Þjóðviljinn - 11.08.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.08.1990, Blaðsíða 7
MENNING GENSUNA SUMUS Horfur í skákheiminum: Leitin að keppinaut fyrir Kasparov og Karpov Sovéski stórmeistarinn Sújetín telur að tveir ungir sovétmenn, Ivantsjúk og Gelfand, séu líklegastir til að taka við skákkórónunni Júsúpov). Menn hljóta þá að tengja vonir sínar við þá sem yngri eru. Það er ekki út í bláinn að Kasparov segir, að ef hann á annað borð tapar heimsmeist- aratitlinum, þá verði það aðeins í hendur yngri manns. Allt nema jafnvægið Af þessu leiðir að menn hafa sérstakan áhuga á ívantsjúk og Gelfand. Sérfróðir menn komu snemma auga á gáfúr þeirra. Þeg- ar Tígran Petrosjan kynntist Gelf- and, þá bamungum og óreyndum, í skákskóla sínum, þá lét hann svo um mælt við mig: „Strákurinn er fúrðunaskur á fléttur.” Skömmu síðar féll það í minn hlut að vera þjálfari Ivantsjúks. Og ég þóttist þegar á fyrstu stundu okkar við skákborðið sjá fyrir mér sannar skákgáfur. Um Ivantjúsk hefúr margt verið skrifað og flestum ber sam- an um að orða möguleika hans eithvað á þessa leið: Ivantsjúk hefúr allar skákgáfúr til brunns að bera, en hann er ekki í nógu sterku sálrænu jafnvægi og hon- um eru því mislagðar hendur. Og þetta hefúr svo sannarlega komið fram, bæði á stórmótum og í viðureign við erfiða andstæð- inga. Við getum nefnt sem dæmi skákir þeirra Ivantsjúks og Kasparovs, þar sem sá fyrmefndi og yngri hefúr beðið hvert skip- brotið af öðru. Ef að Vasilíj Ivant- sjúk tekst ekki að yfirstíga þessa vanmetakennd er vafasamt að honum takist að beijast með ár- angri fyrir hinum æðsta sigri. Engar dýfur Svo virðist sem Gelfand sé jafnlyndari. Hann barðist með á- gætum við Kasparov á alþjóða- móti í Linares (þar sem hann var reyndar helsti keppinautur heims- meistarans um fyrsta sætið). Skák þeirra lauk með jafntefli. Og báð- ir hlutu þá að „ganga á línu” all- lengi. Fyrir skemmstu kynntist ég Boris Gelfand nánar. Ég hafði Kasparov og Karpov með hinum um- deilda Campomanes: en hver er á leiðp I annað sætið? heyrt því fleygt áður að hann væri dæmigerður einæðingur, sem ekkert sæi eða heyrði annað en skák. Það er ekki rétt. Að sjálf- sögðu hefúr skákin forgang í huga hans, en hann er alls enginn eintijáningur og er fyrst og síðast fúllkomlega eðlilegur maður. Boris Gelfand kann ekki að hræðast yfir tafli, hann horfir alltaf fram fyrir sig. Og þetta eyk- ur honum kraft. Heilbrigð bjart- sýni reynist honum dijúg í erfíð- um orustum. Næstliðið ár hefúr verið hon- um mjög þénugt. Hann sigraði á sterku, opnu stórmeistaramóti í Palma-de-Mallorca (það vann hann eins og að drekka vam, gæti maður sagt). Hann náði góðum árangri í Linares þar sem hann var sá eini sem gat í alvöru keppt við Kasparov. Yfírhöfúð lendir hann ekki í umferðarslysum á sinni braut. Verið getur að hann nái ekki fyrsta sæti, en hann tekur engar dýfúr heldur. Af ffaman- sögðu má vel álykta sem svo, að í þriðja og fjórða þrepi metorða- stigans standi menn sem eru að slá eign sinni á þann sess. Hitt er svo annað mál, að upp í annað sæti stigans er enn dijúgan veg að fara. (Alexej Súétín skrífaöi þessa grein fyrír APN. áb snaraöi). Dýr mundi Pavarotti allur í Rudas hinn féglöggi og Pavarotti (myndlistarham. Skákheimurinn er frekar íhaldssamur. Sá sem hefur stigið upp í hásætið getur átt von á þvi að hann fái að ríkja árum saman. Um síðustu alda- mót átti Emmanúel Lasker sér engan keppinaut sem gæti steypt honum frá völdum í skákríkinu - yfír því ríkti hann í 27 ár. Alexander Aijokhín bar skákkórónuna í sextán ár (með tveggja ára hléi). Mikhaíl Bot- vinnik var heimsmeistari í þrettán ár. Anatolij Karpov í tíu ár. Og gleymum ekki heldur garpi eins og Capablanca. Nú hefur Garri Kasparov ver- ið skákkóngur í