Þjóðviljinn - 03.07.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 03.07.1990, Blaðsíða 7
Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins Staða flokksins ásættanleg Miðstjórnarfundurinn hófst föstudagskvöldið 29. júnf í húsnæði Menntaskólans á Egiís- stöðum. Framsöguræður og um- ræður um stjórnmálaástandið stóðu fram yflr kl. 1 um nóttina. Fundi var fram haldið á laugar- dagsmorgni, þegar rædd voru sjávarútvegsmál og landbúnað- armál. Eftir hádegi var haldið áfram stjórnmálaumræðum, en síðdegis var ekið til Neskaupstað- ar og kvöldinu eytt í boði heima- manna. Lokaumræður og af- greiðsla mála hófst síðan á sunnu- dagsmorgni og stóð fram yfir kl. 15. Þjóðviljinn rekur í dag helstu atriðin í máli formanns í upphafi. í upphafi fundar ákvað fund- arstjórinn og formaður mið- stjórnar, Steingrímur J. Sigfús- son, að fundurinn skyldi vera lok- aður fjölmiðlum, en taldsverður hópur fréttamanna var mættur á staðinn. Það olli síðan nokkurri óánægju, að ákveðnir fundar- menn gáfu fréttaviðtöl og komu fram í útsendingum Ríkisút- varpsins, m.a. í þættinum Hér og nú eftir hádegi á laugardeginum. Þótti sumum sem of einlitar frétt- ir birtust af fundinum með þessu móti og samþykkti fundurinn að opna dymar fyrir fréttamönnum. Breyttar aðstæður Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins hélt langa framsöguræðu og rakti stöðuna á þjóðmálavettvangi og innan þings og rfkisstjómar. Hann lagði mikla áherslu á árangurinn í efnahagsmálum og þýðingu þess að halda Sjálfstæð- isflokknum utan ríkisstjórnar. Hann benti á að núverandi ríkis- stjórn er sú eina sem Alþýðu- bandalagið hefur átt aðild að sem líkur em á að sitji út kjörtímabil- ið. Ólafur fjallaði um þær breytingar sem nú eru að verða á alþjóðavettvangi, td. þann möguleika að Sovétríkin breytist í laustengt efnahagsbandalag og að hemaðarbandalögin verði lögð niður og ný öryggiskerfi taki við, þar sem herbækistöðvum verður vart eða ekki ætlaður sess. Hann upplýsti það sem ekki hef- ur komið fram í fréttum, að með- an á Bandaríkjaheimsókn Gor- batsjovs Sovétforseta stóð nýlega hafi utanríkisráðherra Banda- ríkjanna misst það út úr sér að etv. gætu Sovétríkin gengið í Nato. Samflokksmenn með mismunandi skoðanir: Ásmundur Stefánsson forseti AS(, í ræðustóli. Frá vinstri: Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra og formaður Alþýðubandalagsins, Steingrímur J. Sigfússon, landbúnaðar- og samgönguráðherra og varaformaður AB og Páll Halldórsson, formaður BMR. Mynd: ÓHT. Birtingarmaðurinn Össur Skarphéðinsson ritar úrsögn sína úr Alþýðubanda- laginu í Reykjavík um þrjúleytið á sunnudag. Hann telur stofnun kjördæmisráðs í Reykjavík forsendu fyrir eðlilegu starfi þar. Mynd: ÓHT. Ólafur Ragnar sagði að heimurinn væri að breytast svo mjög, að við stæðum nú í sporum landnema, nú lægi fyrir að nema allan heiminn og umskapa hann. Þetta kallaði á ný pólitísk svör. Vinstri flokkar víða væru að breyta um áherslur og nöfn, til dæmis hefðu kommúnistaflokkar Ítalíu og Svíþjóðar ákveðið að nema kommúnistaheitið úr nafn- gift sinni. Nú væri að fæðast í heiminum ný og öflug jafnaðar- mannahreyfing. Alþýðubanda- lagið og vinstri menn á íslandi þyrftu að vera reiðubúnir til nýrra umræðna, án ásakana og ofstækis, nú blöstu við nýjar spurningar og ný svör fengjust við eldri spurningum. Deilurnar innan flokksins Ólafur rakti að innan Alþýðu- bandalagsins hefðu verið mis- munandi áherslur og ágreiningur um menn og málefni. Fjölmiðlar hefðu hins vegar lítinn eða engan áhuga á málefnunum, heldur