Þjóðviljinn - 01.08.1990, Síða 7
Hugvit
Höfuðið er til þess
að hugsa með því
Höfuðið ekki bara til þess að læra með því, segir Sturla Einarsson
byggingarmeistari og er myrkur í máli um fyrirgreiðslu hins opinbera
við íslenska hugvitsmenn
Fyrir skömmu sögðum við í
Nýju Helgarblaði frá baráttu ís-
lenskra hugvitsmanna fyrir því að
fá einkaleyfi á hugmyndum sín-
um og fá aðstoð í kerfinu til að
þróa hugmyndir sínar. Mun það
ganga vægast sagt brösulega.
Ekki virðist þó skipta öllu máli
hvort hugvitsmenn hyggjast fá
einkaleyfi á hugmyndum sínum
og hefja framleiðslu á þeim eða
hvort þeir vilja einungis koma
þeim á framfæri og fá aðstoð til
að þróa þær. Sturla Einarsson
byggingarmeistari er einn þeirra
hugvitsmanna sem segist einung-
is vilja koma hugmynd sinni á
framfæri við almenning enda sé
hún einföld og gæti komið öllum
til góðs.
Umrædd hugmynd er sú að
einangra útveggi utanfrá og hefur
aðferð Sturlu hlotið talsverða út-
breiðslu frá því að hún kom fram
1978. Má nefna að bæði í Seðla-
bankahúsinu og Ríkisútvarpinu
eru svipaðar aðferðir notaðar.
Sturla hefur sjálfur byggt 8 hús
með nýju einangrunaraðferðinni
og segir kostina augljósa: yfir
30% orkusparnaður náist og
þurfi vatnið til upphitunar ein-
ungis að vera 42 gráður í stað 70 -
80. í tilraunahúsi sem Sturla hef-
ur byggt nýtir hann einmitt kosti
þess að hafa einangrunina utaná
og hitar húsið með því að leggja
hitarör í útveggina. Þessi aðferð
er einnig mun ódýrari en hin
hefðbundna, um 19% lækkun á
framleiðslukostnaði næst á hvern
fermetra útveggjar.
Þrátt fyrir þetta hefur Sturla í
rúman áratug mátt heyja harða
baráttu við kerfið til að fá aðstoð
við að þróa hugmyndir sínar og
reisa tilraunahús. Húsnæðis-
stofnun Ríkisins hefur samkvæmt
lögum heimild til að lána til fram-
leiðslu á tilraunahúsum. Sturla
segir stofnunina þó ekki hafa sýnt
þessum málum neinn merkjan-
legan áhuga. Hann hafi eftir að
ævintýrið hófst sótt um fram-
kvæmdalán hjá Húsnæðisstofnun
en það hafi ekki fengist heldur
bara flýting á Húsnæðismála-
stjórnarláni og 35 þúsund króna
styrkur - sem hann hafi nú
reyndar aldrei beðið um! „Þetta
er nú það framlag sem hið opin-
bera veitir í byggingu tilrauna-
húsa á íslandi, og þykir mjög ríf-
legt“, segir Sturla.
Árið 1980 mælti Iðnaðarráðu-
neytið eindregið með því að fjár-
magni yrði veitt í þessar tilraunir
en nú rúmum áratug síðar hefur
ekkert gerst. Þingsályktunartil-
laga um að fela Húsnæðisstofnun
að gera úttekt á málinu fór í gegn-
um þingið 1981 og síðan hafa
komið 2 fyrirspurnir til félags-
málaráðheira um hvað Húsnæð-
isstofnun hafi gert til eflingar
tækniþróunar í landinu. Sturla
segir að þetta virðist ekki hafa
minnstu áhrif. „Fjöldi þing-
manna hefur komið til að skoða
hjá mér húsið og allir þykjast þeir
hafa góðan vilja en enginn getur
gert neitt. Félagsmálaráðherra
sagðist á Alþingi ekki ráða yfir
Húsnæðisstofnun, vald stofnun-
arinnar væri of mikið. Ef hún
vildi koma einhverju í gegn gæti
hún ekki gengið gegn vilja stjórn-
ar Húsnæðisstofnunar. í fyrra-
haust sótti ég um lán til stofnun-
arinnar til að greiða 4 milljónir
sem móðir mín hafði lagt í þessar
tilraunir mínar. Því var snarlega
synjað í F-lánadeild.“
Sturla segir það haft að engu
þótt fagmenn hafi mælt með til-
raunum hans. í skýrslu sem Rík-
harður Kristjánsson hjá Rann-
sóknastofnun byggingariðnaðar-
ins tók saman segir meðal annars:
„Það er sjaldgæft að einstakl-
ingar leggi á sig að gera dýrar til-
raunir í líkingu við þetta. Til-
raunastarfsemi í byggingariðnaði
er alltof fátækleg á íslandi og
nauðsyn að styðja við bakið á
þeim sem vilja leggja á sig vinnu
við að prófa eitthvað nýtt“.
Er ekki hugsanlegt að leita til
annara aðila en Húsnœðisstofn-
unar?
