Þjóðviljinn - 12.09.1990, Blaðsíða 5
MENNING
Miðvikudagur 12. september 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Myndlist
„List er að miðla
lífi og gerjun“
BragiÁsgeirsson listmálari opnaði síð-
astliðinn laugardag málverkasýningu í List-
húsi við Vesturgötu 17. Hann ræddi við Þjóð-
viljann um liti og síunga listamenn
Náttúran er fjölskrúðug þess
vegna á maður ekki að vera
einhæfur, segir Bragi Ásgeirsson
myndverkasmiður við blaða-
mann Þjóðviljans þegar hann get-
ur ekki orða bundist yfír litadýrð-
inni á sýningu hans í Listhúsinu
við Vesturgötu, sem var opnuð
um síðustu helgi.
- Allar eru myndirnar hluti af
náttúrunni, þær tengjast um-
hverfinu og eru aldrei hreinn
skáldskapur. Engir tveir horfa
eins á mynd. Mestu máli skiptir
að fólk hugsi og komist í samband
við myndirnar. Það er ekki til
neitt sem heitir list, bara líf og
gerjun. Geti maður ekki miðlað
lífi og gerjun getur maður ekki
búið til eitthvað sem kallast list.
Þrátt fyrir bjarta liti í myndun-
um á þessari sýningu segist Bragi
einnig hafa átt sín dökku tímabil
og málað kolsvartar myndir, ann-
að tímabil áttu ljósir litir hug hans
allan.
- í þrjá mánuði málaði ég einu
sinni hérumbil aðeins hvítar
myndir eða mjög ljósar. Þá var ég
að rannsaka blæbrigðin í ljósu lit-
unum. Á sama tíma var ég að
kenna litafræði í Myndlista- og
handíðaskólanum. Þá spurðu
margir nemenda minna: Af
hverju er þessi maður að kenna
litafræði sem sér engan lit? En
það er gott að takmarka sig í
litum, það skerpir litnæmina
einkum tilfinninguna fyrir sterk-
um litum og litaandstæðum. Fólk
tengir yfirleitt liti við eitthvað
ákveðið. Svartur litur í menningu
okkar táknar sorg, en í Japan
Veggverk
Geómetría
í lifandi efni
(stuttu máli mætti segja að þegar einhverjar veraldlegar pælingar eru að baki verkinu noti ég liti. T réverkin
eru hins vegar eingöngu myndræn, segir Hulda Hrönn um verkin á fyrstu einkasýningu sinni í Gallerí 1 1.
Verkið er Lúxus; krossviður og gulllitur, unnið á þessu ári. Mynd: Kristinn.
faldari aðferð. Sýningin gæti virst Sýning Huldu Hrannar í Gall- virt fyrir sér verkin frá kl. 14 til 18
mínímal en áhrif hennar eru erí 11viö Skólavörðustíg stendur daglega.
víðari. til 20. september, og geta menn BE
Alþýðuleikhúsið
Keliþó
Barnaleikrit eftir Iðunni og Kristínu
Steinsdœtur sýnt í skólum í vetur
Keli þó nefnist barnaleikrit eftir
þær systur Iðunni og Kristínu
Steinsdætur sem Alþýðuleikhúsið
æfir nú, og frumsýnt verður þann
10. október næstkomandi. Keli
þó er vel fallið til umferðar-
fræðslu og verður sýnt sex til níu
ára börnum í skólum í vetur. Það
er unnið í samvinnu við Umferð-
arráð og Landsbankann.
Leikstjóri verksins er Sigrún
Valbergsdóttir, en þau Steinunn
Ólína Þorsteinsdóttir, Baltasar
^Baltasar Kormákur, Steinunn
^ÓIína Þorsteinsdóttir og Gunnar
Rafn Guðmundsson sem fara
með öll hlutverkin í Kela þó. Að
baki þeirra hlær Gerla. Hún
hannar leikmynd og búninga.
Mynd: Jim Smart.
Kormákur og Gunnar Rafn
Gunnarsson fara með öll hlut-
verkin í Kela. Tónlist er eftir Ólaf
Hauk Símonarson og Gerla gerir
leikmynd og búninga.
Keli er hress átta ára patti sem
er nýfluttur til borgarinnar að
vestan. Þrátt fyrir alla bflaum-
ferðina í bænum er Keii hvergi
banginn og á sér þann draum
stærstan að verða lögga. En hann
kemst brátt að því að hann á heil-
mikið ólært áður en sá draumur
getur ræst. Auk Kela kynnast
áhorfendur Völu 6 ára, sem villst
.hefur að heiman, mömmu Kela
og elskulegum lögregluþjóni,
gömlum karli og streittum manni
og mörgum fleirum.
BE
gleði og öfugt. Fyrir okkur mál-
ara er litur bara litur og samræmi.
