Þjóðviljinn - 22.08.1990, Side 2
FRETTIR
Dagsbrún
Stjómin fær mótframboð
Stjórn Dagsbrúnar hefur ekkifengið mótframboð síðan 1972
Hópur manna innan Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar
hefur ákveðið að bjóða fram lista
gegn núverandi stjórn á aðalfundi
Dagsbrúnar í janúar. Stjórn
Dagsbrúnar hefur ekki fengið
mótframboð síðan árið 1972, að
sögn Halldórs Björnssonar vara-
formanns félagsins. Einn að-
standenda mótframboðsins, Þór-
ir Karl Jónasson, segir nauðsyn-
legt í Ijósi hrapandi kaupmáttar á
undanförnum árum að stokka
upp í forystu Dagsbrúnar.
I samtali við Þjóðviljann sagði
Þórir Karl ástæðu mótframboðs-
ins einfalda. Ef launaþróun síð-
ustu fjögur til fimm árin væri
skoðuð, þá hefði kaupmátturinn
hrapað stöðugt. Þetta snerti ekk-
ert frekar frammistöðu foryst-
unnar í Dagsbrún en forystu
verkalýðshreyfingarinnar al-
mennt, sem væri algerlega mátt-
laus.
„Við ætlum að reyna að fá því
breytt sem við getum. Við viljum
auka kaupmáttinn og að láns-
kjaravísitalan verði afnumin eða
vísitölutrygging verði sett á allt,“
sagði Þórir Karl. Einnig þyrfti að
styrkja tengsl forystunnar við
hinn almenna félagsmann, sem
núverandi forysta hefði ekki
staðið sig nógu vel í.
Þeir sem standa að mótfram-
boðinu starfa hjá stórum vinnu-
veitendum eins og skipafélögu-
num og bensínstöðvunum, að
sögn Þóris Karls. Þetta væri stór
hópur manna en til þess að fram-
boð verði löglegt þarf að bjóða
fram lista 130-140 manna sem eru
aðalfélagar í Dagsbrún. „Við
teljum að mótframboðið eigi
góða möguleika, annars værum
við ekki að þessu,“ sagði Þórir
Karl.
Guðmundur Guðbjarnason
starfsmaður Skipadeildar Sam-
bandsins er einnig með í undir-
búningi mótframboðsins. Hann
sagði mikla óánægju vera á meðal
stórs hóps Dagsbrúnarfélaga
með forystu félagsins og einstakir
stjórnarmenn ynnu jafnvel gegn
hagsmunum Dagsbrúnarmanna.
Það væru nokkrir stjórnarmenn
sem nytu trausts en restin væri
ekkert annað en jámenn Guð-
mundar J. Guðmundssonar for-
manns.
Guðmundur Guðbjarnason
var áður trúnaðarmaður hjá
Skipadeildinni og segist lengst af
hafa borið í bætifláka fyrir foryst-
una, en hann sæi ekki ástæðu til
þess lengur. Það væri hans mat að
mótframboð ætti hljómgrunn hjá
stórum hluta félagsmanna.
Varaformaður Dagsbrúnar
sagðist varla geta sagt að hann
hefði heyrt af væntanlegu mót-
framboði, sem þó mætti eiga von
á við hverjar stjórnarkosningar.
Ef menn væru að bjóða fram bara
til að bjóða fram, væri það út af
fyrir sig furðulegur hlutur. „En ef
menn eru með félagslega
gagnrýni held ég að mótframboð
sé ekki af verri endanum,“ sagði
Halldór Bjömsson. -hmp
Samband íslenskra sveitarfélaga
Ölvir aftur inn
Olvir Karjsson fyrrverandi
oddviti í Asahreppi tekur nú
aftur sæti í stjórn Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, eftir að
hafa verið meinað að sitja þar
fundi. Ölvir lét af störfum sem
oddviti Ásahrepps í vor, en hefur
nú verið ráðinn aftur til að Ijúka
sínum störfum. Það þýðir að þá
hefur hann aftur rétt til að sitja
fundi stjórnarinnar og hefur
væntanlega úrslitaatkvæði í
deilunum um ráðningu í fram-
kvæmdastjórastöðu sambands-
ins.
Á síðasta fundi stjórnarinnar
skiptust menn í tvær fylkingar í
atkvæðagreiðslunni, fjórir
studdu Lárus Pálsson og fjórir
Húnboga Þorsteinsson. Þar sem
Ölvir sat ekki þann fund féll mál-
ið á jöfnu. Hins vegar er ljóst að á
fundi stjórnarinnar þann 30. ág-
úst nk. mun aftur koma til at-
kvæðagreiðslu. Þá mun Ölvir
greiða atkvæði og að eigin sögn
mun hann styðja Húnboga.
ns.
