Þjóðviljinn - 14.06.1990, Page 6

Þjóðviljinn - 14.06.1990, Page 6
ERLENDAR FRETTIR Sovétþing Efnahagsmálafrum- varp samþykkt Æðstaráð Sovétríkjanna sam- þykkti í gær með atkvæðum mikiis meirihluta þingmanna efnahagsmálafrumvarp stjórnar- innar, en með ráðstöfunum sam- kvæmt því er fyrirhugað að inn- leiða markaðsbúskap í sovéskt efnahagslíf og binda enda á gamla „tilskipanakerfið“, eins og Gor- batsjov forseti orðar það. Telja fréttaskýrendur samþykkt frum- varpsins marka einhver mikil- vægustu tímamótin hingað til í sögu Sovétríkjanna. Samþykkt frumvarpsins verð- ur að teljast drjúgur sigur fyrir Gorbatsjov. Átakalaust gekk það ekki og var andstaðan við frumvarpið, sem lagt var fram 24. maí s.l., svo mikil framan af að Níkolaj Ryzjkov, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, hafði við orð að segja af sér. Eftir langar umræður og samningaviðræður náðist fylgi meirihluta þingheims við meginatriði frumvarpsins, gegn því að stjórnin tæki mörg atriði þess til gagngerrar endur- skoðunar og legði það síðan fram fullfrágengið í sept. n.k. í frumvarpinu er gert ráð fyrir verðhækkunum á fjölmörgum vörum og meiriháttar breyting- um viðvíkjandi fjárfestingum, bönkum, atvinnumálum o.fl. í ræðu fluttri forustumönnum í Gorbatsjov - ekkert undanhald frá hugsjóninni. Kommúnistaflokknum nýverið kvaðst Gorbatsjov telja að því færi fjarri að ráðstafanir þessar fælu í sér undanhald frá hugsjón- um bolsévíkabyltingarinnar. Reuter/-dþ. Kosningar í Alsír Þrumusigur bókstafstrúarmanna ylkis- og borgarstjórnakosn- ingar fóru fram í Alsír í fyrra- dag og voru þær fyrstu frjálsu kosningarnar í sögu þess lands. Þegar nokkur hluti atkvæða hafði verið talinn þótti Ijóst að að ís- lamska frelsisfylkingin, flokkur bókstafstrúaðra múslíma, hefði unnið yfirburðasigur, fengið fleiri atkvæði en Þjóðfrelsisfylk- ingin, ríkisflokkur Alsírs frá því að það varð sjálfstætt ríki, og jafnvel meira fylgi en allir aðrir flokkar til samans. Þessi niðurstaða kom allmjög á óvart, þar eð talið var að Þjóð- frelsisfylkingin, sem ríkt hefur einvöld í 28 ár, hefði enn það sterk tök á landslýð að henni tæk- ist að halda velli enn um skeið þrátt fyrir aukið frelsi í kosning- um. Eftir óeirðir miklar í Alg- eirsborg og víðar í landinu í okt. 1988 ákvað forusta valdaflokks og ríkis að innleiða fjölflokka- kerfi og lofaði fleiri breytingum. Bandaríkjastjórn Kjamastríös- herfræði til endur- skoðunar James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær að tekin yrði til endurskoðunar innan Atlantshafsbandalagsins sú herfræðikenning að bandalagið skuli beita kjarnorkuvopnum að fyrra bragði gegn Varsjárbanda- laginu I stríði, ef þess teldist vera þörf í því skyni að stöðva sókn herja síðarnefnda bandalagsins gegn liði þess fyrrnefnda. Baker sagði þetta á fundi með utanríkismálanefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings. Kenn- ing þessi hefur verið grundvallar- atriði í hernaðaráætlunum Nató frá því um miðjan sjöunda ára- tug. Vopnaeftirlitssérfræðingur einn á vegum öldungadeildarinn- ar kvaðst ætla að þetta væri í fyrsta sinn, sem af hálfu Banda- ríkjastjórnar væri tekið skýrt fram að hún hygðist taka kenn- ingu þessa til endurskoðunar. Það fer ekki leynt að þetta kemur fram í Ijósi þeirra gagn- geru breytinga sem orðið hafa í stjórnmálum Evrópu og sam- skiptum Austurs og Vesturs upp á síðkastið. Af hálfu Nató hefur því verið lýst yfir, að bandalagið muni endurforma sig með það fyrir augum að það leggi í fram- tíðinni meiri áherslu á