Þjóðviljinn - 31.05.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 31.05.1990, Blaðsíða 2
FRÉTTIR Alþýðuflokkurinn Eignar sér Nýjan vettvang Jón Baldvin Hannibalsson: Kristín og Ólína verðafullgildir jafnaðarmenn. KristínÁ. Ólafsdóttir: Hef sagtmig úrABR,en er ekki á leið inn í Alþýðuflokkinn. Eg hef sagt mig úr Alþýðu- bandalaginu í Reykjavík en er áfram féiagi í Birtingu og þar með í Alþýðubandalaginu. Eg er held- ur ekki á leið inn í Alþýðuflokk- inn og hafna því fullkomlega að ég sitji í borgarstjórn fyrir þann flokk, segir Kristín Á. Ólafsdótt- ir, borgarfulltrúi Nýs vettvangs, í samtali við Þjóðviljann. Jón Baldvin Hannibalsson og Guðmundur Ámi Stefánsson hafa látið í það skína að þeir eigni Alþýðuflokknum borgarfulltrú- ana Ólínu Þorvarðardóttur og Kristínu Á. Ólafsdóttur. Jón Baldvin sagði í Morgun- blaðinu í gær að hann teldi afar líklegt að Kristín og Ólína myndu „um það er lýkur teljast fullgildir jafnaðarmenn“. Einnig var haft eftir Jóni Bald- vini að Nýr vettvangur hefði ver- ið „brú yfir til okkar jafnaðar- manna fyrir þá menn sem áður voru í Álþýðubandalaginu eða höfðu flestir hverjir stutt það í kosningum.“ Formaður Alþýð- uflokksins segist jafnframt telja að þetta fólk muni ekki leita til baka yfir þá brú. Guðmundur Ámi Stefánsson bæjarstjóri í Hafnarfirði segir í samtali við Þjóðviljann að hann telji eðlilegt að fólkið á Nýjum vettvangi komi nú til starfa innan Alþýðuflokksins. „Það er ljóst að þessir bræðing- ar gengu ekki upp og það er eðli- leg afleiðing að þetta fólk komi til okkar. Ég lít þó ekki á Ólínu og Kristínu sem borgarfulltrúa Al- þýðuflokksins í augnablikinu," segir Guðmundur Ámi. Kristín Á. Ólafsdóttir segir hins vegar að hún sé enn fyllilega trúuð á sameiginleg framboð og telur sjálfsagt að stofnun nýs flokks verði reynd fyrir næstu þingkosningar. „Ég veit ekki hvort þetta tekst fyrir næstu þingkosningar, en það er sjálfsagt að kanna mögu- leikann á því og fólk er þegar byrjað að tala saman, ekki bara í Reykjavík. Það er alls ekki rétt hjá Jóni Baldvini að Nýr vettvangur sé að- eins brú yfir í Alþýðuflokkinn. Nýr vettvangur er brú á milli fólks úr ýmsum flokkum og fólks utan flokka,“ segir Kristín Á. Ól- afsdóttir. -gg ABR Ný stjóm í kvöld Ungviðift byrjar snemma aft taka til hendinni í atvinnulífinu á landsbyggðinni. Þegar Þjóðviljinn var á ferðinni á Höfn í Hornafirfti einn föstudagsmorgun fyrir skömmu, voru þessir vösku drengir löngu komnir á fætur og byrjaðir að beita. Ekki dugar að láta kallana fara beitulausa á sjóinn. Mynd: Kristinn.. Það er ákaflega blendin tilfinn- ing að mörgu leyti að fara frá núna því það er þannig hugur í þeim félögum sem unnu með okk- ur i kringum kosningarnar að nú verði félagið miklu meira lifandi en verið hefur vegna þess að það er komið það margt áhugasamt fólk til starfa, sagði Stefanía Traustadóttir fráfarandi formað- ur Alþýðubandalagsfélags Reykjavíkur, en félagið heldur aðalfund sinn í kvöid og kýs sér nýja stjórn. Uppstillingarnefndin stiilir Sigurbjörgu Gísladóttur upp sem næsta formanni. Sigur- björg hefur verið í ABR í 15 ár. Hún er starfsmaður Hollustu- verndar og varaformaður Félags islenskra náttúrufræðinga. „Ég hef fulla trú á Sigurbjörgu til að leiða þetta félag þannig að það verði til farsældar og í þessari stjórn sem tekur við er gott samb- land af nýliðum og reyndum fé- lögum í ABR eins og verið hef- ur,“ sagði Stefanía. Enginn þeirra sem nefndin stillir upp er í Birtingu. „Nefndin hefur metið það þannig að hún hefur einungis leitað til þeirra sem voru í virku starfi innan ABR og haldið sig við það,“ sagði Stefanía. „Birtingarfélagar hafa litið á félagið sem dautt og lokað og ég get ekki ímyndað mér að þeir hafi nokkurn áhuga á að hafa þar áhrif.“ Stjórn ÆFR hefur gert kröfu um að stofnað verði kjördæmis- ráð í Reykjavík og fráfarandi stjórn mun því að öllu óbreyttu leggja til þær lagabreytingar sem til þarf að sögn Stefaníu. Ekki er þó hægt að kjósa fulltrúa í slíkt ráð nema boða til framhaldsaðal- fundar. Ólíklegt er að Birtingarfélagar fjölmenni á fundinn í kvöld og sagðist Kjartan Valgarðsson for- maður félagsins ekki eiga von á að Birtingarfólk hefði áhuga á að starfa meira innan ABR. 