið gekk verr og
sótti á það stöðnun. Vegna jafnra
lífskjara hefur vannæring þó ver-
ið minni þarlendis en í öðrum
álíka fátækum ríkjum. Stjórnar-
far í Tansaníu hefur og verið í
mannúðlegasta lagi, miðað við
það sem gerst hefur í Afríku.
Síðan Mwinyi tók við sem for-
seti hefur atvinnulífinu að
nokkru verið snúið til markað-
skerfis. Tansanía er eins flokks
ríki, en Nyerere hefur undanfarið
mælt með því að fjölfiokkakerfi
verði tekið upp.
Reuter/-dþ.
Nyerere - verð áfram trúr þegn lands
og heims.
Alþjóðlegurtóbaksvarnadagur 3L maí
helgaður ungu kynslóðinni
Reykingar eru eins konar smitsjúkdómur sem berst frá einni kynslóð til
annarrar, foreldri til barns, eldra systkini til yngra, einum félaga til annars.
Hver og einn reykingamaður ber með sér „reykingabakteríuna" og setur þá í
mesta smithættu sem standa honum næstir.
Vemdum ungu kynslóðina. Stöðvum þennan hættulega faraldur.
Gefum börnunum tækifæri til að alast upp án tóbaks
t Krabbameinsfélagið
■
TOBAKSVARNANEFND
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin
E9-66M VjSOinV