Þjóðviljinn - 07.07.1990, Qupperneq 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
HM á Ítalíu
Altari arðsemis-
gyðjunnar
Ræöa Sigmundar Guöbjarnasonar, rektors Háskóla íslands,
á Háskólahátíö fyrir réttri viku, hefur vakið verðskuldaöa at-
hygli. Hann lét aö þessu sinni ekki nægja að gefa rúmlega 300
brautskráðum kandídötum heilræði og hvetja þá sem hyggjast
stunda nám erlendis til að snúa aftur og helga þjóðinni síðar
krafta sína. í krafti yfirsýnar kvað hann líka upp raust sína um
breytingarnar í Evrópu, í austri og vestri, og varaði sterklega við
fákænlegu offorsi þeirra sem telja Evrópubandalagið og sem
sterkast samband við það einhverja lausn á íslenskum málum.
Háskólarektor telur þvert á móti örlagaríka hættu steðja að
þjóðinni í þessum efnum.
Rektor styður mál sitt góðum rökum. [ viðtali við hann í Nýju
helgarblaði Þjóðviljans í gær kemur fram, að Háskóli íslands
fylgist náið með því hverju fram vindur innan háskóla og fræði-
greina á erlendum vettvangi og hefur sett upp sérstaka al-
þjóðaskrifstofu sem sinnir slíkum verkefnum. Sjálfur starfaði
háskólarektor tæpan áratug í Bandaríkjunum og er hnútum
kunnugur víða. Meðal annars hjá einu af risafyrirtækjum þeim
sem einkenna markaðsaðferðir Vesturlanda og hann notar í
dæmisögu í viðtalinu.
Hann greindi frá ákveðnu fjölþjóðafyrirtæki sem er ma. ráð-
andi á matvælamarkaði í Vestur-Evrópu núna. Það annast
margs konar rekstur undir mismunandi nöfnum, rekur ma.
fiskverslanir og fiskveitingastaði um alla Evrópu og selur fisk í
Bandaríkjunum og Japan. Starfsmenn þess eru fleiri en ís-
lenska þjóðin og veltan á síðasta ári tvítugföid fjárlög íslenska
ríkisins og er það þó ekki stærsta fyrirtæki sinnar tegundar.
Sigmundur Guðbjarnason segir í viðtalinu: „Þetta fyrirtæki hef-
ur augljósan hag af því að kaupa sig í rólegheitum inn í íslensk-
ar fiskveiðar og útgerð. Ef ekki er að gáð er þessu fyrirtæki í lófa
lagið að kaupa megnið af kvótanum. ... Þeir mundu auðvitað
kaupa allar fiskverkunarstöðvar sem eru hagkvæmar og slík
fyrirtæki hafa engum skyldum að gegna gagnvart íbúunum..."
Háskólarektor bendir einnig á að fleiri þjóðir eins og td.
Japanir eru að kaupa sig í stórum stíl inn í evrópsk fyrirtæki.
Hann segir að ef slík fyrirtæki taki yfir stóran hluta af atvinnulíf-
inu verði þau ekki rekin með hliðsjón af hagsmunum lands-
byggðarinnar: „Þá verður einfaldlega hugsað um arðsemina
eina saman.“
Frjálst fjármagnsstreymi milli landa er að öllum líkindum sá
lykill sem opnar þessa framtíðardyrfyrir (slendinga, ef þeir vilja,
eins og fram kemur í orðum rektors. En hann bendir líka á, að á
meðan rætt sé um fjármagnsskort á íslandi og að menn vilji
skapa aðstæður til að erlendir aðilar dæli hingað peningum, sé
„verulegur áhugi á því hjá íslenskum atvinnurekendum og
auðmönnum að geta fjárfest erlendis...ég held að það fylgdu í
kjölfarið býsna óþæailegar breytingar.“
Rektor Háskóla Tslands sviptir einnig hulunni af þeim
hræðslu- og blekkingaráróðri, að með því að standa utan við
Evrópubandalagið séum við að útiloka íslenska námsmenn frá
framhaldsnámi þar. Hann bendir á að slíkt bryti alveg í bága við
álla samninga og þróun sem er í gangi í þeim efnum. Tugir
samstarfssamninga um nám og rannsóknir hafa verið gerðir af
íslands hálfu við Norðurlöndin og EB-löndin, oft að þeirra frum-
kvæði. Engin dæmi eru þess að erfiðara sé fyrir íslenska stú-
denta að komast inn í háskóla erlendis en áður, standist þeir
kröfur þeirra.
