Þjóðviljinn - 03.07.1990, Blaðsíða 1
Nýgjaldskráfasteignasala:Algengasta hœkkunin 22prósent. Söluþóknun hœkkar um 13,3 prósent. Ögmundur Jónasson:
Langt umfram það sem eðlilegt er. Fasteignasalar slást í hóp steypustöðva, Coca Cola og lögfrœðinga
Félagfasteignasala hcfur hækk-
að flesta hði í gjaldskrá sinni
um 22 af hundraði, en dæmi eru
um 400 prósent hækkun á gjaldi
félagsmanna. Söluþóknun hækk-
ar um 13,3 af hundraði. Auk þess
hefur verið tekið upp nýtt gjald
upp á 7.300 krónur. Þetta er
fyrsta hækkunin á viðmiðunar-
gjaldskrá fasteignasala síðan 12.
mars í fyrra, en á sama tíma hefur
launavísitala hækkað um 15 af
hundraði og lánskjaravisitala um
23,8 prósent.
Ögmundur Jónasson, formað-
ur BSRB segist telja að þessar
hækkanir fasteignasala séu langt
umfram það sem eðlilegt getur
talist. Ásmundur Stefánsson,
forseti ASÍ, hefur brugðist á svip-
aðan hátt við hækkununum.
„Atvinnurekendur og sérfræð-
ingar sem stjórna eigin töxtum
verða að átta sig á því að það eru
þeir sem nú stýra verðbólgunni.
Grímsey
Unnið á
fullu
við höfnina
Miklar framkvæmdir standa
yfir þessa dagana við höfnina í
Grímsey og verður unnið fyrir
allt að 57 miljónir króna í sumar.
Þegar því verki er lokið eiga
eigendur báta í eynni ekki lengur
að þurfa að geyma báta sína við
bólfæri þegar eitthvað er að
veðri, eins og áður var.
Þorlákur Sigurðsson oddviti í
Grímsey segir að flokkur manna
frá Hafnar-og vitamálastjórn séu
á fullu við gerð svokallaðrar innri
hafnar þar sem byggja á tvær 60
metra trébryggjur auk flot-
bryggju. Ennfremur á að dýpka
höfnina. Við hafnargerðina er
meðal annars notast við það grjót
sem fékkst þegar sprengt var fyrir
lengingu flugbrautarinnar í
eynni. Að öðrum kosti hefði
þurft að flytja það með æmum
kostnaði með skipum til eyjar-
innar.
Mikil umskipti til hins betra
urðu í samgöngumálum eyjar-
skeggja með tilkomu ferjunnar
Sæfara. Ferjan hefur að undan-
fömu verið í slipp í breytingum
og eftir þær getur skipið tekið allt
að 90 farþega. Samkvæmt áætlun
ferjunnar gengur hún tvisvar í
viku milli Hríseyjar, Grímseyjar
og Dalvíkur.
Sem fyrr em Grímseyjarferðir
vinsælar meðal ferðamanna yfir
sumartímann en þangað er flogið
á hverjum degi. Einkum og sér í
lagi er miðnætursólin vinsæl og
að komast norður fyrir
heimskautsbaug. Þá virðist sem
fuglum í eynni fari fjölgandi og til
marks um það segja eyjar-
skeggjar að hann sé farinn að
verpa á stöðum þar sem enginn
fugl var fyrir. ~grh
Það er sorglegt til þess að vita að
þeir sem hafa það best í þjóðfé-
laginu hvað kjör og aðstöðu
snertir virðist leggja minnst upp
úr samábyrgð, steypustöðvar,
Coca Cola, lögfræðingar og nú
fasteignasalar. Allir vilja þeir
brjóta verðlagsmúrinn,“ segir
Ögmundur við Þjóðviljann.
Hækkun fasteignasala er sem
fyrr segir heldur minni en sem
nemur hækkun lánskjaravísitölu
síðan gjaldskráin hækkaði síðast.