á- greiningnum, glímunni sjálfri. Alþýðubandalagsmenn þyrftu nú að öðlast hæfni til að ræða saman án þess að saka hverjir aðra um trúnaðarbrot eða svik. Ólafur skýrði hvers vegna hann hefði reynt að ná sambandi við Alþýðuflokkinn í viðræðum undanfarin tvö ár. Nú væri upp komin sú nýja pólitíska stað- reynd, að eftir að Alþýðuflokk- urinn hefði í 30 ár í allri stjómlist sinni miðað að samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og ekki verið til viðtals um annað, þá væri komin til sögunnar ný hegðun manna þar og nýtt traust ríkti milli manna í A-flokkunum, sam- starf ríkti innan verkalýðshreyf- ingarinnar og unga fólkið hefði lagt áherslu á að eyða tortryggn- inni milli þessara flokka. Því væru nú efnisleg rök fyrir því og stjórnlistarleg nauðsyn að ná Al- þýðuflokksfólki í annars konar samvinnu en áður. Nú væru sögu- leg skilyrði fyrir breiðfylkingu A- flokkanna. Itrekaðar tilraunir til að ná samvinnu við Kvennalist- ann hefðu reynst árangurslausar og innan hans ríkti nú sama ástand og í Alþýðuflokknum ára- tugum saman, líka hvað varðaði samvinnuna við Sjálfstæðis- flokkinn. Ólafur ræddi síðan um þau mál sem Alþýðubandalagið þyrfti að móta skýra stefnu í, td. varðandi öryggismál, breytingar á efna- hagskerfi Evrópu, í umhverfis- málum, varðveislu þjóðmenning- ar, jafnréttismálum, í lýðræðis- þróuninni sjálfrí, í höfuðatvinnu- vegum eins og landbúnaði og sjávarútvegi. Varðandi flokksstarfið sagði Ólafur að fólk svaraði ekki lengur neinum spurningum með orðum eins og jafnaðarmaður eða sósíalisti, heldur þyrfti nýja skilgreiningu á því hvemig flokk það vildi. Heimurinn væri að breytast það mikið að aðeins væri hægt að nota söguna á takmark- andi þátt sem safn svara. Alþýðu- bandalagsfólk gæti notað þau drög að nýrri stefnuskrá sem nú hafa verið send út til flokks- manna sem leiðarvísi í þeim efn- um. G og H og BHMR Um sveitarstjómakosningarn- ar sagði Ólafur að þótt ljóst hefði verið fyrirfram, að þær yrðu flokknum erfiðar vegna klofn- ingsins í Reykjavík væri árangur- inn viðunandi í sögulegu sam- hengi. Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið minna fylgi en áður þegar hann nyti þess að vera í stjórnarandstöðu. Hann sagðist hafa talið það rétt, með tilliti til framhaldsins innan flokksins, þegar nokkrir miðstjórnarmenn í Alþýðubandalaginu í Reykjavík hefðu ákveðið að taka sæti á öðr- um lista en G-listanum, að lýsa hvorki stuðningi né andstöðu við framboðin þar. Honum hafi verið umhugað um að geta átt orðastað við sem flesta og helst alla í flokknum, en veruleikinn skapaði formanni oft aðstæður til umdeildra ákvarðana. Rætur ág- reiningsins væru djúpar, og hann teldi, að ef farið hefði verið að sínum ráðum um stofnun kjör- dæmisráðs í Reykjavík hefði þró- unin orðið önnur. Eitt óskipt flokksfélag í Reykjavík væri ekki framtíðarlausn. Ánægjulegt væri að sjá á þessum miðstjómarfundi saman tólk sem hefði farið mis- munandi leiðir í sveitarstjómar- kosningunum, en sem vildi vera saman hér. Ólafur ræddi síðan verkefni flokksins á næstu mánuðum, fjár- lagagerð og aðra stjómun efna- hagsmála til að varðveita árang- urinn sem hefði náðst, framtíðar- skipulag lífeyriskerfisins, sem væri eitt stærsta mál næstu ára og áratuga, nýjan búvörusamning sem tryggði hag bænda og neytenda og ástand byggðar og umhverfis. Hann benti á að þing- flokkur AB leggði áherslu á að nýtt álver, ef af yrði, skyldi stað- sett úti á landsbyggðinni, og ef af Fljótsdalsvirkjun yrði og þeirri jarðgangagerð sem nú biði, væri ljóst að öll stærstu núverandi