Þjóðviljinn - 22.08.1990, Page 1

Þjóðviljinn - 22.08.1990, Page 1
Miðvikudagur 22. ágúst 1990. 155. tölublað 55. árgangur Alver Umhverf ið í tímaþröng OlafurPétursson hjáHollustuvernd: Komum ofseintinn í undirbúningsvinnu vegna álvers. Niðurstöðurforrannsókna munu ekki liggjafyrír við ákvörðun um staðsetningu. SigríðurStefánsdóttir: Vpplýsingar um umhverfisþáttinn vantar Vestmannaeyjar Pysjur út um allt Þegar rökkva tekur á kvöldin í Eyjum þyrpast ungir sem aldnir til bjargar þeim lundapysjum sem ekki hafa náð að fljúga úr holum sínum til sjávar. Eini útbúnaður- inn sem til þarf er vasaljós og pappakassi undir pysjurnar sem síðan er venjulega sleppt úti á Eiði. Guðmundur (Muggur) Pálsson hjá Ferðaþjónustu Vestmanna- eyja segir að ástæðan fyrir þvi' að pysjan haldi út í hinn stóra heim úr öryggi holunnar, sé að hana skorti æti eftir að fullorðni fug- linn hefur yfirgefið holuna en síð- ast en ekki síst lokkar hana ljósa- dýrðin í bænum. Eftir tvö ár verður pysjan svo orðin veiðanlegur lundi og herra- mannsmatur fyrir þá sem vilja. Af þeim sökum er litið á það sem hinn versta glæp í Eyjum að veiða pysju sér til matar enda er með því verið að borða útsæðið. Kett- ir bæjarins virða þær reglur að sjálfsögðu að vettugi og er næsta víst að margur kötturinn hefur komist í feitt síðustu daga. Mikill áhugi virðist vera á pysj- uferðum út í Eyjar og sagði Muggur að bandarískir hermenn á Miðnesheiði virtust vera sýnu áhugasamastir auk annarra út- lendinga. Pysjutíminn stendur venjulega fram í miðjan sept- ember. -grh Fjórfaldur Skódadráttur.^. Vestfjarðaskelfirinn Njáll Torfa- son gerði sér lítið fyrir í gær og dró fjóra Skódabíla í einu alls fjórtán metra með einum fingri. Skódinn er um 840 kíló að þyngd auk þess sem ökumaður var í einum þeirra. Alls hefur því Njáll dregið tæp 3,5 tonn og geri aðrir betur. Drátturinn fór fram til styrktar sérstöku bakpressumóti sem haldið verður í Grímsey um næstu helgi. Það mun vera í fyrsta skipti sem slíkt mót er hald- ið í eynni norður við heimskauts- baug. Mynd: Kristinn. Eigendur jarðarinnar Eiðis á Langanesi ætla að fá belgíska sérfræðinga til þess að ganga úr skugga um hvort bandaríski her- inn urðaði hættuleg úrgangsefni á Heiðarfjalli þegar þar var starf- rækt ratsjárstöð. Bandaríkjaher starfrækti stöðina á Heiðarfjalli á árunum 1954-1969 og land- eigendur telja að mikið magn hættulegs úrgangs hafí verið urð- að á ijallinu á þessu tímabili. Landeigendur ráku fiskeldi í Eiðisvatni við rætur Heiðarfjalls um árabil eftir að Bandaríkjaher hafði yfirgefið fjallið. Eftir að þeir fengu upplýsingar um hugs- Athuganir á umhverfisáhrifum hugsanlegs álvers eru í réttum farvegi nú, en við hjá Hollustu- vernd komum of seint inn í þessa vinnu og þurfum því að starfa í óeðlilegri tímaþröng. Það er ljóst að niðurstöður forrannsókna á umhverfisáhrifum álvers munu ekki liggja fyrir þegar ákvörðun um staðsetningu verður tekin, enda taka þessar rannsóknir mjög langan tíma, segir Olafur Pétursson, forstöðumaður meng- unarsviðs Hollustuverndar ríkis- ins, í samtali við Þjóðviljann. Sveitarstjórnarmönnum í Eyjafirði er farið að leiðast biðin eftir upplýsingum um hugsanleg áhrif álvers þar á umhverfið, en staðreyndin er sú að enn á eftir að vinna talsvert að athugunum á umhverfisþættinum. Þó líður anlegt innihald fjallsins, hættu þeir rekstrinum. Nú munu þeir freista þess að fá bætur vegna þess tjóns sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna umgengni hers- ins á Heiðarfjalli. Eins og kom fram í Þjóðviljan- um í gær hafa landeigendur og Jón Oddsson, lögmaður þeirra, leitað eftir aðstoð íslenskra stjórnvalda í málinu, en nú hafa þeir félagar gefist upp á því sem þeir kalla áhugaleysi og úrræða- leysi stjórnvalda. Þeir telja sér ekki annað fært en að sækja mál- ið í Bandaríkjunum. Eftir að Bandaríkjaher hafði yfirgefið Heiðarfjall fékk hann ís- óðum að því að tekin verði ákvörðun um staðsetningu ál- vers. Til að mynda er vitað að flú- ormengun verður yfir æskilegum mörkum á ákveðnu svæði, en ekki er vitað hversu stórt þetta svæði verður. Þar með er ekki vitað hversu margar jarðir munu fara í eyði vegna álversins. í málefnasamningi Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags á Ak- ureyri er sérstök áhersla lögð á umhverfismálin í sambandi við álver í Eyjafirði. Auk þess lögðu