Þjóðviljinn - 14.06.1990, Side 5

Þjóðviljinn - 14.06.1990, Side 5
VIÐHORF Heildstæð íslensk sjávarútvegsstefna er knýjandi nauðsyn 3. grein um Evrópumálefni Hjörleifur Guttormsson skrifar Atvinnu- og búsetu- réttur og ítök útlend- inga í sjávarútvegi Eitt af grundvallaratriðum innri markaðar Evrópubanda- lagsins, sem einnig myndi gilda fyrir ísland sem aðila að Evr- ópsku efnahagssvæði (EES), er réttur manna óháð þjóðerni til að stofna fyrirtæki hvar sem er á svæðinu og færa til fjármagn í tenglum við það. Einnig yrði gjörbreyting á regl- um varðandi dvalarleyfi fyrir út- lendinga sem hingað kæmu þann- ig að þeir fengju sjálfkrafa dval- arleyfi í kjölfar atvinnu. íslend- ingar hafa setí fram ósk um fyrir- vara varðandi rétt til atvinnu og flutnings og vísað til bókana í tengslum við norræna samning- inn um vinnumarkað. Pað er mat þeirra sem tekið hafa þátt í við- ræðum við EB af íslands hálfu, að Evrópubandalagið muni eiga erfitt með að heimila svona fyrir- vara af grundvallarástæðum, og því sé mikil óvissa um, hvort um hann takist samningar. Ekki er hœgt að útiloka, að hingað til lands yrði aðstreymi fólks í atvinnuleitfrá svœðum innan EB, þar sem mikið atvinnuleysi ríkir og kjör og réttindi eru lakari en hérlendis. Rætt er um það að um leið og íslendingar gerðust aðilar að EES eigi að koma í veg fyrir að útlendingar nái tökum á náttúru- auðlindum, svo sem fiskistofn- um. Þetta eigi að tryggja með því að leita samninga um sérstakan fyrirvara fyrir ísland þess efnis, að útlendingar fái lögum sam- kvæmt ekki að gerast eignaraðil- ar að útgerðarfyrirtækjum. Hins vegar er rætt um að heimila eignarhald útlendinga á fisk- vinnslufyrirtækjum allt að helm- ingi eða jafnvel meira, enda standi þau ekki að útgerð fiski- skipa. Á sama tíma er gert ráð fyrir að afnema takmarkanir á eignarhaldi útlendinga á öðrum sviðum atvinnurekstrar og þjón- ustustarfsemi í landinu. Lögfræðileg alitsgerð í álitsgerð sem Ragnar Aðal- steinsson hrl. veitti Evrópu- stefnunefnd Alþingis 26. mars 1990, þar sem hann var m.a. beð- inn að láta í ljós rökstutt álit á því, hvaða möguleikar séu á því að halda sjávarútvegi og orku- lindum utan fjárfestingar útlend- inga, ef hindranir á fjármagns- flutningum, fjármálaþjónustu og búseturétti væru afnumdar að öðru leyti, segir m.a. samandreg- ið: „Ef gera œtti einhverja tilraun til að draga ályktanir af framan- greindu, þá vœru þœr þessar helstar: a) Miklu skiptir hver verða ákvœðin í þeim samningum sem íslendingar kunna að gera við EB beint eðafyrir milligöngu EFTA. b) Einnig er það mikilvœgt hvaða yfirþjóðlegu stofnanir verða settar á laggirnar, hvernig þœr verða skipaðar og hvert verð- ur valdsvið þeirra. c) Miklu varðar hvort beita eigi landsrétti eingöngu, EES-rétti eingöngu eða hvorutveggja eftir einhverskonar forgangsröð. d) Aðstæður á íslandi mœla heldur með því, að unnt verði að framfylgja greindum undanþág- um með festu, m.a. hníga fleiri rök að því en hinu gagnstœða. e) Styrkja þarf sum reglukerfi og beita bestu þekktu eftirlitskerf- um til að tryggja að ekki verði framhjá reglunum gengið. f) Viðurlög við brotum á und- veiðiflotans er í eigu fyrirtækja, sem jafnframt stunda