Þjóðviljinn - 12.09.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Og heil-
brigðisþjón-
ustan vex
Útgjöld til heilbrigðismála vaxa hraðar en önnur útgjöld úr
sameiginlegum sjóðum landsmanna. Þau voru innan við
15% árið 1960 en voru komin yfir 20% í hitteðfyrra. Heildar-
greiðslur þjóðarinnar til heilbrigðismála hafa að sögn sér-
fróðra sexfaldast á mannsbam hvert á þessu tímabili.
Fyrir þessum hraða vexti eru sumpart eðlilegar og sum-
part slæmarforsendur. Á þessum tíma var unninn upp mun-
ur á íslenskri heilbrigðisþjónustu og því sem betra var talið
hjá nálægum þjóðum. A þessum tíma hafa aldraðir orðið
hlutfalislega stærri hluti þjóðarinnar. Hitt er svo neikvæðara,
að tilraunir til að spara með viti og mannúð í heilbrigðiskerf-
inu hafa verið í skötulíki og flestar mistekist með öllu - og af-
nám tilkynningaskyldu til sérfræðinga hefur þanið kostnað
við þeirra þjónustu út með feiknahraða.
íslenskt heilbrigðiskerfi er orðið eitt hið dýrasta í heimi.
Og samt er ekkert lát á kvörtunum í þess garð: það er ekki
nóg gert. Sumar slíkar kvartanir eru sjálfsagðar og réttmæt-
ar eins og t.d. gagnrýni á það ófremdarástand sem fylgdi
heimsendingu aldraðra nú á sumarieyfistímum. Aðrar eru
hæpnari. Tökum dæmi af því að í málgagni heilbrigðisráð-
herra var því á dögunum slegið upp að tvö prósent þjóðar-
innar biðu eftir skurðaðgerðum. Upp vaknar strax sú spum-
ing: hvurslags vanræksla er þetta? Hvað eru yfirvöld að
hugsa?
En viti menn: nokkrum dögum síðar birtirsama málgagn,
Tíminn, viðtal við borgariækni, þar sem hann varar mjög við
því að menn noti biðlista af þessu tagi sem mælikvarða á
„þörf fýrir heilbrigðisþjónustu. Langir biðlistar geti allt eins
verið einskonar stöðutákn sérfraeðinga í vinsælli grein eða
eitthvað þessháttar.
Skúli Johnsen borgariæknir víkur reyndar að þörfu máli:
spumingunni um það hver sé „þörf í heilbrigðismálum og
hvenær henni sé fullnægt. Þörfin reynist alltaf á fiótta undan
þeim sem vilja hremma hana: um leið og eitthvað hefur ver-
ið gert í heilbrigðismálum kemur annað í Ijós í beinu fram-
haldi sem einnig þarf að sinna. í viðtalinu er að því vikið, að
þetta tengist því merkilega samhengi að með fleiri sjúkra-
rúmum og fleiri læknum „þurfi” fleiri að leita læknis og leggj-
ast á sjúkrahús: m.ö.o. heilbrigðiskerfið sjálft skapar í sífellu
nýjar „þarfir” fyrir sig. Sem dæmi tekur borgariæknir heilsu-
gæslustöð þar sem frumkvæði að meira en 60% heim-
sókna var komið frá læknunum sjálfum en ekki frá viðskipta-
vinum þeirra.
Þetta er þróun sem gerist út um allt og stafar m.a. af því
að það er enginn til sem hefur myndugleik eða upplýsingar
sem duga til að segja til um það hve oft tiltekinn þegn „þarf
að tala við lækni - og hægur vandi fýrir þá sem starfa í heil-
brigðiskerfi að vísa til þess að kannski geti sú varúð sem
réttlæta má með vissri ofnotkun á læknum eitthvað af sér já-
kvætt í einstaka dæmum.
Hraðvaxandi útgjöld til heilbrigðismála er vandi sem ekki
veröur svarað með þeim hætti sem þægilegastur er: að
segja að það verði að bæta við óskalistann um þjónustu og
þar með útgjöld. Því þessi geiri getur hæglega stækkað í
30% opinberra útgjalda - og þá erfarið að þrengja ansi mik-
ið að annarri starfsemi og upp komnar vafalaust hættulegar
pólitískar tilhneigingar til að snúa við blaöinu og einkavæða
heilsugæslu sem mest - með tilheyrandi mismunun þegna
eftir efnahag. Staðan krefst sterkari stjómar heilbrigðismála,
ákveðnari afstöðu til þess hvað eru forgangsmál og hver
ekki. Um leið og breytt sé því sjálfvirka kerfi sem nú gerir
annanhvem kvilla strax að rándýru sérfræðingsverkefni og
gróf álagning á lyljum keyrð niður.
