Þjóðviljinn - 03.07.1990, Blaðsíða 11
I DAG
Magnús H. Gíslason skrifar
FÖRNUM VEGI
Það lætur að lflcum að sá, sem
stundað hefur blaðamennsku
þótt ekki sé nema í rúmlega hálf-
an annan áratug, hafi á þeim ferli
kynnst ýmsu, sem annars liggur
ekki við hvers manns dyr. Eitt hið
ánægjulegasta við starfið og jafn-
framt það, sem mér hefur fundist
gefa því hvað mest gildi, er að
hafa fengið færi á að hitta og eiga
orðastað við fjölmarga einstak-
linga, sem fengur var að kynnast.
Sumir litu fyrirvaralaust inn á
blaðið bara til þess að spjalla og
bar þá margt á góma, á fund ann-
arra var maður sendur af rit-
stjórninni. Stærstur var þó sá
hópurinn, sem aldrei kom í sjón-
mál, heldur var aðeins haft
símasamband við.
Tíðastar voru þessar góðu
gestakomur á blaðið meðan það
var enn við Skólavörðustíginn,
enda var það þá mitt í hringiðu
mannlífsins í borginni. Húsa-
kynni Þjóðviljans voru náttúr-
lega ekki upp á marga fiska mið-
að við þau þægindi, sem talin eru
nauðsynleg nú. Kompan, sem ég
hafðist við í, var ekki stærri en
svo, að auk borðsins og stólsins,
sem ég sat á, var ekki rúm nema
fyrir annan stól - og þó með harð-
heitum, þannig að ef tveir gestir
voru hjá mér samtímis, varð ég
bara að tylla mér upp á skrifborð-
ið. Einhver fyrirhyggjusamur
forveri minn í þessum húsa-
kynnum hafði tekið hurðina af
hjörunum, bisað henni eitthvað
burt og leit ég hana aldrei augum.
Það var skynsamleg framkvæmd
því væru þrír inni í kompunni
samtímis var naumast hægt að
opna dyrnar nema í hálfa gátt. Ég
„lá því við opið“ og líkaði ágæt-
lega. Nokkuð dró úr gestakom-
unni þegar blaðið flutti upp í
Síðumúla. Það lagaðist þó smátt
og smátt. Þeir sem oftast litu inn á
Skólavörðustígnum tóku bráð-
lega, góðu heilii, að venja komur
sínar í Síðumúlann.
Hér er ekki rúm til að minnast
allra þessara málvina. En nefna
má menn eins og Gunnar M.
Magnúss, Jóhann J. E. Kúld,
Halldór Pjetursson, Steindór
Árnason, Adolf Petersen, Mark-
ús Þorgeirsson, Áma Jó-
hannsson, Arnór Þorkelsson, og
eru þó ýmsir ónefndir. Þessir
menn allir mundu tímana tvenna
og höfðu frá mörgu að segja. Mér
er til efs, að ég hefði lært meira í
nokkmm háskóla en það sem ég
nam af þeim. Og áreiðanlega
hefðu það þá verið annars konar
fræði. Nú hafa sumir þessara
manna safnast til feðra sinna og
hvorki ég né blaðið nýtur
heimsókna þeirra meir. Og sjálf-
ur kem ég nú raunar ekki lengur í
Síðumúlann nema sem gestur,
enda búinn að lifa þar alla blaða-
mennina nema Áma Bergmann,
sem er ódauðlegur.
Þrátt fyrir það er ég þó ekki
minna á ferli en áður, jafnvel
meira, enda ræð ég nú tíma mín-
um sjálfur og þarf ekki að standa
blaðinu skil á neinu efni fremur
en mér sjálfum sýnist. Á blaðinu
vinnur líka mikið dugnaðarfólk,
sem á ekki ( neinum erfiðleikum
með að fylla síðumar, og það
jafnvel þótt fleiri væru.
En þótt ég sé þannig f sjálfs-
mennsku hitti ég ekki færra fólk
en áður, sem gjarnan vill spjalla
stundarkom og fer þá yfirleitt
ekkert dult með skoðanir sínar á
mönnum og málefnum. Stundum
er ég „sammála síðasta ræðu-
manni“, stundum ekki. „Mikið
lifandi skelfing er þessi pólitík að
verða leiðinleg," sagði kunningi
minn, sem ég hitti í Lækjar-
götunni fyrir fáum dögum. „Því
segirðu það?“ spurði ég. Svarið
kemur í næsta pistli, ef ég nenni
að skrifa hann. . „
__________AFMÆLI___________
Þorbjöm Magnússon
fra Másseli í Jökulsárhlíð
Sjötugur
Hversu hraðfleygur fugl er tím-
inn svo sem forðum var kveðið
um svo listilega.
