Þjóðviljinn - 11.08.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.08.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Sjávarafli Tekjur sjómanna minnka Benedikt Valsson: Efþorskafli dregstsaman um 10þúsund tonnlækka tekjur sjómanna um 1,5%. Jakob Magnússon: Óvenjulegt að svona margir lélegir árgangar komi í röð Hjá Farmanna- og fískimanna- sambandinu eru menn nú að meta innihald skýrsiu Hafrannsóknastofnunar um afla- horfur á næsta ári. Benedikt Valsson framkvæmdastjóri sam- bandsins, segir að ef tillaga Hafr- Verðlaun Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi í Kópavogi voru af- hentar í gær. Umhverfisráð og ýmsir klúbbar veita viðurkenn- ingarnar sem eru áletraðir gripir eftir listamennina Sigrúnu Ein- arsdóttur og Sören Larsen í Gler í Bergvík á Kjalarnesi. Kiwanisklúbburinn Eldey veitir Þórarni Björnssyni viður- kenningu fyrir garðinn að Vall- argerði 4. annsóknastofnunar um 10 þús- und tonna samdrátt i þorsk- veiðum á næsta ári gangi eftir, þýði það að tekjur sjómanna lækki á því ári um 1,5%. Haf- rannsóknastofnun leggur til að veidd verði 300 þúsund tonn af fyrirgott Rotaryklúbbur Kópavogs veitir Ólöfu Jóhannsdóttur og Guðmundi Sigurðssyni viður- kenningu fyrir gárðinn að Hlíðar- vegi 3. Lionsklúbbur Kópavogs veitir Unni Magnúsdóttur og Hauki Hlíðberg viðurkenningu fyrir garðinn að Álfhólsvegi 31. Lionsklúbburinn Muninn veitir Huldu K. Brynjólfsdóttur og Þresti Helgasyni viðurkenn- þorski á næsta ári en í ár verða sennilega veidd 310 þúsund tonn. Benedikt sagði í samtali við Þjóðviljann að Farmanna- og fiskimannasambandið ætti eftir að meta nánar innihald skýrsl- unnar. „Þetta er allt opið hjá umtiverfi k ingu fyrir garðinn að Hófgerði 12. Umhverfisráð Kópavogs veitir B YKO í „breiddinni" viðurkenn- ingu fyrir snyrtilegt umhverfi at- vinnuhúsnæðis. Umhverfisráð Kópavogs veitir íbúum fjölbýlishúsanna að Sæ- bólsbraut 26,28 og 30 viðurkenn- ingu fyrir snyrtilegt umhverfi fjölbýlishúsa. el þeim hjá Hafró, þeir ætla að endurskoða þetta þegar þeir fá betri upplýsingar," sagði Bene- dikt. Það væri því erfitt að spá í skýrslu stofnunarinnar vegna þeirrar skiljanlegu óvissu sem væri um Grænlandsgönguna. Mesti vandinn væri í sjávarút- vegsráðuneytinu, sem þyrfti að úthluta kvótanum. Tillaga Hafrannsóknastofnun- ar varðandi þorskinn þýðir að um 3% samdráttur verður í veiðun- um. Ef ekki tekst að vega það upp annars staðar, sagði Bene- dikt að sennilega yrði sótt fastar að hærra fiskverði. Jakob Magnússon fiskifræð- ingur sagði tillögu stofnunarinnar varðandi þorskveiðar reikna með að Grænlandsgangan skilaði sér. Ef gangan skilaði sér ekki myndi heildarþorskafli yfir 250 þúsund tonn hafa í för með sér að áfram yrði gengið á þorskstofninn. Vandamálið væri hvað lélegir ár- gangar kæmu í stofninn á árunum 1986-1989. Jakob sagði ekki hægt að reikna líkurnar á að Græn- landsgangan skilaði sér á annan hátt en að bera núverandi ástand saman við það sem gerðist með 1973 árganginn, sem skilaði sér árið 1980 og 1981. Þess vegna hefði stofnunin alla fyrirvara á sínum tillögum. Það eru þó vísbendingar um að gangan skili sér að einhverju leyti, því Jakob sagði þorsk frá Grænlandi aðeins hafa veiðst hér við land síðasta vetur. Einnig hefðu stofnuninni borist ein fjögur merki úr