Þjóðviljinn - 22.08.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 22.08.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Ríkisstarfsmenn Skiúfað fyrir sjátfvirka þenslu Ríkisendurskoðun: Fjölgun opinberra starfsmanna innan rammafjárlaga. Stöðugildumfjölgað um 2,7% á einu ári. Rúmlega 15.000 stöðugildi hjá því opinbera Frá fyrri hluta árs í fyrra og til sama tímabils í ár fjölgaði stöðugildum hjá því opinbera um 401 stöðugildi eða 2,7%. í fjárlögum þessa árs er gert ráð fyrir að stöðugildum fjölgi um 490. Samkvæmt athugun Ríkis- endurskoðunar á breytingum á ijölda starfsmanna ríkisins hefur þessi aukning verið innan þess ramma sem fjárlög mörkuðu. Virðist því „sem tekist hafi að setja fyrir þá sjálfvirku útþenslu á starfsmannahaldi ríkisins, sem hefur blasað við í ÖII þau önnur skipti, sem Ríkisendurskoðun hefur gert athuganir á breytingum á fjölda starfsmanna ríkisins,“ eins og segir orðrétt í skýrslu Ríkisendurskoðunar. í frumvarpi til fjárlaga 1990 var gert ráð fyrir að stöðugildum hjá því opinbera fjölgaði um 160. í meðförum Alþingis bættust við 52 stöðugildi. Þá bættust einnig við stöðugildi vegna breytinga á lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, eða um 250 talsins, sem og að Unglingaheimili ríkisins var flutt úr B-hluta fjárlaga yfir í A-hluta og sett var á fót meðferðarheimili fyrir unga fíkniefnaneytendur. Á fyrri hluta ársins var heildarfjöldi stöðugilda þess opinbera að meðaltali 15.241 í stað 14.840 að meðaltali fyrstu sex mánuði ársins 1989, er jafngildir 2,7% aukningu milli ára. Þess má geta til samanburðar að milli áranna 1989 og 1988 fjölgaði stöðugildum um 0,9%. Fjölgun mánaðar- og dag- launafólks var mest á vegum heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins eða um 129 stöðugildi og menntamálaráðu- neytis um 118 stöðugildi. I skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram að fjöldi yfirvinnustunda sem hlutfall af mánaðar- og dagvinnulaunum var að meðaltali 19,8% hjá A- hluta stofnunum ríkisins fyrri hluta ársins eða 0,3% hærra frá sama tímabili í fyrra. Hæst var hlutfallið hjá stofnunum innan samgöngu-, utanríkis-, dóms- og kirkjumála- og iðnaðarráðuneyt- is eða á bilinu 26-32% en lægst hjá stofnunum æðstu stjómar ríkisins, viðskiptaráðuneyti og Hagstofunni, eða um 15%. -rk Búvörusamningur Afuröaverö markaöstengt Gunnlaugur Júlíusson: ídrögum að nýjum búvörusamningi er gert ráðfyrir meiri markaðstengingu en áður Nýr búvörusamningur verður að liggja fyrir áður en bænd- ur panta áburð í vetur til notkun- ar á næsta ári, svo þeir viti hvað framtíðin ber í skauti sér, að sögn Gunnlaugs Júlíussonar sérfræð- ings hjá landbúnaðarráðuneyt- inu. Núverandi búvörusamning- ur rennur út í ágúst 1992 þannig að slátrun haustsins 1991 verður sú síðasta á gUdistíma samning- sins. Helstu breytingar sem eru fyr- irhugaðar á samningnum eru að hann verði markaðstengdari en nú er. Gunnlaugur sagði nauðsynlegt að byggja inn í samninginn hvata fyrir bændur og milliliði til að ná jafnvægi á milli framleiðslu og sölu, þannig að greinin verði meira samkepp- nishæf. „Þá eru menn ekki að semja um fast framleiðslumagn sem er óháð þróun á innanlandsmark- aði,“ sagði Gunnlaugur. Hlutur ríkisins í samningnum myndi miðast við það magn búvara sem selt er á innanlandsmarkaði, með einhverju hlutfallslegu álagi en ekki föstu álagi eins og nú tíðk- ast. Þetta segir Gunnlaugur vera grundvallarbreytingu, sérstak- lega hvað varðar sauðfjárrækt- ina, þar sem bændum hefur verið tryggt ákveðið fast verð fyrir ákveðið magn afurða, nær alger- lega óháð markaðnum. Óánægjuraddir eru á meðal kúabænda vegna þess að ekki er lengur hægt að versla með fullvirðisréttinn, eða mjólkur- kvótann. Gunnlaugur sagði nú- verandi ástand hafa varað í eitt og hálft ár. Þá hefði verið tekið fyrir þessi viðskipti þar sem þau voru að hluta farin úr böndunum og á sínum tíma hefðu menn verið sáttir við breytinguna. Gunnlaugur sagði nauðsynlegt að breyta þessum málum aftur, þannig