Þjóðviljinn - 12.09.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR
Vestmannaeviar
Veiðum sjálfhætt
Þungt hljóð íþeim aðilum sem gert hafa út á gámaútflutning
Það er ekki um annað að
ræða en að hætta að róa á
meðan þetta ástand varir.
Hljóðið í sjómönnum er vægast
sagt alveg hroðalegt enda eru
hátt í 27 bátar í viðskiptum við
Gámavini auk smábáta. Þessu
til viðbótar er þó nokkur fjöldi
báta sem skiptir við Skipaþjón-
ustu Vestmannaeyja,“ segir
Gísli Valur Einarsson skipstjóri
á Björgu VE.
Stjóm Aflamiðlunar fær held-
ur kaldar kveðjur frá þeim aðilum
í Eyjum sem hingað til hafa flutt
meirihluta af afla sínum út með
gámum. Astæðan er að þijú
stærstu gámaútflutningsfyrirtæk-
in í Eyjum hafa verið sett út í
kuldann þar sem þau hafa flutt út
mun meira af fiski en þeim var
heimilt. Þá finnst Eyjamönnum
vinnureglur Aflamiðlunar vera
Isaíjarðardiúp
Rækju-
kvóti
aukinn
Hafró: Bráðabirgða-
kvótinn 2 þúsund í
Djúpinu, 600 tonn í
Arnarfirði og 1.400
tonn í Húnaflóa
Ákveðið hefur verið að rækju-
kvóti á komandi vertíð í Isa-
fjarðardjúpi verði 2 þúsund
tonn, 600 tonn í Arnarfirði og
1.400 tonn í Húnaflóa. Reiknað
er með að veiðar hefjist um miðj-
an næsta mánuð.
Guðmundur Skúli Bragason
forstöðumaður Haftannsókna-
stofnunar á ísafirði segir að hér sé
aðeins um að ræða bráðabirgða-
kvóta sem siðan verði tekinn til
endurskoðunar í haust og síðan aft-
ur í febrúar. Engu að síður sé hér
um aukningu að ræða frá síðustu
vertíð eða um 500 tonn í ísafjarð-
ardjúpi og 100 tonn í Amarfirði.
Uppistaða veiðanna í Djúpinu
verður þriggja ára rækja úr hinum
sterka árgangi frá 1987.
Á síðustu vertíð veiddust um
1.900 tonn af rækju í ísafjarðar-
djúpi og 740 tonn í Amarfirði. I
fyrra stunduðu 32 bátar rækjuveið-
ar í ísafjarðardjúpi.
Starfsmenn Hafrannsókna-
stofnunar munu í lok mánaðarins
rannsaka seiðagengd á þessum
veiðisvæðum á rannsóknaskipinu
Dröfn og þá mun ráðast hvort ver-
tíðin getur hafist á tilskildum tíma.
Það getur þó orðið ansi snúið þar
sem 15. október er mánudagur.
Rækjusjómenn vestra halda nefni-
lega í heiðri þá hjátrú að heQa
aldrei veiðar á vertíðinni á mánu-
degi, heldur á föstudegi. Sé það
ekki gert er hætta á að vertíðin geti
bmgðist eða bátar farist.
Guðmundur Skúli segir að
mikil fiskgengd sé í Djúpinu, bæði
af þorski, ýsu og fallegri sumar-
gotssíld: „Menn em að gera að því
skóna, bæði í gamni og alvöru, að
sá guli sé búinn að vera í einni alls-
heijar rækjuveislu í sumar og því
fátt eitt eftir fyrir rækjuveiðiflot-
ann,“ sagði Guðmundur. -grh
arfa vitlausar þegar útflutnings-
magnið er ákveðið.
Hilmar Rósmundsson for-
maður Útvegsbændafélags Vest-
mannaeyja segir að þó svo að um-
boðsmenn erlendis gefi Aflamiðl-
un þær upplýsingar að markaðim-
ir þoli allt að 800 tonn, án þess að
til verðfalls komi, sé það skorið
niður um helming þegar úthlutað
er.
Gísli Valur segir að þegar
hann endumýjaði skip sitt fyrir
tveimur árum, hafi allir opinberar
aðilar samþykkt þær rekstrarfor-
sendur fyrir útgerðinni að 80%
aflans yrði fluttur út. „Síðan er
komið á þennan hátt aftan að
manni og sjálfsögðu sér hver heil-
vita maður að það er ekki fræði-
legur möguleiki að gera bátinn út
á fiskverði Verðlagsráðs,“ sagði
Gísli Valur Einarsson.
-grh
r r
Operudeild FIL
Söngvísir styrktir
Söngvarasjóður ópcrudeildar
Félags íslenskra leikara úthlut-
aði styrkjum í þriðja sinn til
efnilegra söngvara, sem hyggja á
framhaldsnám erlendis, í gær.
Að þessu sinni hlutu þær Hulda
Guðrún Geirsdóttir, Elsa Waage
og Guðrún Jónsdóttir eitt hund-
rað þúsund krónur hver, en
Steinarr Magnússon og HUf
Káradóttir fimmtíu þúsund
krónur hvort.
Alls sóttu nítján manns um
styrk til sjóðsins, sem hafði 400
þúsund krónur til umráða. BE
Siómenn
Undanþágum fækkar
Ráðstefna um öryggismál í nœstu viku. Uttekt á stöðunni og úrbætur
Undanþágur og réttindamál
eru snar þáttur í öryggis-
málum sjómanna. Til marks
um þróunina í þeim efnum voru
fyrstu sex mánuðina árið 1982
veittar níu hundruð undanþág-
ur fyrir vélstjóra og þar af voru
allt að 700 með engin réttindi.