Nú greina gleggstu heimildir
frá því að hinn farsæli félagi og
lyndisglaði ljúflingur, Þorbjörn
Magnússon sé orðinn sjötugur.
Og auðvitað er hann floginn
austur í átthagana til að eiga enn
á ný yndisstund undir Hlíðar-
fjöllum.
Þorbjörn er mikill afbragðs-
maður, viðkvæmur og dulur í
hógværð sinni, en ákveðinn og
harður í horn að taka, þegar
hugsjónamál hans eru í brenni-
depli baráttunnar.
Hann hefur ætíð verið ráðholl-
ur í raunsæi sínu, glöggskyggn á
tímans kall og kvöð, ljóðrænn
unnandi listagóðra bókmennta,
enda á hann ærna gnótt góðra
bóka.
Sjálfur er hann liðtækur hið
bezta á ljóðasviði, þótt of margt
sé gleymt og glatað.
Svo má ekki gleyma hinum
gamansama streng glettninnar,
þar sem góðvildin ræður í gleð-
innar létta leik.
Ég má ekki mæra til móðgunar
minn mæta vin, því örlítil
afmæliskveðja átti þetta aðeins
að vera.
Þorbjörn hefur átt hjólastólinn
að helzta förunaut, en erfið fötl-
un hefur aldrei aftrað honum frá
því að lifa lífinu lifandi, lengst af í
erilssömu annastarfi.
Kynni okkar hófust heima á
Reyðarfirði fyrir margt löngu og
tengdust tvennu öllu öðru frem-
ur.
Annars vegar var sameigin-
legur áhugi beggja á betra mann-
lífi í anda sósíalismans og hins
vegar voru báðir einlægir aðdá-
endur ljóðagyjunnar, þótt um
listfengi bæri sá eldri af.
Þorbjörn var um fjölda ára
hinn ráðsnjalli ráðgjafi minn í
þjóðmálum sem heimamálum,
enda ekki ráðið svo ráðum um
framboð heima að ekki væri fyrst
hlýtt á Þorbjörn, sem ævinlega
vissi öðrum betur, hversu á mál-
um skyldi haldið í meginatriðum,
enda hitti hann marga og hleraði
margt.
Ljóðaáhuginn gekk svo langt
að við héldum hagyrðingakvöld
vikulega vetrarlangt, þar sem við
sátum sex og ortum eins og
andinn inngaf. Margt var þar
kveðið og misjafnt, en sumt
snoturlega og annað allgott, enda
hagyrðingavalið heldur gott, eða
svo skal haft fyrir satt í fjarlægri
minning.
En umfram alit var þetta undur
skemmtilegt og fangaði hug okk-
ar allra, og ekki sízt naut Þor-
björn þessara gjöfulu gleði-
stunda, því þarna var hann á
heimavelli fremstur. Það væri
verðugt að skrá starfssögu Þor-
bjarnar á skrifstofu kaupfélagsins
heima um árabil.
Það mætti rétt tæpa hér á ein-
hverju sem kallast mætti aðstöðu
hins fatlaða og aðgengi öllu á
vinnustaðnum sem á hótelinu þar
sem herbergið hans var - auðvit-
að á annarri hæð hvort tveggja og
stigar vægast sagt illir aðgengis
svo ekki sé meira sagt. Þar kom
margt af mætu fólki til mikillar
hjálpar, en afrek var það engu að
síður að eiga svo farsælan starfs-
feril sem Þorbjörn átti þar heima.
Nú býr hann í Sjáifsbjargar-
húsinu að Hátúni 12 og unir hag
sínum vel, og enn er hann að
störfum við bókasafnið þar, enda
betri maður torfundinn við alla
þá iðju. Hann hefur verið hinn
ötuli og vökuli Sjálfsbjargar-
félagi, enda engin hálfvelgja á
ferðinni þar sem Þorbjörn er.
