Þjóðviljinn - 01.08.1990, Side 2
FRETTIR
Poríákshðfn
Troðið á minnihlutanum
Meirihlutinn í hreppsnefnd túlkar bráðabirgðasamkomulag sem endanlegt.
Kært til félagsmálaráðuneytis
Klisti Aiþýðubandalags og Al-
m þýðuflokks í Ölfushreppi
hefur óskað úrskurðar félags-
málaráðuneytisins vegna vinnu-
bragða meirihluta Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks í
hreppsnefnd, við skipun í nefnd-
ir. Vegna deilna um hvernig
skyldi skipað í einstakar nefndir
var gert bráðabirgðasamkomu-
lag sem meirihlutinn kýs nú að
túlka sem endanlega niðurstöðu.
í erindinu til félagsmálaráð-
herra lýsa Guðbjörn Guðbjörns-
son og Oddný Ríkharðsdóttir,
fulltrúar K-listans, vinnu-
brögðum meirihlutans. Á fyrsta
fundi hreppsnefndar 12. júní, þar
sem meirihlutasamstarf Sjálfs-
tæðisflokks og Framsóknarflokks
var kynnt, spurði Guðbjörn
oddvita hvernig staðið yrði að
kosningum í nefndir og ráð.
Oddviti sagði að hlutfallskosning
yrði viðhöfð, þar sem minnihlut-
inn fengi einn fulltrúa í þriggja
manna nefndir og tvo í fimm
manna nefndir. Þessi svör oddvit-
ans voru ekki bókfærð í funda-
gerðarbók.
Næsti fundur hreppsnefndar
var haldinn 21. júní. í millitíðinni
hafði oddviti óskað eftir því við
K-listann og H-lista sveitarinnar,
að þeir legðu fram lista yfir full-
trúa í nefndir og vildi oddviti fá
þennan lista fyrir fundinn 21.
júní, þar sem kosning í nefndir
átti að fara fram. H-listinn varð
við þessari kröfu, en K-listinn
ekki. „Það er skoðun þeirra sem
standa að K-lista að þegar hlut-
fallskosning er viðhöfð, komi
meirihluti hreppsnefndar með
sínar tillögur á löglega boðaðan
hreppsnefndarfund og minni-
hlutinn leggi þar einnig fram
sínar tillögur," segir í erindinu til
félagsmálaráðuneytisins. K-
listinn telji að hann eigi sjálfur að
velja sína fulltrúa, en beri ekki að
afhenda lista fyrirfram svo meiri-
hlutinn geti ráðskast með hann
að vild.
Á fundinum 21. júní lagði
oddviti hins vegar fram lista þar
sem hvert nefndarsæti er skipað.
„Meirihlutanum hafði þó þókn-
ast að stilla upp einum manni í
nefnd frá K-lista,“ segir í erind-
inu. Hreppsnefndarfulltrúi
K-listans gerði strax athugasemd
við þessi vinnubrögð meirihlut-
ans.
Eftir þennan fund hafði fulltrúi
K-lista samband við félagsmála-
ráðuneytið og það mun oddvitinn
einnig hafa gert. Eftir það vildi
oddviti reyna að ná samkomu-
lagi. Á fundi 3. júlí var síðan gerð
samþykkt, þar sem sagt var að
ágreiningur væri um lögmæti fyrri
kosninga en brýnt að nokkrar
nefndir tækju strax til starfa.
Samkomulag varð um kosningu í
fjórar nefndir.
Það gerðist síðan á hrepps-
nefndarfundi 19. júlí að meiri-
hlutinn túlkaði þetta samkomu-
lag sem endanlegt, ekki yrði sam-
ið um fleiri nefndir. í erindi K-
listans segir að ekkert segi um
það í samkomulaginu að þannig
skyldi að verki staðið. Þvert á
móti hefði fulltrúi K-listans stað-
ið í þeirri trú að samkomulag um
þær nefndir sem eftir væru, yrði
gert með sama hætti og gert var
um nefndirnar fjórar. Óskar K-
listinn úrskurðar félagsmálaráðu-
neytisins vegna þessa máls.
