Þjóðviljinn - 12.09.1990, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 12. september 1990— 170. tölublað 55. árgangur
Nvtt álver
Almenningur borgar tapið
Ragnar Arnalds: Orkusamningur við Atlantsál byggir á spám um hátt álverð. Fyrri spár hafa brugðist og Landsvirkj-
un gœti orðið fyrir stórfelldu tekjutapL Jón Sigurðsson: Aðaláhættan hjá Atlantsál
Ragnar Arnalds þingmaður
Aiþýðubandalagsins segir
allar forsendur um verð á raf-
orku frá nýju álveri, byggja á
spám sérfræðinga um hátt ál-
verð á næstu árum. Sams konar
spár sérfræðinga fyrir einum
og hálfum áratug reyndust al-
rangar og allt of bjartsýnar, að
sögn Ragnars. Ef álverð verði
25-50% lægra en spáð er, þýði
það 750-1,500 milljóna tekjutap
hjá Landsvirkjun á ári, sem al-
mennir orkukaupendur verði
látnir borga.
Kostnaðurinn við uppbygg-
ingu orkuvera í tengslum við ál-
ver er áætlaður 36 milljarðar, að
sögn Ragnars. Þessa fjármuni
verði alla að taka að láni. Fyrstu
fímm árin sé áætlað að selja raf-
orkuna með nærri helmings af-
slætti en tengja orkuverðið síðan
alfarið heimsmarkaðsverði á áli.
Ef spár sérfræðinga um álverð
bregðast, eins og áður hafi gerst,
þurfi íslendingar engu að síður að
greiða vexti og afborganir af lán-
unum. Ragnar sagði ekkert ör-
Sjávarútvegs-
ráðunevtið
Kærir til
löggunnar
Brot á upplýsinga-
skyldu fiskútflytjenda
til Rannsóknarlög-
reglu ríkisins
Gylfi Gautur Pálsson lögfræð-
ingur sjávarútvegsráðuneytis-
ins býst við því að meint brot
fiskútflytjenda á upplýsinga-
skyldu til ráðuneytisins verði
kært til Rannsóknarlögreglu
ríkisins í dag.
I gær hafði ekki verið tekin
endanleg ákvörðun um það hverj-
ir verða kærðir en það mun vætan-
lega skýrast í dag. Án efa verða
það þeir aðilar sem uppvísir hafa
orðið að fisksmygli að undan-
fömu, sem geta átt von á heim-
sókn rannsóknarlögreglumanna
von bráðar. Gylfi Gautur segir að
ráðuneytið muni vanda vel til
þeirra gagna sem send munu
verða til rannsóknarlögreglunnar
og í gær var verið að undirbúa
kæmna með því að fara vel yfir
öll tölvugögn varðandi útflutning-
inn frá Fiskifélagi Islands.
Að mati ráðuneytisins er það
mál stjómar Aflamiðlunar þegar
hennar eigin menn láta ekki að
stjóm og flytja út meira magn en
útflutningsleyfl gefa tilefhi til.
Hinsvegar lítur sjávarútvegsráðu-
neytið það mjög alvarlegum aug-
um þegar upplýsingaskylda gagn-
vart því er brotin. „Við verðum að
passa að menn komist ekki upp
með þetta því annars hrynur kerf-
ið,“ segir Gylfi Gautur Pétursson
lögfræðingur. -grh
yggisnet hafa verið sett varðandi
orkuverðið, þannig að Islendingar
tækju á sig gífúrlega áhættu.
Aðalrökin fyrir því að álverið
verði að fúllu í eigu útlendinga
em sögð þau að þannig losni Is-
lendingar við áhættu, að sögn
Ragnars. Með því að tengja orku-
verðið alfarið álverði væri hins
vegar verið að ýta áhættunni yfir
á Islendinga, án þess að þeir hafi
nokkurt forræði í rekstrinum. Is-
lenskum iðnrekendum og frysti-
húsaeigendum þætti sjálfsagt
hentugt ef raforkuverð til þeirra
lækkaði sjálfkrafa, ef td. verð á
fiski lækkaði. Alþýðubandalags-
menn hefðu talið að íslendingar
ættu að eiga hlut í stóriðjufyrir-
tækjum, svo hægt væri að hafa
einhver áhrif á ákvarðanir þeirra.
En á þetta hefði verið blásið eins
og flest annað sem Alþýðubanda-
lagið hefði sagt í þessu máli.
„Það er auðvitað aðalágallinn
í þessu máli að það fer ekki ffam
nein umræða,“ sagði Ragnar.
Þingmenn hefðu td. ekki fengið
upplýsingar sem byggjandi væri á
fyrr en fyrir örfáum dögum. Engu
að síður ætti að ganga ffá samn-
ingsdrögum við Atlantsál næstu
daga.