fiskvinnslu. Niðurstaða undirritaðs er því sú, að líkur séu á að fljótlega eftir að ísland yrði aðili að EES mundu erlendir aðilar ná tangar- haldi í sjávarútvegi og gœtu innan það hefði á möguleika íslendinga til að reisa skorður við útflutningi á óunnum og hálfunnum fiski frá íslandi, ef komið væri á algerri fríverslun með fisk. í svari hans kom m.a. fram eftirfarandi: „Niðurstaða undirritaðs erþvísú, að líkurséu á aðfljótlega eftir að Island yrði aðili að EES mundu erlendir aðilar ná tangarhaldi ísjávar- útvegi og gœtu innan skamms orðið þar ráð- andi, bœði ífiskvinnslu og einnig ífisk- veiðum, þóttleitast vœri við að reisa viðþví skorður“ anþágureglunum verða að vera harkaleg t.d. eitthvað svipað og nú er í EB-löndunum þegar brot- ið er gegn samkeppnisreglum. Við athugun á framangreindu ber að hafa í huga, að aðstœður hafa breyst á íslandi að undan- förnu. Erlendra áhrifa gœtir þeg- ar í sjávarútvegi, a.m.k. með óbeinum hœtti, þ.e. með fjár- magnsfyrirgreiðslu fram yfir það sem fæst í lánastofnunum hér gegn ívilnandi viðskiptasamning- um. “ Útlendingar gætu orð- ið ráðandi í veiðum og vinnslu Ýmsir talsmenn atvinnuvega og hagsmunaaðilar í sjávarút- vegi, sem komið hafa á fund Evr- ópustefnunefndar, telja að erfitt eða óframkvæmanlegt geti reynst að tryggja framkvæmd á samn- ingsbundnum fyrirvara um að útiloka eignarhald erlendra aðila að fyrirtækjum í sjávarútvegi. Þannig sagði Vilhjálmur Egils- son, framkvæmdastjóri Verslun- arráðs íslands, efnislega, á fundi Evrópustefnunefndar 8. nóvem- ber 1989, að eignarhald á fyrir- tækjum myndi meira og minna blandast. Með einhverjum hætti kæmu erlendir aðilar inn í ís- lenskt atvinnulíf sem eignaraðilar og þá beint og óbeint í sjávarút- vegi eins og öðrum atvinnugrein- um. Það þýddi ekki að loka augunum fyrir því, að það þyrfti flóknar reglur til að hindra það, sem hann efaðist um að stæðust. Á móti kæmi tækifæri til að eiga í erlendum dreifingarfyrirtækjum og þetta myndi allt blandast. Friðrik Pálsson, framkvæmda- stjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna sagði á fundi sömu nefndar 21. nóvember 1989, að mjög erfitt gæti reynst að halda erlendu fjármagni utan við sjáv- arútveginn, ef það kæmi á annað borð inn í íslenskt atvinnulíf. Hann kvaðst óttast stjórnleysi ef ekki yrði mörkuð skýr stefna í þessum málum. Hann benti lfka á, hve mörg fyrirtæki í sjávarút- vegi væru illa stödd þannig að ekki þyrfti stórar fjárhæðir til að kaupa þau upp. Af þessu er ljóst, að þótt með lögum og ströngu eftirliti megi koma í veg fyrir formlegt eignar- hald útlendinga á fiskiskipum, eru ýmsir forsvarsmenn í sjávarú- tvegi ekki trúaðir á að hald væri í slíkum fyrirvörum í reynd. Hafa ber einnig í huga þá opnun sem ráðgerð er varðandi eignarhald útlendinga á fiskvinnslufyrirtækj- um, en mikill meirihluti fisk- skamms orðið þar ráðandi, bæði í fiskvinnslu og einnig í fisk- veiðum, þótt leitast vœri við að reisa við því skorður. Fríverslun meðfiskog ráðstöfun fiskaflans Rétt er að vekja athygli á að samningar um algera fríverslun með fisk, sem íslendingar voru frumkvöðlar að á vettvangi EFTA og gerð hefur verið krafa um af hálfu EFTA í samningaum- leitunum við EB um