Þjóðviljinn - 11.08.1990, Blaðsíða 1
Sveitarfélög
Húsnæðis-
nefndir
valda usla
Óvissa um verksvið húsnœðisnefnda
sveitaifélaga. Lögin óljós og reglugerð enn í
smíðum
Isíðustu viku auglýsti húsnæðis-
nefnd Hafnarfjarðar eftir
tveimur starfsmönnum og veitti
umsóknarfrest til 13. ágúst.
Áhugasömum var bent á að snúa
sér til ráðningarþjónustu nokk-
urrar. Nokkrum dögum síðar
auglýsti Hafnarfjarðarbær eftir
starfsmönnum í sömu stöður, gaf
upp annan umsóknarfrest og bað
áhugasama að snúa sér allt ann-
að.
í þessu kristallast deila sem
komin er upp í Hafnarfirði og
víðar um verksvið húsnæðis-
nefnda í sveitarfélögum.
Meirihlutamenn í sveitar-
stjórnum víða um land hafa vakn-
að upp við þann vonda draum að
ný og valdamikil húsnæðisnefnd
sveitarfélaga þarf ekki endilega
að lúta pólitískum vilja meirihlut-
ans á hverjum stað. Pannig er
komin upp mikil togstreita milli
bæj arst j órnarmeirihlutans í
Hafnarfirði og meirihluta hús-
næðisnefndar þar í bæ, um verk-
svið nefndarinnar og sú staða get-
ur komið upp að ákvarðanir
húsnæðisnefndar gangi í berhögg
við stefnu og vilja meirihlutans í
bæjarstjórn.
Á Akureyri varð formannsefni
Alþýðubandalagsins og Sjálf-
stæðisflokksins undir þegar for-
maður húsnæðisnefndar var kjör-
inn. í Reykjavík hefur nefndin
ekki tekið til starfa vegna óvissu
um hvernig hún skuli sett saman.
Lög um húsnæðisnefndir tóku •
gildi í vor, en nefndimar taka við
hlutverki stjórna verkamanna-
bústaða. Verksvið húsnæðis-
nefnda er þó mun víðtækara.
Nefndunum er ætlað að hafa um-
sjón með félagslegu húsnæði í
hverju sveiíarfélagi og mikilvægi
Rœkja
Kvútinn
aukinn
Sj ávarútvegsráðuneytið hefur
ákveðið að auka rækjukvóta út-
hafsskipa um 10% á næsta ári.
Leyft verður að veiða 24 þúsund
tonn á næsta ári en á þessu ári
voru leyfðar veiðar á 22 þúsund
tonnum.
Rækjuveiðar hafa gengið vel í
sumar og er heildarveiðin orðin
mun meiri en á sama tíma í fyrra,
samkvæmt tilkynningu sjávarút-
vegsráðuneytisins. Mörg skip
hafa lokið við að afla síns kvóta
og mörg önnur em við það að
ljúka.
-hmp
þess málaflokks hefur vaxið mjög
á undanfömum ámm.
Á hinn bóginn eru lögin um
húsnæðisnefndir að mörgu leyti
óljós og reglugerð hefur enn ekki
litið dagsins ljós. Þó er unnið að
reglugerð og hún er væntanleg
innan skamms. Þar verða vænt-
anlega tekin af tvímæli um vald-
svið nefndanna og skipan.
Bæjarstjómarmeirihluti Al-
þýðuflokksins í Hafnarfírði er
lentur í harðri andstöðu við
meirihluta húsnæðisnefndar. Að-
ilar em ósammála um verksvið
nefndarinnar og deilan birtist
sem fyrr segir með sérkenni-
legum hætti í dagblöðum í þessari
viku og þeirri síðustu.
Sú staða getur komið upp í
Hafnarfirði að ákvarðanir hús-
næðisnefndar gangi í berhögg við
stefnu og vilja meirihlutans í bæj-
arstjórn.
„Þetta er pólitísk og siðferðileg
spurning," segir Tryggvi Harðar-
son, bæjarfulltrúi Álþýðuflokks-
ins í Hafnarfirði og fulltrúi hans í
húsnæðisnefnd.
„Það er ljóst að bæjaryfirvöld
vilja ekki bera ábyrgð á hlutum
sem þau hafa ekki ákvörðunar-
vald um. Ef bæjaryfirvöld telja
rétt sinn fyrir borð borinn í þessu
munu þau leita réttar síns,“ segir
Tryggvi. Hann segir ekki útilok- (
að að meirihlutinn í bæjarstjóm
«iuni leita eftir úrskurði félags-
málaráðherra ef með þarf.