-hmp
Reykjanes
Aðalverktakar
enn langhæstir
Islenskir Aðalverktakar sf.
sem fyrr með langhæstu
heildargjöld lögaðila í Reykjanes-
umdæmi, eða tæpar 400 milljónir
króna. Næstir koma Sparisjóður
Hafnarfjarðar með 68 milljónir,
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
með 48,6 milljónir og Hagvirki
hf. með 46,5 milljónir.
Þorleifur Björnson í Hafnar-
íslenskir Aðalverktakar enn eitt
árið langhæstu skattgreiðendur á
Reykjanesi. Mynd: Jim Smart.
firði greiðir mest einstaklinga eða
19 milljónir en næstir koma tveir
lyfsalar, Matthías Ingibergsson í
Kópavogi með 9,5 milljónir og
Benedikt Sigurðsson í Keflavík
með 9 milljónir. el
Æðra tilverustig
Hvað það verður enginn veit
Þorri íslendinga er sannfærður
um að líf er eftir dauðann, en
fæstir eru þó vissir í sinni sök
hvað taki við á næsta tilverustigi.
Þetta kemur m.a. fram í niður-
stöðum rannsóknar dr. Björns
Björnssonar, guðfræðiprófessors
og dr. Péturs Péturssonar, lektors
í félagsfræði við Háskóla íslands
á trúarviðhorfum ísiendinga,
sem nýverið hafa verið gefnar út á
bók.
í ritgerðinni, sem nefnist Trú-
arlíf lslendinga og telst þriðja
bindið í Ritröð Guðfræðistofnun-
ar, kemur fram að einungis um
9% þeirra 731 einstaklinga á aldr-
inum 18-76 ára sem sendu inn
svör við útsendum spurningalista
um trúarlíf landans, telja sig með
öllu fráhverfa hugmyndinni um
líf eftir dauðann.
Lang stærsti hluti þeirra sem
aðhyllist hugmyndir um fram-
haldslíf er á þeirri skoðun að eng-
inn geti vitað hvað taki við að
loknu jarðlífinu. Ríflega fjórð-
ungur vill þó meina að sálin flytj-
ist yfir á annað tilverustig og enn
nokkur hópur telur að maðurinn
rísi upp til samfélags við Guð. At-
hygli vekur að aðeins 6% með-
kenna trú á endurholdgun.
Af rannsóknarniðurstöðum
virðist sem karlar séu heldur van-
trúaðri á framhaldslíf en konur.
Þá er fólk á aldrinum 25-44 ára
vantrúaðri á framhaldslífshug-
myndir en þeir sem eru yngri og
eldri.
Bókarhöfundar ætla að saman-
lagt megi ætla að 85% spurðra
'álíti að líf sé að loknu þessu, en
það er allnokkru hærra hlutfall en
kom fram í alþjóðlegri könnun
sem gerð var hér á landi fyrir
nokkrum árum um gildismat og
lífsviðhorf. Þá svöruðu 76% því
játandi að líf væri eftir dauðann.
Hvað sem því líður má ætla að
eilífðarmálin séu íslendingum
mun hugleiknari en nágranna-
þjóðunum, því þá játtu aðeins
26% þeirra sem tóku þátt í
danska hluta könnunarinnar til-
vist framhaldslífs, 28% svarenda
í Svíþjóð, 44% í Noregi og 49% í
Finnlandi.
-rk
Hvalfjörður
Lagningu
slitlags
lokið
Fyrir skemmstu var lokið við
að leggja bundið slit.lag á Hval-
fjarðarveginn og það var Vega-
gerð ríkisins í Borgarnesi sem sá
um síðasta hlutann. Fram-
kvæmdir Vegagerðarinnar skipt-
ast við Botnsá og var kaflanum
frá Rcykjavík að Botnsá lokið í
fyrra. Framkvæmdir frá Botnsá
að Borgarnesi hófust í maí sl. og
lauk sem fyrr segir nýlega.
Að sögn Björns Leifssonar
starfsmanns Vegagerðar ríkisins í
Borgarnesi, er verkinu þó ekki
formlega lokið, því verktakinn á
eftir að skila af sér og eftirlits-
maður frá Vegagerðinni tekur
síðan verkið út. ns.
