Þjóðviljinn - 16.08.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 16.08.1990, Blaðsíða 12
—i'SPURNINGIN— Á aö leyfa bílaumferð um Austurstrætið? Guðmunda Árnadóttir: Mér finnst að gatan eigi að fá að vera eins og hún er. Mér finnst gott að rölta hér um. Þór Karlsson: Nei, það finnst mér af og frá. Ég kem oft hingað í hádeginu og finnst vistlegt að hafa hér enga bíla. Margrét Símonardóttir: Nei, gatan á að fá að halda sér eins og hún er. En þetta er vand- asamt mál. Sjálf vinn ég í verslun hér í götunni og ég skil sjónarmið kaupmanna sem vilja hleypa bíl- aumferð í gegnum götuna. Filip Fransson: Að sjáfsögðu ekki, ég tel meiri þörf á að klára þetta verk og breyta þeim hluta götunnar, sem nú má aka um, í göngugötu. Alistair Grétarsson: Nei, það á ekki að leyfa bílum að aka um þessa götu, ég vil hafa hana svona. þjómnuiNN Flmmtudagur 16. ágúst 1990 151. tölublað 55. árgangur SÍMI 681333 SÍMFAX 681935 Austurstrœti Taka bílamir völdin? Kaupmenn vilja að bílaumferð verði leyfð eftir Austurstrœti. Gangandi vegfarendur eru því mótfallnir Þær hugmyndir að leyfa bfla- umferð um allt Austurstræti hafa nú komið upp á yfirborðið að nýju eftir að samtökin Gamli miðbærinn hafa farið fram á það við borgaryfirvöld að umferð bfla verði leyfð eftir allri götunni. Ekki eru allir á eitt sáttir um hug- mynd þessa eins og kemur fram í svörum við spurningu dagsins hér við hliðina. Kaupmenn og aðrir þeir sem stunda viðskipti í mið- bænum virðast vera sammála um nauðsyn þess að leyfa umferð bfla, en almenningur sem leið á um götuna virðist vera því mótfallinn. Borgarráð hefur ekki tekið af- stöðu til beiðnar samtakanna, en hefur vísað málinu til umsagnar umferðarnefndar, og umhverf- ismálaráðs borgarinnar, en það ráð felldi hugmyndina nýlega á fundi sínum. Enn er beðið eftir áliti umferðarnefndar og einnig kostnaðaráætlun frá borgar- verkfræðingi. En það verður borgarráð sem endanlega tekur ákvörðun um hvort bílaumferð verður leyfð, um Austurstrætið allt í framtíðinni. - Við viljum að gatan verði opnuð fyrir bflaumferð á kvöldin og um helgar. Ég er samfærð um að það myndi draga úr þeim skrflslátum sem hér eru á nótt- unni um helgar, sagði Erla Ólafs- dóttir hjá versluninni Garbo í Austurstræti 22. Hún sagði það mjög brýnt að gera átak í að bæta umhverfið í Austurstræti og á Lækjartorgi og fegra það, hvort sem bflum yrði leyft að aka um götuna eða ekki. Hún benti á að aðeins væri ein sorptunna í allri göngugötunni. Þá var hún þeirrar skoðunar að fjölga ætti bekkjum til að sitja á. -Ég tel aldeilis fráleitt að leyfa hér bflaumferð að nýju. Ég hef verið hér frá því fyrst var leyft að selja vörur hér undir berum himni, og þetta er í raun eini stað- urinn þar sem fólk safnast saman \ Það er hætt við því að þessar stúlkur verði að finna sér annan stað til að slappa af verði borgaryfirvöld við þeirri ósk kaupmanna að bílaumferð verði aftur leyfð eftir Austurstræti öllu. Mynd: Kristinn. og börnin geta valsað um hér án þess að vera í stöðugum ótta við bfla, sagði Helga Aðalsteinsdótt- ir sem stundar sölu á hannyrðum sínum í Austurstræti. Kolbeinn Kristinsson veitinga- maður í Myllunni, sem nú er til húsa þar sem Hressingarskálinn var, sagði að nauðsynlegt væri að opna Austurstræti fyrir bflaum- ferð. Hann sagði að íslendingar væru nú einu sinni þannig að þeir vildu aka eins nálægt þeim stöð- um sem þeir ætluðu að heimsækja og þeir gætu. Hann sagði einnig að hann væri ekki í neinum vafa um að ástandið í götunni um helgar myndi lagast, yrði bflaumferð leyfð. Kaupmenn hafa verið harð- orðir í garð þeirra sem vilja við- halda göngugötunni og sagt að verði umferð ekki leyfð sé það dauðadómur yfir versluninni í miðbænum. Þannig sagði Jón Sigurjónsson stjórnarmaður í samtökunum Gamli miðbærinn í blaðaviðtali í gær að ef gatan yrði ekki opnuð fyrir umferð þýddi það að þeir kaupmenn sem eftir eru í Kvosinni myndu hætta rekstri þar og hverfa annað. Nú er eftir að sjá hvernig kaup- menn bregast við þeim hugmynd- um sem unnið er eftir hjá borgar- skipulagi um að loka stórum svæðum í hjarta borgarinnar fyrir bflaumferð. í þeim hugmyndum er gert ráð fyrir að öllu Austur- stræti verði lokað fyrir umferð bfla. Þá er einnig er gert ráð fyrir því að engum bflum verði hleypt að Dómkirkjunni og Alþingis- húsinu nema þar fari þingmenn eða annað starfsfólk. -sg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.