Þjóðviljinn - 08.08.1990, Blaðsíða 12
■SPURNINGINi
Sefurðu í náttfötum?
blÚÐVILIINNl
Miðvikudagur 8. ágúst 1990. 145. tölublað 55. árgangur
SIMI 681333
SÍMFAX
681935
Jón Ásgeir Ríkharðsson
sjómaður:
Nei, það er allt of heitt.
Guðbjörg Friðfinnsdóttir
kjólasveinn:
Nei, það er allt of heitt.
Jenný Heiða Calewski
barnapía:
Já, annars verður manni kalt.
Geirmundur Vilhjálmsson
fangavörður:
Nei, það hef ég ekki gert síðan ég
var krakki.
Þessadagana er unnið hörðum höndum að þvíað undirbúa Rykkrokkið í Fellahelli. Benóný Ægisson t.v. ásamt öðrum starfsmanni með
penslana á lofti. Mynd Jim Smart.
Fellahellir
Guðmundur Kristján Sæ-
mundsen nemi:
Nei, mér finnst það óþægilegt.
Rykkrokk breytir um svip
Rykkrokkið við Fellahelli verður álaugardaginn. Benóný Ægisson:
Ætlum einnig að bjóða upp á barna- og fjölskylduskemmtun
Hljómsveitin Risaeðlan er ein af mörgum hljómsveitum sem koma
fram á Rykkrokkinu á laugardaginn.
Pessi útisamkoma er okkar fra-
mlag til ungiingamenningar-
innar í höfuðborginni. Hátíðin er
orðin að föstum lið í okkar starfi,
sagði Benóný Ægisson starfsmað-
ur félagsmiðstöðvarinnar Fella-
hellis, en hann vinnur þessa dag-
ana myrkranna á milli við að
undirbúa Rykkrokkið sem haldið
verður n.k. laugardag. - Við
höfum ákveðið að gera breytingu
á dagskránni að þessu sinni.
Venjulega hefur hún einkennst af
rokktónlist frá því um miðjan dag
fram á miðnætti, en nú ætlum við
að breyta til og byrja á fjölskyldu-
hátíð. íbúarnir hér í nágrenni við
okkur í Breiðholtinu eiga það
inni hjá okkur að við bjóðum
þeim til hátíðar sem allir aldur-
shópar geta tekið þátt í, sagði Be-
nóný, en hann hefur haft veg og
vanda af því að undirbúa Ryk-
krokkið ásamt öðrum starfs-
mönnum félagsmiðstöðvarinnar.
Rykkrokkið hefur verðið hald-
ið undanfarin ár á skólalóð Fella-
skóla í Breiðholti. Benóný sagði
að Rykkrokkið drægi stöðugt
fleiri til sín á hverju ári. Þannig
nefndi hann að í fyrra hefði kom-
ið um 10.000 manns til þess að
hlýða á það sem boðið var upp á.
Benóný sagði að nú yrðu tvö
svið á svæðinu. Minna svið yrði
notað fyrir þau skemmtiatriði
sem ætluð væru börnum en stóra
sviðið yrði að venju notað fyrir
rokksveitirnar. Auk sviðanna
verða sett upp leiktæki á svæð-
inu, þannig að nóg ætti að verða
að gera fyrir þá sem mæta á stað-
inn. Benóný sagðist vonast til að
þetta væri upphafið að eins konar
hverfishátíð.
Barna- og fjölskylduskemmt-
unin hefst klukkan tvö og stendur
til fimm um daginn. Á þeirri sam-
komu verður margt til gamans
gert. Þar verður farið í leiki og
ýmis leiktæki standa til boða. Þá
verður boðið upp á ýmsar
veitingar svo sem grillpylsur og
kaffi. Einnig verða ýmis
skemmtiatriði, má þar nefna
Eggert A. Markan og Málfríði
Mörtu sem gert hafa garðinn
frægan í sjónvarpsþáttunum
Ungmennafélaginu, auk þeirra
koma fram leikhópurinn
Auðhumla, Pétur töframaður,
Skemmtivagn á vegum íþrótta-
og tómstundaráðs, Magnúx
Gezzon og Gunnar Harðarson.
Sjálft Rykkrokkið hefst svo
strax að lokinni barna- og föl-
skylduskemmtuninni og er áætl-
að að tónleikarnir standi fram að
miðnætti. Þar koma fram tólf
hljómsveitir, fimm landsþekktar
og sjö efnilegar unglingahljóm-
sveitir. Þarna verða Sykurmol-
arnir, Risaeðlan, stórsveitin Júp-
iter, Langi seli og skuggarnir, og
Megas ásamt Hættulegri hljóm-
sveit. Þá munu unglingahljóm-
sveitirnar Nabblastrengir og Frí-
mann koma fram, en þær urðu
hlutskarpastar í Músíktilraunum
Tónabæjar fyrr á þessu ári.
-sg