•Mætti svo í leiðinni minna á
hversu ágætur bridgespilari hanri
er, en þar hefur hann löngum ver-
ið í fremstu röð hjá Sjálfsbjörg.
Ég þori að fullyrða að félags-
málahreyfing hver, sem á slíkan
talsmann er vel á vegi stöd, ef
margir slíkir leggja henni lið.
Hugheil þökk skal honum færð
fyrir hina djörfu og góðu liðveizlu
við málstað sósíalisma og sannrar
félagshyggju.
Um leið og árnað er allra heilla
mínum ágæta félaga og vini skulu
honum færðar farsældaróskir um
framtíð bjarta, þar sem auðnan
veitir honum ótaldar unaðs-
stundir.
Megirðu lengi enn eiga þá
sólarsýn, sem hefur gefið þér trú
á tilveruna, á lífið sjálft með
draumum þess og þrám.
Heill þér félagi yfir á áttunda
ævituginn.
Helgi Seljan
ÞJÓÐVILJINN
FYRIR 50 ÁRUM
Stórstúka (slands krefst þess að
áfengisútsölum verði lokað. 40.
þing Stórstúku (slands sam-
þykkir að skipa sjö manna nefnd
til að ræða við ríkisstjómina um
nauðsyn þess að loka áfengisút-
sölunum, meðan ertendur her
dvelur hér á landi. Rauði herinn
heldur vörð við Pruth og Dóná -
Bessarabía og Norður-Bukowin
á valdi alþýðunnar. Berkalýður-
inn tók völdin í ýmsum helztu •
borgunum áður en sovétherinn
kom þangað. Gerbreyting á
stefnu rúmensku stjómarinnar í
utanríkismálum.
3. júlí
þriðjudagur. 184. dagurársins.
Sólampprás í Reykjavík kl. 3.08
- sólariag kl. 23.54.
Viðburðir
Konráð Gíslason málffæðingur
fæddurárið 1808. Hin íslenska
fálkaorða stofriuð árið 1921.
I
DAGBÓK
APÓTEK
Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfja-
búða vikuna 29. júnl til 5. júlí er I Laugar-
ness Apóteki og Árbæjar Apóteki.
Fyrmefnda apótekið er opið um helgar
og annast nætunrörslu alla daga kl. 22 til
9 (til 10 á fridögum). Siðamefnda apó-
tekið er opið á Kvöldin kl. 18 til 22 virka
daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam-
hliöa hinu fyrmefnda.
Bamadeild: Heimsóknir annarra en for-
eldra kl. 16 til 17 alla daga. St Jósefs-
spitali Hafriarfirði: Alla daga Id. 15 til 16
og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla
daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra-
hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til
16 og 19 t'l 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga kl. 15:30 tfl 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til
16 og 19:30« 20.
LÖGGAN
Reykjavik....
Kópavogur.....
Seltjamames.
Hafnarfjörður.
Garðabær.....
Akureyri.....
..»1 11 66
.«412 00
.« 1 84 55
.«5 11 66
.« 511 66
.* 2 32 22
Slökkvilið og sjúkrabílar
Reykjavlk.....................« 1 11 00
Kópavogur.....................« 1 11 00
Seltjamames...................« 1 11 00
Hafnarfjörður..............« 5 11 00
Garðabær......................« 5 11 00
Akureyri......................« 2 22 22
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamar-
nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð
Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 H 8,
á laugardögum og helgidögum allan sól-
arhringinn. Vitjanabeiðnir, simaráðlegg-
ingar og tímapantanir I« 21230. Upplýs-
ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru
gefnar I simsvara 18888. Borgarspítal-
inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fýrir
þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná
ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeild-
in er opin frá kl. 20 bl 21. Slysadeild
Bongarspítalans eropin allan sólarhring-
inn,« 696600.
Hafnarfjörður: DagvakL Heilsugæslan,
« 53722. Næturvakt lækna,« 51100.
Garöabær: Heilsugæslan GarðaflöL
« 656066, upplýsingar um vaktlækna,
« 51100.
Akureyri: Dagvakt frá kl 8 H 17 á Lækna-
miöstöðinni,« 22311, hjá Akureyrar
Apóteki,« 22445. Nætur- og helgidaga-
vakt læknis frá kl 17 til 8 985-23221
(farsimi).
Keflavík: DagvakL upplýsingar I
«14000.
Vestmannaeyjan Neyðarvakt lækna,
« 11966.