bæjarfulltrúar Alþýðubandalags- ins fram sérstaka bókun, þar sem áhersla þeirra á umhverfismálin er áréttuð. Það hlýtur því að vera einkar áríðandi fyrir bæjarstjórn Akureyrar að fá upplýsingar um umhverfismálin áður en ákvörð- lensk stjórnvöld til þess að afsala sér og íslenskum ríkisborgurum öllum rétti til skaðabóta vegna veru hersins á fjallinu. Páll As- geir Tryggvason, þáverandi yfir- maður varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, skrifaði undir samninginn fyrir hönd ís- lensku ríkisstjórnarinnar, en Lloyd H. Thomas kafteinn fyrir hönd hersins. Gildi þessa samn- ings er nú mjög dregið í efa. Landeigendur byggja staðhæf- ingar sínar um mengun í Heiðar- fjalli fyrst og fremst á frásögnum íslenskra starfsmanna sem tengd- ust ratsjárstöðinni á sínum tíma. un um staðsetningu verður tekin. Sigríður Stefánsdóttir, forseti bæjarstjórnar á Akureyri, telur mikið skorta á að fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir og segist ekki treysta sér til þess að taka ákvörðun um álverið eins og sak- ir standa. Til þess séu fyrirvararn- ir of miklir og áhættan ekki nægi- lega vel þekkt. Ólafur Pétursson segir að hægt verði að taka ákvörðun um stað- setningu álvers þótt allar upplýs- ingar um umhverfisþáttinn liggi ekki fyrir. Hann segir upplýsing- arnar munu nýtast til seinni tíma við ákvarðanir um eftirlit og kröf- ur um mengunarvarnir. „Það er ljóst að álver verður ekki reist án áhættu. En tilgang- urinn með rannsóknum er að stuðla að réttri hönnun og réttri En sannanir eru raunar engar fyrir hendi, aðeins líkur. Því hyggjast þeir nú fá belgíska sér- fræðinga til þess að hefja rann- sóknir á fjallinu. Belgarnir hafa að sögn Jóns Oddssonar lagt til að grafin verði upp sýni úr sorp- haugum hersins til efnagreining- ar. Að sögn landeigenda telja Belgarnir fullvíst að sýnataka muni sanna tilvist umhverfisspill- andi efna í Heiðarfjalli. Landeigendur munu sækjast eftir því að fá fjárhagsaðstoð til rannsókna á fjallinu og segja mögulegt að erlendir sjóðir fallist á að veita þeim aðstoð. gg staðsetningu þannig að áhættan minnki,“ segir Ólafur Pétursson við Þjóðviljann. Hollustuvernd ríkisins mun þegar fram líða stundir væntan- lega veita álveri starfsleyfi, en nú er unnið að því að semja skilyrði fyrir því leyfi. Síðan á eftir að koma í ljós hvernig forsvarsmenn Atlantálshópsins bregðast við kröfum íslenskra yfirvalda um mengunarvarnir. -gg Kúvœt íslendingar fara í dag eða á morgun FinnbogiR úturArn- arsson: Islendingar ekki í hópi Svía sem yfirgafKúvœt ígœr Islendingarnir í Kúvæt voru ekki í hópi þeirra Svía sem fengu að yfirgefa landið í gær, en verða sennilega með í för þegar annar hópur Svía fer frá Kúvæt í dag eða á morgun, segir Finnbogi Rútur Arnarsson sendiráðsritari í utanríkisráðuneytinu. Erlend sendiráð í Kúvæt munu ekki hlíta fyrirmælum Saddams Husseins forseta íraks um að loka sendiráðunum á föstudag, þar sem ríki þeirra viðurkenna ekki rétt Husseins til að gefa slík fyrirmæli í Kúvæt. Það reynir því á hvort Hussein lætur bera sendi- ráðsfólk út með valdi, segir Finn- bogi Rútur. Svíarnir í Kúvæt yfirgefa landið í tvennu lagi, að sögn Finnboga Rúts. Stór hópur hefði farið af stað í gær ásamt hópi Finna og síðan færi seinni hópur- inn í dag eða á morgun. „í þess- um hópi verða íslendingarnir átta að öllum líkindum," sagði Finn- borgi Rútur. í írak væri einn ís- lendingur við landamæragæslu á vegum Sameinuðu þjóðanna við landamæri írans og íraks og allt væri í góðu gengi hjá honum svo vitað væri. Leið Svíanna frá Kúvæt liggur í gegnum írak til Tyrklands, hvort sem íslendingarnir verða þar með í för eða ekki. Finnbogi Rút- ur sagðist þó frekar eiga von á að svo yrði. íslendingamir hefðu verið með Svíum á lista í sænska sendiráðinu og kæmu til með að ferðast á þeirri forsendu. Allar upplýsingar íslenska utanríkis- ráðuneytisins koma í gegnum sænska utanríkisráðuneytið, sem að sögn Finnboga Rúts hefur heitið því að gera allt sem hægt er til að íslendingarnir fljóti með Svíunum frá Kúvæt. Ekkert símasamband er við Kúvæt nema í gegnum sendiráðin. -hmp Herstöðvamengun Afla sannana á Heiðarfjalli EigendurEiðis á Langanesi: Ætlum aðfá belgíska sérfrœðinga til þess að taka sýni á Heiðarfjalli. Hugsanlegt að erlendir sjóðir styrki verkefnið

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.