Grænlandsgöng- unni. „Það verður ganga en það veit enginn hve mikil hún verð- ur,“ sagði Jakob. Hann sagði að 1973 árgangurinn'hefði skilað sér ágætlega, en fiskurinn nú virtist vera magrari en þá. Það væri því erfitt að meta tonnafjöldann og eins spiluðu fjölmörg atriði önnur þarna inn í. Árgangurinn frá 1986 er sá lé- legasti í sögu þorskrannsókna og árgangarnir 1987, 1988 og 1989 eru allir mjög lakir, samkvæmt skýrslu Hafrannsóknastofnunar. Jakob sagði óvenjulegt að svona margir lélegir árgangar kæmu í röð. Oft hefðu tveir og þrír lélegir árgangar komið í röð en það væri ómögulegt að benda á einhvem einn þátt sem réði þessu. -hmp Borgarspítalinn Miljón veitt úr vísindasjóði Vísindasjóður Borgarspítalans hefur veitt sex starfsmönnum sín- um samtals eina miljón króna í styrki til ýmiss konar rannsókna. Sjóðurinn var stofnaður árið 1963 og fer úthlutun úr honum fram árlega. Gunnar Sigurðsson yfirlæknir fékk hæsta styrkinn, 300 þúsund krónur, til þess að rannsaka beinþéttni meðal íslenskra kvenna. Jónas Magnússon læknir fékk 50 þúsund krónur vegna gerðar myndbands um lifrar- skurðaðgerð í samvinnu við Sjón- varpið. Hannes Pétursson yfir- læknir fékk 280 þúsund vegna rannsókna á. erfðaþáttum geð- klofa og vegna byrjunarverkefnis á arfgengi áfengissýki. Kristján Linnet yfirlyfjafræðingur fékk 166 þúsund krónur til að kanna stöðugleika súxameton stungu- lyfs við stofuhita. Þá fengu Sigrún Knútsdóttir aðstoðar yfirsjúkra- þjálfari og Guðný Daníelsdóttir læknir 300 þúsund krónur til könnunar á afleiðingum mænu- skaða. Grímsnes Sólheimaganga í þriðja sinn Sólheimagangan fer fram í þriðja sinn á morgun. Gengið verður frá Sólheimum í Grímsnesi og eiga þátttakendur val milli þriggja mismunandi gönguleiða, 5, 15 og 24 km langra. Þáttakendur hafa mögu- leika á að fara í sund, sitja á hest- baki og leika bocchia meðan á dvöl á Sólheimum stendur. Þátttaka í göngunni er öllum heimil og verða sætaferðir frá Umferðarmiðstöðinni í Reykja- vík kl. 9 og frá Sólheimum til Reykjavíkur að göngunni lokinni eða um kl. 18. Þátttakendur fá nesti í göngunni og boðið er upp á pylsur að göngu lokinni. Allir þáttakendur sem ljúka göngunni fá áritað viðurkenningarskjal og heiðurspening. Að lokum fer fram ver'ðalaunaafhending í íþróttaleikhúsi Sólheima og þar lýkur dagskrá með blöðruballi. Það er óvíst hvort þessir bátar geta veitt úr Grænlandsgöngunni. Mynd: Jim Smart. Kópavogur Velferö Húsaleigubætur til jöfnunar Jón Kjartansson formaður Leigjendasamtakanna: Sjálfsagt að koma á húsaleigubótum. Ólafur Ragnar Grímsson: Húsaleigubœtur eru skref til tekjujöfnunar að er alveg sjálfsagt að koma á húsaleigubótum hér á landi og það strax. Þetta er eitt þarfasta málið til að koma á auknum tekjujöfnuði. Fátækt fólk sem er að leita sér að leiguhúsnæði tekur húsnæði á leigu jafnvel þótt það sé í vafa um að það ráði við það. Ég sé enga sérstaka ástæðu til þess að borga eigendum íbúðar- húsnæðis peninga úr ríkissjóði og skilja leigjendur eftir, segir Jón Kjartansson, formaður Leigjend- asamtakanna. Þjóðviljinn greindi frá því ný- lega að Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra teldi nauðsyn á að komið yrði á húsaleigubótum hér á landi. Hann sagði að það ætti að vera næsta skref til tekju- jöfnunar. Frumvarp í haust - Stefna