Ragnar sagði iðnaðarráðherra
auðvitað ætla sér að segja að hann
skrifi undir samninga með fyrir-
vara um samþykki Alþingis. „En
að sjálfsögðu vitum við að effir að
hann er búinn að gera bráða-
birgðasamning með fyrirvara,
verður engu breytt, það verður
ekki hægt að hnika neinu eftir
það,“ sagði Ragnar. Iðnaðarráð-
herra hefði að hans mati farið öf-
ugt í málið. Fyrst hefði átt að eiga
sér stað efnisleg umræða á Al-
þingi og í fjölmiðlum um þau lág-
marks skilyrði sem setja þarf og
síðan hefði átt að ganga til endan-
legra viðræðna við hina erlendu
aðila.
Jón Sigurðsson iðnaðarráð-
herra sagði auðvitað hægt að setja
hlutina ffam eins og Ragnar gerir.
Hann benti aftur á móti á álverðið
í dag, sem væri meira en 2.000
dollarar fyrir tonnið. Samkvæmt
þeim samningsgrundvelli sem nú
væri til umræðu yrði orkuverðið
verulega hærra en gildandi samn-
ingar við ÍSAL gefa.
„Það er heldur ekki rétt að Is-
lendingar séu að taka þama, eins
og sagt hefúr verið, alla áhættuna
af álverinu," sagði Jón. Fjárfest-
ing aðilanna sem ætluðu að eiga
verksmiðjuna byggði á því sama,
þannig að þeir tækju stærstu
áhættuna. Kanadamenn væru að
fjárfesta í þessum greinum og ál-
ver sem staðið hefði til að byggja
við Persaflóa yrðu tæpast byggð
og menn hefðu takmarkaða trú á
að álver sem átti að byggja í Ve-
nesúela yrði byggt. Þannig að
staða okkar hefði styrkst ef eitt-
hvað væri.
„íslendingar hafa ffá örófi
alda róið upp á hlut og vilja þess
vegna áreiðanlega líka gera það í
þessu, svo ffamarlega sem hlutur-
inn er sæmilegur og það er hann,“
sagði Jón.
En sjómenn eru líka vanir því
að hafa tryggingu, er þá ekki rétt
að hafa einhveija lágmarkstrygg-
ingu varðandi orkuverðið líka?
Iðnaðarráðherra sagði slíka
tryggingu verða í byrjun. En hann
teldi íslendinga einfaldlega hafa
allt að vinna i þessu máli.
Að sögn Jóns bindur bráða-
birgðasamningur við Atlantsál
ekki hendur Alþingis. Álmálið í
heild væri í höndum þingsins.
Ragnar Amalds bætti við að
þegar menn segðu: „við höfúm
allt að vinna,“ - þá væri stutt í
ósigurinn.
-hmp
Alþýðuieikhúsfólk fyrir framan gamla Iðnó (gær. Hópurinn er um þessar mundir að hefja æfingar á griskum harmleik eftir Evrfpídes, sem frumsýndur verður
I lok október. Mynd: Jim Smart.
Alþýðuleikhúsið
Medea í Iðnó
Æfingar á harmleiknum um Medeu svartahafsprinsessu eftir skáldið Evrípídes að hefjast
Alþýðuleikhúsið er að hefja
æfingar á verki eftir gríska
skáldið Evrípídes, sem uppi var
á 4. öld fyrir Krist. Verkið er
mikil tragedía um ævi Medeu
svartahafsprinsessu, morð-
kvendi, fegurðardís og galdra-
norn. Þýðandi harmleiksins er
Helgi Hálfdanarson, en leik-
stjóri er Inga Bjarnason.
Að sögn Ingu Bjamason verð-
ur verkið sett upp sem „tal-
söngdansverk” eða tótal leikhús.
Leifur Þórarinsson semur tónlist
við sýninguna, Hlíf Svavarsdóttir
hefúr umsjón með dönsum og
sviðshreyfingum. Leikmynd og
búninga hanna þær Sigríður Guð-
jónsdóttir og Ásdis Guðjónsdótt-
ir. Alls taka fimmtán leikarar þátt
í sýningunni. Hlutverk Medeu
leikur Jómnn Sigurðardóttir, en
Jason eiginmann hennar túlkar
Harald G. Haralds. Medea verður
leikin í gömlu Iðnó, þótt ffamtíð
þess húss sé enn óráðin. Fmm-
sýning er áætluð 26. október
næstkomandi.
Eins og áður er getið er þýð-
andi verksins Helgi Hálfdanar-
son, en síðar í haust mun Mál og
menning gefa út þýðingar hans á
öllum leikritum Æskílosar,
Sófóklesar og Evripídesar sem
varðveist hafa.
BE