Þjóðviljinn - 08.08.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 08.08.1990, Blaðsíða 10
VIÐ BENDUM A Ást á rauöu Ijósi Rás 1 kl. 21.30 Lestur nýrrar Sumarsögu hefst á Rás eitt í kvöld. Það er Guðrún S. Gísladóttir sem les söguna Ást á rauðu ljósi eftir Jóhönnu Krist- jónsdóttur. Bókin kom út árið 1960 og í blaðadómi segir um efni hennar: „Þetta er Reykjavíkur- saga, aðalpersónan heitir María Sjöfn, listhneigð stúlka, sem á drykkfellda og lausláta móður. María Sjöfn er ástandsbarn og hefur aldrei þekkt föður sinn. Þorkell er önnur aðalpersónan. María Sjöfn og hann eru trú- lofuð, en hann á ríka móður er vill ráða lífi sonar síns - og í henn- ar augum er María ekki rétta stúlkan handa Þorkatli. Einnig kemur við sögu Brynjólfur, sjó- maður og stjúpfaðir Maríu Sjafn- ar, en hann ber sterkar tilfinning- ar í garð Maríu Sjafnar, einkum eftir lát móður hennar." Stutt mynd um morö Sjónvarpið kl. 21.35 Sjónvarpið er með verðlauna- myndina Stutt mynd um morð á dagskránni t kvöld. Myndin er pólsk frá árinu 1987 og leikstjóri hennar er Kieslowski. Myndin hefur unnið til margra verðlauna, meðal annars fyrstu evrópsku kvikmyndaverðlaunanna, Felix- verðlaunanna, sem besta mynd ársins 1988. Myndin gerist f Var- sjá. Rottuhræ flýtur í polli og hengdur köttur dinglar í reipi, í baksýn eru kaldranaleg háhýsi borgarinnar. Upphaf myndarinn- ar er þríþætt. Fylgst er með 19 ára gömlum bólugröfnum strák sem þvælist iðjulaus um borgina, en einnig leigubílstjóra sem er að þvo bílinn sinn og ungum manni sem er að gangast undir lokapróf í lögfræði. Allir eiga þessir þræðir eftir að fléttast saman í eina heild. Heima er best Sjónvarpið kl. 20.45 Samfélag eyjarskeggja eldfjalla- eyjarinnar Tristan da Cunha á Suður-Atlantshafi er forvitnilegt fyrir margra hluta sakir. Hinir 300 íbúar eyjarinnar búa við fá- heyrða einangrun og daglegt líf þeirra er býsna frábrugðið því sem íbúar á Vesturlöndum eiga að venjast. John Hemingway fór með lið sjónvarpsmanna á vett- vang og kynnti sér daglegt líf eyjarskeggja og afraksturinn verður á dagskrá Sjónvarps skömmu eftir fréttir í kvöld. DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS SJÓNVARPIÐ 17.50 Síðasta risaeðlan (Denver, the Last Dinosaur) Bandarískur teikni- myndaflokkur. Þýðandi Sigurgeir Steingrímsson. 18.20 Þvottabirnirnir (Racoons) Banda- risk teiknimyndaröð. Leikraddir Þórdís Arnljótsdóttir og Halidór Björnsson. Þýðandi Þorsteinn Þórhallsson. 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Úrskurður kviðdóms (9) (Trial by Jury) Leikinn bandarískur myrtdaflokkur um yfirheyrslur og réttarhöld í ýmsum sakamálum. Þýðandi Ólafur B. Guðna- son. 19.20 Umboðsmaðurinn (The Famous Teddy Z) Bandarískur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Ýrr Bertelsdóttir. 19.50 Tommi og Jenni Teiknimynd. 20.00 Fréttir og veður 20.30 Grœnir fingur (16) Sumarblóm f þessum þætti verður fjallað um einær sumarblóm, tegundaúrval og valkosti, auk þess sem slegið verður upp léttri skjólgirðingu. Umsjón Hafsteinn Haf- liðason. Dagskrárgerð Baldur Hrafnkell Jónsson. 20.45 Tristan da Cunha, eyja engu lík (Tristan da Cunha) Bresk-bandarísk heimildamynd um eldfjallaeyjuna Trist- an da Cunha. I myndinni er daglegu lífi eyjaskeggja lýst, en þeir búa við mikla einangrun. Flugsamgöngur eru nánast engar og aðeins einu sinni á ári kemur þangað skip með póstog nýlenduvörur. Þýðandi Gauti Kristmannsson. 21.35 Stutt mynd um morð (Krótki film o zabijaniu) Pólsk bíómynd frá 1987 eftir einn athyglisverðasta leikstjóra samtíð- arinnar, Krzysztof Kieslowski. Þessi mynd hefur unnið til margra verðlauna, m.a. fyrstu evrópsku kvikmyndaverð- launanna sem besta mynd ársins 1988. Myndin erekki við hæfi barna. Aðalhlut- verk Miroslaw Baka, Krzysztof Globisz og Jan Tesarz. Þýðandi Þrándur Thor- oddsen. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok STÖD 2 16.45 Nágrannar (Neighbours) Ástralsk- ur framhaldsflokkur. 17.30 Skipbrotsbörn Ástralskur ævin- týramyndaflokkur fyrir börn og unglinga. 17.55 Albertfeiti Teiknimynd um þennan viðkunnanlega góðkunningja barn- anna. 18.20 Funi Teiknimynd um stúlkuna Söru og hestinn Funa. 18.50 I sviðsljósinu Fréttaþáttur úr heimi afþreyingarinnar. 19.19 19.19 Fréttir veður og dægurmál. 20.30 Murphy Brown Gamanmynda- flokkur um kjarnakvendið Murphy og fé- laga hennar hjá FYI. 21.00 Okkar maður Bjarni Hafþór Helga- son bregður uþp svipmyndum af athyg- lis verðu mannlífi norðan heiða. 21.15 Njósnaför II (Wish Me Luck II) Framhald þessa spennandi mynda- flokks. Fimmti þáttur af sjö. 22.05 Rallakstur Fimmti þáttur af átta í framhaldsflokki um rallkappa. 23.05 Vinargreiði (Raw Deal) Skipu- lagöri glæpastarfsemi í Chicago hefur verið sagt stríð á hendur. Vöðvabúntið Arnold Schwarzenegger er hér í hlut- verki fyrrverandi lögregluþjóns sem fær tækifæri til þess að sýna hvað í honum býr því hann er einn á móti öllum mafíu- drengjunum. Aðalhlutverk: Arnold Schwarznegger, Kathryn Harrold, Darr- en McGavin og Sam Wanamaker. Leik- stjóri: John Irvin. Lokasýning. Strang- lega bönnuð börnum. 00.45 Dagskrárlok RÁS 1 FM,92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Kristján Róbertsson flytur. 7.00 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Dánarfregnir. Auglý- singar. 13.00 I dagsins önn - Hermeshópurinn Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 13.30 Miðdegissagan: „Vakningin", eftir Kate Chopin Sunna Borg les þýð- ingu Jóns Karls Helgasonar 14.00 Fréttir 14.03 Harmoníkuþáttur Umsjón: Einar Guðmnundsson og Jóhann Sigurðsson 15.00 Fréttir 15.03 Sumarspjall Kjartan Ragnarsson 16.00 Fréttir 16.03 Að utan Fréttaþáttur um erlend málefni. Njósnaför er á.dagskrá Stöðvar tvö í kvöld klukkan 21.15. Þetta er spennumyndaflokkur í sjö þáttum og í kvöld er komið að þeim fimmta í röðinni. 7.03 í morgunsárið - Erna Guðmunds- dóttir. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Fréttir sagðar á ensku að loknu fréttayfirliti kl.7.30. Sumarljóð kl. 7.15, hreppstjór- aspjall rétt fyrir kl. 8.00, menningarpistill kl. 8.22 og ferðabrot kl. 8.45. Auglýsing- ar laust fyrir kl. 7.30,8.00,8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir 9.03 Litlí barnatiminn: „Á Saltkráku" eftir Astrid Lindgren Silja Aðal- steinsdóttir les þýðingu sína. 9.20 Morgunleikfimi-Trimmogteygjur með Halldóru Björnsdóttur. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón. Gestur E. Jónasson. 10.00 Fréttir 10.03 Þjónustu- og neytendahornið Umsjón: Margrét Ágústsdóttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úr bókaskápnum UlDsjón: Val- gerður Benediktsdóttir. 11.00 Fréttir 11.03 Samhljómur Umsjón. Bergþóra Jónsdóttir. 11.53 Á dagskrá Litið yfirdagskrá miðvik- udagsins í Útvarþinu. 12.00 Fréttayfirlit. Úr fuglabókinni 12.20 Hádegisfréttir 16.10 Dagbókin 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið - Iþróttir barna Meðal efnis er 23. lestur „Ævintýra- eyjarinnar" eftir Enid Blyton, Andrés Sigurvinsson les. Umsjón: Elísabet Brekkan og Vernharður Linnet. