Þjóðviljinn - 08.08.1990, Blaðsíða 6
I
ERLENT
Irak - Kúvœt
Skrúfað fyrir helming
ol íuúftf lutn ings
Jákvœðar undirtektir um allan heim við hörðustu efnahagsráðstafanir
sem S.þ. hafa samþykkt gegn nokkru ríki
Tyrkneska stjórnin lét í gær
skrúfa fyrir olíuleiðslu sem
liggur yfír land hennar frá írak til
Miðjarðarhafs, en eftir þeirri
leiðslu fer að jafnaði helmingur
þeirra olíu, sem írakar flytja út.
Horfur eru nú á að hafnbann
verði sett á írak og ef svo fer hefur
ríki þetta enga möguleika á að
koma frá sér olíu sinni nema eftir
leiðslu, sem liggur yfir Saúdi-
Arabíu til Rauðahafs.
Alþjóðasamstaða, sem á sér
vart hliðstæðu í sögunni, hefur
tekist gegn írak. Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna hefur sam-
þykkt gegn írak efnahagslegar
aðgerðir, sem eru þær hörðustu í
45 ára sögu alþjóðasamtaka þess-
ara. í samþykktinni er skorað á
öll ríki að stöðva sölu vopna til
íraks, hætta að kaupa olíu þaðan
og stöðva raunar svo að segja alla
verslun við landið. Samþykktin
nær einnig til Kúvæts, þar sem
írakar hafa sett til valda lepp-
stjórn.
Samþykktin hlaut atkvæði 13
ríkja af 15 sem nú hafa sæti í Ör-
yggisráðinu, en tvö sátu hjá,
Kúba og Jemen. Önnur ríki í ráð-
inu nú eru Bandaríkin, Bretland,
Sovétríkin, Frakkland, Kína,
Kanada, Kólombía, Fíla-
beinsströnd, Eþíópía, Malajsía,
Finnland, Zaire og Rúmenía.
Mörg ríki víðsvegar um heim
hafa þegar tilkynnt ráðstafanir í
samræmi við samþykktina. Sviss
hefur meira að segja tilkynnt að
það muni fara eftir samþykktinni
í einu og öllu og hefur annað eins
ekki áður gerst í sögu ríkis þessa,
sem vegna hollustu við hlutleysis-
stefnu sína hefur yfirleitt hliðrað
sér hjá slíku. Indland, sem mjög ska olíu, segist hinsvegar ekki um gegn írak í hyggju að svo
er komið upp á íraska og kúvæt- hafa þátttöku í efnahagsaðgerð- komnu. Reuter/-dþ.
Irak - Kúvœt
Hraðstækkandi stórvelda-
floti á Persaflóa
Bandarískurflugher við norðurlandamœri íraks, landher sagður á
leiðinni. Saúdi-Arabar kvíðnir og hikandi
Bandaríkin halda áfram að efla
flota sinn á Persaflóa og talið
er líklegt að innan skamms muni
þau hafa til taks þar og á Arabíu-
hafl norðanverðu 30 herskip, þar
á meðal flugvélamóðurskip með
um 120 orrustu- og árásarflugvél-
um. Haft er eftir heimilda-
mönnum í Pentagon að 10 bresk,
frönsk og sovésk herskip séu nú
einnig á flóanum eða á leið þang-
að.
Orðrómur er á kreiki um að
ríki þessi muni í sameiningu beita
flota- og flugstyrk sínum til þess
að halda uppi hafnbanni á Irak,
þangað til stjórn þess gefi sig og
kalli her sinn frá Kúvæt, en ekki
hefur það fengist staðfest. Tals-
maður bandaríska varnarmála-
ráðuneytisins segir 14 bandarísk-
ar sprengjuflugvélar af gerðinni
F-lllB vera á æfingu í Tyrklandi,
skammt frá landamærum íraks.
Pá hefur heyrst að í undirbúningi
sé flutningur bandarísks fót-
gönguliðs, fallhlífaliðs og land-
gönguliðs frá bækistöðvum í
heimalandinu til landa í grennd
við írak.
Hussein íraksforseti - bróðurparturinn af heiminum sameinast gegn
honum og hneppir land hans í umsátur með vopnum og viðskipta-
banni.
