Þjóðviljinn - 08.08.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 08.08.1990, Blaðsíða 9
Erlendirferöamenn sækja í auknum mæli til íslands og að mati Ferðamálaráðs voru tekjur af þeim íjúlí um tveir og hálfur miljarður íslenskra króna. Jafnframt feroast íslendingar meira en áður um eigið land. Mynd: Ari. Ferðamenn Tveir og hálfur miljarður króna í júlí Ferðamálaráð: Erlendumferðamönnum á Islandifjölgar nokkuð. Skildu eftir tvo og hálfan miljarð króna í júlí. íslendingar ferðast um Ferðamálaráð íslands gerir ráð fyrir að gjaldeyristekjur af er- lendum ferðamönnum í júlí hafi orðið að minnsta kosti tveir og hálfur miljarður króna, eða yfir 80 miljónir króna á dag. Erlendir ferðamenn sem heimsóttu ísland í júlí voru heldur fleiri en á sama tíma í fyrra. Jafnframt er talið að íslendingar hafi í sumar ferðast um land sitt sem aldrei fyrr. Samkvæmt fréttatilkynningu land sittsem aldreifyrr frá Ferðamálaráði íslands komu alls um 33.500 erlendir ferða- menn til landsins í júlí, en það er um fjögur prósent fjölgun miðað við sama tíma í fyrra. Fjölgunin er svipuð ef bornir eru saman fyrstu sjö mánuðir þessa árs og fyrstu sjö mánuðir ársins 1989. Veruleg breyting hefur orðið á samsetningu ferðamannahópsins þegar litið er á sama tíma. Fyrstu sjö mánuði ársins komu um það bil jafn margir Bandaríkjamenn og á sama tíma í fyrra, en heim- sóknir Norðurlandabúa voru heldur færri. Aukningin var hins vegar mest frá meginlandi Evr- ópu og Bretlandi. Það er í sam- ræmi við þróunina undanfarin ár. Þannig fjölgaði breskum ferða- mönnum á Islandi fyrstu sjö mán- uði ársins um 15,5 prósent miðað við sama tíma í fyrra. -gg Umhverfismál Tillögur íslands samþykktar Júlíus Sólnes á ráðstefnu S. Þ.: Umhverfismál heyri undir sérstakt ráð innan Sameinuðu þjóðanna Fundur Umhverfísmálastofn- unar Sameinuðu þjóðanna samþykkti tvær ályktunartillögur Islands um verndun hafsins og meðferð hættulegra úrgangsefna. Fundi stofnunarinnar lauk síðast liðinn föstudag, en í gær hófst fundur undirbúningsnefndar fyrir allsherjarráðstefnu S.Þ. um umhverfis- og efnahagsmál. Hún verður haldin í Brasilíu árið 1992. Gunnar G. Schram situr fund undirbúningsnefndarinnar fyrir íslands hönd. Á fundinum verður unnið að gerð alþjóðasáttmála á sviði umhverfisverndar, meðal annars um náttúruvernd, gróður- húsaáhrif og loftmengun. Þessi málefni verða eitt meginvið- fangsefni ráðstefnunnar í Brasilíu að tveimur árum. Júlíus Sólnes umhverfisráð- herra sat fund umhverfismáia- stofnunarinnar í Nairóbí og gerði grein fyrir efni tillagna íslands í ræðu sinni á fundinum. í ræðu sinni greindi Júlíus frá stofnun umhverfisráðuneytisins íslenska og sagði að með því hefði ísland bæst í hóp þeirra þjóða sem leggja meiri áherslu á um- hverfismál og sjálfbæra efnahags- lega þróun. Síðan sagði Júlíus: „Það er ekki aðeins markmið ríkisstjórnarinnar að styrkja stöðu umhverfisverndarmála á íslandi, heldur einnig að auka þátttöku íslendinga í alþjóðlegu samstarfi á sviði umhverfismála." Enn fremur minnti Júlús á þá ógn sem lífríki hafsins stafar af mengun og sagði íslendinga leggja áherslu á að koma á skynsamlegri, alþjóðlegri stjórn- un á nýtingu auðlinda hafsins. „Að okkar dómi eiga alþjóð- legar ráðstafanir til eftirlits og Nýlega var sett á laggirnar Al- þjóðamálastofnun Háskóla Islands og að stofnun hennar stóðu lagadeild, viðskipta- og hagfræðideild og félagsvísinda- deild