Septem-sýning ^
Næstkomandi laugardag opn-
ar Septem-hópurinn sfna árlegu
haustsýningu. ( gær voru lista-
menn og aðstoðarmenn í óða
önn að hengja upp og koma fyrir
verkum í báöum sölum Kjar-
valsstaða þegar Ijósmyndara
Þjóðviljans bar að garði. Á mynd-
inni má sjá þau Jóhannes Jó-
hannesson, Steinþór Sigurðs-
son, Guðmundu Andrésdótturog
Guömund Benediktsson, sem
eru í hópi sextán listamanna sem
eiga verk á sýningunni. Sýningin
er að þessu sinni yfirlit þeirra sýn-
inga sem hópurinn hefur haldið til
þessa. í austursal verða sýnd
verk frá árunum 1947-52, en í
vestursal verk frá árinu 1974 til
þessa árs. September-Septem
er yfirskrift þessarar myndlistar-
sýningar sem stendur til 9. sept-
ember næstkomandi. Mynd:
Kristinn.
Forsœtisráðherra
Ber skila-
boð milli
ráðherra
SteingrímurJ. Sigfús-
son óskar eftirskýr-
ingum á töfum í utan-
ríkisráðuneytinu við
gerð
loftferðasamnings við
Sovétmenn
Steingrímur J. Sigfússon sam-
gönguráðherra hefur skrifað for-
sætisráðherra bréf, þar sem hann
biður hann að ganga á eftir skýr-
ingum á því hjá utanríkisráðu-
neytinu, hvers vegna dregist hafi
að gera loftferðasamning við Sov-
étríkin. En um eitt og hálft ár er
liðið síðan samgönguráðherra
hreyfði fyrst hugmyndum um
slíkan samning.
f samtali við Þjóðviljann sagð-
ist Steingrímur hafa skrifað for-
sætisráðherra bréf þar sem
gangur þessa máls var ræddur og
óskað liðsinnis forsætisráðherra
við að fá einhvern botn í það. Það
hefði ekki verið fyrir hans tilstilli
að þetta bréf komst í fjölmiðla,
þótt ekkert væri óeðlilegt við að
hafa forsætisráðherra með í
ráðum þegar um væri að ræða
mál á milli tveggja ráðuneyta.
„Ég hef tekið málið upp í ríkis-
stjórn hvað eftir annað og þetta
bréf er í fullu samræmi við það,“
sagði Steingrímur.
Að sögn Steingríms er mikill
áhugi á því í hans ráðuneyti að ná
loftferðasamningi við Sovétríkin.
Ráðuneytið hefði einnig hugsað
sér að fara í svipuð mál gagnvart
miklu fleiri löndum. Það hefði
hins vegar verið ákveðið að byrja
á Sovétríkjunum, þar sem allar
forsendur væru til þess og raunar
brýnt að ná þessum samningi í
höfn. „Það eru öll ríki að keppast
við að tryggja sín sambönd í þessa
átt eftir því sem Austur-Evrópa
er að opnast,“ sagði samgöngu-
ráðherra. Allar spár bentu líka til
þess að straumurinn á þessu
svæði ykist mikið á næstu árum.
-hmp
Steinar Siguijónsson er eitt þeirra skálda sem eftir langa þögn lesa upp á
samkomunni á Hótel Borg á morgun.
Stór skammtur af skáldum
Á morgun, fimmtudaginn 23. ágúst, verður upplestur skálda á Hót-
el Borg. Þar munu bæði ung og eldri skáld lesa upp úr vcrkum sínum,
skáld úr mörgum áttum og hafa sum þeirra ekki flutt verk sín opinber-
lega í langan tíma. Má þar nefna menn einsog Jónas Svafár, Steinar
Sigurjónsson og Dag Sigurðarson. Auk þeirra koma fram Þorri, Jóhann
Hjálmarsson, Olafur Páll, Pálmi Öm Guðmundsson, Nína Björk,
Magnúx Gezzon, Gísli Þór Gunnarsson og Bragi Ólafsson. Fólk getur
átt von á að heyra bæði bundið mál og prósa. Aðgangur er 300 krónur
og hefst samkoman kl. 21 með því að trúbadorinn GG Gunn leikur létta
tónlist. Kynnir verður Rúnar Guðbrandsson.
Námskeið f skyndihjálp
Námskeið í skyndihjálp verð-
ur haldið á vegum Reykjavíkur-
deildar RKÍ. Það hefst í kvöld kl.
