Þjóðviljinn - 11.08.1990, Blaðsíða 3
Alnœmi
Sóttkví
fáránleg
að er fáránlegt að taka al-
næmissjúklinga úr umferð
svo að þeir smiti ekki aðra.
Fræða verður sjúklingana eftir
mætti en að taka þá úr umferð er
ekki rétta leiðin. Menn mega ekki
Auglýsingar
Bannað að
segja
ókeypis
Notkun orðsins „ókeypis“ hef-
ur verið bönnuð í auglýsingum.
Bæjarþing Reykjavíkur kvað
þennan úrskurð upp 25. júlí. Fyr-
irtækið Myndsýn hf. og umboðs-
aðilar þess hafa um langan tíma
auglýst að ókeypis gæðafilma
fylgdi framköllun.
Verðlagsráð lagði bann við
notkun orðsins ókeypis í því sam-
bandi sem það var notað. Mynd-
sýn hf. vildi ekki una banninu og
stefndi málinu fyrir bæjarþing
Reykjavíkur til ógildingar.
Bæjarþing staðfesti hinsvegar
bann verðlagsráðs og var fyrir-
tækið dæmt til að greiða máls-
kostnað.
el
gleyma því að tvo þarf til svo smit
eigi sér stað og því er aðal verk-
efnið að berjast gegn áhættu-
hegðun, segir bandaríski alnæm-
issérfræðingurinn dr. Van Blerk
Mayers.
Þetta kom fram í fyrirlestri sem
dr. Mayers hélt á vegum land-
læknisembættisins í gær.
Maður á fertugsaldri kærði í
fyrradag til rannsóknarlögregl-
unnar konu, smitaða af alnæmi,
fyrir að hafa leynt sig því að hún
væri smituð af sjúkdómnum áður
en þau höfðu samræði um síðustu
helgi. Að sögn mannsins sagði
konan honum ekki frá því að hún
væri smituð fyrr en að loknum
samförum. Maðurinn kynntist
konunni á skemmtistað og þau
munu ekki hafa notað smokk við
samfarirnar. Konan hefur verið
undir eftirliti vegna smitsins en
því var hætt fyrir nokkru. Sam-
kvæmt íslenskum lögum er það
refsivert að sýkja annan aðila ef
manni er kunnugt um eigið smit
en jafnframt er sú skylda lögð á
herðar einstaklingum að þeir
hætti ekki á neitt sem gæti valdið
því að þeir smituðust.
- Engin fordæmi eru fyrir því f
Bandaríkjunum að fólk kæri
þann sem hefur sýkt viðkomandi
af alnæmi. Mér er þó kunnugt um
eitt tilfelli þar sem einstaklingur
smitaður af herpes kærði þann
sem olli smitinu. Þar var farið
fram á miskabætur, segir dr. Ma-
yers.
el
Við fyrstu sýn mætti ætla að hér væri mynd af raunverulegri Mustang orrustuflugvél frá árinu 1941. Hér er þó um módel
að ræða á flugvelli módelflugmanna. Svona vél getur náð allt að 150 kílómetra hraða og fræðilega séð er mögulegt að
fljúga henni í 1000 metra radíus. Bandaríkjamenn smiðuðu svona vélar fyrir Breta í seinni heimsstyrjöldinni og þóttu þær
standa sig með ágætum. Mynd: Jim Smart.
Módelflug
Vemleikinn í flugulíki
Flugmódelfélagið Þytur20 ára. Flugsýning á Hamranesflugvelli.
Asgeir Long: Tekur lengri tíma að ná valdi á módelflugi en venjulegu
flugi
Flugmódelfélagið Þytur er 20
ára um þessar mundir og
verður haldið upp á afmælið með
veglegri flugsýningu á Hamranes-
flugvelli við Krísuvíkurveg í dag.
Félagar Þyts munu stýra flugvél-
um sínum, sem margar hverjar
eru eftirlíkingar af flugvélum
heimsstyrjaldanna og verða ma.
flugorrustur settar á svið. Flug-
vélar frá Arnarflugi og Flug-
leiðum fljúga yflr svæðið og gest-
um gefst kostur á að kaupa sér far
með þyrlu. Sýningin hefst stund-
víslega klukkan 14.
óhætt að fjórfalda þann tíma með
módelflugið. Það vantaði alveg
tilfinninguna sem flugmenn fá
undir sitjandann í venjulegu
flugi. Þegar maður stýrði síðan
módelflugvél að sér, snerist hlut-
verk alls stjómbúnaðar við.
Sagði Ásgeir að lengstan tíma
tæki að ná valdi á ósjálfráðu
hreyfingunum.