„Húsnæðisstofnun er falskt ör-
yggi vegna þess að allir aðrir sjóð-
ir sem eiga að sinna þessum mál-
um beint og óbeint, Fram-
kvæmdasjóður, Iðntæknisjóður,
Iðnþróunarsjóður, Rannsókna-
ráð Ríkisins, Iðnaðarráðuneytið,
já og fjöldi annarra sjóða, vísa
allir á Húsnæðisstofnun. Það er
einfaldlega gert ráð fýrir að Hús-
næðisstofnun láni til byggingar
tilraunahúsa samkvæmt lögum.
Af hverju þessi tregða?
„Ef ég vissi það nú. Húsnæðis-
stofnun lánar í nánast allt nema
svona starfsemi. Þetta er ekki
spurning um peningaleysi, heldur
skilningsleysi og þráhyggju. Það
er álit stofnanamanna að upfinn-
ingamenn á íslandi hljóti að vera
klikkaðir“, segir Sturla. Hann
kveðst stundum í gamni hafa líkt
ferðum sínum milli stofnana
undanfarinn áratug við Kefla-
víkurgöngu. 1980 hafi hann verið
komin til Hafnarfjarðar en nú
áratug síðar sé hann kominn aftur
til Keflavíkur. „Ég er alveg hætt-
ur að eiga við kerfið. Ég sé ekki
nokkur tök á því yfirleitt að
byggja tilraunahús hér á landi.“
Sturla Einarsson, byggingarmeistari: Það er álit stofnanamanna að
uppfinningamenn á íslandi hljóti að vera klikkaðir.
Sturla er ekki bjartsýnn á að
öðrum hugvitsmönnum gangi í
framtíðinni betur að eiga við
kerfið. „Ég er með hálffulla
tösku af vottorðum og meðmæl-
um, samt gengur ekkert. Hvað
verður eiginlega um þá sem eru
bara með hugmyndir í kollinum.“
En hvað er til ráða?
„Viðhorfsbreyting verður að
eiga sér stað. Við eigum ekki
alltaf að kaupa inn tæknina er-
lendis frá heldur eigum við að
hagnýta íslenskt hugvit og þekk-
ingu. Menn verða að gera sér
grein fyrir að hausinn á okkur er
til þess að hugsa með honum en
ekki til þess bara að læra með
honum. Menntun getur aðeins
komið til viðbótar skynseminni,
hún getur aldrei tekið við af
skynseminni“, sagði Sturla að
lokum.
el
Senn fækkar
fólki í
Evrópu
Viðkoma aldreijafnlítil. -Þörffyrir
innflytjendur.- Pólitískt sprengjuefni
Meðalævi fólks í löndum
Vestur-Evrópu er að lengjast
meðan barnsfæðingum fækkar
ört. Nú eru það aðeins írar sem
eignast nógu mörg börn (2,1
barn á hverja móður) til að við-
halda þjóðinni.
Þetta þýðir að nú þegar á þeim
áratug sem hafinn er mun fækka
stórlega því unga fólki sem kem-
ur á vinnumarkað og snemma á
næstu öll mun fólki fara að fækka
í flestum löndum álfunnar.
Þetta setur á dagskrá innflutn-
ing fólks frá öðrum heimshlutum.
Mikil pólitísk andstaða er gegn
því t.d. í Frakklandi og fleiri
löndum, að leyfa fleiri farand-
verkamönnum að flytja til Evr-
ópu. Er þá vísað til þess að veru-
legt atvinnuleysi sé landlægt í
flestum löndum EB. En málið
er ekki svo einfalt. Innflytjendur
hafa víða tekið að sér óvinsæl
störf eða láglaunastörf, sem
heimamenn vilja ekki taka að
sér. Þeir vilja heldur vera á at-
vinnuleysisbótum “í sínu fagi“.
í Evrópubandalaginu eru nú
327 miljónir íbúa. Af þeim eru 12
miljónir innflytjendur og afkom-
endur þeirra. Flestir í Frakklandi
eða 4,5 miljónir, 2,5 miljónir í
Bretlandi og 1,8 miljónir í
Vestur-Þýskalandi.
Sem fyrr segir fækkar fæðing-
um j afnt og þétt í löndum EB. Nú
á hver kona að meðaltali 1,58
barn. Meira að segja í kaþólskum
löndum eins og Italíu og Spáni,
þar sem sterk hefð er fyrir stórum
fjölskyldum, er meðalbarnafjöldi
í fjölskyldu kominn niður í 1,3.
Á meðan fjölgar gömlu fólki á
eftirlaunum stórlega svo að
auðséð er að það verður þörf fyrir
verulegan fjölda innflytjenda til
að halda því hlutfalli milli vinn-
andi manna og óvirkra á vinnum-
arkaði sem hagvöxt gæti tryggt.
En sem fyrr segir: innflytjendam-
ál eru hlaðin pólitísku sprengi-
efni, ekki síst í Frakklandi þar
sem innflytjendur eru flestir.
Miðvikudagur 1. ágúst 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7