stjórnmál en hermál. Reuter/-dþ. En forustu þess flokks er almennt kennt um afleitt ástand í efnahags- og atvinnumálum og hún þar að auki sögð spillt. Hætt er við að ugg setji að ófá- um við þessa frétt, einkum í ís- lamska heiminum en einnig í Evr- ópu. Bókstafstrúarhyggjan hefur verið í mikilli sókn í íslamska heiminum síðustu áratugina. Hún hefur náð völdum í fran, er mikilvægur drifkraftur mujahide- en í Afganistan og meðal sjíta í Líbanon, hefur veruleg áhrif í flestum öðrum íslamslöndum og er síður en svo án ítaka meðal múslíma búsettra í Evrópu, eins og sýndi sig þegar Rushdie-málið var á döfinni. Næðu bókstafstrú- armenn, sem viðurkenna íslams- lögmál eitt sem gild lög, völdum í Alsír, yrði það þessari trúar- stefnu að öllum líkindum mikil lyftistöng meðal múslíma um all- an heim. Abbasi Madani, leiðtogi ís- lömsku frelsisfylkingarinnar, krafðist þess í gær að þing Alsírs yrði þegar í stað leyst upp, senni- lega þá með það fyrir augum að þegar á eftir færu fram þingkosn- ingar, sem yrðu þær fyrstu frjálsu þarlendis. Á núverandi þingi sitja eingöngu Þjóðfrelsisfylkingar- menn og kosningar til þess þurfa lögum samkvæmt ekki að fara fram fyrr en 1992. Madani kvaðst ekki telja að stjórnvöld ættu ann- ars kost en að leysa upp þingið. „Lest sögunnar nemur ekki stað- ar,“ sagði hann. Þessi árangur íslamskra bók- stafstrúarmanna verður að teljast einhver sá mesti, sem þeir hafa náð frá því að sálufélagar þeirra komust til valda í íran. Reuter/-dþ. Einn Tamíltígra. Hrannmorð og bardagar á Sri Lanka Hætta er nú talin á að stríðið á Sri Lanka milli stjórnvalda þar og tamílskra sjálfstæðissinna, sem legið hefur niðri í rúmt ár, sé að blossa upp á ný. Að sögn tals- manna stjórnarhersins hafa um 150 manns fallið í bardögum hersins og Tamíla undanfarna þrjá daga og tamílskir sjálfstæðis- sinnar eru sakaðir um að hafa myrt um 90 lögreglumenn sem þeir höfðu tekið til fanga. Sjálf- stæðishreyfing þessi, sem nefnist Tamíltígrar, vill sjálfstætt ríki Ta- míla á norður- og austurhluta eyjarinnar. Shamir herðir skilyrði Hægristjórn sú undir forustu Yitzhaks Shamir, sem nýtekin er við völdum í ísrael, hefur hert á skilyrðum ísraels fyrir því að teknar verði upp friðarviðræður milli þess og Palestínumanna. Á s.l. föstudag var tilkynnt af hálfu nýju stjórnarinnar að ekki kæmi til greina að Austur- Jerúsalem, sem ísrael hefur inn- limað, yrði sameinuð Vestur- bakkanum og Gaza þótt þessi svæði fengju sjálfstjórn. í gær var haft eftir Shamir að ísraelsstjórn myndi ekki taka upp samninga- viðræður við aðra Palestínumenn en þá, sem samþykkir væru áætl- un ísraels um takmarkaða sjálf- stjórn fyrir íbúa Gaza og Vestur- bakkans. Óeirðir í Búkarest Einn maður beið bana í gær í Búkarest og 33 meiddust í átökum milli mótmælafólks, sem andstætt er stjórnvöldum, og lög- reglu, að sögn rúmenska heilbrigðismálaráðuneytisins. Að sögn sjónarvotta gerði mótmælafólkið, sem skipti þús- undum, áhlaup á sjónvarpshús höfuðborgarinnar og lagði eld að aðallögreglustöð hennar. Friðarviðræður út um þúfur Friðarviðræður Mósambik- stjórnar og Renamo, uppreisnar- hreyfingar sem gegn henni hefur barist s.l. 14 ár, fóru út um þúfur í gær svo að segja um leið og þær hófust. Viðræðurnar áttu að fara fram í Blantyre í Malaví. Til þeirra voru einnig mættir fulltrú- ar stjórna Zimbabwe, sem styður Mósambikstjórn í borgarastríð- inu, og Keníu, sem hliðholl er Renamo. Hafa stjórnir ríkja þessara tveggja reynt að miðla málum milli aðila í stríðinu, sem lagt hefur stór svæði