Það kemur oft fyrir að módel-
flugvélar hrapa. Ásgeir sagði
ekki mikið að endurbyggja þri-
svar fjórum sinnum sömu vélina.
Hann ætti til að mynda vél sem
yrði endurbyggð í tíunda skipti ef
hún hrapaði eina ferðina enn. En
flugmódelin geta verið nokkuð
dýr og ekki er óalgengt að vél
kosti um 70 þúsund krónur, án
stjórnbúnaðar. Stjórnbúnaður-
inn getur síðan kostað 50-100
þúsund krónur. Af þessum
sökum sagði Ásgeir að menn
byrjuðu með byrjendamódel
fyrst, sem ekki væru eins dýr og
betri módel.
-hmp
Vöruskipti
Utflutningur
á áli minnkar
Fyrstu sex mánuði þessa árs
voru fluttar út vörur fyrir 46,4
mifjarða króna en inn fyrir röska
44 miijarða. Vöruskiptajöfnuð-
urinn fyrri hluta ársins var því
hagstæður um tæpa 2,3 mifjarða
króna, sem er heldur lakara en á
sama tíma í fyrra, þegar vöru-
skiptajöfnuðurinn var jákvæður
um 4,2 mifjarða. Útflutnings-
verðmæti áls og kísiljárns hefur
lækkað en aukist á flski.
f júnímánuði einum voru flutt-
ar út vörur fyrir 9 miljarða króna
og á móti voru fluttar inn vörur
fyrir 7,5 miljarða. Vöruskipta-
jöfnuðurinn var því jákvæður í
júnímánuði upp á 1,5 miljarð.
Þetta er heldur betri útkoma en í
júní í fyrra þegar vöruskipta-
jöfnuðurinn var jákvæður um 1,3
miljarða, samkvæmt tilkynningu
Hagstofu íslands.
Verðmæti vöruútflutnings var
4% meira á föstu gengi fyrstu sex
mánuði þessa árs, miðað við árið
í fyrra. Á þessu tímabili voru
sjávarafurðir 79% alls útflutn-
ings, sem er 12% meira en á sama
tíma í fyrra. Útflutningsverðmæti
áls dróst hins vegar saman um
24% og um 32% á kísiljámi. Á
þessu sex mánaða tímabili jókst
útflutningsverðmæti annarrar
vöru um 1%.
-hmp
Ásgeir Long, formaður Þyts,
sagði félagið búið að framkvæma
stóra hluti á athafnasvæði sínu.
Byggður hefur verið sérstakur
flugvöllur með tveimur 8x80
metra flugbrautum og myndar-
legt félagsheimili hefur verið
byggt á staðnum. Ásgeir sagðist
ekki vita til þess að flugvöllur sem
þessi væri til á öðmm stöðum í
heiminum. Yfirleitt notuðust
menn við grasvelli eða gamla
hefðbundna flugvelli.
„Það gerbreytir flugtækninni
að hafa svona flugvöll,“ sagði Ás-
geir. Þegar menn þurfi að lenda
nákvæmlega á ákveðinni braut
verði þeir að aga sig. Margir
bestu flugmanna félagsins hefðu
ma. í fyrstu átt erfitt með að hitta
á brautina. „Haukur Hlíðberg
sem gerðist félagi hjá okkur eftir
að hann fór á eftirlaun sem at-
vinnuflugmaður, lendir núna eins
og engill en það tók hann tíma að
ná því,“ sagði Ásgeir.
Það em nokkrir einkaflug-
menn í Þyt. Ásgeir sagði menn ná
valdi á venjulegri flugvél á 10-15
klukkutímum en það væri alveg
VSK
Innheimtuaðgerðir hrífa
Einungis þurfl að grípa til lokunaraðgerða hjá tveimur fyrirtækjum
Embætti tollstjóra hefur sent
lögreglunni beiðni um að loka
83 fyrirtækjum vegna vanskila á
virðisaukaskatti. Enn sem komið
er hefur þó einungis tveimur
fyrirtækjum verið lokað því flest-
ir hafa nýtt sér nokkurra daga
frest sem gefst til að standa i
skilum.
Fyrir innheimtuaðgerðir voru
um 7% fyrirtækja í vanskilum, að
sögn Þuríðar Halldórsdóttur yfir-
lögfræðings hjá embætti toll-
stjóra. Þuríður segir inn-
heimtuaðgerðir hafa skilað sér
vel, nú eigi einungis 4% fyrir-
tækja eftir að gera skil á skattin-
um. Heildar vanskil nemi um 110
miljónum. Ekki er von til þess að
full skil náist því mörg fyrirtæki
eru hætt rekstri eða hafa orðið
gjaldþrota. Einnig getur reynst
erfitt að grípa til lokunaraðgerða
þar sem fleiri fyrirtæki en eitt eru
í sama húsinu.