EES, gætu ef á þær væri fallist orðið til að auðvelda útlendingum að ná tökum á óunnum eða hálfunnum afla af íslandsmiðum. Evrópustefnunefnd beindi þeirri fyrirspurn til Ragnars Að- alsteinssonar hrl., hvaða áhrif „Mér virðist vera eins konar mótsögn í spurningunni. Ef um algerafríverslun er að ræða er alls óheimilt að reisa skorður við út- flutningi á óunnum eða hálfunn- um fiski. Væri það gert væri um fríverslun með undanþágu að rœða eða takmarkaða fríversl- un... íslendingar hafa beitt sér fyrir fríverslun með fisk innan EFTA og komi slíkfríverslun meðfisk til framkvœmda leiðir það óhjá- kvæmilega til þess að afnema verður allar takmarkanir á út- flutning, svo sem eftir magni eða vinnsluaðferð. Ákvœðið um takmarkanir á út- flutningi er að finna í Rómarsátt- málanum í 16. gr. 34. gr. og 96. gr. Þá er vikið að útflutnings- gjöldum ífríverslunarsamningum EB við einstök EFTA-ríki (7. gr.). Svar við spurningunni um skorður á fiskútflutningi er þess vegna óhjákvœmilega það, að í samninga EB um fríverslun verð- ur að fást sérstök heimild til und- anþága, ef íslendingar vilja eiga þess kost að reisa slíkar skorður. Á móti verður að láta einhverja hagsmuni og því verður um frí- verslunarsamning með tak- mörkunum að rœða. Ég tel það hins vegar utan míns hlutverks að íhuga líkurnar á að slík unda- nþága fengist og þá gegn hvaða endurgjaldi. Sú samningsstaða er líklega mjög erfið, að krefjastfrí- verslunar með fisk, en gera jafn- framtfyrirvara umþáfríverslun. “ Með tilliti til þessa er nauðsyn- legt að halda þannig á samning- aumleitunum um fríverslun með fisk að íslendingar missi ekki af möguleikanum á að stýra ráðstöf- un fiskaflans að því marki að komi niður á þjóðhagslega hag- kvæmri fiskvinnslu innanlands. Mikilvœgast af öllu er þó að gera gangskör að því að móta heildstæða sjávarútvegsstefnu hérlendis. Að þeirri stefnumörk- un þarf að vinna af Alþingi og ríkisstjórn í samvinnu við hagsmunaaðila. Hún þarf að ná til sjávarútvegsmála í heild, allt frá veiðum og úrvinnslu til sölu og markaðssetningar afurðanna. Breytingar á útflutningsmörkuð- um og sókn erlendra hagsmuna- aðila inn í íslenskan sjávarútveg gerir það enn brýnna en áður að mörkuð verði samræmd sjávarú- tvegsstefna. Hjörleifur Guttormsson Stjórnmál og trúmál Amma þín heilaþvoði þig Fimmtudagur 14. júní 1990 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5 Samhengi trúarbragða og stjórnmála er flóknara og fjöl- skrúðugra en margir hyggja. Ka- þólska kirkjan í Perú studdi auð- manninn og guðleysingjann Llosa gegn kaþólikkanum Fujim- ori í forsetakosningunum. Þar var þó fyrst og fremst um það að ræða, að ríka, kaþólska valda- stéttin vildi persónu úr eigin þjóðfélagshópi, en ekki fulltrúa bænda og verkamanna. Félags- vísindalegar athuganir sýna að græningjar og kvenfrelsissinnar eru yfirleitt frá mótmælendatrú- arsvæðum, en áhrifamestu kon- urnar úr kaþólsku menningarum- hverfi. Mótmælendur eru frjáls- hyggjumenn, en kaþólikkar styðja haftakerfi. Þeir sem ekkert hugsa um trúmál, og mundu síst viður- kenna að þau hefðu áhrif á þjóð- félagsskoðanir sínar, gera sér oft litla grein fyrir því hvaðan megin- straumar hugmyndanna koma, í hvaða flaumi