áherslumál núverandi stjómar væru landsbyggðarverkefni. Um kjaradeiluna við BHMR sagði Ólafur að samningur ríkis- ins við bandalagið hefði skilið eftir spurningar og viðfangsefni, hann væri margslunginn. Ríkis- stjórnin teldi að fara ætti eftir þeirri grein samningsins sem kvæði á um að leggja ágreinings- mál undir sérstaka úrskurðar- nefnd, eins og nú hefði verið ákveðið. Ríkisstjórnin hefði aldrei viljað ljá máls á því að setja lög varðandi deiluna og vildi heldur ekki rifta samningnum né eyðileggja hann. ÓHT Alyktun miðstjómar AB Miðstjórnin samþykkir að fela forystu flokksins að hefjast þegar handa við undirbúning næstu al- þingiskosninga. Fjalla verður um málin í kjördæm- isráðum og flokksfélögum jafnframt því sem foryst- usveit flokksins vinni að undirbúningunum. Á- kvarðanir um kosningastefnuskrá verði síðan tekn- ar síðar á þessu ári eða í byrjun næsta árs. Ljóst er að Alþýðubandalagið stendur frammi fyrir miklum og erfiðum verkefnum á næstu misser- um. Framundan eru veigamiklar ákvarðanir í atvinnu- og efnahagsmálum þar sem flokkurinn verður að halda til haga stefnu sinni skýrt og afdrátt- arlaust. Hugmyndir þær sem uppi eru um nýtt stór- iðjuver í samvinnu við útlendinga kalla á árvekni flokksins um forræði íslendinga í öllu tilliti og ný- byrjaðar samningaviðræður EFTA og Efnahags- bandalagsins um evrópskt efnahagssvæði gera nýjar og auknar kröfur til flokksins. í þeim efiíum telur miðstjómarfundurinn brýnast að tryggja forræði ís- lendinga andspænis fjárfestingu í atvinnulífi, í auðlindanýtingu og í þjónustustarfsemi. Flokkurinn telur að ekki komi til greina að opna fiskimiðin fyrir erlendum aðilum né heldur fiskvinnsluna en bendir jafnframt á að gildandi reglur í þessum efnum em óljósar og þarfnast endurskoðunar. Alþýðubandalagið hefur veigamiklu hlutverki að gegna í utanríkismálaákvörðunum komandi mán- aða. Leggja verður áherslu á sjálfstæði þjóðarinnai til þess að taka ákvarðanir og til þess að hagnýta sér þá byltingu sem orðið hefur í þróun alþjóðamála á undanförnum mánuðum. Sú þróun staðfestir stefnu flokksins og opnar nýja möguleika til þess að banda- ríska herstöðin verði lögð niður jafnframt því sem hernaðarbandalagið NATO verði lagt niður í núver- andi mynd. Fundurinn leggur áherslu á að bati í efna- hagsmálum og auknar þjóðartekjur verði á næstu misseram til að auka kaupmátt lægstu launa, auka samneyslu og félagslega þjónustu og um leið til að styrkja stöðu landsbyggðarinnar og draga úr atvinnuleysi. Fundurinn leggur áherslu á að í kosningabarátt- unni verði flokkurinn samstæður og sterkur í mál- flutningi og áróðri. Markmið kosningabaráttunnar er að Alþýðubandalagið nái aftur sínum fyrra styrk og að það geti áfram orðið úrslitaþáttur landsstjórn- arinnar eftir næstu kosningar. Eftir sveitarstjórnakosningarnar í vor þar sem flokkurinn átti við verulega erfiðleika að stríða er ljóst að það verður að kosta öllu til ef tryggja á góð úrslit alþingiskosninganna. Með hliðsjón af því er óhjákvæmilegt að undirbúningur alþingiskosning- anna hefjist sem fyrst og að G-listar verði boðnir fram í öllum kjördæmum landsins. Ályktunin var samþykkt með þorra atkvæða gegn 2. Vinningstölur laugardaginn 30.6. ‘90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 3 665.958,- 2.4TM 173.515,- 3. 4af 5 155 4. 3af5 4.098 340,- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.336.834,- kr. UPPLÝSINGAR: SlMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Þriðjudagur 3. júlí 1990 PJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.