Þjóðviljinn - 14.06.1990, Page 7
Leikfélag Reykjavíkur
93 leikár
Miðnæturtónleikar
Fram á rauða nótt
Stuðmenn á hringferð um landið
Fyrsta leikári L.R.í
Borgarleikhúsinu er
að Ijúka, að baki voru
92 leikár í Iðnó
Fyrsta leikári Leikfélags
Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu
fer senn að ljúka.
Áhorfendur í vetur urðu nær
sextíu þúsund talsins. Síðustu
sýningar leikársins verða um
helgina, það eru sýningar á
leikriti Willy Russels Sigrúnu
Ástrósu á Litla sviðið leikhúss-
ins. Verkið hefur notið fádæma
vinsælda, og er nær uppselt á þær
fáu sýningar sem enn eru eftir.
Fyrsta verkefni L.R. á stóra
sviðinu á næsta leikári verður
gamanleikurinn Fló á skinni eftir
Frakkann Georges Feydeau.
Margir kannast við leikinn því að
hann naut mikilla vinsælda þegar
hann var sýndur í Iðnó fyrir um
tuttugu árum. Leikhússtjóri þá
var frú Vigdís Finnbogadóttir, og
þýddi hún jafnframt verkið.
Æfingar á Flónni eru þegar
hafnar og er frumsýning fyrirhug-
uð í september. Leikstjóri nú eins
og í fýrra sinnið er Jón Sigur-
björnsson.
Á Litla sviðinu verður fyrsta
verk leikársins frumraun Hrafn-
hildar Hagalín Guðmundsdóttur
í leikritun. Leikritið kallast
Meistarinn og fjallar um drauma
og metnað þriggja tónlistar-
manna. Leikstjóri er Kjartan
Ragnarsson. np
Sigrún Ástrós fer í leikferð um landið
þegar leikári L.R. lýkur upp úr helg-
inni. Akureyringar fá fyrstir að kynn-
ast þessari glaðlyndu konu 19.-21.
júní. Frá Akureyri fer leikhópurinn til
Dalvíkur, þá Húsavíkur, Skjólbrekku
og Raufarhafnar. Eftir það mjakar
hópurinn sér austur um land og lýkur
ferðinni í byrjun júlí í Neskaupstað og
Mánagarði. Með hlutverk Sigrúnar
Ástrósar fer Margrét Helga Jóhanns-
dóttir, leikstjóri er Hanna María Karls-
dóttir. Mynd: Jim Smart.
Stuðmenn eru ekki dauðir úr
öllum æðum og halda brátt í
tónleikaferð hringinn í kringum
landið.
Hljómsveitin ætlar að reyna að
breyta ímynd sveitaballanna og
halda miðnæturtónleika þar sem
menn geta hrist sig í takt við tón-
listina án þess að borga virðis-
aukaskatt.
Tónleikar okkar eru ekkert
frábrugðnir tónleikum Rolling
Stones, segir Jakob Stuðmaður,
við erum að fylgja hugverki okk-
ar Hve glöð er vor æska úr hlaði
með þessari tónleikaferð. Hug-
verkið er nýjasta plata sveitarinn-
ar sem er nú tilbúin eftir þriggja
mánaða strit. Jakob segir plötuna
þá rokkuðustu sem þau hafi sent
frá sér til þessa, þótt hann kunni
engar skýringar á því.
A blaðamannafundi, sem stór-
sveitin hélt í Templarahöllinni í
gær, sögðu meðlimir hennar að
þau væru ekki gengin til liðs við
Stórstúku íslands, en að þau
hefðu vissulega ávallt unnið í
anda góðra og gamalla gilda
ungmennafélagshreyfingarinnar.
Stuðmenn halda rúmíega tutt-
ugu miðnæturtónleika víðsvegar
um landið, og verða þeir fyrstu
15. júní á Stapa. Þaðan liggur
leiðin til Ólafsvíkur, og á þjóð-
hátíðardaginn fá bæði borgarbú-
ar og Gaflarar að njóta.sveiflu
sveitarinnar. Tónleikareisu Stuð-
manna lýkur stðan í Húnaveri um
verslunarmannahelgina, þar sem
þau munu troða upp ásamt fleiri
hljómsveitum. BE
Stuðmenn í höll Stórstúku íslands i gær. Mynd: Kristinn
Eift af þeim frumlegu listaverkum sem eru í listasamkeppninni. Mynd: Ari.
Listahátíð
Islendingur og haf
Listasamkeppni ungsfólks. Ótrúleg hugmyndaauðgi
Avegum Listahátíðar stendur
nú yfir sýning í Miðbæjar-
skólanum, þar sem ungt fólk á
listaverk. Þetta er samkeppni sem
Listahátíð auglýsti sl. haust, og
bárust hátt í þúsund verk hvaða-
næva af landinu í keppnina.
Þátttakendur í listasamkeppn-
inni eru á aldrinum sex til nítján
ára, og einu skilyrðin fyrir þátt-
töku voru þau að send yrðu inn
verk sem með nokkru móti gætu
talist til listar af einhverju tagi.
Sérstaklega var þó tekið fram að
Listahátíð hefði mestan áhuga á
verkum sem byggðust á hug-
myndinni „íslendingur og haf“.
Sýningin í Miðbæjarskólanum
er vægast sagt skemmtileg, því
þarna er list af öllu tagi. Málverk,
teikningar, skúlptúrar, ljóð,
ljóðabækur, teiknimyndasögur,
vídeómyndir, tónlist af öllu tagi,
allt frá poppi yfir í djass og klass-
ík. Þá eru sögur, leikritahandrit,
veggteppi, dansverk og jafnvel
sálmur. Hugmyndaauðgi unga
fólksins virðast lítil sem engin
takmörk sett.
Að áliti aðstandenda Listahá-
tíðar virðist þessi lauslega athug-
un á sköpunargáfu íslenskrar
æsku gefa mjög jákvæða niður-
stöðu, þrátt fyrir allt svartagalls-
raus um „forheimskun sjónvarps-
barna“.
Gestir á sýningunni gefa lista-
verkunum ejnkunn, og verður
álit þeirra tekið tekið til greina
þegar dómnefnd kveður upp úr-
skurð sinn. Verðlaunaféð er 400
þúsund krónur og það er íslands-
banki sem greiðir það og einnig
kostar bankinn framkvæmd sýn-
ingarinnar. Dómnefndin hefur
sjálfdæmi um hvernig verð-
launafénu verður úthlutað.
Verðlaunaafhendingin verður
laugardaginn 16. júní.
Formaður dómnefndarinnar er
Brynja Benediktsdóttir forseti
Bandalags íslenskra listamanna,
en auk hennar eru í nefndinni
Valgarður Egilsson formaður
framkvæmdastjórnar Listahátíð-
ar, tónlistarmennirnir Bubbi
Morthens og Eyþór Arnalds og
myndlistarmennirnir Þór Vig-
fússon og Hulda Hákon. Vigdís
Finnbogadóttir forseti íslands er
heiðursformaður dómnefndar.
Listasamkeppni ungs fólks er
opin frá kl. 14 til 18 í Miðbæjar-
skólanum.
-ns.
.a humar
ja svín..
reyfarif.
raritorar
franrvábaVc
cxfiurúr oq
ÍnaFritP
Or bowia
Kú bvoS
Ungir listamenn við skúlptúr sem er á sýningu sem er afrakstur listasamkeppni
ungs fólks á vegum Listahátíðar. Mynd: Ari.
Fimmtudagur 14. júní 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7