Á Akureyri hafa ekki komið
upp deilur um verksvið húsnæð-
isnefndar enn sem komið er, en
nefndin hefur þó valdið nokkram
titringi innan bæjarstjómarmeiri-
hluta Alþýðubandalagsins og
Sjálfstæðisflokksins. Meirihlut-
inn bauð fram Alþýðubandalags-
mann til formennsku í húsnæðis-
nefnd, en fulltrúar minnihlutans
og fulítrúar verkalýðshreyfingar-
innar höfnuðu honum. Þess í stað
varð fulltrúi Framsóknarflokks-
ins formaður.
Sigríður Stefánsdóttir, forseti
bæjarstjómar á Akureyri, segist
telja mjög óheppilegt að meiri-
hluti í sveitarstjóm skuli ekki
eiga formann í húsnæðisnefnd. í
öðmm nefndum á vegum bæjar-
ins kemur formaðurinn úr röðum
meirihlutans í bæjarstjóm.
„Það þarf að liggja ljóst fyrir
hverjir skuli tilnefna í húsnæðis-
nefnd og verksvið hennar þarf að
vera skýrt. Húsnæðismálin em
mikilvægur málaflokkur, en með
núverandi skipan hefur skapast
grundvöllur fyrir togstreitu milli
sveitarstjórnar og húsnæðis-
nefndar. Ég vona að það bitni
ekki á málflokknum,“ segir Sig-
ríður. -gg
Laugardagur 11. ágúst 1990 148. tölublað 55. árgangur
Það er sagt að góðar fréttir séu öngvar fréttir. Samt leyfum við okkur að flytja eina slíka með þessari mynd
hér. En hún lýsir sigri manns og málningar yfir ryði og annarri tortímingu sem tímans tönn skilur eftir. Mynd
Jim Smart.
Persaflói
Hussein vill heilagt stríð
Iraksforseti vill að arabaþjóðir fari í stríð við Bandaríkin
Saddam Hussein einræðisfor-
seti í írak sagði i gær I sjón-
varpi að arabaþjóðir ættu að fara
í heilagt stríð við Bandaríkja-
menn. Hann réðst harkalega á
Fahd konung í Saúdi-Arabíu án
þess að nefna hann á nafn. Hann
gagnrýndi harkalega arabaleið-
toga sem opnuðu land sitt fyrir
bandarískum hermönnum. Hann
lagði til að fólkið í Saúdi-Arabíu
gerði uppreisn til að vernda hina
heilögu borg Mekka.
Einnig bað Hussein Egypta að
loka Súes-skurðinum fyrir er-
lendum skipum. Um 50 herskip
margra landa em nú í og við
Persaflóa, þar af 30 bandarísk.
Hosni Mubarak Egyptalands-
foreti átti í erfiðleikum með að
halda lífi í neyðarfundi araba-
þjóða í Kaíró. Þess em engin
merki að írakar hafi áhuga á að
draga herlið sitt til baka líkt og
flestar arabaþjóðir krefjast. Þær
vilja að emírinn kúvæski, Jaber
al-Ahmed al-Sabah, komist aftur
til valda. Emírinn rauk út af fund-
inum í Kaíró og yfirgaf borgina í
þotu sinni. Ástæða brotth-
laupsins var ókunn seint í gær-
dag.
Utanríkisráðherrar Nató hitt-
ust í gær og hétu að verja Tyrk-
land en það er eina landið í Nató
sem á landamæri að írak. Nató
má ekki samkvæmt eigin lögum
berjast annarsstaðar en í með-
limslöndunum. Hinsvegar átelur
Nató ekki að Nató-þjóðir sendi
herlið til Persaflóa undir eigin
nafni.
Reuter/gpm
Verðbólgan
Tæp sjö prósent
Hækkun framfærsluvísitölu
síðustu þrjá mánuðina jafngildir
6,8 prósenta verðbólgu á heilu
ári. Hækkun vísitölunnar síðast
liðna tólf mánuði jafngildir hins
vegar 14,2 prósenta verðbólgu.
Þetta kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Hagstofu íslands.
Vísitala framfærslukostnaðar
miðað við verðlag í byrjun ágúst
hefur hækkað um 0,3 prósent frá í
júlí. Endurgreiðsla virðisauka-
skatts af vinnu manna við endur-
bætur og viðhald íbúðarhúsnæðis
olli 0,4 prósenta lækkun á vísitöl-
unni, en á móti kom 0,7 prósenta
hækkun vegna hækkunar á or-
lofsferðum til útlanda og verð-
hækkana ýmiss konar vöm og
þjónustu.
Sem fyrr segir jafngildir hækk-
un vísitölu síðast liðna 12 mánuði
14,2 prósenta verðbólgu. í ágúst í
fyrra var sambærileg tala 17,6
prósent.
-gg