Þjóðviljinn - 31.07.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.07.1990, Blaðsíða 1
BHMR-deilan Bráðabirgðalög næslavís Ólafur Ragnar Grímsson: Gagntilboð BHMR felur ekki í sér neina breytingu. Páll Halldórsson: Erum ekki tilbúin til að semja af okkur 4,5% Aliar Ifluir bentu til þess þegar Þjóðviljinn fór í prentun í gærkvöldi að samkomulag tækist ekki á milli Bandalags háskóla- manna og fjármálaráðuneytisins. Ríkisstjórnin hafði gefið sáttavið- ræðum frest til dagsins í dag og því er líklegt að hún samþykki á fundi sínum í dag að setja bráða- birgðalög til að binda endi á deil- una. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra sagði gagntil- boð það sem viðræðunefnd BHMR lagði fram í gær, ekki breyta neinu í stöðunni frá því sem verið hefur undanfarna daga. Það var fundað stíft á báðum vígstöðvum í gærdag. Viðræðu- nefnd BHMR gekk á fund samn- inganefndar ríkisins og fjármála- ráðherra klukkan tvö og stóð fundurinn til klukkan rúmlega fimm. Þá fundaði samninganefnd BHMR og gekk svo aftur á fund ráðherra klukkan níu í gær- kvöldi. Þegar sá fundur hafði staðið í um klukkutíma, yfirgaf samninganefnd BHMR fjármál- aráðuneytið en viðræðunefnd bandalagsins sat áfram. Ólafur Ragnar sagði tilboð BHMR frá fyrra fundi gærdags- ins, fela í sér sams konar sjálf- virknikerfi og verið hefði í 15. grein kjarasamningsins við BHMR, sem ríkisstjómin hefur sagt upp. Innihaid greinarinnar væri einungis öðruvísi útfært. „í tilboði þeirra felst tillaga um beina vísitölutengingu launa. Það hefur verið stefna ríkisstjórnar- innar að hverfa frá vísitöluten- gingum í hagkerfinu og afnema lánskjaravísitöluna þegar verð- bólgan hefur verið undir 10% um nokkurt skeið,“ sagði fjármála- ráðherra. Það yrði því mótsögn ef taka ætti upp beinar vísitölutryg- gingar mörg ár fram í tímann. Að sögn Ólafs Ragnars fólu hugmyndir BHMR það í sér að BHMR-félagar fengju auk 4,5% launahækkunar sem félagsdómur dæmdi bandalaginu, einnig það sem ASÍ og BSRB fengju en eftir annarri skilgreiningu. Vandinn væri hins vegar sá að ASÍ og BSRB hefðu sagt að þau samtök myndu sækja sér það sama og BHMR hefði fengið. „Ég hef hins vegar lagt til að BHMR fengi sams konar tryggingu og felst í rauðu strikunum í samningum ASÍ og BSRB,“ sagði Ólafur Ragnar. Það væri hans mat að aðeins þannig væri hægt að ná samkomulagi. Aðrar forsendur samkomulags sagði fjármálaráðherra vera að BHMR lagaði sig að kaupmáttar- breytingum þjóðarsáttarinnar. Síðar yrði leitað nýrra leiða til að framkvæma skipulagsbreytingar í launakerfi háskólamenntaðra manna. Að lokum þeirrar vinnu sagði Ólafur Ragnar hægt að út- skýra nauðsyn á breytingum þeg- ar búið væri að leiða fram mun á kjörum háskólamenntaðra hjá ríkinu og á almennum markaði. Ráðherra taldi aftur á móti nauðsynlegt að frysta fram- kvæmd slíkra breytinga á meðan þjóðarsáttin er í gildi. Ólafur Ragnar sagði að út- færsla fjármálaráðuneytisins gæti falið í sér að BHMR héldi 4,5% hækkuninni en fengi hins vegar ekki þær hækkanir sem ASÍ og BSRB fá á samningstímanum. Þannig yrði kaupmáttur allra sá sami út samningstímann. Páll Halldórsson formaður BHMR sagði BHMR félaga ekki fara með nýtt tilboð inn á seinni fundinn með ráðherra í gær- kvöldi. Formaðurinn sagði ómögulegt að semja undir hótun- um um lagasetningu. „Við verð- um að fást við ákveðið inntak í kjarasamningi. Það sem við erum tilbúnir að gera er að taka 15. grein samningsins til endurskoð- unar,“ sagði Páll. Aftur á móti væri BHMR ekki tilbúið til að semjaafsér4,5% né heldurtilbú- ið að láta þau ganga upp í verð- tryggingu á samningnum. Verð- trygging yrði að koma ofan á samninginn frá og með 4,5% hækkuninni, vegna þess að 4,5% væru greiðsla upp í leiðréttingu. -hmp * Alver Byggðastofnun varar við byggðaröskun Höfuðborgarsvœðið ekki í stakk búið til að taka við öllum þeim fjölda manna sem bœttistá vinnumarkaðinn Verði nýju álveri valinn staður á eða í nágrenni við höfuð-' borgarsvæðið mun það ýta undir áframhaldandi