Þjóðviljinn - 11.08.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 11.08.1990, Blaðsíða 9
Ferðaþjónusta Sérstaðan í sókn Hótelhaldarar telja grein sína eina björtustu von viðskiptalífsins. Allireru að leita að „einhverju sérstöku“ Alþjóðlegir hótelhringir ná sí- fellt meira af markaðnum í ferðaþjónustunni. Stærsta keðj- an, Holiday Inn/Bass býður alls upp á rúm 400 þúsund herbergi víðsvegar um jarðkringluna í ríf- lega 2000 hótelum. Aukning í ferðaþjónustu ein- skorðast ekki við ísland, og raun- ar er aukningin sem menn fagna mjög hér, 4% á ári, aðeins slétt meðaltaíið í heiminum. Sérfræð- ingar í ferðamálum telja margir að ein bjartasta vonin í efnahags- lífinu á þessum áratug verði ferð- aþjónusta sem sinnir viðskiptaf- erðum, ráðstefnum og ferða- lögum í dýrari kantinum. Sam- keppni er stóraukin um að ná fót- festu á ferðamannastöðunum. Og það er einmitt Evrópa sem heillar núna. Bæði Bandaríkja- menn og Japanir auka ferðalög sín þangað og fjárfesta líka sjálfir þar í hótelrekstri, einkum á meginlandinu. Þótt mönnum þyki flóð jap- anskra ferðamanna mikið er sannleikurinn sá að þeir ferðast langtum minna en Evrópumenn. Aðeins 6% Japana fóru til út- landa á síðasta ári, samanborið við t.d. 30% Breta og Vestur- Þjóðverja. Reiknað er með mikilli fjölgun japanskra ferða- langa um heiminn á næstu árum, ekki síst vegna þess að stjómvöld þar reyna allt hvað af tekur að örva fólk til utanlandsferða. Umtalsverð fjölgun er nú á minni gististöðum með annað yfirbragð en gerist þar sem ysinn og þysinn er mestur. En þrjú atr- iði eru talin mikilvægust varðandi framtíðarmöguleikana í evrópskri ferðaþjónustu: 1) Sameiginlegur markaður Evrópubandalagsins frá og með árinu 1992 er talinn verða hvati að stórauknum ferðalögum innan bandalagsins. Ekki síst er reiknað með aukinni þörf fyrir ráðstefnuhótel og þjálfunarstaði hvers konar. 2) Nýir markaðir, einkanlega í Austur-Evrópu, glæða vonir hót- elhaldaranna. Loks reikna menn með einhverjum tekjum af ferða- mönnum að austan til Vestur- Evrópu, þótt veitingamönnum þyki þeir víst fullblankir til að nýtast sem arðvænleg auðlind enn þá, að undanskildum Austur-Þj óðverj um. 3) Ferðalög eru almennt að aukast á alþjóðavettvangi. Al- þj óðaferðamálastofnunin, World Tourism Organisation, bendir á að komur farþega á flug- velli í Evrópu hafi verið 194 milj- ónir árið 1980, en næstum 250 miljónir í fyrra. WTO spáir því að ferðamennska í heiminum í heild muni halda áfram að aukast um 4% á ári til ársins 2000. Eitt meginmarkmið markaðs- sérfræðinga í ferðamálum er að sérhæfa hótel, ferðamannastaði og umhverfi, forðast staðlað snið. Leitað er að öllum sérþörf- um, óskum og draumum ferða- manna, sem skiptast í margar teg- undir eftir áhugamálum og venj- um. Ætti þessi staðreynd ekki síst að verða íslenskum ferðamála- frömuðum uppörvun. Hótel í miðlægum verðflokkum, án her- bergisþjónustu eða veitingasölu, virðast í sókn. ÓHT Portúgal Spánn Grikkland írland Danmörk Belgía Meðaltal Ítalía s Bretland Frakkland Holland Vestur- Pýskaland Tekjur af erlendum ferðamönnum sem % af vergri landsframleiðslu HEWLDIR: WTO/ WÓDHAGSSTOFNUN ÞJÓOVLJINN / ÓHT — EIMSKIP— HLUTHAFAFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu þriðjudaginn 28. ágúst 1990 og hefst kl. 15:00. ------------ DAGSKRÁ -------------- Tillaga um aukningu hlutafjár Hf. Eimskipafélags ísiands 1 með sölu nýrra hluta allt að 86 milljónum króna. