Þjóðviljinn - 03.07.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.07.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Styrkmg og samstaða Niðurstaðan af miðstjómarfundi Alþýðubandalagsins á Egilsstöðum um helgina er sú að flokkurinn hefur styrkst á nýjan leik og góðar horfur á því að hann þjappist enn betur saman í náinni framtíð. Skapast hefur sterk miðja í flokkn- um. í henni er fjölbreyttur hópur fólks af öllu landinu, sem lætur sér annt um samstöðuna um stóru málin. Þetta skap- ar möguleika á breyttum vinnuformum innan Alþýðubanda- lagsins. Þessa staðreynd má lesa úrsamþykktum fundarins og einingu um afgreiðslu mála. Þetta má lesa úr vinnu- brögðum og málflutningi á fundinum. Þetta eru aðalskilaboð fundarins. Forysta flokksins getur vel við unað. Hinn al- menni flokksmaður getur verið bjartsýnn. Andstæðingar Alþýðubandalagsins, einkum hörðustu hægri öflin, óttast þessa þróun meira en nokkuð annað. Þeir hafa túlkað umræðurog ágreining innan flokksins undanfar- in misseri sem aðdraganda klofriings og hruns. Svo langt hefur þessi áróður náð, að ýmsirflokksmenn hafa trúað því, að snörp skoðanaskipti þýði ævarandi, ósættanlegar fylk- ingar. Alþýðubandalagsmenn hafa margir lifað milli vonar og ótta um afdrif hreyfingarinnar. Það hefur reynst óþarfi. Mismunur í áherslum og opinská umræða er ekki banabiti flokks eins og Alþýðubandalagsins. Sjálft eðli slíkrar hreyf- ingar er sífelld greining á þjóðfélagsaöstæðum og leit að heppilegustu, lýðræðislegustu leiðinni til jafnaðar og fram- fara. Úrsagnir nokkurra Birtingarfélaga úr Alþýðubandalaginu í Reykjavík, bæði fyrr á þessu ári og nú um helgina, eru ekki vantraust á flokkinn, heldur nánast þrýstingur til þess að ná fram ákveðnum markmiðum innan hans. Margt bendirtil að þessirflokksmenn og Sunnlendingar á miðstjómarfundinum og stjóm kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Suðuriandi hafi haft veruleg áhrif með aðgerðum sínum. Sunnlending- ar drógu meðal annars áskorun sína um stofnun kjördæm- isráðs í Reykjavík til baka af þessum sökum. Þeir þykjast sjá að þróunin stefni í sömu átt og þeir höfðu óskað. Oðru máli hefði gegnt, ef einhverjir hefðu sagt sig úr Alþýðubandalag- inu og sagt skilið við þessa hreyfingu. Það gerist ekki. Þeir sem harðast hafa deilt innan flokksins vilja vera saman í honum, vinna að baráttumálum hans á þeim grundvelli. Það hefur því gengið eftir sem á var minnst hér í forystugrein Þjóðviljans sl. föstudag, að miðstjómarfundurinn á Egils- stöðum gæti haft veruleg áhrif á gang mála og meira máli skipti að stuðla að langtímamarkmiðum félagshyggjufólks en leggja orku sína og tíma undir persónulegar deilur. Eins og fyrr er sagt, blasir nú ný og kannski óvænt staða við andstæðingum flokksins. Þeir munu halda áfram í krafti ítaka sinna í stórum fjölmiðlum að gera hann tortryggilegan og sá fræjum tortryggninnar eftir mætti. Mikilvægt er því að flokksmenn og stuðningsmenn Alþýðubandalagsins átti sig á þeim tímamótum sem urðu á Egilsstaðafundinum og láti ekki andstæðingana móta skoðanir sínar. Miðstjóm Alþýðubandalagsins lagði nokkrar skýrar meginlínur í lokaályktun sinni. Alþýðubandalagið mun bjóða fram eitt og sér í næstu Alþingiskosningum, það veröa G- listar í kjöri í öllum kjördæmum landsins og kosningastefnu- skrá birt síðar á þessu ári eða í byrjun hins næsta. Miðstjómin leggur áherslu á forræði íslendinga í öllu tilliti í stóriðjumálum og andspænis fjárfestingu í atvinnulífi, auð- lindanýtingu og þjónustustarfsemi. Alþýðubandalagið telur hvorki koma til greina að opna útlendingum aðgang að fiski- miðum né fiskvinnslu. Hins vegar vill það endurskoða gild- andi reglur um þau atriði. Alþýðubandalagið vill að fylgt verði eftir þeim nýju mögu- leikum sem nú hafa