'Tveir Birtingarfélagar, þær Kristín Á. Ólafsdóttir og Árna Jónsdóttir, hafa sagt sig úr ABR og Kjartan kvaðst einnig vera á leiðinni út. vd. Barnavinna Dregið úr slysahættu Við þinglok voru samþykktar á Alþingi breytingar á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og skýrar en á'ður kveðið á um að börn megi ekki ráða nema til léttra, hættulítilia starfa. I lögunum segir nú að bannað sé að láta börn yngri en 15 ára vinna við hættuiegar vélar og við hættulegar aðstæður. Tilgangur lagabreytinganna er einkum sá að draga úr slysahættu við vinnu barna og unglinga. Miðað við skráð slys hjá Vinnu- eftirliti ríkisins hafa alvarlegustu slysin á bömum og ungmennum orðið við landbúnaðarvélar og fiskvinnsluvélar. vd. Lifandi fortíð í Árbæjarsafni Á morgun, föstudaginn 1. júní, hefst sumarstarf Árbæjarsafns. Safnið verður opið alla daga nema mánudaga kl. 10-18. Bryddað verður upp á ýmsum ný- jungum. Um helgarverðurmess- að í safnskirkju á auglýstum tím- um og í Dillonshúsi verða veiting- ar á boðstólum. Einnig verða ýmsar uppákomur og tónleikar á dagskrá. í sumar verður opnuð krambúð að hætti aldamótakaup- manns. í tilefni 550 ára afmælis prentlistar á íslandi verður prentminjasýning í Árbæjars- afni. Ein af sumarsýningum safnsins verður um mannlíf í Reykjavík á stríðsárunum en sú sýning er í tilefni af því að 50 ár eru síðan breskur her steig hér á land. M-hátíi á Vesturlandi í dag verða opnaðar tvær sýning- ar á Vesturlandi sem tengjast M- hátíðinni. Kl. 20 verður opnuð Aukasýningar á Fátæku fólki Leikfélag Akureyrar hefur ákveðið að hafa tvær aukasýning- ar á leikritinu Fátækt fólk nú um helgina, en síðustu sýningar voru auglýstar um síðustu helgi. Mjög góð aðsókn hefur verið að leikrit- inu og var uppselt um síðustu helgi. Um 4000 manns hafa séð leikritið og er það albesta aðsókn að íslensku verki hjá Leikfélagi Akureyrar í háa herrans tíð. Það var Böðvar Guðmundsson sem vann leikgerðina upp úr endur- minningabókum Tryggva Emils- sonar. Kristján Evrópumeistari Kristján Arason, handboltamað- urinn þekkti úr Hafnarfirði, varð á þriðjudagskvöld Evrópumeist- ari með spænska liðinu Teka Santander, þegar liðið sigraði sænska liðið Drott á heimavelli 23:18. Teka hafði tapað fyrri leik liðanna í Svíþjóð 24:22. Kristján er þar með fyrsti íslendingurinn sem verður Evrópumeistari í flokkaíþrótt. alla virka daga kl. 16-22 og kl. 14-22 um helgar. f dag verður, einnig opnuð sýning á handa- vinnu eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni, sem þeir hafa unnið í Opnu húsi, sem haldið hefur verið vikulega í allan vetur. Sýn- ingin er í Grunnskólanum og stendur til 4. júní og er opin á sama tíma og hin sýningin. Þá verður haldin skemmtun í Þing- hamri í kvöld, en sú skemmtun samanstendur af atriðum frá nokkrum skólum á Vesturlandi. Skólarnir eru Grunnskóli Laxár- dalshrepps, Laugaskóli í Dölum, Lýsuhólsskóli, Laugagerðisskóli, Kleppjárnsreykjaskóli, Anda- kílsskóli, Heiðarskóli og Varma- landsskóli. Að lokinni skemmtuninni verður opnuð mynd og handmenntasýning á verkum nemenda Varmalands- skóla. Skemmtunin hefst kl. 21 en sýningin er opin alla virka daga kl. 16-22 og 14-22 um helg- ar. Laugardaginn 2. júní heldur Langholtskórinn tónleika að Hlöðum og hefjast þeir kl. 15. Stjómandi er Jón Stefánsson en tónleikamir era á vegum Tónlist- arfélags Borgarfjarðar. Þorgerður Sigurðardóttir í nálægð jökuls Þorgerður Sigurðardóttir opnar í dag sýningu í vinnustofu sinni á Lambastaðabraut 1 Seltjarnarnesi. Þorgerður sýnir smámyndir sem hún hefur unnið í vetur. Myndimar era Pexíglerristur og mónóþrykk og sýna jökulinn í nálægð, enda ber sýningin yfirskriftina „í nálægð jökuls“. Þorgerður lauk námi frá grafíkdeild Myndlista- og handíða- skólans vorið 1989 og er þetta fyrsta einkasýning hennar. Sýningin verður opnuðr kl. 17 í dag og er opin 15-19 og 20-22 alla daga til 9. júní. sýning 14 frístundalistamanna í Grunnskólanum í Borgarnesi. Mýra- og Borgarfjarðarsýslu í Sýningin verður opin til 10. júní 2 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 31. maf 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.