Þjóðviljinn - 14.06.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.06.1990, Blaðsíða 4
PJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Fullveldi Rússlands (gær varð sá sögulegi atburður, að Þjóðfulltrúaþing rúss- neska sambandslýðveldisins samþykkti með 907 atkvæð- um gegn 13 að lýsa því yfir að Rússland væri fullvalda ríki. í síðustu viku hafði þingið samþykkt, að rússnesk lög væru æðri ákvæðum sovésku stjómarskrárinnar. í Ijósi stærðar og áhrifa Rússlands innan Sovétríkjanna þarf enginn að fara í grafgötur um áhrif þessara tíðinda. Æðsta ráð Sovét- ríkjanna hefur ennfremur opnað lýðveldunum leið til þess að lýsa yfir sjálfstæði. Mikhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, hefur lýst yfir ánægju sinni með fullveldisyfirlýsingu landa sinna á Þjóðfull- trúaþinginu og telur hana staðfestingu á þeim möguleikum þróunar og endurbóta sem nú liggja fyrir innan ríkjasam- bandsins. Þarf raunar ekki annað en skoða atkvæðatölum- ar 907:13 til að skilja, að hann var nauðbeygður til að sætta sig við þessa eindregnu afgreiðslu málsins. Hitt hefur lengi verið Ijóst, að hann telur miklar hættur vera fólgnar í því að hraða um of stórum ákvörðunum á innanlandsvettvangi og hefur varað við lýðskrumurum og einföldunum. Á vissan hátt kemur fullveldisyfirlýsing Rússlands sér því illa fyrir Gorbatsjov núna. Aðalgagnrýnandi hans í röðum sovéskra stjómmálamanna, Boris Jeltsín, forseti Rúss- lands, er með pálmann í höndunum. Ágreiningur Gorbat- sjovs og Jeltsíns um efnahagsmálastefnuna og marga aðra þætti er djúpstæður. Gorbatsjov barðist gegn kjöri hans til forseta og sakaði hann meðal annars um að stuðla að hruni Sovétríkjanna. Gorbatsjov er miðjumaður í sovéskum stjómmálum og hefur harðlega gagnrýnt það sem hann kall- ar öfgamenn og jafnvel „brjálæðinga” á báðum köntum, og hefur í birtum viðtölum jafnvel látið þá skilgreiningu duga á vinstri manninum Jeltsín. Gorbatsjov hefur lagt mikla áherslu á að allar breytingar innan Sovétríkjanna verði að fara fram í samræmi við gild- andi lög og ákvæði stjómarskrárinnar. Sovéska þingið lýsti þvi yfir á sínum tíma, að sjálfstæðisyfirlýsing Litháa væri ó- lögleg, enda hafi hún komið fram áður en ákvarðanir Æðsta ráðsins um fullveldi og sjálfstæði einstakra sambandslýð- velda voru teknar. Þetta er grundvöllur þess að Gorbatsjov hefur hingað til krafist að sjálfstæðisyfiilýsingin verði dregin til baka, til að hægt sé að afgreiða sjálfstæðismálin á kórrétt- an hátt. Margt bendir til þess að stífni Gorbatsjovs í þessu efni verði tilgangslítil og að hann verði einnig undir í þessu máli. Hins vegar bendir Gorbatsjov á það í ítarlegu viðtali í bandaríska tímaritinu TIME í síðustu viku, að frá fýrstu tíð hafi ríkt mikil misklíð um það innan forystu kommúnista, hvort Sovétríkin ættu að vera bandalag sjálfstæðra ríkja eða sambandsríki eins og við höfúm þekkt það í raun. Lenín barðist fyrir fyrmefndu tilhöguninni, um fullveldi ríkjanna, og formlega var hún samþykkt 1922. Hins vegar þróuðust mál- in á þveröfugan hátt og í samræmi við hugmyndir Stalíns um sambandsríkið, þar sem lýðveldin höfðu ekki sjálfs- stjóm. Það er því fyrst núna, að áliti forsetans, sem upprunaleg- ar hugmyndir um stjómskipulegan rétt lýðveldanna verða að raunveruleika. Aðspurður segist Gorbatsjov í TIME-við- talinu sjá sjálfstæði lýðveldanna fyrir sér á þann veg, að það eigi að spanna raunverulegt fullveldi á öllum sviðum og m.a. að tryggja sérhverri þjóðanna full umráð yfir landi sínu og skapa þeim tækifæri til að varðveita tungu og eigin menn- ingu. Sumir munu enn kalla þetta upplausn Sovétríkjanna og laða fram í huga sínum æsilegar spár um valdarán hersins eða borgarastyrjöld í kjölfarið, eða þá friðsamlega úrsögn lýðveldanna úr ríkjasambandinu og þar fram eftir