skapast í þróun alþjóðamála til þess að losna við bandaríska herinn úr landi. Flokkurinn vill nýta batann í efnahagsmálum til að styrkja stööu landsbyggðar- innar, auk þess að auka kaupmátt lægstu launa. svo dæmi séu tekin. Miðstjóm Alþýðubandalagsins leysti ekki öll þau verkefni sem fyrir lágu. Sum voru send til framkvæmdastjómar, ma. kjaramálin. En það meginhlutverk sitt, að skapa vinnufrið í flokknum og auka samstöðuna, rækti miðstjómin af skyn- semi og yfirvegun. ÓHT istudagur 29. júni 1990 TÓNLIST FALL GOÐSINS IWrwwHwf, hviM *g »plnnl M »>■■»<■ nmr Stöð 2 á spenann Stöð 2 hefúr leitað til Reykja- víkurborgar eftir ábyrgð vegna 200 miljóna króna lántöku og mun borgarráð afgreiða beiðnina í dag. Það sem vekur athygli við þessa beiðni er að þeir sem stjóma Stöð 2 í dag eru ffamá- menn í kaupmannasamtökunum og öðrum samtökum viðskipta- lífsins og sjónvarpsstjórinn skóla- stjóri í helsta vígi fijálshyggjunn- ar, Verslunarskóla Islands. Þessir menn hafa hvað harðast gagnrýnt afskipti hins opinbera af atvinnu- lífinu og þá sjóði sem stofnaðir hafa verið til þess að bjarga undir- stöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Nú þegar kreppir að hjá þeim hlaupa þeir beint til Davíðs stórapabba og biðja hann að koma til hjálpar og bjarga því vonlausa peningadæmi sem blasir við á Stöðinni. Þetta er svo sem ekki í fyrsta skipti sem boðberar frjálshyggj- unnar leggjast á spenann. Æðsti prestur hennar, Hannes Hólm- steinn Gissurarson, nýtti sér flokkshollustu menntamálaráð- herra, Birgis Isleifs Gunnarsson- ar, til að honum yrði veitt lektors- staða við háskólann, þrátt fyrir að háskólinn sjálfur teldi annan mann mun hæfari til starfans. Fulltrúar minnihlutans í borg- arstjóm hafa lýst yfir andstöðu við þessa málaleitan Stöðvar 2, nema Sigrún Magnúsdóttir sem segist ekki gefa upp afstöðu sína í mótmælaskyni við tillögu Davíðs um að laun áheymarfulltrúa minnihlutans í borgarráði verði skert og að þeir kalli ekki til vara- menn sína í forfollum. Fulltrúar meirihlutans hafa hinsvegar ekki enn látið til sín heyra um þetta mál. I leiðara Morgunblaðsins á sunnudag er fjallað um umsókn Stöðvar 2 og skýr skilaboð send til Davíðs og félaga hans um að veiting slíkrar borgarábyrgðar á lán gangi þvert á allar „grundvall- arhugsjónir og meginstefnu Sjálf- stæðismanna bæði fyrr og nú.” Bent er á að stuðningur Reykjavíkurborgar við Stöð 2 myndi þýða, að fréttaflutningur og önnur umfjöllun Stöðvarinnar um málefni borgarinnar yrðu ekki trúverðug. Hann hefur því miður ekki verið trúverðugur fram til þessa. Fréttahaukar Stöðvarinnar hafa alltaf fyllst lotningu þegar Davíð hefur mætt í „stúdíóið” og tekið á honum með silkihönskum (á reyndar einnig við um frétta- menn Sjónvarpsins). Það verður þvi fróðlegt að fylgjast með því hvort Davið endurgeldur strok- umar með því að hlaupa undir bagga, eða hvort hann tekur á- bendingum Morgunblaðsins og hafnar beiðninni. Við fylgjumst spennt með framhaldssögunni um kyndilbera frjálshyggjunnar sem leita skjóls hjá hinu opinbera þeg- ar vindar frelsisins gerast naprir. Varnaðarorð Háskólarektors Sigmundur _ Guðbjamason rektor Háskóla íslands varaði mjög við ofurtrú á fijálsan mark- að, í ræðu sinni á Háskólahátíð- inni á laugardag, auk þess sem hann óttast að Island geti orðið fjölþjóðafyrirtækjum auðveld bráð. „Við höfum séð hugmynda- ffæði kommúnismans hrynja til grunna í Austur-Evrópu og við sjáum aðra hugmyndafræði koma í staðinn en það er trúin á fijálsa markaðinn. Nú er það frjálsi markaðurinn sem mun gera okkur fijáls og fjárhagslega sjálfstæð, en getum við treyst og trúað á al- ræði fijálsa markaðarins?” Rektor sagði að nú hillti undir nýja tíma alþjóðlegra auðhringa og fjármálafursta sem réðu því sem þeir vildu ráða svo fremi