fólksflutninga af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins, segir m.a. í ársskýrslu Byggðastofnunar um staðarval fyrir fyrirhugaða nýja stóriðju hér á landi. Verði álveri, hinsvegar, valinn staður á landsbyggðinni mun það skipta verulegu máli fyrir það landssvæði sem fyrir valinu verð- ur. Stjórnvöld hljóta að horfa til þess að margfeldisáhrif nýrrar stóriðju verða þeim mun meiri sem fyrirtækið verður sett niður á þróaðra þjónustusvæði. í ársskýrslunni er varað við þeirri byggðaröskun sem er fyrir- sjánaleg ef nýju álveri verður val- inn staður á eða í námunda við höfuðborgarsvæðið. Ekkert útlit er fyrir, segir í skýrslunni, að hægt verði að taka við öllum þeim fjölda manna sem bættist á vinnu- markað höfuðborgarsvæðisins til viðbótar við þann stóra hóp sem að óbreyttu bætist árlega á vinnu- markað á svæðinu. -rk Fjórir kátir karlar sátu á bekk niðri á Austurvelli og sleiktu sólskinið eigi alls fyrir löngu. Nú leikur veðrið enn á ný við höfuðborgarbúana fyrir sunnan, og bekkir og torg lifna við og iða af fjölbreyttu mannlífi þar til aftur dregur ský fyrir sólu. Mynd: Jim Smart. Byggðastofnun Auglýst eftir nýrrí fískvinnslustefnu Byggðastofnun: Fiskvinnslan á í vök að verjastfyrir erlendri sam- keppni. Grípi stjórnvöld ekki ítaumana erhœtta á aðfiskvinnslan flytjist úr landinu Verði ekkert að gert kann svo að fara að fiskvinnslan flytjist smám saman úr landi til landa Evrópubandalagsins. Að hluta til gæti það gerst með því að sífellt meira aflamagn verður flutt héð- an út óunnið úr landi og að hinu leytinu með því að íslensk fisk- vinnslufyrirtæki flytjist úr landi eftir því sem þeim fiskvinnslufyr- irtækjum fækkar sem eru rekin með félagsleg markmið að leiðarljósi. Þessi dökka mynd af framtíðarhorfum í fískvinnslunni er dregin upp í árskýrslu Byggð- astofnunar 1989 þar sem stjórnvöld eru hvött til að grípa í taumana og móta opinbera flsk- vinnslustefnu. í skýrslu Byggðastofnunar er bent á þá staðreynd að umtals- verð fjölgun hafi verið á fjölda fiskvinnslustöðva hér á landi á sama tíma og það aflamagn sem fer til vinnslu innanlands hefur dregist stórlega saman. Á sama tíma hefur fiskvinnslan átt í vök að verjast fyrir aukinni sam- keppni frá fískvinnslu ýmissa ríkja Evrópubandalagsins. Bent er á að á sama tíma og fiskvinnslan hér á landi hefur í besta falli staðið í stað, hefur hún stórlega eflst fyrir tilstuðlan opin- berra styrkja í þeim löndum sem við höfum verið að flytja út óunn- in afla til, segir í skýrslu Byggð- astofnunar. í skýrslu Byggðastofnunar er hvatt til þess að gerð verði gang- skör að því að kanna rækilega samkeppnisaðstöðu íslenskra fiskvinnslufyrirtækja miðað við sambærilegan rekstur í nágrann- alöndunum. Leiði slík athugun í ljós að á fiskvinnsluna hér heima er hallað verða stjórnvöld að „sjá til þess að sá mismunur verði leiðréttur,“ segir orðrétt í skýrsl- unni. Til þess að unnt sé að stöðva þá óheillaþróun að fiskvinnslan flytjist smám saman úr landi, er bent á að stjórnvöld eigi ekki annars úrkosta en móta fisk- vinnslustefnu samhliða stefnu í stjórnun fiskveiða. Slík stefna verði að taka mið af því að skapa fiskvinnslunni hér heima viðlíka starfs- og rekstrarskilyrði og sambærileg fyrirtæki búi við í nágrannalöndum okkar. Það verði gert, segir í ársskýrsl- unni, annars vegar með því að styðja við bakið á þróunarstarfi og uppbyggingu menntakerfis sem þjóni þessari undirstöðuat- vinnugrein þjóðarbúsins og hins vegar með því að styrkja fjárfest- ingu á tilteknum sviðum atvinnu- greinarinnar til samræmis við það sem best gerist í samkeppnis- löndum okkar og að stuðla að því að fækka fiskvinnslufyrirtækjum. Slík fækkun er sársaukafull en kann engu að síður að reynast óhjákvæmileg, segja skýrsluhöf- undar. Lögð er áhersla á að þess verði gætt að slík fækkun leiði ekki til byggðaröskunar eða kippi fótunum undan byggðarlögum sem eigi allt sitt komið undir sjáv- arútvegi. -rk

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.