ráðherra liggur fyrir í þessu máli. Það er unnið að því í ráðuneytinu þessa dagana að út- færa hugmyndir um þessar bætur og við væntum þess að í haust verði lögð fyrir ríkisstjómina drög að frumvarpi um húsaleigu- bætur. Það kemur svo í hlut hennar að ákveða endanlega hve- nær húsaleigubætur verða teknar upp hér á landi, sagði Mörður Árnason, upplýsingafulltrúi fjár- málaráðuneytisins. Á hinum Norðurlöndunum fá leigjendur húsaleigubætur og þar eru Svíar fremstir í flokki. Þar í landi eru grundvallarviðmiðanir húsnæðisstyrkj akerfisins tekjur og heimilisstærð. Bæturnar eru tvíþættar; annars vegar ákveðin upphæð á hvert barn yngra en 18 ára, og hins vegar styrkur sem miðast við lágmarksleigu eftir fjölskyldustærð. Danir greiða leigjendum bætur eftir því hvað þeir hafa í tekjur og leigja dýrt. í Finnlandi eru leigustyrkir greiddir barnafjölskyldum, ein- stæðum foreldrum og ungu og barnlausu fólki, með hliðsjón af tekjum. í Noregi fá heimili með börn yngri en 18 ára og fólk eldra en 65 ára húsnæðisstyrki. Þar miðast leigubætur einnig við tekj- ur. - Það er mikið réttlætismál að hér verði teknar upp húsaleigu- bætur. Það er staðreynd að hér á Iandi eru það þeir lægst launuðu sem leigja og það er undarleg þversögn að hér skuli þeir einir fá styrk sem ráðast í það að kaupa íbúðarhúsnæði. íbúðareigendur fá bætur þótt þeir hafi keypt húsnæði til að leigja öðmm, segir Jón Rúnar Sveinsson félagsfræð- ingur en hann hefur unnið lengi að málefnum leigjenda. Leigjendur útundan Jón Rúnar sagði í spjalli við Þjóðviljann að leigjendur hefðu alla tíð orðið útundan í þeim húsnæðisstyrkjakerfum sem hér hafa verið við lýði, að undan- skyldu stuttu tímabili þegar leigjendur gátu dregið helming húsaleigu frá skatti. Hann sagði að það væri í raun ekkert því til fyrirstöðu að koma hér á húsa- leigubótum. Hann hefur í sam- vinnu við aðra í regnhlífarsam- tökunum Þak yfir höfuð unnið til- lögur um hvernig koma megi þessum bótum á. í tillögum hópsins er gert ráð fyrir að bótagreiðslur til leigjenda miðist við fjölda her- bergja, fjölskyldustærð og fjöl- skyldutekjur. Hámarksbætur verði ákveðnar í þrepum eftir herbergjafjölda, en þó fái um- sækjendur ekki bætur vegna um- framherbergja. Þá gerir hópurinn ráð fyrir að allir undir viðmiðunartekjum sem gilda við úthlutum verka- mannabústaða og félagslegra kaupleiguíbúða fái hámarksbæt- ur, en bæturnar lækki með hækk- andi tekjum. - Við gerum ráð fyrir í okkar tillögum að sótt verði um húsa- leigubæturnar um leið og um- sækjendur skila skattframtali sínu og að bæturnar verði greiddar út fjórum sinnum á ári líkt og barnabætur, sagði Jón Rúnar. Og bætti því við að húsa- leigubætur myndu stuðla að aukinni festu á leigumarkaði hér á landi. - Því hefur oft verið haldið fram, þegar húsaleigubætur hafa komið til umræðu, að ríkið hafi ekki efni á þeim. Ég vil bara benda þeim sömu á að verði þetta fyrirkomulag tekið upp hér á landi munu skattar ríkisins af leigutekjum íbúðareigenda aukast verulega þar eð leigjendur myndu sjá sér hag í því að telja fram leigu. Því miður hefur verið mikill misbrestur á því hingað til, sagði Jón Kjartansson, formaður Leigjendasamtakanna. “Sg 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 11. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.