Þjóðviljinn - 31.07.1990, Blaðsíða 3
Laxeldi
Reyktur gæðalax selst illa
Björn Benediktsson Silfurstjörnunni: Líkuráað stór sölusamningur á
bleikju verði gerður við Frakka í nœsta mánuði
Laxeldisstöðin Silfurstjarnan
við Öxarnúp við ósa Brunnár,
hefur gert tilraunir með að láta
reykja fyrir sig fyrsta flokks lax á
Kópaskeri. Fiskurinn er reyktur
með sérstakri kaldreykingu sem
ekki mun vera stunduð annars
staðar. Björn Benediktsson
stjórnarformaður Silfurstjörn-
unnar, sagði fiskinn sennilega of
dýran fyrir íslenskan smekk, því
hann hefði selst fremur illa.
Björn sagöi þennan reykta
gæðalax hins vegar hafa vakið
lukku á meðal svissneskra ferða-
manna sem komið hefðu með
flugi til Akureyrar. Það væri því
áhugavert að kanna markað fyrir
svona fisk í Sviss og víðar, þó eng-
in áform væru um það þessa
stundina. Fiskurinn er seldur hér-
lendis á sama verði og fengist
fyrir hann ferskan í Bandaríkjun-
um, en þegar viriðsaukaskattur
og smásöluálgning er komin ofan
á verðið, sagði Björn íslendinga
frekar velja annars flokks fisk,
sem væri ódýrari.
Silfurstjarnan hefur verið eitt
ár í rekstri og slátraði fiski í fyrsta
skipti fyrir skömmu. Slátrað var
25-30 tonnum að sögn Björns og
fór fiskurinn nánast allur ■ á
Bandaríkjamarkað. Aðeins um
4,5% reyndust ekki fyrsta flokks
fiskur, og sagðist Björn telja ein-
stætt að hlutfallið væri svo lágt.
Seint á þessu ári verður bleikja í
stöðinni síðan tilbúin til slátrun-
Bleikjan frá Silfurstjörnunni
hefur verið kynnt stórum frönsk-
um heildsöluaðila, sem selur fisk
til mikils fjölda matsölustaða.
Þessum franska aðila, sem aðeins
vill gæðafisk, leist mjög vel á þær
prufur sem hann fékk og kemur
hann til landsins til að líta nánar á
framleiðsluna í byrjun ágúst.
Björn taldi nokkrar líkur á að
samningar tækjust og sagði að þá
yrði um geysilega mikið magn að
ræða. Fiskurinn yrði fluttur flug-
leiðis til Frakklands.
Björn telur Silfurstjörnuna
búa við bestu náttúrlegar aðstæð-
ur sem mögulegar eru til fiskeld-
is. Þessar aðstæður tryggðu góð-
an vöxt í fiskinum og enn hefði
engra sjúkdóma orðið vart. Fisk-
urinn sem slátrað var um daginn,
var til dæmis 125 grömm þegar
honum var sleppt í júlílok í fyrra.
Hann var hins vegar að meðaltali
3 kíló þegar honum var slátrað.
Björn sagði hægt að stjórna alg-
erlega seltu- og hitastigi í kerjun-
um, þannig að alltaf væri hægt að
hafa sama hitastig á fiskum. Heitt
og kalt vatn kemur úr borholum
og sjónum er dælt eins kflómeters
leið í kerin og hann síaður í gegn-
um sand.
-hmp
Fjáröflun
Hresstaska hugvHsmanna
Félag íslenskra hugvitsmanna með nýstárlega fjáröflun
Félag íslenskra hugvitsmanna
kynnti í gær fjáröflunarátak sem
félagið mun gangast fyrir í ág-
ústmánuði í samráði við Atvinnu-
miðlun námsmanna.
Átakið er nefnt Hresstaskan
1990 og felst í því að gengið verð-
ur í fyrirtæki og safnað hverskyns
auglýsingamunum í svonefnda
Hresstösku. Munirnir verða síð-
an flokkaðir og pakkað í töskurn-
ar sem gerðar eru í 5000 ein-
tökum. Hresstöskurnar verða
síðan innsiglaðar og boðnar al-
menningi til sölu á 1000 krónur
stykkið. 30% af heildartekjum
átaksins rennur til námsfólksins
sem starfar að söfnuninni en gert
er ráð fyrir að 15% komi í hlut
Félags íslenskra hugvitsmanna.