þeir eru. Stað- reyndirnar benda hins vegar til þess, að mati sumra fræðimanna, að aldagömul svæðaskiptingin á milli kaþólikka og mótmælenda í Evrópu sé um margt áhrifameiri heldur en skipting manna eftir stéttum, flokkum og þjóðemi. Umhverfisverndarhreyfingar eru sterkastar í löndum þar sem mótmælendur hafa verið ráð- andi. Græningjahópar og -flokk- ar hafa náð áhrifum í Þýskalandi, Niðurlöndum og á Norður- löndum, en eru hverfandi í Frakklandi, Ítalíu og á Spáni. Robert Melle, sem er mótmæl- endatrúar guðfræðiprófessor við Háskólann í Strasbourg, skýrir þetta þannig, í samræmi við kenningar Max Webers, að mótmælandinn líti svo á að hon- um hafi verið gefið vald yfir náttúrunni og efnislegum gæð- um, og beri því ábyrgð á þeim. Því hafi iðnbyltingin og iðnþró- unin orðið þar, með þeim afleið- ingum að umhverfisverndarhóp- arnir hafi svo aftur kviknað sem eðlileg viðbrögð. Hefðbundin afstaða kaþólikk- ans sé hins vegar sú að fyrst og fremst skuli bera takmarkalitla virðingu fyrir náttúrunni, virða „lög“ hennar, og þess vegna sé hann andvígur því að grípa inn í þau. Af þessu stafi td. andstaða kaþólikka gegn fóstureyðingum og getnaðarvörnum. Áf þeim fjórum sambandsríkjum Þýska- lands þar sem umhverfisverndar- sinnar eiga enga fulltrúa á þingi eru þrjú yfirgnæfandi kaþólsk. Og þar sem græningjar eru sterk- astir, í Bremen og Berlín, eru íbúar að stærstum hluta mótmæl- endur. Hlutfall kvenna á þingi fer líka eftir trúarbragðahefðum landa. Fjórðungur danskra þingmanna er konur, þriðjungur norskra og fimmtungur hollenskra. Hins vegar eru konur innan við 10% þingmanna í Rómönsku Amer- íku og þær kantónur Sviss þar sem konur hafa enn ekki fullan kosningarétt eru kaþólskar. Samt hafa konur úr kaþólsku menningarumhverfi verið áhrifa- meiri heldur en af mótmælenda- svæðunum. Og nefna má dæmi allt frá Jóhönnu af Örk og Teresu frá Avfla til Madame de Stael og Simone de Beauvoir. Lútherstrúarmenn hafa boðað undirgefni við ríkisvaldið síðan Lúther tók afstöðu með þýsku prinsunum gegn Páfagarði, mælti með þýskum yfirráðum yfir þýsk- um kirkjumálefnum og bjó í hag- inn fyrir þjóðkirkjur Norður- Evrópu, sem eru síðan njörvaðar við ríkisvaldið. Upp úr þessu spruttu félagslegar réttindahreyf- ingar og svo velferðarsamfélög Þýskalands og Norðurlanda. En á alveg sömu forsendum voru það allt mótmælendahéruð þar sem ríkis-dýrkandi stuðningsmenn Hitlers unnu meirihluta í kosn- ingunum 1933. Og nærri gervöll lúherska kirkjan í Þýskalandi beygði sig athugasemdalítið undir forræði nasistastjórnarinn- ar. Blaðamennirnir Thierry Be- noit og Francois Feron bentu ný- lega á það í franska dagblaðinu Libération, að munurinn á hug- arfari kaþólikka og mótmælenda birtist líka á viðskiptasviðinu. Það er í löndum mótmælenda sem Japanir hafa reist verksmiðj- ur og náð mikill markaðshlut- deild. Mótmælendur halda í heiðri lögmál viðskiptafrelsisins, þótt það bitni á þeim. Kaþólikkar eru „raunsæismenn“ og sjá ekk- ert athugavert við „hræsnina“ í innflutningshindrunum og tak- mörkunum, þegar hagsmunir þeirra eru í veði. Japanskir bflar eru því fágætir í Frakklandi, á ít- alíu og Spáni. ÓHT

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.