Ferðaþjónusta
skáta:
SPENIMANDI FERÐIR
í ágústmánuði gangast Skátasamband Reykjavíkur og
Bandalag íslenskra skáta í samvinnu við íþrótta- og
tómstundaráð Reykjavíkur fyrir ferðalögum unglinga á
aldrinum 13 til 17 ára.
Eftirtaldar ferðir verða í boði:
1. Reykjanesferð
Gengið frá Kleifarvatni, yfir Sveifluháls, Trölladyngju og
Keili. Gist við Arnarvatn en daginn eftir gengið niður á
Vigdísarvelli, þaðan í Krísuvík og endað í Hverahlíð.
Leiðsögn: Félagar úr Hjálparsveit skáta í Njarðvík.
Tími: Ferð A: 10. til 12. ágúst.
Ferð B: 17. til 19. ágúst.
2. Hengilssvæðið
Gengið frá neyðarskýlinu á Hellisheiði að Skarðsmýrar-
fjalli. Gist í skátaskálum. Gengið frá Skarðsmýrarfjali
um Fremstadal og Kattartjarnir niður á Úlfljótsvatn.
Leiðsögn: Páll Sigurðsson.
Tími: Ferð A: 17. til 19. ágúst.
Ferð B: 24. til 26. ágúst.
3. Hvalfjörður - Þingvellir
Gengið frá Botni í Hvalfirði til Þingvalla um Leggjar-
brjót. Gist í tjöldum á leiðinni.
Tími: 24. til 26. ágúst.
Fyrir hvert námskeið verður haldið undirbúningskvöld
fyrir þátttakendur. Þau verða á miðvikudegi fyrir ferð.
Þar verða kennd grunnatriði í ferðamennsku.
Nánari upplýsingar og skráning í síma 91-15483 og
91-23190.-
Talið er að Cheney, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna,
hafi um helgina reynt að fá vald-
hafa Saúdi-Arabíu til að taka við
bandarískum her til lands síns, en
ekki er vitað hvort Saúdi-arabar
hafa fallist á það. Þeim líst ekki á
blikuna, þar eð írakar hafa nú
mikið lið skammt frá landamær-
um Kúvæts og Saúdi-Arabíu,
meira að segja að sögn á hlut-
lausu svæði á milli landa þessara
og nálægt mikilvægum saúdiara-
bískum olíulindum, en eru jafn-
framt eins og flestir aðrir araba-
leiðtogar hikandi við að fara í
hart við írak.
Reuter/-dþ.
Pakistan
Reynt að
utiloka
Benazir
Hún sakar forsetann um
tilræði við lýðrœðið.
Hefur átt við að stríða
öflugan andróður
hefðbundinna valdaaðila
Benazir Bhutto, sem verið hef-
ur forsætisráðherra Pakistans
síðan í nóv. 1988 en forseti lands-
ins vék úr embætti á mánudag,
kallaði í gær þessa ráðstöfun ól-
öglega og sakaði forsetann, Ishaq
Khan, um tilræði við lýðræðið í
landinu. Auk þess sem forsetinn
vék frá völdum Bhutto og stjórn
hennar fyrirskipaði hann að tvær
fylkisstjórnir, sem skipaðar eru
flokksmönnum Bhutto, skyldu
láta af embættum.
Ishaq Khan hefur skipað menn
í bráðabirgðastjórn, og heitir svo
að hún eigi að fara með völd
þangað til að loknum næstu þing-
kosningum, sem fara eiga fram
24. okt. Benazir segist ekki efast
um að flokkur hennar, Alþýðu-
flokkur Pakistans, muni vinna
þær. Pakistanskir fréttaskýrend-
ur telja líklegt að kosningunum
verði frestað þangað til hinir nýju
valdhafar álíti sig hafa búið svo
um hnútana að útilokað verði að
Benazir verði forsætisráðherra
aftur. Forsetinn og bráðabirgð-
astjórnin saka hana um spillingu,
ættarklíkuskap og misbeitingu
valds. Herinn hefur að líkindum
verið með í ráðum gegn henni, og
er jafnvel talið að ákveðið hafi
verið að láta til skarar skríða gegn
henni er hún neitaði að fela hern-
um á hendur dómsvaldið í Sind,
þar sem mikið hefur undanfarið
verið um vígaferli milli Sindverja
og múslíma frá Indlandi.