20 að Fákafeni 11. Kennsludagar
eru 22., 23., 28., 29. ágúst og 3.
og 4. september. Þetta námskeið
er 24 kennslustundir og er jafnt
einni einingu í framhaldsskólum.
Öllum 15 ára og eldri er heimil
þátttaka. Á námskeiðinu verður
m.a. kennd endurlífgun, meðferð
sára, skyndihjálp við bruna og
beinbrotum auk margs annars.
Auk ofangreinds námskeiðs
verður haldið endurmenntunar-
námskeið í skyndihjálp fyrir al-
menning. Það stendur yfir tvö
kvöld dagana 27. og 30. ágúst.
Þetta námskeið er ætlað fólki sem
hefur sótt námskeið í skyndihjálp
einhvem tíma á síðustu 4 árum.
Sérstaklega er þetta námskeið
hugsað fyrir þá sem hafa lært
skyndihjálp samkvæmt því kerfi
sem var tekið upp fyrir tveimur
árum og vilja halda þekkingunni
við. Skráning á bæði námskeiðin
er í síma 688188. Reykjavíkur-
deildin útvegar einnig leiðbein-
endur til að halda námskeið fyrir
skóla, fyrirtæki og aðra sem þess
óska.
Reykjavík fyrr og nú
Annaðkvöld kl. 20.30 verður
síðasti fyrirlesturinn í Opnu húsi í
Norræna húsinu í sumar. Páll Lín-
dal ráðuneytisstjóri segir frá
Reykjavík fyrr og nú og talar á
dönsku, en dagskráin er einkum
ætluð ferðamönnum frá Norður-
löndunum. Að loknu kaffihléi
verður sýnd kvikmyndin Eldur í
Heimaey.
Happdrætti
Hjartaverndar 1990
Árlegt happdrætti hefur um
langt skeið verið styrkur tekju-
stofh Hjartavemdar. Aðeins eitt
happdrætti á ári er á vegum sam-
takanna og verður dregið í því 12.
október í ár. Vinningar em margir
og glæsilegir, alls 15 talsins að
verðmæti 9 miljónir króna. Tvei
hæstu vinningamir em 1,5 milj-
ónir hvor, annar til íbúðarkaupa
og hinn bifreið, Mitsubishi. Aðrir
vinningar em hinir álitlegustu, sá
lægsti sem svarar 450 þúsund
krónum.
Breytingar f utanríkis-
ráðuneytinu
Nokkrar breytingar hafa orðið
á verkaskiptingu í utanríkisráðu-
neytinu. Hörður H. Bjamason
hefúr tekið við starfi prótokoll-
stjóra af Sveini Bjömssyni, sem
tók við starfi skrifstofustjóra
ráðuneytisins fyrr á árinu. Sverrir
Haukur Gunnlaugsson hefur látið
af starfi skrifstofustjóra við-
skiptaskrifstofú utanríkisráðu-
neytisins og tekið við stöðu fasta-
fulltrúa Islands hjá Atlantshafs-
bandalaginu í Briissel. Einar
Benediktsson hefúr látið af störf-
um fastafúlltrúa hjá Atlantshafs-
bandalaginu, en gegnir áfram
starfi sendiherra íslands í Belgíu,
Lúxemborg og hjá Evrópubanda-
laginu í Brússel. Róbert Trausti
Ámason hefúr tekið við starfi
skrifstofústjóra vamarmálaskrif-
stofú.
Áhyggjur vegna
flugumferðar
Bæjarráð Njarðvíkur hefur
lýst yfir við samgönguráðherra
þungum áhyggjum sínum vegna
mikillar flugumferðar yfir íbúða-
byggð í Njarðvík. Tilefnið er
nauðlending ferjuflugvélar
sunnudaginn 5. ágúst á Reykja-
nesbraut ofan Njarðvíkur. Bæjar-
ráðið spyr hversvegna umræddri
flugvél, sem augljóslega var í
miklum vandræðum, hafi verið
beint í aðflugi yfir íbúðabyggð í
Njarðvíkurbæ. 1 öðm lagi hvort
til séu reglur hjá flugmálayfir-
völdum um hvemig stjóma skuli
aðflugi flugvéla í neyð, þegar að-
flugsstefna flugbrautar er yfir í-
búðabyggð. Og ef þessar reglur
em til hversvegna þeim hafi ekki
verið fylgt? Þá krefst baæjarráð
þess að slíkar reglur verði settar
séu þær ekki til og að sveitarfélög
við flugvelli verði höfð með í ráð-
um við að semja slíkar reglur.
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 22. ágúst 1990