í þessu sambandi bendir Ög-
mundur á að kjör launafólks hafi
verið skert um 10 prósent í fyrra
og að kjarasamningarnir frá í vet-
ur hafi verið gerðir til þess að
stöðva þá þróun.
„Þungamiðjan í þessum samn-
ingum sem nær allir launamenn
standa að er að lækka verðbólgu.
Launafólk hefur lagt sitt af mörk-
um til þess,“ segir Ögmundur.
Verðlagsráð hefur ekki tekið
afstöðu til hækkana á gjaldskrá
fasteignasala. Óljóst er hvort
verðlagsstofnun getur haft af-
skipti af hækkun á söluþóknun,
þar sem lög heimila að hún nemi
allt að tveimur að hundraði.
Önnur gjöld fasteignasala eru
hins vegar ekki lögbundin, en
þau hækka yfirleitt um 22 prósent
nú.
Svo dæmi séu tekin kostaði
gerð eignaskiptasamnings 8,400
krónur fyrir hækkun, en sam-
kvæmt nýju gjaldskránni kostar
hún 10.210. Dagpeningar nema
sömu upphæð og hafa hækkað
jafn mikið. Gerð skuldabréfa og
tryggingarbréfa kostaði 3.000
krónur áður, en kostar 3.650
krónur nú.
Fasteignasali sem hefur milli-
göngu um leigu tekur nú 5.110
krónur fyrir auk tveggja prósenta
af leigufjárhæð, allt að eins árs
leigu. Áður nam fasta gjaldið
4.200 krónum en hlutfallið af
leigu 0,5 af hundraði.
Nýtt gjald er einnig að finna í
gjaldskránni. Nú getur fasteigna-
sali tekið 7.300 krónur fyrir út-
reikning og umsögn um mat á
greiðslugetu, t.d. vegna fyrirhug-
aðra fasteignakaupa með hús-
bréfum.
-gg
Fulltrúar Suðurlands á lands-
fundi Alþýðubandalagsins á Eg-
ilsstöðum um helgina, staddir
fyrir utan fundarsalinn í
Menntaskólanum eftir fundarslit
ásunnudaginn. „Við höfðum
ákveðið að vera f góðu skapi
hérna,“ sagði Anna Kristín Sig-
urðardóttir, Selfossi, sem situr í
stjátg Alþýðubandalagsins,
þriðja frá vinstri á myndinni. Hin
eru talið frá vinstri: Margrét Frí-
mannsdóttir, Stokkseyri, þing-
flokksformaður Alþýðubanda-
lagsins, Margrét Guðmundsdótt-
ir, Vatnsskarðshólum, V-Skaft.,
Sigurður Björgvinsson frá
Neistastöðum, sem er raunar
Reykjavíkurfulltrúi og þarnatil
skrauts, Dóra Kristín Halldórs-
dóttir, Selfossi, HilmarGunnars-
son, Kirkjubæjarklaustri, Elín
Jónsdóttir, Þorlákshöfn, Jón
Gunnaröttósson, Stokkseyri og
Ármann Ægir Magnússon, Sel-
fossi.Mynd:OHT.
Alþýðubandalagið
Vikist undan átökum
Miðstjórn AB: Ályktunum um kjaramál vísað tilframkvœmdastjórnar
ogþingflokks. OlafurRagnar og Steingrímur: Flokkurinn styrktist.
Óssur Skarphéðinsson: Agreiningi sópað undirteppið
Miðstjórnarfundur Alþýðu-
bandalagsins varð ekki sá á-
takafundur sem búist hafði verið
við fyrir fram. Hins vegar skilur
fundurinn lítið eftir sig i ályktun-
um og honurn tókst ekki að kom-
ast að sameiginlegri niðurstöðu
um BHMR-deiluna. Formaður
flokksins og varaformaður telja
flokkinn sterkari nú en fyrir
fundinn.