í ræðu sinni á Háskólahátíð sagði rektor frá neikvæðum
viðbrögðum sínum við þeim hugmyndum að fara að kenna hér
á ensku til að laða að erlenda stúdenta: -.vissum verð-
mætum verður ekki fórnað á altari arðsemisgyðjunnar." Og
Sigmundur Guðbjarnason leggur áherslu á að rækta þurfi þjóð-
ernistilfinninguna hjá háskólastúdentum, þótt sumum finnist
„...það vera gamaldags að vera að ræða þá hluti.“ Þrjú grund-
vallarskilyrðin til að stöðva atgervisflótta háskólamanna héðan
telur hann vera: Að virkja þá við verkefni sem eru verðug og
spennandi, borga mannsæmandi laun og styrkja þjóðernis-
kennd þeirra.
Þjóðlegri reisn og fullveldi verður heldur ekki fórnað á altari
arðsemisgyðjunnar, meðan menn eins og háskólarektor halda
vöku sinni og blanda sér á áhrifaríkan þátt í umræðuna.
ÓHT
Er allt þegar
þrennt er?
Um áttatíu þúsund manns
munu sjálfsagt troðfylla Olympíu-
leikvanginn í Róm á morgun
sunnudag þegar lið Argentínu og
Vestur-Þýskalands leikatil úrslita
á heimsmeistaramótinu í knatt-
spyrnu. Þetta er í þriðja sinn í röð
sem Þjóðverjar leika til úrslita oa í
annað sinn á móti Maradona og
félögum. Þeir töpuðu í úrslita-
leiknum gegn Ítalíu á Spáni árið
1982 og einnig gegn Argentínu í
Mexikó 1986. Margir hafa þá trú
að nú muni þeir loksins klára
dæmið og standa uppi sem sig-
urvegarar í fyrsta skipti síðan
1974 en enginn skyldi þó afskrifa
Argentínumenn fyrr en mexíkan-
ski dómarinn hefur blásið til leiks-
loka. Línuverðir verða þeir
Listkiewicz frá Póllandi og Perez
frá Kólombíu.
Caniggia
ekki meö
Nokkrir leikmenn argentínska
liðsins verða ekki með í úrslita-
leiknum á morgun vegna gulra
spjalda sem þeir hafa fengið og
verða því í leikbanni í þýðingar-
mesta leiknum. Þar munar mestu
um ljóshærða framherjann Can-
iggia en hann og Maradona hafa
náð einkar vel saman í keppn-
innni sem kom mjög vel í ljós í
leik þeirra á móti Brössunum í
16-liða úrslitunum. Aðrir leik-
menn Argentínu sem verða í
banni á sunnudag eru þeir Giusti,
Olarticoechea og hinn síðhærði
og skeggjaði Sergio Batista. Að
óreyndu verður ekki öðru trúað
en að Bilardo, hinn litríki þjálfari
Argentínumanna, eigi einhver
tromp í bakhöndinni til að fylla
þau skörð sem þessir leikmenn
skilja eftir sig í liði heimsmeistar-
anna.
Margir hafa haft það á orði að
breyta eigi reglum keppninnar
þannig að gul spjöld í undanúr-
slitaleikjum eiga ekki að verða til
þess að útiloka leikmenn frá sjálf-
um úrslitaleiknum. Rökin eru
þau að úrslitaleikurinn er há-
punktur keppninnar og fyrir vik-
ið getur það skemmt töluvert
fyrir gæðum og skemmtanagildi
leiksins ef lykilmenn liðanna eru
kannski ekki með vegna fyrri
yfirsjóna.
Þjóöverjar
til alls líklegir
Ef að líkum lætur munu Þjóð-
verjar koma grimmari til leiks en
nokkru sinni fyrr í keppninni þar
sem dagskipun þeirra verður
sigur og aftur sigur. Þjóðverjum
er trúlega enn í fersku minni tap-
leikurinn á móti Argentínu-
mönnum í Mexíkó fyrir fjórum
árum þar sem þeir gleymdu sér
augnablik í vörninni sem kostaði
þá sigurinn. Þá er það ennfremur
geysimikið metnaðarmál fyrir
þjálfara liðsins, Franz keisara
Beckenbauer að leiða lið sitt til
sigurs í keppninni. Hann var eins
og kunnugt er fyrirliði Þjóðverja
þegar þeir unnu heimsmeistarat-
itilinn síðast árið 1974 í afar eftir-
minnilegum leik á móti Hollend-
ingum.
Til að svo geti orðið verða
Þjóðverjar að taka sig saman í
andlitinu miðað við frammistöðu
þeirra í leiknum á móti Englend-
ingum. Mörgum þótti þá sem
vamar- og sóknarleikur þeirra
væri ekki sem skyldi, miðað við
fyrri leiki þó svo að liðið hafi náð
að bera sigurorð af tjallanum í
vítaspymukeppni. Að hinu leyt-
inu hafa Þjóðverjar sýnt það og
sannað að þeir leika aldrei betur
en þegar mest á reynir. Að sjálf-
sögðu má segja hið sama um
andstæðinginn sem hefur orðið
betri með hverjum leik. Það er
síðan spurning hvernig þær
væntingar sem gerðar em til lið-
anna og sá þrýstingur sem á þeim
er hefur áhrif á getu þeirra þegar
út í slaginn er komið. Þar ræður
dagsformið úrslitum en ekki for-
tíðin.
