Þjóðviljinn - 16.08.1990, Side 1
Fimmtudagur 16. ágúst 1990 151. tölublað 55. árgangur
Nýtt álver
Reyðarfjörður út úr myndinni
Raforkuverð tengt markaðsverði á áli. Ahyggjur hœnda íEyjafirði setja strik í reikninginn.
Halldór Jónatansson: Raforkuverð til Atlantal verður ekki lœgra en til Alusuisse
Hcimildarmönnum Þjóðviljans
ber ekki saman um hvort þeg-
ar sé búið að ákveða að staðsetja
nýtt álver á Keilisnesi en staðfesta
að Reyðarfjörður sé ekki lengur
inni í myndinni. Einn heimildar-
manna blaðsins fullyrðir að þeg-
ar sé búið að ákveða raforkuverð
til nýs álvers og staðsetningu þess
á Keilisnesi. Hann segir einnig að
raforkuverðið verði tengt mark-
aðsverði á áli strax í upphafí, en
áður hafði verið talað um fasta
tölu sem færi stig hækkandi. Tal-
að var um 14 mills á kflóvatts-
stund sem byrjunarverð.
Samkvæmt annarri heimild úr
stjórnkerfinu er Eyjafjörður enn
inni í myndinni en Reyðarfjörur
hefur hins vegar verið útilokað-
ur. Ástæða þess að Eyjafjörður
kemur enn til greina er ótti
manna við að staðsetja alla stór-
iðju á gosbeltinu. En bændur í
Eyjafirði hafa lýst yfir áhyggjum
sínum ef álver verður staðsett þar
og fullyrða að um 50 jarðir leggist
í eyði af þeim sökum. Þegar Atl-
antalhópnum bárust spurnir af
þessu viðhorfi bændanna, mun
áhugi þeirra á Eyjafirði hafa
minnkað, þar sem þeir vilja halda
friði við nágranna væntanlegrar
stóriðju.
Halldór Jónatansson forstjóri
Landsvirkjunar kannast ekki við
að búið sé að ákveða staðsetning-
una og kannaðist heldur ekki við
að raforkuverð hafi verið ákveð-
ið, en segir að það verði ekki
lægra en til Alusuisse. Stefnt er
að því að samningar við Atlantal
verði tilbúnir til undirskriftar í
næsta mánuði.
Þessa dagana sagði Halldór
verið að ræða ýmis almenn
ákvæði rammasamningsins óháð
raforkuverði. Rafmagnsverðið
væri ekki á dagskrá í þeim við-
ræðum sem fara fram í Reykjavík
um þessar mundir. Að sögn Hall-
dórs á raforkuverðssamningur
við Atlantal ekki að hafa nein
áhrif til lækkunar á raforðuverði
til Alusuisse. Það verði örugglega
ekki samið um lægra verð til Atl-
antal en til Alusuisse.
Ríkisstjórnin samþykkti fyrir
skömmu að gefa grænt ljós á 100
milljóna lántöku Landsvirkjunar
vegna undirbúningsframkvæmda
við virkjanir. En Alþingi hafði
samþykkt að Landsvirkjun fengi
að taíca að láni 300 milljónir, að
gefnu samþykki ríkisstjórnar.
I Halldór sagði framkvæmdir
ganga samkvæmt áætlun. Vega-
gerð væri hafin á Fljótsdalsheiði
í eins og áætlanir gerðu ráð fyrir og
I unnið væri að hönnun og útboðs-
gögnum. Ef aðstæður leyfa sagði
Halldór allt útlit fyrir að takast
megi að ljúka nauðsynlegum
framkvæmdum fyrir veturinn.
Þegar ríkisstjórnin gaf grænt
ljós á 100 milljónirnar, sagði
Halldór að gert hefði verið ráð
fyrir því að staðan yrði metin um
næst komandi mánaðamót. Þá
yrði ákvörðun tekin um fram-
haldið í ljósi þess hvernig samn-
ingaumleitanir við Atlantal
standa. „1 dag bendir ekkert til
annars en að þær séu í rétta átt og
muni því réttlæta frekari undir-
búning,“ sagði Halldór.
Áður en Alþingi samþykkti
lögin um undirbúningsfram-
kvæmdirnar og lántökur þeirra,
vegna lántöku Landsvirkjunar
Igær reyndi þrekraunamaður-
inn frá Akranesi, Kristinn Ein-
arsson að synda yfír Hvalfjörð.
Hann hljóp frá Akranesi til
Grundartanga, þaðan sem hann
lagði til sunds. Ætlunin var að
synda yfír, fara frá bakkanum
hjólandi til Reykjavíkur og taka
þátt í Maraþonhlaupinu sem
fram fer á sunnudaginn. En ekki
fer allt samkvæmt áætlun.