Tillögu um að fordæma fram-
göngu ríkisstjórnarinnar í
BHMR-málinu var vísað til um-
fjöllunar í þingflokki og fram-
kvæmdastjórn. Samþykkt var á-
lyktun þar sem meðal annars er
fjallað um fyrirhugaða uppbygg-
ingu stjóriðju, samningaviðræð-
ur EB og EFTA og undirbúning
fyrir næstu þingkosningar. Gert
er ráð fyrir að boðnir verði fram
G-listar í öllum kjördæmum.
Ekki kom fram vilji um auka-
landsfund.
„Það er veikleikamerki að
fundurinn skyldi ekki komast að
niðurstöðu um BHMR-deiluna.
En það sem stendur upp úr eftir
þennan fund er að þeir sem vildu
persónulegar illdeilur urðu
undir. Fulltrúar landsbyggðar-
innar vildu fyrst og fremst ræða
pólitík og það varð ofan á,“ segir
Margrét Frímannsdóttir, for-
maður þingflokks AB, við Þjóð-
viljann.
Að sögn Margrétar verður
BHMR-deilan rædd á fundi þing-
flokksins á fimmtudaginn.
Ólafur Ragnar Grímsson, for-
maður flokksins, segir að fundur-
inn á Egilsstöðum hafi hreinsað
andrúmsloftið og verið einhver
jákvæðasti miðstjórnarfundur
flokksins um langan tíma.
Ólafur túlkar fundinn þannig
að forysta flokksins hafi komið
styrkari út en áður.
„Framganga okkar í ríkisstjórn
og sú málefnaafstaða sem við
ráðherrar flokksins höfum hlaut
góðan stuðning á fundinum,“
segir Ólafur Ragnar.
Steingrímur J. Sigfússon, vara-
formaður flokksins, tekur í sama
streng og Ólafur Ragnar og segir
fundinn hafa verið ánægjulegan.
„Sigurvegari fundarins var
flokkurinn og stefna hans, ekki
armar eða persónur innan hans,“
segir Steingrímur.
Hins vegar voru fluttar tillögur
sem fólu í sér harða gagnrýni á
ríkisstjórnina vegna BHMR-
málsins. Þeim var vísað til fram-
kvæmdastjórnar og þingflokks.
Þegar ljóst var að miðstjóm vildi
ekki taka afstöðu til tillögu Erl-
ings Sigurðarsonar um að átelja
ríkisstjórnina vegna BHMR-
deilunnar, gekk Páll Halldórs-
son, formaður BHMR, af fundi
við þriðja mann.
„Það olli mér miklum von-
brigðum að þessi tillaga skyldi
ekki fást afgreidd, en ég hef ekki
sagt mig úr flokknum. Eg get þó
ekki séð að flokkurinn komi
sterkari en áður af þessum
fundi," segir Páll Halldórsson við
Þjóðviljann.
Sunnlendingar báru fram til-
lögu um stofnun kjördæmisráðs í
Reykjavík, en ákváðu að draga
hana til baka á þeirri forsendu að
unnið væri að málinu í ABR.
Við svo búið lýstu Össur
Skarphéðinsson og fleiri félagar í
Birtingu yfir því að þeir hyggðust
segja sig úr ÁBR.
Ossur segir í samtali við Þjóð-
viljann að það hafi verið sér áfall
að fundurinn treysti sér ekki til að
styðja stofnun kjördæmisráðs í
Reykjavík.
„Þar með tel ég að miðstjóm
hafi með vissum hætti tekið af-
stöðu með klíkunni í ABR til þess
að þröngva mér og öðrum í Birt-
ingu úr starfi á heimavelli, það er
í Reykjavík. Ég íhuga því alvar-
lega hvort það þjóni nokkmm til-
gangi fyrir mig að vera lengur í
Alþýðubandalaginu, en fyrsta
skrefið er að ég segi mig úr
ABR,“ segir Össur
Um fundinn að öðru leyti segir
Össur að ágreiningsmálum hafi
verið sópað undir teppi og um-
ræður hafi ekki leitt til niður-
stöðu, en hins vegar hafi Ólafur
Ragnar bersýnilega styrkt stöðu
sína.
-gg/Sáf/rk
Sjá síðu 7