að menn geti verslað með kvóta svo eðlileg þróun geti átt sér stað í greininni. Það væri ekki rétt að í drögum búvörusamn- ingsins væri komið í veg fyrir verslun með fullvirðisrétt. „í reglugerð sem var gefin út í vor var liðkað til fyrir þessu aftur og ég hef trú á því að það verði opn- að á þetta innan skamms,“ sagði Gunnlaugur. Þetta væri hægt að gera algerlega óháð búvörusamn- ingi. Niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum jukust verulega með til- komu matarskattsins, að sögn Gunnlaugs. Það væri því erfitt að tala um hvað hreinar niður- greiðslur vegna gildandi búvöru- samnings ættu eftir að verða miklar á þeim tíma sem eftir er af gildistímanum. í september í fyrra, þegar þessi mál voru könnuð, sagði Gunnlaugur heildar niðurgreiðslur hafa verið 7-800 miljónir króna. Þá hefði endurgreiðsla á virðisaukaskatti hins vegar verið um það bil 3,2 miljarðar króna. Ríkið væri því í raun að færa stórar fjárhæðir fram og til baka en hreinar niður- greiðslur hefðu dregist saman síðustu ár. Innan hagsmunasamtaka bænda er bent á að ríkið geti með ýmsum hætti haft mikil áhrif á þann markað sem afskipti ríkisins ættu að markast af samkvæmt samningsdrögum. Ríkið gæti til að mynda breytt skattlagningu og leyft innflutning á samkeppnis- vörum. Bændur hafa því margir hverjir áhyggjur af því öryggi eða öryggisleysi sem markaðstengdur samningur hefði í för með sér. -hmp Sala Hraðfrystihúss Kefla- víkur á togaranum Aðalvík KE til Útgerðarfélags Akureyr- inga á dögunum fyrir 450 milj- ónir króna hefur vakið mikla athygli. Einkum og sér í lagi fyrir þá staðreynd að þar með var bundinn endir á togaraút- gerð frá Kefiavík, að minnsta kosti í bili. Með því að selja togarann og hátt í tvö þúsund tonna kvóta teija menn sig hafa afstýrt gjaldþroti Hraðfrysti- hússins, en fimm mánaða greiðslustöðvun þess rann út um svipað leyti og hluthafa- fundur fyrirtækisins sam- þykkti söluna. Allar dyr lokaðar Skuldir Hraðífystihússins voru um slðustu áramót rúmar 500 miljónir króna og svo virðist sem allar tilraunir til að fá nýtt fjármagn inn í reksturinn hafi mistekist. Skiptir þá engu hvort leitað var til opinberra sjóða eða ekki. Allsstaðar var komið að lokuðum dyrum. Skýringuna á því segja Suðumesjamenn vera þá að þeir séu ekki skilgreindir í kerfínu sem landsbyggð og njóti því ekki þeirrar aðstoðar sem hún fær að öllu jöfhu hjá því opin- Nú eröldin önnur I henni „Stónj miljón”, eins og Hraðfrystihús Keflavíkur var nefnt á sínu blómaskeiði. Búið er að selja eina togara fyrirtækisins norður til Akureyrar og allt á huldu um framtíð atvinnurekstrar í húsnaeði þess. Úr togurum í trillur bera. Virðist sem sambýlið við herstöð Bandaríkjamanna á Mið- nesheiði og nálegðin við höluð- borgarsvæðið valdi þar mestu um._ I þeirri viðleitni stjómenda fyrirtækisins að fá inn nýtt fjár- magn virðist sem eigendur þess hafi ekki verið tilbúnir til að láta viðbótarfjármagn af hendi til rekstursins einir og sér. Stærstu hluthafar Hraðfrystihússins em Samband íslenskra samvinnufé- laga með 67%, Keflavíkurbær með um 20%, Kaupfélag Suður- nesja með 12% og Verkalýðs- og sjómannafélag Suðumesja með 1%. Vitað er að Sambandið reyn- ir eftir mætti að selja eins mikið og það getur af eignum sínum til að koma rekstri sínum á réttan kjöl og var alls ekki þess megnugt að útvega meira fé í rekstur Hrað- ffystihússins. Fyrir það var eini kosturinn að selja togarann og kvóta hans þeim aðila sem bauð hæst. Ekki spillir fyrir að með kaupunum skuldbindur Útgerðar- félag Akureyringa sig til að kaupa hlutabréf Hraðfrystihúss- ins fyrir 75 miljónir króna, en alls nemur hlutafé fyrirtækisins um 100 miljónum. Líklegt er talið að eldri hluthafar Hraðfrystihússins kaupi frystihúsið, lausafjármuni og annað, en brunabótamat húss- ins er um 200 miljónir króna. Haldlrtil skipaskipti Hinsvegar er það með öllu óvíst hverskonar starfsemi muni fara fram í ffystihúsinu í næstu framtíð. Hraðfrystihúsið hefur ekki verið þar með fiskvinnslu