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins frá 23. ágúst til hádegis 28. ágúst. Reykjavík, 3. ágúst 1990 STJÓRN HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS „Ég helé éggaogí heím“ Eftir einn -ei aki neinn UMFERÐAR RÁD w c z Heilsugæslustöð á Seltjarnarnesi Tilboð óskast í 3. áfanga framkvæmda við heilsugæslustöðina á Seltjarnarnesi. Um er að ræða innanhússfrágang á hluta húsnæðisins sem nú er tilbúinn undir tréverk og nokkrar breytingar á þeim hluta hússins sem verið hefur í notkun. Heildarflötur heilsugæslustöðvarinnar er um 1000 m2 en hlutinn sem tilbúinn er undir tréverk er um 350 m2 Verkinu skal skila í tvennu lagi, fyrri hluta 15. janúar 1991, en verkinu öllu 2. apríl 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Inn- kaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík til og með mánudegi 27. ágúst gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 31. ágúst 1990 kl. 11.00. INIMKAUPASTOFNUN RÍKISINS _______BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK _ SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA AUSTURLANDI Deildarþroskaþjálfar Svæðisstjórn málefna fatlaðra, Austurlandi, auglýsir stöðu deildarþroskaþjálfa við þjónust-. umiðstöðina Vonarlandi Egilsstöðum lausa til umsóknar frá og með 1. sept. 1990 eða eftir nánara samkomulagi. Aðstoð við útveaun hús- næðis. Upplýsingar veitir forstöðumaour Von- arlands í síma 97/11577 frá kl. 9-17 alla virka daga. C LANDSVIRKJUN Útboð Landsvirkjun óskar hér með eftirtilboðum í jarð- vinnu og gerð undirstaða vegna byggingar 132 kV Blöndulínu í samræmi við útboðsgögn BLL- 13. Útboðsgögn verða afhent frá og með þriðjudeg- inum 14. ágúst 1990 á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, Reykjavík, gegn óaftur- kræfu gjaldi að upphæð kr. 2000,-. Framkvæma skal jarðvinnu, steypa undirstöður og stagfestur og koma fyrir bergboltum í 39 turnstæðum. Verklok eru 30. nóvember 1990. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, eigi síðar en þriðjudaginn 28. ágúst fyrir kl. 14.00 en tilboðin verða opnuð þar þann dag kl. 14.15 að við- stöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík 9. ágúst 1990 Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39-108 Reykjavík - Síml 678 500 Skammtímavistun, Álfalandi 6 óskar að ráða þroskaþjálfa eða annað uppeld- ismenntað starfsfólk nú þegar. Um hlutastörf er að ræða. * 20% starf sem er eingöngu helgarstarf aðra hverja helgi. * 60% starf sem er kvöld- og helgarvinna. Einnig kemur til greina að ráða starfsfólk með góða starfsreynslu. Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 32766. Frá Borgarskipulagi Reykjavíkur Hverfaskipulag Borgarhluti 2 Vesturbær sunnan Hringbrautar Orðsending frá Borgarskipulagi til íbúa og hagsmunaaðila Á Borgarskipulagi Reykjavíkur fer nú fram frum- vinna að hverfaskipulagi borgarhluta 2, sem afmarkast af sjó og mörkum Reykjavíkur og Seltjarnarness að vestan, Hringbraut að norðan og öskjuhlíð að austan. íbúar og aðrir hagsmunaaðilar á þessu svæði eru hvattir til þess að koma ábendingum áframfæri við Borg- arskipulag um það sem þeir telja að betur mætti fara í borgarhlutanum t.d. varðandi umferð, leiksvæði og önnur útivistarsvæði. Þær munu verða teknar til gaumgæfilegrar athugunar og metnar með tilliti til heildarskipulags borgarhlut- ans. Ábendingum óskast skilað munnlega eða skriflega fyrir 1. september 1990 tii Ingi- bjargar R. Guðlaugsdóttur, deildarstjóra hverfaskipuiags á Borgarskipulagi Reykja- víkur. Laus störf við jarðsímalagnir í Reykjavíkog nágrenni: Verkstjóri verkamanna - þarf að vera vanur jarðvinnu. Verkamenn. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 91- 636760.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.