Voru sósfalistarnir
frjálshyggjumenn?
Islenskir sósíalistar á striðsár-
unum voru miklir alþjóðasinnar
og hugmyndir þeirra skyldar
kenningum fijálshyggjumanna,
riíjar Olafur heitinn Asgeirsson
sagnffæðingur upp í grein sem
birtist í nýútkomnu hefti af Nýrri
sögu, hinu aðgengilega og glæsi-
lega tímariti Sögufélagsins. Sósí-
alistamir og Þjóðviljinn voru á
móti einokun bæði í ríkisrekstri
og einkarekstri, íylgjandi margs
konar fijálsri samkeppni og
frjálsum innflutningi en „andvígir
hvers konar styrkjum úr ríkissjóði
til atvinnuveganna, hvort sem um
landbúnað eða sjávarútveg væri
að ræða“. Þeir vildu ekki vemda
íslenskan iðnað með innflutnings-
tollum, eini atvinnureksturinn
sem ætti rétt á sér væri sá sem
gæti staðist alþjóðlega sam-
keppni.
Ólafur spyr því í grein sinni
hvort efnahagsstefna íslenskra
sósíalista hafi ekki í raun verið
samsuða úr kenningum Adams
Smiths, Davids Ricardos, Karls
Marx og Vladimirs Leníns. En
eitt verkefni Ólafs með greininni
er að skýra hvers vegna sósíalist-
um og sjálfstæðismönnum gekk
svo vel samstarfið í nýsköpunar-
stjóminni 1944-1947.
Fræðin til almennings
Ný saga býr nýtt sagnfræði-
Iegt efni í aðgengilegan búning,
m.a. með ítarlegu myndefni. Væri
óskandi að fleiri fræðigreinar
réttu okkur leikmönnum hjálp-
andi hönd með þessum hætti, þar
sem athyglisvert efni er sniðið við
hæfi almenns lesanda, án þess að
slaka á í nokkru varðandi val á
efni eða faglegri úrvinnslu þess.
Þetta tölublað er helgað minningu
Ólafs heitins Ásgeirssonar sagn-
fræðings, sem lést snemma á
þessu ári aðeins 33 ára að aldri.
„Þar sér íslensk sagnfræði á
eftir frábærum liðsmanni“, segir í
leiðara blaðsins, enda kom það
skýrt íram í eldmóði hans við
fræðistörfin og má benda á því til
staðfestingar rit hans „Iðnbylting
hugarfarsins, átök um atvinnu-
þróun á íslandi 1900-1940“.
Sú ófullgerða grein sem fyrr
var í vitnað eftir Ólaf heitinn Ás-
geirsson nefnist „Sósíalismi í
anda fijálshyggju? - Efnahags-
stefna íslenskra sósialista á árum
síðari heimsstyrjaldarinnar". Ól-
afur beitir þama svipuðum að-
ferðum og í riti sínu „Iðnbylting
hugarfarsins" og dregur stjóm-
málamenn og hreyfingar fyrri
tíma meðal annars í dilka eftir
hugsjónum þeirra og afstöðu til
nútíma tækni og þéttbýlismynd-
unar.
Smábýli
eða stórborgir?
í hugstormandi riti Ólafs frá
1988 um „Iðnbyltingu hugarfars-
ins“ skipar hann í annan hópinn
þeim stjómmálamönnum og
skoðanaleiðtogum sem vom
skammsýnir dragbítar, að mati
Ólafs, á forsendum vanþekkingar
og frumstæðrar þjóðemisstefnu
og álitu að Island ætti áfram að
vera íhaldssamt og dreifbýlt smá-
bændasamfélag, laust við spill-
ingu og ömurlega fátækt iðn-
væddra stórbæja. Hins vegar vom
svo þeir stjómmálamenn sem
hræddust ekki tæknivætt nútíma-
samfélag og töldu það heldur ekki
jafn sjálfgefið að sveitafólk væri
alltaf heilbrigðast allra þjóðfé-
lagsþegna. En það var áberandi
hjá talsmönnum smábýlastefh-
unnar, sem töfðu iðnvæðingu og
einnig framfarir í sjávarútvegi, að
þeir töldu mannkynið úrkynjast
líkamlega og andlega í borgum
og að fátt hefðist upp úr iðnvæð-
ingu íslands annað en örbirgð al-
þýðu manna, geðveiki og glæpa-
starfsemi eins og í iðnaðarstór-
borgum erlendis.