götunum. Ollum er Ijóst, að breytingamar í Sovétríkjunum og Austur- Evrópu þoldu enga bið. Einmitt á slíkum umbrotatímum er hættast við að fregnir þær sem menn vilja draga ályktanir sínar af, séu ófullnægjandi. Nú þegar sættir virðast m.a. í sjónmáli í sjálfstæðismálum Eystrasaltsríkjanna, verður Ijóst hve snúið getur verið að greina allar aðstæður og mögu- leika eystra af nákvæmni. Slíkt á einnig við um atburðarás- ina sem framundan er eftir fullveldisyfirlýsingu Rússlands. KLIPPT OG SKORIÐ 19. júnf 1915 - hátíðarsam- koma kvenna við Alþingishúsið. (Ljósm. Magnús Ólafsson, Ljósmyndasafn Reykjavíkur.) Bragðerað... „Konur vinna á hárgreiðslu- stofum. Karlar á rakarastofum. Karlar vinna á sjó. Konur í frysti- húsi. Karlar eru smiðir. Konur og karlar eru gullsmiðir. Konur eru flugfreyjur. Karlar eru flugstjórar. Konur og karlar vinna á spítala. Sumar konur eru dagmömmur. Karlar gera við bíla. Konur eru stundum heima og taka til og gefa bömunum. Karlar og konur vinna í búðum og sjoppum. Konur og karlar vinna á skrifstofum. Þau skrifa margt og mikið. Konur hugsa meira um bömin en karlar. (E.H.)” Þetta er ekki aldarfjórðungs- gömul ritgerðasmíð úr bamaskóla heldur er þetta hugmyndaheimur 10 ára bama í dag. Svona lítið hefúr okkur miðað á leið þrátt fyr- ir allt. Þann 19. júní nk. halda ís- lenskar konur upp á það að 75 ár eru liðin síðan þær fengu kosn- ingarétt til alþingis. Reyndar var kosningarétturinn 1915 takmark- aður við konur yfir fertugt en árið 1918 fengu þær fúilt jafnrétti á við karla með fullveldisstjómar- skránni. Nk. þriðjudag munu kon- ur gera sér dagamun og ganga frá Miðbæjarskóla að Alþingishúsi, en það er sama leið og gengin var fyrir 75 árum þegar konur fögn- uðu stjómarskrárbreytingunni, sem færði þeim kosningaréttinn. Um kvöldið verður svo hátíðar- fúndur í Islensku ópemnni og mun hin þekkta bandaríska kven- réttindakona Betty Friedan á- varpa gesti, auk þess sem flutt verður dagskrá um sögu kvenna- baráttunnar. Sjálfstæðið byrjar fbuddunni í tilefni dagsins hefur Kven- réttindafélag Islands gefið út árs- ritið 19. júní. Þar kennir ýmissa grasa að venju, viðtal við Betfy Friedan, viðtal við Elísabetu Guð- mundu Kristínu Þórólfsdóttur fyrmrn húsfreyju í Amarbæli á Fellsströnd, en hún er fyrsta kon- an sem fær riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir heimilis- og uppeldisstörf. Þá er einnig við- tal við Guðrúnu Helgadóttur for- seta Alþingis og umQöllun um konur og peninga. „Sjálfstæði kvenna byrjar í buddunni,” segir í inngangi um- fjöllunarinnar um konur og pen- inga. Lilja Mósesdóttir skrifar þar grein um Hagfræðina sem bar- áttutæki kvenna fyrir bættum kjömm. Hún bendir á að umfjöll- un hagfræðinga um stöðu ís- lenskra kvenna á vinnumarkaði hafl verið mjög handahófskennd og yfírborðsleg, auk þess sem hún hafi borið vott um litla þekkingu á sambærilegum erlendum rann- sóknum. „Enda þótt íslenskir hagfræð- ingar hafi hingað til ekki gefið kvennahreyfingunni fullnægjandi svör er ekki þar með sagt að hag- fræðin geti ekki verið konum til framdráttar. Konur geta notað hagfræðina í tvenns konar til- gangi. í fyrsta lagi til að fá vit- neskju um upplýsingar og aðferð- ir sem em nauðsynlegar til að greina stöðu kvenna. í öðm lagi til að setja fram kenningar sem út- skýra stöðu kvenna á máli sem ráðamenn og verkalýðsforingjar skilja og/eða bera virðingu fyrir,” segir Lilja í grein sinni. Lilja segir að auknar mennt- unarkröfur við hefðbundin kvennastörf hafi ekki skilað kon- um hærri launum, heldur hafi aukin menntun kvenna í raun leitt til aukins launamismunar. „Launamunur menntaðra karla og kvenna með sambærilega mennt- un er meiri en launamunur verka- karla og verkakvenna.” Niðurstaða Lilju er sú að hag- fræðilegt mat á upplýsingum um konur