SJÚKRAHÚS
Heimsóknartimar Landspitallnn: Alla
daga kl. 15 H 16 og 19 H 20. Borgar-
spitalinn: Virka daga kl. 18:30 H 19:30,
um helgar kl. 15 H 18 og eftir samkomu-
lagi. Fæöingardeild Landspitalans: Alla
daga kl. 15 H 16, feðratími kl. 19:30 til
20:30. Fæðlngarheimili Reykjavíkur
v/Eiriksgötu: Almennur tími kl. 15-16 alla
daga, feðra- og systkinatimi kl. 20-21 alla
daga. Öldrunarlækningadeild Land-
spítalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 H
20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspltala: Virka daga kl. 16 H 19, um
helgar Id. 14 til 19:30. Heilsuvemdar-
stöðln við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 H
16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspitali:
Alla daga kl. 15 H 16 og 18:30 H 19.
ÝMISLEGT
Hjálparstöð RKÍ: Neyöarathvarf fýrir
unglinga, Tjamangötu 35,« 622266, opið
allan sólarhrirtginn.
Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og
ráðgjafarslma félags lesbía oc| homma á
mánudags- og fimmtudagskvóldum W. 21
H 23. Símsvari á öðrum timum.
«91-28539.
Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræðPegum
efnum,« 687075.
Lögfræðiaðstoð Orators, félags
laganema, er veitt I síma 11012 milli Id.
19:30 og 22 á iimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga
frá kl. 8 fl 17, «688620.
„Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga
og aðstandendur þeirra I Skógarhlíð 8 á
fimmtudögum kl. 17 H 19.
Samtök áhugafólks um alnæmisvand-
ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og
aðstandendur þeirra I« 91-2240 og þar
er svarað alla virka daga.
Upplýsingar um eyöni: « 622280, beint
samband við lækni/hjúkrunarfræðing á
miövikudögum kl. 18 til 19, annars sím-
svari.
Samtök um kvennaathvarf: « 21205,
húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar
hafa verið ofbeldi eða orðið fýrir nauðgun.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpa, Vesturgötu
3: Opið þriðjudaga kl. 20 H 22, fimmtu-
daga kl. 13:30 H 15:30 og Id. 20 H 22,
« 21500, símsvari.
Sjátfshjálparhópar þeima sem orðið hafa
fýrir sifjaspellum: « 21500, simsvari.
Vinnuhópur um sHjaspellsmál:
« 21260 alla virka daga kl. 13 H 17.
StigamóL miðstöð fýrir konur og böm
sem orðiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi.
Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu
3,« 91-626868 og 91-626878 allan
sólarhringinn.
Bilanavakt raffnagns- og hitaveitu:
« 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I
«686230.
Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt,
« 652936.
GENGIÐ
2. júlí 1990
Bandarikjadollar....
Steriingspund.......
Kanadadollar.......
Dönsk króna.........
Norsk króna.........
Sænsk króna.........
Finnskt mark........
Franskur franki....
Belgfskur ffanki....
Svissneskur franki..
Hollenskt gyllini...
Vesturþýskt mark....
Itölsk lira........
Austum'skur sch.....
Portúgalskur escudo.
Spánskur peseti.....
Irsktpund...........
Sala
..69,38000
.104,24200
...51,01200
...9,42910
...9,31600
..9,88760
...15,25110
....10,67990
..1,74490
...42,32960
...31,88620
....35,88350
...0,04888
...5,10160
... 0,40830
...0,58370
...0,39243
...96,18700
KROSSGÁTA
Lárótt: 1 espuðu 4
spjald 6 tunga 7 hæð 9
spil 12reika14bleyta
15land16sófla19há-
vaða 20 trylltan 21 tæpi
Lóðrétt: 2gerast3
muldri4hestur5dá7
yfirhöfn8ólærð10
mælti 11 fjármunina 13
fugl 17 vökva 18 auð
Lausnásfðustu
krossgátu
Lárétt:1 drós4pest6
tía 7 skar 9 keik 12 fálki
1411115geð 16eimur
19leið20nafn21tam-
ar
Lóðrétt: 2 rák 3 strá 4
pakk5sói7seigla8
afleiHOeigrar 11 kuð-
ung13lim17iða18
una
Þríðjudagur 3. júlí 1990 ÞJÖÐVIUINN — SÍÐA11