Þegar Kristinn var kominn að
Grundartanga áttu að vera þar
tveir bátar til að fylgja honum
yfir. Þeir voru hins vegar ekki
komnir, og að sögn Kristins var
hann búinn að hita það vel upp að
hann gat ekki hætt við. „Ef ég
hefði beðið eftir þeim hefði ég
kólnað niður. Ég stakk mér þess
vegna bara í sjóinn. Bátarnir
komu nefnilega ekki fyrr en eftir
klukkutíma,“ segir Kristinn. Þeg-
ar bátarnir komu fundu þeir
Kristin ekki og lónuðu um fjörð-
inn í leit að honum. Mikill öldu-
gangur var og vonlaust var að sjá
Kristin í sjónum. Þegar bátarnir
höfðu svipast um um tíma, var
Slysavarnafélagið látið vita og
það var í startholunum. En til að-
stoðar þess kom ekki.
Þegar Kristinn var búinn að
vera á sundi í um 40 mínútur var
straumurinn farinn að bera hann
mikið af leið. „Það var svo mikill
voru samþykkt, hafði 40
milljónum verið varið í undirbún-
ingsframkvæmdir. Miðað við að
undirbúningurinn gangi sam-
öldugangur að ég sá að ég myndi
aldrei ná á tangann hinum megin.
Ég ákvað því að snúa við,“ segir
Kristinn. Hann var búinn að vera
í sjónum í einn og hálfan klukku-
tíma þegar hann komst aftur að
landi.
Fjarlægðin frá Grundartanga
yfir að þeim tanga sem Kristinn
ætlaði að synda til er tveir og hálf-
ur kflómetri. Hann var hins vegar
kvæmt áætlun, sagði Halldór
nauðsynlegt að verja 160
milljónum í undirbúninginn á
tímabilinu september - desemb-
búinn að synda rúma þrjá kfló-
metra þegar hann kom aftur að
Grundartanga. „Þegar ég sá að
ég kæmist tæpast yfir vildi ég ekki
taka neina áhættu og fór til baka.
Ef bátarnir hefðu verið með mér
hefði ég auðvitað farið yfir, það
hefði ekki verið neitt mál. Ég var
samt aldrei hræddur um að deyja,
ég er í það góðri þjálfun. Það eru
heldur ekki neinir hákarlar
er, til viðbótar við þessar 40
milljónir og 100 milljónirnar sem
ríkisstjórnin samþykkti á dögun-
um. -hmp
þarna!“ segir Kristinn. Hann var
aldeilis ekki af baki dottinn þegar
Þjóðviljinn hafði samband við
hann, og var á leiðinni í sjóinn
aftur. „Ég ætla að skreppa niður
á Langasand og bleyta aðeins í
mér. En ég ætla að reyna við
Hvalfjarðarsundið aftur, það er
alveg á hreinu. Ég bíð bara eftir
góðu veðri,“ segir Kristinn Ein-
arsson. ns.
Persaflói
Hussein gefur eftir við Iran
íraksforseti féllst á skilyrði írana um frið milli landanna
Hussein íraksforseti féllstj gær
á þau skilyrði sem Iranir
höfðu sett fyrir samkomulagi um
frið fyrir botni Persafíóa. Hussein
sættist á að landamæri ríkjanna
yrðu þau sömu og samkomulag
varð um árið 1975. En það sam-
komulag reif hann í tætlur 1980
og hóf átta ára stríð við íran sem
skilaði ekki öðru en skuldum og
er í raun ástæðan fyrir innrásinni
í Kúvæt.
Þetta er stærsti sigur írans í
sögunni sagði utanríkisráðherra
landsins í gær en íranir fögnuðu
mjög ákvörðun Husseins. Hann
er hinsvegar talinn vilja styrkja
stöðu sína gagnvart fjölþjóð-
legum her sem nú býr um sig í
Saúdi-Arabíu og á Persaflóa.
Eftir þetta gæti Hussein beitt því
sem næst öllu milljón mann her-
liði sínu á því svæði án þess að
eiga á hættu að íranir noti tæki-
færið og ráðist á hann bakdyra-
megin.
I dag mun svo konungur Jór-
daníu Hussein hitta Bush Banda-
ríkjaforseta að máli en Hussein
hitti nafna sinn á mánudag í
Baghdad. Talið er að hann hafi
með sér bréf frá Hussein ír-
aksforseta til Bush. Hugsanlegt
er að írakar bjóði loforð um að
ráðast ekki inn í Saúdi-Arabíu
gegn því að Bandaríkjamenn
stöðvi hernaðaruppbygginguna á
svæðinu. En þó Jórdaníukonung-
ur sé allur af vilja gerður.til að
tryggja frið og lausn á málinu þá
var ekki að heyra á málflutningi
Bush að hann væri í samninga-
skapi.
Reuter/gpm
Sjá síðu 6
Annar bátanna sem áttu að fylgja Kristni að svipast um eftir honum í sjónum. Leit bar ekki árangur þar
sem Kristinn var kominn aftur til Grundartanga. Mynd: Jim Smart.
Var aldrei hræddur