sé mikilvægt vopn í barátt- unni fyrir raunhæfúm aðgerðum stjómvalda og verkalýðshreyf- ingar til handa konum. „Með því að þróa og heimfæra erlendar kenningar og aðferðir yfir á sí- breytilegar aðstæður kvenna fást niðurstöður sem geta orðið grundvöllur að langtíma stefnu- mörkun í jafnréttismálum á vinnumarkaðinum. Langtíma stefnumörkun sem tekur stöðugt mið af breytilegum aðstæðum kvenna mun m.a. koma í veg fyr- ir að sífellt verði gripið til efna- hagsaðgerða sem koma með mun meiri þunga niður á konum en körlum eins og gerst hefúr á und- anfomum ámm. Hagfræðin er mikilvægt tæki í baráttunni gegn margbreytilegu misrétti á vinnu- markaðinum. Spumingin er því ekki lengur um viðhorf kvenna til hagfræðinnar heldur á hvem hátt konur beita hagfræðinni í eigin þágu.” Kvennaflokkur ótímabær Inga Dóra Bjömsdóttir er með viðtal við Betty Friedan í 19. júní og víða komið við í spjallinu. Klippara þótti forvitnilegt að kynnast viðhorfí Friedan til sér- staks kvennalista. Hún segist skilja vel forsendumar fyrir sér- framboði íslenskra kvenna, en tel- ur sérframboð kvenna í Banda- rikjunum óraunhæft þar sem smá- flokkar hafi haft lítil sem engin á- hrif á gang stjómmála í Banda- ríkjunum. Hinsvegar telur hún að konur eigi að beita áhrifum sínum og samtakamætti innan flokkanna tveggja, demokrata og republik- ana. „En svo vikið sé aftur að sér- stökum kvennaflokki, þá verður það ekki fyrr en flokksleiðin hef- ur verið reynd til þrautar og reynst ófær, að tímabært verður að huga að stofnun nýs flokks eða nýrrar stjómmálahreyfingar. Það verður ekki hreyfing, sem nærist á andstöðu milli karla og kvenna, heldur hreyfing, sem byggir á samstarfi, sameiginlegri baráttu kynjanna fyrir betra mannlífi, betri heimi.” Friedan er nefnilega þeirrar skoðunar að karlmenn vilji ekki síður en konur breyta skipulagi vinnunnar, koma á fæðingarorlofi fyrir konur og karla, tryggja böm- um ömgga dagvist. Hinsvegar tel- ur hún að konur verði í farar- broddi þeirrar hreyfingar. Þetta em athyglisverð um- mæli sé litið til Kvennalistans á Islandi. Rauðsokkahreyfingin lagði á sínum tíma áherslu á að kvennabaráttan væri stéttabarátta, en með stofnun Kvennalistans var snúið af þeirri braut og hreinrækt- aður feminismi tekinn upp og gengið út ffá sameiginlegum reynsluheimi kvenna. Þetta varð til þess að ýmsir karlmenn sem töldu sig eiga samleið með kon- um vom ekki lengur velkomnir. Það kom líka vel í ljós í sveitar- stjómarkosningunum að Kvenna- listinn hefúr verið að tapa þeim hljómgmnni sem hann átti, enda virðist jafnréttisbaráttunni lítið hafa miðað áleiðis ef litið er á svör 10 ára bama i ársriti KRFÍ, 19. júní. Bömin vom beðin að svara spumingunni: Hvað gera karlar? - Hvað gera konur? og birtist eitt dæmigert svar i upphafi klippsins. Við skulum enda það á öðm svari, þvi bragð er að þá bamið finnur: „Yfirleitt laga karlar bíla. Konumar kaupa í matinn. Kon- umar vaska upp. Konumar þvo fotin. Karlamir smiða. Karlamir gera við. Konumar pijóna og sauma. Konumar strauja. Sumir karlar hafa áhuga á fótbolta. Kannski hafa þau bæði áhuga á að fara á hestbak. (Bj.Ó.)” -Sáf þJÓÐVILIINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Utgefandi: Utgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ami Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: Siguröur Á. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Eliertsdóttír, Dagur Þorteifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Olga Clausen. Auglýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gisladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bilstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Síöumúla 37, Rvik. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 14. júní 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.