Ágóðanum hyggjast hugvits-
menn verja til kaupa á tölvu sem
unnið getur grafíska uppdrætti í
þrívídd af hverskonar hlutum,
Vegagerðin
Óshlíðin
upplýst
Ljósastaurar settir upp í
Óshlíðinni í haust
Framkvæmdir við að koma
upp Ijósastaurum í Oshlíðinni
verða hafnar í ágúst. Að sögn
Gísla Eiríkssonar, umdæmis-
verkfræðings vegagerðarinnar,
mun kostnaður við þessar fram-
kvæmdir nema um 25 miljónum
króna.
„Það hrynur alltaf eitthvað
grjót á veginn í Óshlíðinni, það
hefur ekki verið hægt að koma í
veg fyrir það. Svartur steinn á
malbiki í myrkri getur verið
býsna varasamur. Hann getur
hæglega orðið til þess að maður
missi stjórn á bfl. Með lýsingunni
aukum við öryggið í hlíðinni,“
segir Gísli í samtali við Þjóðvilj-
ann.
Samkvæmt samningi ísafjarð-
arkaupstaðar, Bolungarvíkur og
vegagerðarinnar, sér vegagerðin
um uppsetningu á búnaði, en
sveitarfélögin standa undir
rekstri. Verði tjón á búnaðinum
vegna hruns, lendir kostnaður
vegna þess á vegagerðinni.
-gg
Guttormur P. Einarsson, formaður Félags íslenskra hugvitsmanna, gómar hugvitið. Mynd: Kristinn.
vélum eða vélahlutum.
í Félagi íslenskra hugvits-
manna eru 132 félagar og bíða
margir inngöngu. Félagið starfar
að ýmsum hagsmunamálum hug-
vitsmanna, skráir meðal annars
frumhugmyndir og rennir þannig
stoðum undir sönnun um eigna-
rétt höfunda að hugmyndum. Á
vegum félagsins er leitast við að
veita alhliða þjónustu við hug-
vitsmenn, allt frá fyrstu hugmynd
og þar til samningar eru gerðir
um framleiðslu.
el
Greiðslukortanotkun
Veltan þrefaldast á fimni ámm
Greiðslukortafyrirtœkin veltu um 9,7 miljörðum króna ífyrra. Veltan
langmest innanlands
Heildarvelta
irtækjanna
greiðslukortafyr-
þriggja, Kredit-
kort, Visa-ísland og Samkort
nam á síðasta ári um 9,7 miljörð-
um króna. Veltan hefur því rí-
flega sjöfaldast á flmm árum eða
frá 1985 en þá var hún um 4,4
miljarðar króna reiknað á verð-
lagi þess tíma. Reiknað á föstu
verðlagi miðað við framfærslu-
vísitölu hefur veltan meira en
þrefaldast. Reiknað sem hlutfall
af cinkaneyslu nam heildarvelta
greiðslukortaviðskipta 7,22% af
einkaneyslu ársins 1985 en í fyrra
var hlutfallið komið upp í
19,43%.
Samkvæmt nýjasta hefti Hag-
talna mánaðarins er ljóst að
greiðslukortanotkun hefur farið
mjög vaxandi frá 1985. Einkum
hefur notkunin aukist innan-
lands, en á síðasta ári var heildar-
fjöldi færslna innanlands rúmlega
11 miljarðar á móti rúmum þrem-
ur miljörðum færslana á árinu
1985.
Á síðasta ári nam heildarvelta í
greiðslukortaviðskiptum innan-
lands ríflega 28,9 miljörðum
króna á móti rúmum 5,2 miljörð-
um erlendis, Velta greiðslukorta-
viðskipta landsmanna erlendis
hefur tæplega þrefaldast frá 1985-
1989 reiknað á föstu verðlagi.