Ítalía og England
í dag
í dag verður leikið um þriðja
sætið á mótinu og leiða þar saman
hesta sfna lið Ítalíu og Englands.
Bæði þessi lið hafa verið að
sleikja sárin eftir að hafa tapað
slagnum um réttinn til að leika í
úrslitaleiknum og því er hætta á
að leikurinn geti orðið ansi til-
þrifalítill. Hinsvegar hlýtur það
að vera ítölum mikið kappsmál
að sýna löndum sínum hvers þeir
eru megnugir og trúlega munu
þeir leggja allt í leikinn og leika til
sigurs.
Englendingar hafa ekki náð
eins langt í heimsmeistarakeppni
frá því þeir urðu meistarar 1966
og mega vel við una. Vafalaust
verður pressan mest á ftölum þar
sem þeir leika á heimavelli og
mun það verða tjallanum til góða
ef eitthvað er. Þessi leikur verður
kveðjuleikur Bobby Robson
landsliðseinvalds þeirra Eng-
lendinga en hann hefur verið ráð-
inn þjálfari hjá PSV í Hollandi
fyrir komandi keppnistímabil.
Keppni hinna
óvæntu úrslita
Það er mat margra að það sem
hefur einkennt keppnina að
þessu sinni sé geta hinna litlu liða
og óvæntra úrslita. Enda er það
í úrslitaleiknum á sunnudag mun
mikið mæða á þessum tveimur
leikmönnum Lothar Matthaus og
Maradona sem báðir leika í
peysu númer 10 og eru aðal -
leikstjórnendur sinna Ifða. Mun
Maradona bera sigur úr býtum
enn eina ferðina eða ná Þjóðverj-
ar með krafti sínum og seiglu að
vinna loksins sigur? Það kemur í
Ijós í beinni útsendingu á morg-
un, sunnudag í Sjónvarpinu, sem
hefst klukkan 17,45.
svo að sparkfræðingar hafa nán-
ast farið huldu höfði alla keppn-
ma því svo til allar spár þeirra um
úrslit hafa ekki gengið eftir. Að
sama skapi hafa mörg hinna
stærri liða valdið miklum von-
brigðum í keppninni og nægir þar
að nefna Sovétmenn, Hollend-
inga og Brasilíumenn. En að hinu
leytinu hefur verið mjög gaman
að fylgjast með liði Kamerún og
írlands sem náðu mun lengra en
nokkur þorði að vona fyrir
keppnina.
Margt og mikið hefur verið
skrafað og skrifað um árangur
Kamerún sem svo sannarlega var
það lið sem vann hugi og hjörtu
flestra þeirra sem fylgst hafa með
keppninni. Eftir að hafa séð til
knatttækni þeirra og leikskipu-
lags er ekki að undra þó að þeir
hafi náð jafn langt og raun ber
vitni um, þrátt fyrir spár sérfræð-
inganna um annað. Staðreyndin
er nefnilega sú að knattspyrnan
hefur verið á mikilli uppleið í
Afríku. Hinsvegar hefur kastljós
evrópskra fjölmiðla verið ein-
göngu á gömlu liðin og varla staf-
ur um getu annarra þjóða eins og
þau séu ekki til. Það var því eðli-
legt að margur maðurinn ræki
upp stór augu þegar þeir lögðu
sjálfa meistaranna í opnunar-
leiknum og síðar lið Rúmeníu.
En ef grannt er skoðað kemur í
ljós að margir leikmanna liðsins
spila sem atvinnumenn í Frakk-
landi og víðar og kunna því ýmis-
legt fyrir sér í boltanum. Með
sama áframhaldi ætti það ekki að
koma neinum á óvart ef lið frá
Afríku yrði meistari í Ameríku
eftir fjögur ár og spilaði úrslita-
leikinn á móti öðru Afríkuliði
eða liði frá Asíu. -grh
þJÓÐVIUINN
Síðumúla 37 —108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Utgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófeson.
Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur
Þorieifeson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðiónsson,
Guömundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn
Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Daviðsdóttir, Þröstur
Haraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigriin Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðriin Gisladóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna
Magnúsdóttir, Þorgeröur Sigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgrelðsla, ritstjóm, auglýsingar:
Slðumúla 37, Rvík.
Sími: 681333.
Simfax: 681935.
Auglýsingar: 681310,681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr.
Askriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4SÍÐA —ÞJÓÐVIUINN Laugardagur 7. júli 1990