fimm ár. En þótt fúrðulegt sé og þótt mikill sægur (í samanburði við það sem áður var) beri nú titil stórmeistara, þá á hann sér varla neinn keppinaut annan en þann sama Karpov. Þeir ganga enn einu sinni til einvígis á þessu ári. Slagurinn um þriðjasætið Ahugamenn um skák eru orðnir vanir þessu. En samt hætta þeir ekki að spyrja: Eigum við innan tíðar von á enn einum keppinaut um heimsmeistaratitil- inn sem jafn skæður væri og hættulegur og þessir tveir voru? Menn hafa komið sér saman um vissa umferðarstjóm í skák- heiminum ef svo mætti að orði- kveða. Menn hafa alþjóðlegu skákstigatöfluna. Efstu tvær lín- umar á listanum em uppteknar af þeim Kasparov og Karpov, en menn koma og fara í þriðja sæti. Á síðustu ámm hafa þeir átt þar viðkomu Englendingurinn Nigel Short og Hollendingurinn Jan Timman. Þá náði þessum á- fanga stúdent ffá Lvov í Sovét- rikjunum, Vasilíj ívantsjúk, en hann er nú 21 árs að aldri. Nú er þangað kominn jafnaldri hans frá Minsk, Boris Gelfand. Sú skoðun er útbreidd að annarhvor þeirra eigi eftir að skora heimsmeist- arann á hólm innan tíðar. Ungur aldur hjálpar til Fyrir því liggja næsta einfold rök. Það er augljóst að án þess að mjög verði eftir tekið em mögu- leikar þeirra sem fæddust á sjötta áratugnum smám saman að gufa upp. Þetta var staðfest á áskor- endamótinu í vor þegar Karpov vann fyrirhafnarlítið gamlan keppinaut sinn og jafnaldra, Timman. Möguleikar þeirra stór- meistara sem fæddir em á fyrri hluta sjöunda áratugarins em heldur ekki miklir (munum t.d. Andrej Sokolov eða Artúr Fyrir skömmu voru haldnir útitónleikar í Köln. Þangað kom stórstjarnan Pavarotti og söng þessi vinsælu lög og þessar vinsælu aríur sem hann er alltaf að syngja. Áheyrendur voru níu þúsund. Pavarotti fékk í vasann um átján miljónir króna. Upp- hæðin minnir fyrst og síðast á það að það eru peningar í tenór- um. Pavarotti er heimsstjama - eins og svo skýrt og greinilega kom fram á sjónvarpstónleikum með Palcido Domingo og Jose Carreras, sem bámst beint frá Caracallabaðhúsum í Róm út um allan heim á dögunum. Að vísu skal það segjast eins og er, að hrifningin af Pavarotti er ekki ó- blandin. Eins og fyrr var látið að liggja: hann er alltaf að syngja sömu klassisku slagarana. Og peningasfybban af þessum elsku- lega karli er svo stæk að margir taka fyrir nefið. Slóttugur umboðsmaður Þess vegna hafa líka margir hom í síðu umboðsmanns og verðleggjanda Pavarottis, Tibor Rudas, sem er ungverskur amrik- ani. Rudas er margreyndur í alls- konar sýningabisness, hefúr feng- ist við dansflokka með kórstelp- um, söngleiki og skrúfað upp verðið á slagarasöngvumm eins og Frank Sinatra. Honum þótti lengst af lítið til sigildrar tónlistar koma og listamanna á því sviði - vegna þess að peningar vom þar alltof litlir í umferð: skítur á priki semsagt. Samt hefúr Rudas tekið að sér að gera stórpening einmitt úr nokkmm stórstjömum hins æðra söngs. Þegar hann var að gera stórfyrirtæki úr Pavarotti þá sagði hann: Ef þú vilt vera viss um að plötur þínar haldi áfram að seljast, þá verður þú að gera eins og Sinatra, þú verður að fara þangað sem fólkið er. Þú mátt ekki láta þér nægja óperuhúsin. Og í þess- um anda em hannaðir stórtónleik- ar fyrir Pavarotti, kannski á torg- um og úti í görðum, og það er mikið húllumhæ með magabitter- auglýsingum á himni og við er haldið með arðbærum hætti þvi andrúmslofti gagnrýnislausrar að- dáunar sem selur Pavarottiplötu í svo sem 600 þúsund eintökum eins og að drekka vatn. Pavarotti málar í fristundum: fiska og mandólínur og blóm í vasa og litprúð hús. Og nafn hans selur þessar myndir grimmt og eftirprentanir af þeim - fyrir og eftir og á tónleikum. Ekkert tæki- færi er ónotað látið. ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.