Garðbæingar
fá nýjan golfvöll
Nýr golfvöllur verður formlega
tekinn í notkun í Garðabæ á
morgun. Völlurinn, sem er níu
holu völlur, er á Vífilsstaðatúni.
Allan veg og vanda af gerð vallar-
ins sem og smíði skála og æfinga-
svæðis fyrir golfmenn hafði
Golfklúbbur Garðabæjar.
Golfklúbbur Garðabæjar hef-
ur ekki haft land til umráða undir
starfsemina þar til í fyrra, að
samningar tókust við stjórn
Ríkisspítala um afnot til 20 ára af
Vífilsstaðatúni.
Vígsluathöfnin hefst kl. 17 á
morgun og að henni lokinn verð-
ur efnt til vígslumóts.
Skógrækt í Norræna
Á opnu húsi í Norræna húsinu
annað kvöld mun Sigurður
Blöndal, fyrrverandi skógræktar-
stjóri spjalla um íslenska skóga
og skógrækt á íslandi. Sigurður
flytur tölu sína á norsku. Að
loknu kaffihléi verður sýnd kvik-
myndin „Þrjár ásjónur íslands".
Myndin er með norsku tali.
Eins og áður segir verður fyrir-
lesturinn annað kvöld í Norræna
húsinu. Hann hefst stundvíslega
kl. 20.20. Aðgangur er ókeypis.
Ungirframsóknar-
menn á Norðurlöndum
þinga
Ungherjar miðjuflokka í Noregi,
Svíþjóð og Finnlandi auk Sam-
bands ungra framsóknarmanna
halda sitt árlega þing um þessar
mundir í Valaskjálf á Egilsstöð-
um. Á þinginu verða umhverfis-
mál ofarlega á baugi. Meðal ann-
ars munu þingfulltrúar ræða um
nauðsyn þess að skapa samnorr-
æna orkustefnu, þar sem um-
hverfisvernd veröi höfð að
leiðarljósi.
Nýr sveitarstjóri
í Skútustaðahreppi
Sigurður Rúnar Ragnarsson hef-
ur verið ráðinn sveitarstjóri Skút-
ustaðahrepps. Hann tók við
starfinu af Jóni Pétri Líndal sem
verið hefur sveitarstjóri hrepps-
ins undanfarin ár.
Sigurður er vélvirki að mennt.
Hann starfaði áður hjá Kísiliðj-
unni í Mývatnssveit.
Aðstoðarmaður
Ceausescus á bók
Almenna bókafélagið hefur gefið
út frásögn lon Mihai Pacepa.
Hann var um árabil yfirmaður
rúmensku leyniþjónustunnar
áður en hann snéri við blaðinu og
gaf sig bandarískum stjórnvöld-
um á hönd. Bókin nefnist í ís-
lenskri þýðingu Ólafs B. Guðna-
sonar „Blóðugur blekkingarleik-
ur“.
Bókin er 220 síður að lengd og
er hún með leyfi höfundar nokk-
uð stytt í þýðingu.
„Kínver]inn“
ófundinn
Lögreglunni hefur ekki enn tekist
að upplýsa hver eða hverjir
sprengdu kínverja inni á miðju
dansgólfi Hótel Borgar á aðfarar-
nótt sunnudags með þeim afleið-
ingum að þrír gesta urðu að leita
aðstoðar á slysadeild sökum
meiðsla er þeir hlutu við spreng-
inguna.
Fjöldi gesta var á Borginni um-
rædda nótt en enginn hefur gefið
sig fram sem vitni að atburðinum.
Tónlistarveisla
í tilefni verslunar-
mannahelgar
Af tilefni verslunarmannahelgar
verður haldin tónlistarhátíð á
„Tveimur vinum og annar í frí“.
Herlegheitin byrja í kvöld, en þá
mun Rokkabillyband Reykjavík-
ur troða upp. Annað kvöld verð-
ur helgað blúsnum en þá leika
Blúskjammar ásamt Sigurði Sig-
urðssyni söngvara og munn-
hörpuleikara. Á föstudags- og
laugardagskvöld stíga íslandsvin-
ir á svið. Hljómsveitin Sprakk,
Sprakk rekur síðan lestina og
heldur uppi fjörinu á sunnudags-
kvöld.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 1. ágúst 1990