Við erum ekkert frekar að skír-
skota til ástar þegar við notum
rautt.
Eins og flestum er kunnugt
hefur Bragi starfað sem listrýnir
við Morgunblaðið í fjöldamörg
ár, og talið leiðist inn á sýningar
annarra myndlistarmanna, fjölda
ungra listamanna og sýningarsala
í bænum.
^ Bragi Ásgeirsson við verkið Jörð
frá árinu 1989. Mynd: Kristinn.
- Síbyljusýningar fara í
taugarnar á öllum. Það verður að
vera spenna tengd opnuninni, og
hana þarf tíma til byggja upp.
Hér á landi er alltaf allt á síðasta
snúningi. Ekki er óalgengt að
sýningarskrá sé ekki til fyrr en
klukkustund fyrir opnun. Auk
þess eru sýningarnar allt of marg-
ar miðað við almennan listáhuga.
Um alla Evrópu er gífurlegur
áhugi á myndlist og mikið keypt
af verkum listamanna. Hérlendis
er ungum listamönnum hampað
mest. En myndlistarmenn hafa
þá sérstöðu að það eru ekki til
gamlir myndlistarmenn. Sem
listamaður verður maður alltaf
að vera ungur hversu gamall sem
maður er, allt tal um unga og
gamla myndlistarmenn er tilbún-
ingur einn. Mattisse, Picasso,
Braque og Miro gerðu stórkost-
legar myndir háaldraðir. Picasso
var tíu árum á undan nýja mál-
verkinu níræður að aldri.
Flestar myndirnar á sýning-
unni eru málaðar á síðustu
tveimur árum, og er ekkert verk-
anna eldra en þriggja ára. Sýn-
inguna kallar Bragi: Að hlusta
með augunum - mála með skyn-
færunum. Sýningin stendurtil 23.
september, og er opin daglega
milli kl. 14 og 18. BE
✓
Fyrsta einkasýning Huldu Hrannar Agústs-
dóttur stendur yfir í Gallerí 11 við Skóla-
vörðustíg
r
Eg hef verið að færa geómetrí-
una yfír í lifandi efni, segir
Hulda Hrönn um tréverk þau er
hanga uppi á fyrstu einkasýningu
hennar sem var opnuð í Gallerí 1
1 við Skólavörðustíg 4a síð-
astliðinn laugardag. Hún útskrif-
aðist úr fjöltæknideild Myndlista-
og handíðaskóla íslands í vor, og
kannski muna einhverjir eftir
gull- og silfurverkum hennar sem
bæði héngu uppi á Kjarvalsstöð-
um og í Nýlistasafninu á útskrift-
arsýningu nemenda.
-1 einu verka minna á útskrift-
arsýningunni endurtók ég sömu
myndina sjö sinnum í röð, og röð-
ina alla niðri á Nýlistasafni. Síðan
fylgdist ég með viðbrögðum gesta
sem höfðu séð nákvæmlega sama
verkið á Kjarvalsstöðum. Margir
gengu hjá án þess að staldra við af
því að þeir höfðu séð verkið áður.
Mig langaði að sjá hvort verk
missir gildi sitt eftir að fólk hefur
séð það einu sinni, þetta var eins
'konar könnun af minni hálfu.
Þessi sýning er byrjunarpunkt-
ur fyrir mig, ég er nýútskrifuð og
framtíðin er óráðin. Mig langaði
að sýna þessi verk sem eru einn
hluti af því sem ég hef verið að
fást við. Ekki er víst að ég sýni
þessi verk að einu eða tveimur ári
liðnum, en fyrir mig er rökrétt að
sýna þau nú. Sýningin er látlaus,
og ég er að sýna myndir og ekkert
annað. Þessi veggverk hafa ekki
neinn boðskap, ég er að fást við
geómetríu í tvívíðum verkum.
Eins og sjá má hef ég fært geóm-
etríuna vfir í lifandi efni í tréverk-
unum. Áður vann ég svipuð form
í silfur oggull. Hins vegar má sjá í
nýjasta verkinu hvernig ég nota
bæði viðinn og gullið. Verkið
nefni ég Lúxus, og það ber frekar
boðskap en tréverkin. Nafngiftin
er skondin og verkið minnir dá-
lítið á popplistaverk. Hugmyndin
bafði verið að nota saman rautt
og gull, en ég ákvað að sleppa
rauða litnum og láta viðinn njóta
sín með gullinu. Tréverkin sem
hér hanga eru þau fyrstu sem ég
vinn í við, mér þykir fara vel á aðt
rista lóðréttu og láréttu línurnar,
sem ég áður málaði á striga, í við-
inn. Á vissan hátt hef ég leyst úr
flækju sem ég striddi við í gull- og
silfurverkunum. Með því að fara
yfir í tré nota ég eitt efni og ein-