Ólafur bendir síðan í Nýrri
sögu á sterka alþjóða- og fram-
farahyggju íslensku sósíalistanna,
en að í skrifum og þingræðum
hafi hins vegar komið fram að
Sjálfstæðismenn, Framsóknar-
menn og Alþýðuflokksmenn
höfðu vissan beyg af vexti
Reykjavíkur. Sósíalistar aðhyllt-
ust „stórbæjastefnu“ og töldu það
„forgangsverkefni að skapa
tæknivætt þéttbýlissamfélag á ís-
landi og það væri ekki frágangs-
sök þótt einkaframtakið léki
stærsta hlutverkið í þeirri um-
breytingu“, enda litu Marx og
Lenín „á kapítalismann sem
ffamsækið afl svo ffemi sem hann
hefðí ekki þróast í átt til einokun-
ar“.
Ólafur rifjar líka upp, að
grundvöllurinn undir kröfii sósí-
alista um yfirráð Islendinga yflr
fiskimiðunum byggðist á alþjóða-
hyggju, en ekki þjóðemishyggju.
Sósíalistar töldu að sérhver þjóð
ætti að framleiða það sem hag-
kvæmastværi í viðkomandi landi.
Því ættu íslendingar að ráða fiski-
miðunum hér en falla frá vemdar-
tollum á erlendan iðnvaming.
Þjóðviljinn heimtar
ísskápa
Til að sýna hve gildismat ís-
lensku stríðsárasósíalistanna bar
sterkan keim af neysluhyggju
þess vestræna iðnaðarsamfélags
sem þá dreymdi um hér, nefhir
Ólafiir kröfhr Þjóðviljans í júlí
1944 um að þjóðin fengi fleiri
þvottavélar, ísskápa og hvers
kyns neysluvörur, sem væm drif-
kraftur framfaranna. Og í blaðinu
stóð: ,JEitt það hörmulegasta sem
oss gæti hent, væri að þessi þörf
minnkaði, að fólkið yrði svo dautt
úr öllum æðum að það hætti að
gera auknar kröfur til Iífsþæg-
inda.
Af öðm efhi Nýrrar sögu að
þessu sinni má neftia að Egill Ól-
afsson ritar um Óhlýðni og aga-
leysi á íslandi á 17. og 18. öld,
Þór Whitehead greinina „Hvers
vegna hemámu Bretar ísland?“,
Guðmundur J. Guðmundsson
fjallar um Digbybagalinn frá mið-
öldum, sem hann álítur etv. ís-
lenska smíð, og Eggert Þór Bem-
harðsson um átthagafélögin í
Reykjavík. Margrét Guðmunds-
dóttir fjallar um gagnrýni á sagn-
fræðirit í fjölmiðlum, Gunnar
Harðarson um Tungutal íslenskra
bókmennta, Magnús Þorkelsson
um sögukennslu í skólum og
Gísli Gunnarsson birtir ítarlega
grein um fátækt á íslandi fyrr á
tímum, þar sem ffarn kemur m.a.
að á 19. öldinni hafði um fjórð-
ungur þjóðarinnar sökum fátækt-
ar ekki leyfi til að giftast. Og fjór-
ir leggja orð í belg um það hvort
sagnfræðin sé listgrein eða vís-
indi, Halldór Guðmundsson,
Gunnar Karlsson, Sveinbjöm
Rafnsson og Sigurður A. Magn-
ússon. Auk þess er rætt við Kars-
ten Fledelius um kvikmyndir og
sagnfræði. Ritstjóri Nýrrar sögu
er Gunnar Þór Bjamason en út-
gefandi Sögufélagið.
ÓHT
þlÓÐVILIINN
Síðumúla 37 —108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvaemdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur
Þorieifeson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson,
Guömundur Rónar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Krist'nn
Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Daviðsdóttir, Þröstur
Haraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðnjn Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjórí: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Sigriður Sigurðardóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guörún Gisladóttlr.
Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefria
Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar
Síðumúla 37, Rvlk.
Simi: 681333.
Simfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Askriftarverö á mánuöi: 1100 kr.
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 12. september 1990