Fyrstu sex mánuðina í ár voru
undanþágurnar rúmar tvö
hundruð og flestir með einhver
réttindi,“ sagði Helgi Laxdal
varaforseti Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands og
formaður Vélstjórafélags ís-
lands.
Ráðstefna um öryggismál sjó-
manna verður haldin dagana 21.
og 22. september n.k. í Reykja-
vík. Þetta er þriðja ráðstefnan sem
haldin er frá árinu 1984, þar sem
leitast er við að gera úttekt á stöðu
öryggismála sjómanna og fjalla
um úrbætur í þeim efnum. Að
ráðstefnunni standa 20 stofnanir,
hagsmunasamtök og félög, sem
láta öryggi sjómanna sig varða á
einn eða annan hátt.
Opinská umræða á ráðstefn-
unum árið 1984 og 1987 hefur
leitt til víðtækrar umfjöllunar
milli þeirra aðila sem að öryggis-
málum sjómanna standa og flýtt
fyrir framkvæmd ýmissa veiga-
mikilla mála. Þar má nefna athug-
anir á stöðugleika minni báta,
lögleiðingu björgunarbúninga,
framkvæmd björgunaræfinga um
borð í skipum, neyðaráætlanir en
Ráðstefnan er öllum opin og er
þess vænst að hún veröi vel sótt,
ekki sfst af starfandi sjómönnum.
Meðal þeirra sem starfað hafa að
undirbúningi ráöstefnunnar ern
þessir heiðursmenn f.v.: Páll Hjart-
arsson og Þórður Þórðarson frá
Siglingamálastofnun, Öm Pálsson
Landssambandi smábátaeigenda,
Hálfdán Henrysson Slysavamafé-
lagi (slands og Helgi Laxdal frá
FFSl. Mynd: Jim Smart.
síðast en ekki síst stofnun Slysa-
vamaskóla sjómanna.
Öryggismál sjómanna er einn
þeirra málaflokka sem ekki er
hægt að afgreiða í eitt skipti fyrir
öll. Menn verða stöðugt að vera á
verði gagnvart þeim hættum sem
sjómennsku fylgja, auk þess sem
tækniþróun er ör og stöðugar
breytingar á notkun skipa. -grh
Fjármálaráðherra
Efnahagsstefnan sannar sig
r r
Olafur Ragnar Grímsson: Island komið í hóp þjóða sem búa við lœgsta verðbólgu
tóru tíðindin eru ekki hvort
0,2% til eða frá í hækkun
framfærsluvísitölunnar komi
mönnum á óvart, að sögn Ólafs
Ragnars Grímssonar fjármála-
ráðherra. Það að ótrúlega lág
verðbólga sé að festast í sessi
séu stóru tiðindin. Innan við
4% verðbólga á þriggja mán-
aða grundvelli sé staðfesting á
því að hægt er að telja ísland
með þeim þjóðum þar sem
verðbólga er lægst.
„Auðvitað er það gleðilegt að
þær aðgerðir sem ríkisstjómin
hefur beitt sér fyrir, og margar
hveijar hafa fyrst og fremst verið
á vegum okkar í fjármálaráðu-
neytinu, hafa verið að skila ár-
angri,“ sagði Ólafúr Ragnar. Sá
stöðugleiki sem verið hefði að
myndast kæmi að sjálfsögðu til
með að hafa áhrif á fjárlagagerð-
ina í haust.
Ólafúr Ragnar sagði að efna-
hagsstefúa ríkisstjómarinnar sem
fylgt hefði verið frá haustinu
1988, ásamt febrúarsamningun-
um, vera undirstöðu þess að Is-
lendingum væri nú að takast það
sem ekki hefði tekist í marga ára-
tugi. Þess vegna hlyti það að vera
meginforsenda fjárlaga að halda
þessari stefnu áfram og treysta
þannig árangurinn.
„Eg sagði þegar ég mælti fyr-
ir siðustu fjárlögum og í van-
traustsumræðunum í desember,
að ef efnhagsstefna ríkisstjómar-
innar fengi að njóta sín og kjara-
samningar yrðu með jákvæðum
hætti, myndu Islendingar ganga á
þessu ári inn um dyr stöðugleika
og lágrar verðbólgu sem menn
hefðu ekki þekkt í marga ára-
tugi,“ sagði Ólafúr Ragnar. Sú
spá væri nú að rætast.
Sú lága verðbólga sem nú
hefur náðst, skapar mönnum í
fyrsta skipti í áraraðir tækifæri til
að glima við margvíslegar kerfis-
breytingar bæði í atvinnulífi og
ríkisfjármálum, að mati fjármála-
ráðherra. Þetta væm kerfisbreyt-
ingar sem menn hefðu ekki haft
tíma og tóm til að sinna, vegna
þess að öll orka hefði farið í glím-
una við verðbólguna. í næstu Al-
þingiskosningum væri það í
fyrsta skipti í mörg ár ekki við-
fangsefni komandi kjörtímabils
að breyta genginu, ná verðbólg-
unni niður, lækka vextina, að
snúa við viskiptahalla eða skapa
gmndvöll fyrir útflutningsat-
vinnuvegina, vegna þess að allt
þetta hefði tekist. Auk nauðsyn-
legra kerfisbreytinga, skapaði lág
verðbólga tækifæri til að auka
kaupmátt og rétta hlut þeirra sem
lægstan hlut bera frá borði.
-hmp
mm'-
Miðvikudagur 12. september 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3