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi - Bach, Beetho- ven og Debussy Prelúdia, fúga og ai- legro í Es-dúr eftir Johann Sebastian Bach. Göran Söllscher leikur á gítar. Sónata í G-dúr ópus 30 númer 3 eftir Ludwig van Beethoven. Fritz Kreisler leikur á fiðlu og Sergei Rachmaninoff á píanó. „Iberia“myndir fyrir hljómsveit eftir Claude Debussy. Sinfóníuhljóm- sveitin í Liége leikur: Paul Strauss stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Sumaraftann Umsjón: Guðlaug María Bjarnadóttir, Kristján Sigurjóns- son og Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 18.30 Tónlist. Auglýsingar. Dánarfregnir. 18.45 Veöurfregnir. Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Auglýsingar 19.32 Kviksjá Þáttur um menningu og listir líðandi stundar. 20.00 Fágæti Kreólamessa eftir Ariel Ramirez. Los Fronteriozos og Kirkjukór Socorro leika og syngja; Ariel Ramirez stjórnar. 20.15 Samtfmatónlist Siguröur Einars- son kynnir. 21.00 Á ferð Umsjón: Steinunn Harðar- dóttir. 21.30 Sumarsagan: „Ást á rauðu ljósi“ eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur Guðrún S. Gísladóttir byrjar lesturinn. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan Fréttaþáttur um erlend málefni. 22.15 yeðurfregnir. Orð kvöldsins. 22.25 Úr fuglabókinnl 22.30 BirtubrugðiðásamtímannTíundi og síðasti þáttur. Þegar Baldvin Hall- dórsson slökkti á Silfurlampanum. Um- sjón: Þorgrimur Gestsson. 23.10 Sjónaukinn Þáttur um erlend mál- efni. Umsjón: Ágúst Þór Árnason. 24.00 Fréttir 00.10 Samhljómur Umsjón: Bergþóré Jónsdóttir. 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. RÁS2 FM 90,1 7.03 Morgunútvarpið - Vaknað til lífs- ins Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustend- um. Upplýsingar um umferð kl. 7.30 og litið í blöðin kl. 7.55. 8.00 Morgunfréttir - Morgunútvarpið heldur áfram. Heimspressan kl. 8.25. 9.03 Morgunsyrpa Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Hringvegurinn kl. 9.30, uppáhaldslagið eftir tíufréttir og afmæl- iskveðjurkl. 10.30. 11.03 Sólarsumar með Jóhönnu Harðar- dóttur. Molar og mannlífsskot í bland við góða tónlist. - Þarfaþing. 12.00 Fréttayfirlit. 12.20 Hádegisfréttir - Sólarsumar held- ur áfram. 14.10 Brot úr degi Eva Ásrún Alberts- dóttir. Róleg miðdegisstund með Evu, afslöppun í erli dagsins. 16.03 Dagskrá Starfsmenn dægurmála- útvarpsins og fréttaritarar heima og er- lendis rekja stór og smá mál dagsins. 18.03 Þjóðarsálin - Þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-68 60 90 13.00 Kvöldfréttir 19.32 Zikk Zakk Umsjón: Sigrún Sigurð- ardóttir og Sigríöur Arnardóttir. 20.30 Gullskffan- „Highway 61 revisit- ed“ með Bob Dylan 21.00 Úr smiðjunni 22.07 Landið og miðin Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjá- var og sveita. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. 01.00 Með grátt f vöngum Gestur Einar Jónasson sér um þáttinn. 02.00 Fréttir. 02.05 Norrænir tónar Dægurlög frá Norðurlöndum. 03.00 í dagsins önn - Hermeshópurinn Umsjón: Inga Rósa Þórðardóttir. 03.30 Glefsur Úrdægurmálaútvarpi mið- vikudagsins. 04.00 Fréttir. 04.03 Vélmennið leikur næturlög. 04.30 Veðurfregnir. -Vélmennið heldur áfram leik sínum. 05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 05.01 Landið og miðin Sigurður Pétur Harðarson spjallar við hlustendur til sjá- var og sveita. 06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 06.01 Áfram fsland Islenskir tónlistar- menn flytja dægurlög. UTVARP ROT FM 106,8 EFFEMM FM 95,7 BYLGJAN FM 98,9 STJARNAN FM 102,2 AÐALSTÖÐIN FM 90,9 Hvers vegna liggur þér svona á? Veit það ekki. En það dugir ekki að sóa tímanum. Það tók mig 40 mínútur að róa það þannig að ég gæti sest uþþ á það. En þá kastaði það mér yfir handriðið. Það tekur dálítinn tíma að ná jafnvægi. Áttu riffil? Viltu skjóta það? 10 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.