Þjóðviljinn - 31.07.1990, Blaðsíða 7
)
Sér nokkur maður að húsið á miðri myndinni til hægri er fölsun?
Ljósmyndun
Tölvur falsa Ijósmyndir
inga. Það er hægt að kippa burt
hlutum sem ekki passa því hlut-
verki sem myndinni er ætlað að
hafa og setja aðra inn í staðinn.
Fölsunarmöguleikum eru engin
takmörk sett, segja fagmenn.
Allt glansar og skín
Eins og að líkum lætur er það
einkum í auglýsingaiðnaði og „al-
mannatengslum" sem myndir eru
meðhöndlaðar með hvað rótæk-
ustum hætti. Fyrirtæki sem er að
búa til kynningarbækling lætur
„þvo“ af ljósmyndum úr véla-
sölum allan skít: allt er eins og
spánnýtt og bónað. Óþarfa vírar
og leiðslur eru teknar burt, fólk
kemur inn í myndirnar eða fer
þaðan, allt eftir því sem við-
skiptavinurinn vill. Á útimynd-
um er flikkað upp á framhlið
fyrirtækisins og allt rusl þurrkað
út.
í tískublaði er flikkað upp á
myndir af fyrirsætum sem teknar
eru við Norðursjó með því að
setja á þær sólbjartan himin Kar-
íbahafs. í matarblöðum eru ert-
urnar gerðar grænni og eðalpyls-
urnar digrari en ljósmyndavélin
vildi vera láta. í kvennablöðum
eru tennur lagfærðar, hrukkur
fjarlægðar og rassar smækkaðir. í
karlablöðum verður gisið hár
þétt, mittisólar eru hertar og
bindishnútar lagaður.
Pýramíðar færðir
úr stað
Menn hafa vitanlega áhyggjur
af þessari þróun. Þeir segja að sá
ávinningur að geta búið til fal-
legri myndir sé lítill hjá þeim
Hér er verið að flikka upp á mynd
af forseta vesturþýska þingsins,
Ritu Sussmuth, í myndvinnslu-
tölvu.
ósköpum að enginn viti lengur
hvar fölsun byrji og hvar hún endi
þegar ljósmynd er skoðuð. Vand-
inn er líka sá, að jafnvel virðuleg
tímarit vfla það ekki fyrir sér að
grípa til myndvinnslutölvunnar.
Dæmi er tekið af bandaríska
landfræðiritinu National Geo-
graphic. Þar átti að prenta á for-
síðu mynd af pýramíðunum þrem
sem frægð Egyptalands byggist
að verulegu leyti á. En myndirnar
sem velja átti úr voru of breiðar
og pössuðu ekki á forsíðuna. Þá
var gripið til þess ráðs að láta
myndvinnslutölvu færa pýramíð-
ana nær hvers öðrum: á einni sek-
úndu höfðu miljónir smálesta af
fornum steinhleðslum færst úr
stað.
Annað dæmi: ljósmyndari einn
þýskur gerði það að gamni sínu
að búa til mynd sem átti að sýna
Gorbatsjov sem reifabarn í fangi
móður sinnar. Andlit forsetans
var yngt eitthvað upp með tækni-
brellum. Og vesturþýska blaðið
taz gleypti við fölsuninni eins og
skot og prentaði myndina.
Bráðum geta fagmenn sagt við
viðskiptavinina: Segðu mér hvað
þú vilt sjá og við reddum því...
áb byggtíi á Spiegel.
Útbreitt dagblað gleypti við þessari fölsuðu mynd af Gorbatsjov í
reifum.
I myndvinnslutölvum af nýj-
ustu gerð er hægt að breyta útliti
manna á ljósmyndum, iandslagi,
hreinsa burt rusl og óþrif á götum
og vinnustöðum - án þess að
nokkur taki eftir fölsun.
Eftir að trú manna á sannleiks-
gildi hins prentaða orðs fór að
hnigna (og það er langt síðan)
hafa menn lengi gengið með þá
hjátrú að ljósmyndin lygi ekki.
Sem er reyndar misskilningur:
það er hægur vandi að ljúga með
ljósmynd eins og allir þekkja sem
muna ljósmyndastríðin í blöðum
um aðsókn að pólitískum fundum
andstæðinga. Og nú kemur tækn-
in og rekur smiðshögg á allt sam-
an: það er hægt að falsa hvað sem
er án þess eftir verði tekið.
Myndfölsun er ekki nýmæli.
Stalín og hans lærisveinar létu
kippa burt Trotskíj og marga
aðra byltingarforingja af öllum
sögulegum ljósmyndum sem í
náðist. En sú vinna var mjög gróf
og auðvelt að benda á fölsunina
ef menn á annað borð fengu mál-
frelsi til.
En semsagt: nú er öldin önnur.
Og möguleikarnir tæknilegu.
Aðferðin er sú, að ljósmynd-
um er breytt í ótal punkta á tölvu-
skermi og síðan má velja og
hafna. Það má taka sem dæmi um
gífurlega möguleika, að mynd-
vinnslumenn (eða falsarar ef þið
viljið það heldur) hafa um 16
miljónir litbrigða úr að velja þeg-
ar þeir meðhöndla litmynd. í
myndvinnslutækjunum (sem
kosta nú sem svarar 36 miljónum
króna) er hægt að breyta um lýs-
ingu, það er hægt að gera mann-
eskju sköllótta eða láta henni
vaxa hár, það er hægt að sníða af
fitu eða hlaða vöðvum á horgeml-
Vinningstölur laugardaginn
28. júlí ‘90
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 0 1.984.646
2. 4Erf5ff/|f| 4 86.032
3. 4af5 120 4.946
4. 3af 5 3.636 380
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
4.303.974 kr.
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
Þriðjudagur 31. júlí 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 7