Veltan er mest á þriðja ársfjórð-
ungi, en minnst á þeim fyrsta,
sem eflaust má rekja til þess að
mun fleiri íslendingar eru á far-
aldsfæti erlendis yfir sumarmán-
uðina en á öðrum árstímum.
Byggðastofnun
Tapað fé
243 miljónir
vegna afskrifta
Byggðastofnun þurfti að afskrifa
hærri upphæðir í fyrra en nokkru
sinni vegna gjaldþrota stórra fyr-
irtækja sem stofnunin hafði lánað
verulegar fjárhæðir í. Samtals
námu afskriftir lána og hlutafjár
og greiðsla ábyrgða á síðasta ári
242,8 miljónum króna. Þetta
kemur m.a. fram í árskýrslu
Byggðastofnunar 1989 sem er ný-
kominn út.
Um 60% af heildarupphæð
afskrifta stofnunarinnar á síðasta
ári, er að rekja til gjaldþrots út-
gerðarfyrirtækisins Bylgjunnar
hf. á Suðureyri, en Byggðastofn-
un afskrifaði 133,5 miljónir
króna vegna gjaldþrots fyrirtæk-
isins. Afskriftir vegna annarra
fyrirtækja voru mun lægri.
í fyrra átti Byggðastofnun að-
ild að 41 gjaldþroti, en 44 eignir
sem Byggðastofnun átti veð í
voru seídar á uppboðum á árinu.
Þá keypti stofnunin á uppboðum
í fyrra nokkrar eignir. Þar á með-
al voru kúfiskveiðiskipið Villi
Magg ÍS-87 sem stofnunin seldi
aftur í lok ársins og togbáturinn
Þrym BA-7, fiskverkunarhús á
Tálknafirði, ísstöðin ísborg í
Garði og Hótel Akureyri. Að frá-
töldum Villa Magg og trillu voru
aðrar eignir sem stofnunin keypti
á uppboðum í fyrra enn í eigu
hennar um sl. áramót.
-rk
Skatturinn
Kynslóðaskipti
á toppnum
Álagningaseðlar fyrir árið 1989
hafa nú verið sendir út. Að venju
er vinsælt að spá í helstu gjald-
endur.
í Reykjavík eru fimm einstak-
lingar með heildargjöld yfir 10
miljónir krónur. Andrés Guð-
mundsson, lyfsali greiðir
10.376.297 krónur, Skúli Þor-
valdsson 12.330.528 krónur,
Sveinbjörn Sigurðsson, húsa-
smíðameistari greiðir 16.124.993
krónur og svo eru það stóru tíð-
indin: Þorvaldur Guðmundsson í
Síld og fisk greiðir „aðeins“
19.897.920 krónur, lækkar úr
tæpum 25 milljónum í fyrra og
tapar um leið toppsætinu til fjár-
aflamannsins Herluf Clausen.
Herluf sem í fyrra borgaði 5
milljónir í skatt hefur látið hend-
ur standa fram úr ermum og
greiðir í ár 20.726.363 krónur.
Af lögaðilum í Reykjavík ber
Búnaðarbanki íslands höfuð og
herðar yfir alla aðra með
269.337.735 krónur í heildar-
gjöld. Samband íslenskra Sam-
vinnufélaga kemur næst með
147.267.679 krónur og síðan
Eimskip og Landsbankinn með
rúmar 143 milljónir hvort.
el
T
Opinber heimsókn
Steingrímur J. kominn frá Grænlandi
Steingrímur J. Sigfússon
landbúnaðar- og samgönguráð-
herra kom til landsins í gær eftir
fimm daga opinbera heimsókn til
Grænlands. Þar hitti ráðherrann
Kaj Egede, sem fer með
landbúnaðar-, samgöngu- og
sjávarútvegsmál í grænlensku
landstjórninni.
Steingrímur heimsótti sveitar-
félögin þrjú á suður Grænlandi,
skoðaði atvinnustarfsemi og þá
möguleika og valkosti sem eru
fyrir hendi varðandi uppbygg-
ingu atvinnulífs. Meðan á
heimsókninni stóð ræddu
Steingrímur J. og Kaj Egede um
samstarfsmöguleika landanna og
sameiginleg hagsmunamál á
mörgum sviðum.
ns.
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3