Benazir Bhutto varð fyrst
kvenna til að komast til valda í
íslömsku landi á síðari tímum.
Hún hefur síðan mátt standa í
ströngu í deilum við forsetann,
strangtrúaða múslíma, hershöfð-
ingjana og ýmsa aðra aðila sem
samkvæmt hefð hafa mikil áhrif í
stjórnmálum landsins.
Reuter/-dþ.
Suður-Afríka
ANC hættir vopnaðri baráttu
Tímamótamarkandi ákvörðun ísamningaumleitunum ANC og
stjórnarinnar. Öfgamenn bregðast illa við
Afríska þjóðarráðið (ANC),
helstu baráttusamtök suður-
afrískra blökkumanna gegn ap-
artheidkerfinu, hafa ákveðið að
láta þegar í stað af vopnaðri bar-
áttu sinni gegn Suður-
Afríkustjórn, sem staðið hefur
yfír í 29 ár. Þykja þetta tíðindi
mikil og telja fréttaskýrendur að
með þessu sé rutt á brott megin-
hindrun úr vegi viðræðna ANC
og stjórnarinnar, en takmarkið
með þeim er að binda enda á ap-
artheid.
Samkomulag um þetta náðist
eftir 15 stunda viðræður nefnda
frá báðum aðilum í Pretoríu á
mánudag. Á móti lofar stjórnin
að láta lausa alla pólitíska fanga
þarlendis, sem að sögn baráttu-
manna fyrir mannréttindum eru
1500-3000 talsins, fyrir 30. apríl
1991. Þá er einnig umsamið að
stjórnin leyfi pólitískum útlögum
að snúa heim, en meðal þeirra
eru margir hörðustu andstæðinga
hennar.
Yfirleitt var ekki búist við því
að ANC samþykkti að hætta
vopnuðu baráttunni svo fljótt, en
á hinn bóginn hefur sú barátta
verið ein af meginástæðunum til
neikvæðrar afstöðu margra
hvítra landsmanna til samninga-
umleitananna við ANC. Barátta
þessi hefur að vísu aldrei verið
mjög alvarlegt mál fyrir suðurafr-
íska herinn, en þó orðið hundr-
uðum manna að bana. Hafa
sumir farist í sprengjutilræðum
ANC-liða og aðrir beðið bana í
hefndarárásum Suður-Afríku-
hers.
Bæði innanlands og utan hefur
verið borið lof á ANC fyrir þessa
eftirgjöf og meðal þeirra sem svo
hafa gert eru Bush Bandaríkja-
forseti. Flestir leiðtogar stjórn-
málaflokka og annarra samtaka í
Suður-Afríku taka í sama streng,
þar á meðal Desmond Tutu erk-
ibiskup, einn kunnustu leiðtoga
apartheidandstæðinga.
Á hinn bóginn hafa suðurafr-
ískir öfgamenn, bæði hvítir og
svartir, tekið þessu samkomulagi
miður vel. Andries Treurnicht,
leiðtogi íhaldsflokksins, kallar
samkomulagið ólöglegt, þar eð
fráleitt sé af stjórninni að semja
við ANC á jafnréttisgrundvelli.
Treurnicht segir einnig að ANC
vilji ekki annað en öll völd í
landinu og muni ekki gera sig
ánægt með hlutdeild í þeim. Pan-
afrískaþjóðarráðið (PAC), harð-
línusamtök sem urðu til með því
að kljúfa sig út úr ANC, hefur
lýst því yfir að það muni ekki
virða neina samninga, sem gerðir
kunni að verða í viðræðum ANC
og stjórnarinnar. PAC var ekki
boðið að taka þátt í viðræðunum
og hefði að eigin sögn hafnað
hlutdeild í þeim, þótt þeim hefði
staðið hún til boða.
Mangosuthu Buthelezi, leið-
togi súlúaflokksins Inkatha, tók
fréttinni um samkomulagið fá-
lega og kvað mestu skipta að
friður kæmist á milli ANC og Ink-
atha, sem undanfarið hafa háð
stríð í Natal. í þeim átökum, sem
Buthelezi segir hafa leitt af stefnu
ANC um vopnaða baráttu og „al-
þýðustríð“, hafa yfir 4000 manns
verið drepnir. Reuter/-dþ.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. ágúst 1990