Háskólans. Hlutverk henn- ar er að vera vettvangur rannsókna og fræðslu um alþjóð- amál, sérstaklega með tilliti til þeirra breytinga sem átt hafa sér stað í alþjóðamálum, m.a. í Vestur- og Austur-Evrópu. Alþjóðamálastofnunin er ný- mæli í störfum Háskólans og að sögn Gunnars Helga Kristins- sonar sem situr í stjórn stofnunar- innar, er tilgangurinn að sam- hæfa rannsóknir í ólíkum deildum Háskólans. Hún mun taka að sér verkefni á ýmsum stjórnunar á losun úrgangsefna í hafið eða við strendur þess, eink- um þó vegna geislavirks úrgangs, að vera efst á forgangslista," sagði Júlíus. Að síðustu varpaði hann fram þeirri hugmynd að umhverfismál mættu heyra undir sérstakt ráð innan S.Þ. á sama hátt og efna- hagsmál, félagsmál og öryggis- mál. -gg sviðum og getur þá nýtt starfs- krafta Háskólans. í ágúst verður haldin ráðstefna á vegum stofnunarinnar um tak- markanir vígbúnaðar og traust- vekjandi aðgerðir á höfunum í samvinnu við bandaríska rannsóknastofnun. Ráðstefnan verður haldin á Akureyri dagana 15. og 16. ágúst. Hana munu sækja sérfræðingar og embættis- menn frá ýmsum ríkjum Atlants- hafsbandalagsins. í stjórn stofnunarinnar eru Gunnar G. Schram formaður, Gunnar Gunnarsson varafor- maður, Gunnar Helgi Kristins- son ritari, Guðmundur Magnús- son og Gísli Ágúst Gunnlaugs- son. ns. Háskóli íslands Stofnun um alþjóðamál Miövikudagur 8. ágúst 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9 Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar auglýsir eftir umsjónarmanni að Ulfljótsskála og orlofshús- um félagsins að Úlfljótsvatni í Grafningi. Viðkomandi þarf að gefa hafið starf sem fyrst. Um er að ræða búsetu allt árið. Starfinu fylgir lítil íbúð. Umsóknum, ásamt meðmælum, skal skilað á skrifstofu Starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar, Grettisgötu 89 fyrir 17. ágúst nk. Stjórnin Frá Heilsugæslustöð Kópavogs Staða hjúkrunarforstjóra er laus til umsóknar. Einnig er laus 50% staða móttökuritara. Um- sóknir berist fyrir 31/8 1990 til stjórnar Heilsu- gæslustöðvar Kópavogs, Fannborg 7, 200 Kópavogi. Ragnar Snorri Magnússon veitir nánari upplýsingar í síma 642022. Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Um virðisaukaskattskylda vöru í auglýsingum, verðmerkingum í verslun- um, verðlistum og víðar skal uppgefið verð á skattskyldri vöru og þjónustu vera með virðisaukaskatti. Reglur þessar eru settar með heimild í 45. gr. I. nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnis- hömlur og óréttmæta viðskiptahætti. Reykjavík 31. júlí 1990 Verðlagsstofnun Auglýsing Hafnarfjarðarbær óskar eftir að ráða forstöðu- mann skrifstofu húsnæðisnefndar Hafnarfjarð- ar (áður Stjórn verkamannabústaða). Jafnframt er óskað eftir starfsmanni til al- mennra skrifstofustarfa á sömu skrifstofu. Nánari upplýsingar um störfin veitir forstöðu- maður kostnaðareftirlits á bæjarskrifstofunum eða í síma 53444. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst n.k. og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstofurnar, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Hafnarfjarðarbær Málefnafundur Málefnafundur um landbúnaðar- og neytendamál á Punkti og pasta (fyrrverandi Torfu) (kvöld, 8. ágúst, hefst kl. 20.30. Umraeð- uefni: Svín og hænsn. Er Þorvaldur i Síld og fiski bóndi? Fjöregg þjóðlegrar tilveru; hið íslenska hænuegg. - Hópnefnd.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.