Innheimtuherferðin núna er
algerlega í höndum tollstjóra-
embættisins sem er innheimtuað-
ili í Reykjavík. Fjármálaráðu-
neytið hóf eftirminnilega herferð
í fyrra gegn vanskilum og virðast
hertar innheimtuaðgerðir hafa
skilað góðum árangri. .
Laugardagur 11. ágúst 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
HELGARRÚNTURINN
NÁTTÚRAN er oss ofarlega í sinni á þessum fagra árstíma og eins
líklegt að áhugi fyrir því að Ioka sig inni yfir menningarlegri iðju sé í
lágmarki. Kannski fara einhverjir í ber, áhugamenn um krækiberjasaft
eiga fullt erindi út í móa en þeir sem sætta sig ekki við minna en bláber
eða jafnvel aðalbláber verða væntanlega að doka við fram að næstu
helgi. Ferðafélögin eru í miklum ham um þessar mundir og skipuleggja
ferðir í Þórsmörk, Landmannalaugar, Veiðivötn, Haukadal og Fjalla-
baksleið auk gönguferða á Heklu, Skálafell og í Valagjá. Svo fer Félag
eldri borgara í Reykjavík í tveggja daga ferð um Snæfellsnes en Hana-
nú hópurinn lætur sér nægja að rölta um Kópavoginn...
ÞEIR SEM EKKI NENNA út úr bænum en vilja vera dulítið náttúru-
legir og góðir við börnin sín geta farið með þau í húsdýragarðinn en þar
verður fjölbreytt prógramm frá kl. 10-18 í dag og á morgun. Gefst þar
færi á að kynna sér matarvenjur og göngulag sela, hreindýra, kinda,
geita, nautgripa, hrossa, minka, refa og fiðurfénaðar og gæða sér á
kúamjólk og kexi með kalkúnaeggi. Æ, hvað hann Davíð er góður...
FORTÍÐIN býr í Árbænum og þar verður á sunnudaginn hægt að
kynna börnin fyrir hinum einu sönnu Bakkabræðrum (að vísu er ekki
vitað hvort þeir sem nú eru á stjái eru úr Svarfaðardalnum eins og
forverar þeirra). Auk þess verður hægt að kynna sér tóvinnu, skeifu-
smíði, lummubakstur, netagerð, útskurð, forna prentvinnu og stríðs-
áralifnað, allt í fylgd þeirra Gísla, Eiríks og Helga...
ROKKHÁTÍÐIR eru ekki haldnar á hverjum degi hér á landi en um
helgina verður ein slík haldin í Breiðholtinu. Þar eru árlegir tónleikar
sem nefnast Rykkrokk og haldnir eru á vegum Fellaheliis útvíkkaðir
með fjölskylduhátíð sem stendur frá 14-17 í dag, laugardag, en síðan
rokka allir helstu rokkarar landsins fram á nótt. Þeir sem heima sitja
geta notið herlegheitanna í beinni útsendingu á Rás 2 frá kl. 19.30. Það
var kominn tími til að Breiðholtið fengi sína hverfishátíð...
KAMMERMÚSÍKIN ræður ríkjum í klassísku deildinni. í Skálholti
verða verk eftir Hafliða Hallgrímsson í hávegum höfð bæði í dag og á
morgun, leikin á flautu, sembal og selló eða sungin af blönduðum kór.
Á Akureyri leikur Susan Landale á orgel Akureyrarkirkju kl. 17 á
sunnudag. í Norræna húsinu leika þeir Þórólfur Stefánsson og Olle
Olsson á gítara á sunnudagskvöldið en á sama tíma verða Tómas R.
Einarsson og félagar að sveifla sér í Heita pottinum í Duus-húsi...
SUMARSTEMMNINGIN er ráðandi í galleríunum, fátt um einkasýn-
ingar en þó geta þeir sem ætla að fá sér í glas á Laugavegi 22 bragðbætt
heimsóknina með því að skoða ljósmyndir Ingu Sólveigar...
FERÐALAG sænskra vísindamanna til íslands á átjándu öld verður
útmálað í erindi Olof Kaijsers íNorræna húsinu á sunnudag kl. 16. En í
dag verður hægt að ferðast um víðerni hugans og nálgast „hið innra
sjálf og hið dulda í lífinu" á námskeiði í shamanisma sem mun vera
aðferð amerískra indjána til að skilja veröldina. Ekki er okkur kunn-
ugt um hvar námskeiðið fer fram en þátttakendur þurfa að hafa með
sér skriffæri og teppi. Og ekki má gleyma hundasýningunni sem stend-
ur yfir allan sunnudaginn í Laugardalshöllinni...