af Mó- sambik að miklu leyti í eyði. Að- ilum ber ekki saman um hverjum sé að kenna að viðræðunum lauk nánast áður en þær höfðu hafist. Berlínarmúr senn allur Hafist var handa í gær við að brjóta Berlínarmúr á 26 stöðum, með það fyrir augum að opna til umferðar jafnmargar götur, sem múrinn sleit er hann var hlaðinn 1961. Eystrasaltslönd Dregið úr viðskiptabanni Tillaga umfrystingu sjálfstœðisyfirlýsingar til umfjöllunar á lettneskaþinginu Eitthvað virðist hafa miðað í átt til samkomulags í viðræðum eistneskra, lettneskra og lithá- ískra ráðamanna annarsvegar og sovéskra hinsvegar í Moskvu. Kom það fram í ummælum for- seta Eystrasaltsríkjanna þriggja, Kazimieru Prunskiene, forsætis- ráðherra Litháens og Níkolajs Ryzjkov, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, í gær. Að sögn Prunskiene eftir að hún hafði rætt við Ryzjkov hefur náðst samkomulag um að so- véska stjórnin aflétti að nokkru viðskiptabanninu sem hún heldur uppi gegn Litháen, þannig að Lit- háar fái til sín eitthvað af jarðgasi og hráefnum. Anatolijs Gorbunovs, forseti Lettlands, sagði að lettneska þingið myndi taka til umfjöllunar tillögu sovésku stjórnarinnar um að sjálfstæðisyfirlýsing Letta yrði felld úr gildi til bráðabirgða gegn þvf að viðræður yrðu teknar upp með lettnesku stjórninni og þeirri sovésku um lagalegar hliðar við- víkjandi þróun Lettlands til sjálf- stæðis. Ryzjkov kvað Vytautas Landsbergis, forseta Litháens, hafa tekið með „skilningi“ upp- ástungu sovésku stjórnarinnar um að Litháar færu eins að við sína sj álfstæðisyfirlýsingu meðan sjálfstæðismál lands þeirra væru til umræðu milli þeirra og Moskvustjórnar. Tassfréttastofan birti í gær frétt þess efnis að á fundi sambands- ráðs Sovétríkjanna á þriðjudag, sem forsetar Eystrasaltsríkja sátu, hafi verið samþykkt að mynda vinnuhóp, skipaðan full- trúum allra sovétlýðveldanna, er tæki til endurskoðunar tengsl lýð- veldanna við sovésku miðstjórn- ina með það fyrir augum að sjálf- stjórn þeirra í stjórn- og efna- hagsmálum yrði aukin. Reuter/-dþ. Sovétríkin Ritfrelsl lögfest Sovéska þingið samþykkti í fyrradag frumvarp til laga sem ætlað er að útrýma ritskoðun og tryggja blaðafrelsi. Ritfrelsi er að vísu þegar komið á þarlendis í raun, en með samþykkt umrædds frumvarps fæst á því lagaleg staðfesting. I Tassfrétt um nýju lögin segir að þau séu hin fyrstu í sögu Sovét- ríkjanna, sem í smáatriðum tryggi fjölmiðlafrelsi og réttindi frétta- og blaðamanna. Allt þangað til Míkhaíl Gorbatsjov kom til valda 1985 hvíldi þung hönd stjórnvalda á fjölmiðlum. Hvert blað og útvarpsstöð hafði sinn eigin ritskoðara, sem sá til þess að ekkert það væri birt sem teldist vera óleyfileg gagnrýni á ríkið. í samræmi við glasnost Gor- batsjovs voru fjölmiðlar hvattir til að vera gagnrýnir, og varð það til þess að í raun mátti allt birta nema ríkisleyndarmál. í hinum nýju ritfreisislögum er enn slakað á í þessu efni. Þar stendur að ábyrgðin á því að ljóstra upp ríkisleyndarmálum skuli eftir- leiðis hvíla á þeim, sem birtir þau, fremur en fjölmiðlum sem þau birtast í. Að sögn Tass er í lögunum skýrt tekið fram að ritskoðun á fjölmiðlum sé bönnuð. Þar stend- ur og að stofnunum og samtökum á vegum hins opinþera, stj órnmálaflokkum og einstak- lingum sem náð hafa 18 ára aldri sé heimilt að stofna til útgáfu- starfsemi. Ennfremur heimila lögin að embættismenn, sem hindra fréttamenn í starfi og neita að gefa þeim upplýsingar, séu sóttir til saka. Reuter/-dþ. 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.