síðan isfisktogaramir Aðalvík og Bergvík fóm norður til Sauðár- króks í skiptum fyrir frystitogar- ann Drangey SK sem síðar fékk nafnið Aðalvík KE. Þegar um- rædd skipaskipti vom gerð var það undir merkjum hagræðingar og endurskipulagningar og svo virðist sem það hafi aðeins náð til þeirra fyrir norðan en ekki til Hraðfrystihússins í Keflavík. Allavega er þeirra síðasti togari farinn til Akureyrar án þess að nokkuð komi í staðinn. Áð vísu hefur útgerðarfélagið Eldey boð- ið í rækjutogarann Hafþór sem er í eigu ríkisins og með 650 tonna rækjukvóta og 165 tonna þorsk- kvóta. Á annan tug tilboða hafa borist í Hafþór og munu viðræður sjávarútvegsráðuneytisins við til- boðshafa hefjast í næstu viku. í BRENNIDEPLI Hvort hmn togaraútgerðar í Keflavík mun hafa einhver áhrif á afstöðu ráðuneytisins til tilboðs þeirra Eldeyjarmanna skal ósagt látið. Trúlega ræður þó mestu um afstöðu ráðuneytisins hvort til- boðshafar séu tilbúnir að láta skip sem fyrir em í rekstri í úreldingu, á móti því að fá Hafþór, sem til skamms tíma var gerður út frá Isafirði. Eins og gefur að skilja finnst mörgum í Keflavík það fjandi hart hvemig komið er fyrir tog- araútgerð í bænum, svo ekki sé meira sagt. Fyrir daga kvótans var þar rekin blómleg togaraútgerð, en síðan þá hafa þeir hver á fætur öðmm verið seldir á brott. Á þessum tima hafa verið seldir samtals níu togarar frá Keflavík, Njarðvík og Garði og eftir em að- eins þrír togarar ffá Sandgerði og tveir úr Grindavík. Aftur á móti hefur trilluútgerð blómstrað á sama tíma sem togaraútgerðin hefur smám saman verið að hrynja. I dag em gerðar út frá Keflavik hátt í fimmtíu trillur sem vom aðeins örfáar í upphafi kvót- Herstöðvaandstæð- ingar vöruðu strax við þeirri þróun í upphafi bandaríska hernámsins að það gæti orðið skeinuhætt sjávarútvegi á Suður- nesjum. Þau varn- aðarorð hafa þegar rœst með þeim afleið- ingum að togaraút- gerð í Keflavík heyrir sögunni til, í bili að minnsta kosti. ans og rém þá aðeins yfir hásum- arið. Að því hefur verið ýjað að op- inberir styrkir til sjávarútvegsfyr- irtækja fyrir norðan og vestan eigi sinn þátt í því hvemig fyrirtækin þaðan geti fjármagnað skipakaup í öðrum landsfjórðungum svo sem á Suðumesjum. Vafalaust er eitthvað til í því, en á móti kemur að sjálfir hafa Suðumesjamenn almennt ekki verið neitt sérstak- lega áhugasamir um að slá skjald- borg um þá útgerð og fiskvinnslu sem þar hefur verið rekin. Þó er vert að geta stofhun útgerðarfé- lagsins Eldeyjar sem sett var á laggimar til að spyma við fótum og efla útgerð á svæðinu. Þá hef- ur Fiskmarkaður Suðumesja sannað gildi sitt, en með tilkomu hans hefur smáfyrirtækjum á sviði fiskvinnslu fjölgað allnokk- uð sem hafa sérhæft sig í vinnslu hinna ýmsu fisktegunda fyrir er- lenda viðskiptavini. Timburmenn hermangsins Hinu er þó ekki að leyna að sífellt erfiðara hefur verið fyrir fiskvinnslustöðvar að fá þann mannskap sem þær þurfa. Það virðist nefnilega vera í tísku að allt sé betra en að vinna í fiski og skipta þá launin engu. Betra sé að vinna í sjoppu eða uppá Velli hjá Kananum. Ohefl hermangið hjá Bandaríkjaher og íslenskum aða.1- verktökum á Miðnesheiði og í næsta nágrenni hefur sogið til sín vinnuafl frá sjávarútveginum á svæðinu með þeim afleiðingum sem sífellt hafa verið að koma betur i ljós. Það er því heldur nöt- urlegt að sjá það og heyra þegar forystumenn Suðumesja koma hver á fætur öðmm ffarn í fjöl- miðlum og barma sér yfir því að bandaríski herinn vilji draga sam- an seglin og þar með sé verið að stefna atvinnuöryggi ibúanna í hættu. Strax í upphafi hemámsins vömðu herstöðvaandstæðingar við þessari þróun sem gæti hent sjávarútveginn í samkeppni við hermangið sem svo sannarlega hefur komið á daginn. Þá vildi enginn hlusta og nú súpa Suður- nesjamenn af þeim beiska drykk sem er hrun togaraútgerðar í Keflavik og samdráttur i fram- kvæmdum og mannaráðningum hjá Bandaríkjaher. -grh Miövikudagur 22. ágúst 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.