hluthafar ættu arðs von. „Ástæða er til að óttast að Ís- land verði slíkum fjölþjóðafyrir- tækjum auðveld bráð, að slík fyr- irtæki kaupi upp auðlindir okkar smátt og smátt án þess að við veitum því athygli.” Síðan tekur hann dæmi af fyr- irtæki í Hamborg, sem á 60% af þýska flotanum, en fyrirtæki þetta er einn af stærstu matvælafram- leiðendum í Evrópu með yfir 300 þúsund starfsmenn um allan heim. „Slík risavaxin fyrirtæki gætu auðveldlega keypt mest allan is- lenska veiðiflotann og þá veiði- kvótann og þær fiskvinnslustöðv- ar sem arðbærar þættu. Slík fyrir- tæki gætu og myndu einnig kaupa aðrar auðlindir íslands og þar með fullveldið ef við höldum ekki vöku okkar,” sagði rektor m.a. í ræðu sinni. Gagnmerk vamaðarorð á þeim timamótum sem heimurinn stendur á í dag. íminningu Ingós Klippari varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera staddur á ffá- bærum rokktónleikum Bobs Dyl- ans í Laugardalshöll í síðustu viku. Þar sannaði meistarinn að hann er langt því frá dauður úr öllum æðum, hafi cinhver haldið það. Sígildar perlur öðluðust nýtt líf í þéttum útsetningum. Stór- kostlegur hljóðfæraleikur aðstoð- armanna Dylans fyllti höllina dýrasta bílskúrssándi” sem heyrst hefur á íslandi, einsog einn starfs- maður ritstjómar Þjóðviljans lýsti tónleikunum. Auðvitað var þetta hrátt. Hvemig á annað að vera þegar Dylan á í hlut? Bjóst einhver við steingeltum fáguðum útsetning- um? Eða að þessi einfari rokksins „kópíeraði” sjálfan sig? Hafi ein- hver gert það hefur hann ekki hlustað á hljómleikaplötur Dyl- ans, einsog t.d. hina ffábæm plötu „Before the Flood” þar sem Bandið leikur við hvem sinn fing- ur með meistaranum. Ingólfur Margeirsson ritar heilsíðugrein í Alþýðublaðið sl. fbstudag um „Fall goðsins”. Það er kyndugur pistill, sem segir meira um höfund pistilsins en þann sem ritað er um, enda virðist Ingólfur hafa hætt að hlusta á Dylan árið sem hin margumtalaða 68-kynsIóð kennir sig við. Grein Ingólfs fjallar fyrst og síðast um „fall vambsíðu kynslóðarinnar” einsog bent er á í lesendabréfi í Morgunblaðinu á sunnudag. „Við vissum reyndar að 68 kæmi aldrei aftur. En við eigum minningamar. Og við héldum að Dylan kæmi aftur og blési í þær lífi. Það gerði hann ekki. Blessuð sé minning Dylans.” Á þessum orðum lýkur ritstjóri Álþýðu- blaðsins pistli sínum. En þeir sem fóm með opnum huga á tónleik- ana og voru ekki með einhveijar grillur um gráa fomeskju um- brotatímanna 1968, vita að Dylan lifir enn góðu lífi. Þeir efast hins- vegar nú um lífsmarkið með rit- stjóra Alþýðublaðsins. Andrea Jónsdóttir ritaði ágæta grein um tónleikana i Nýtt Helg- arblað, þar sem hún svarar Ingó og hans kynslóð, þ.e.a.s. þeim af henni sem sýta það að Dylan hafi haldið áfram að þroskast í list sinni. „...við verðum áfram að muna og meta að Dylan kveikti í þessari margumræddu kynslóð baráttu- neista, sem hefur að vísu orðið að mismiklu báli í hveijum og einum...en tíðarandinn er líka annar nú og við sem urðum þeirr- ar gæfu aðnjótandi að vera unga á breytingatímum 7. áratugarins verðum að telja það ómögulegt að verða fyrir sömu hughrifum nú og þá - við höfum of mörg ofþreyst á hugsjónasviðinu og getum ekki ætlast til að Bob komi okkur aftur þar til bjargar.” -Sáf Þjóðviljinn Síðumúla 37 —108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaöamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davíösdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigain Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Guömunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gisladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, augiýsingar: Síðumúla 37, Rvík. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 3. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.