Þjóðviljinn - 12.09.1990, Blaðsíða 12
SPURNINGIN
Verður buddan þín vör við
lækkandi verðbólgu?
Högni Högnason
verkamaðun
Mín? Nei.
Njáll Torfason
fisksali:
Aldrei verið neitt í henni. Það er
miklu dýrara að lifa núna en fyrir
nokkrum mánuðum.
Ingdís Líndal
skrifstofustúlka:
Nei, hún verður það ekki.
Bjami Brynjólfsson
blaðamaður:
Nei, ég myndi ekki segja það. Afar
lítið. Það virðist allt koma ein-
hversstaðar annarsstaðar niður.
blÓÐVILIINN
Miðvikudagur 12. september 1990 —170. tölublað 55. árgangur
SIMI6S1333
SÍMFAX
68 19 35
Bláókunnugt fólk leið út af I fangið á næsta manni þega Casson sagöi þvf að sofna. Myndir Jim Smart
r
Islenska óperan
Sýning sem sumir misstu af
Franski dávaldurinn Peter Casson á Islandi
Dávaldurinn franski, Peter
Casson er nú staddur hér á
landi og efnir til sýninga út
þessa viku í Islensku óperunni.
Casson hefur stundað dáleiðslu
undanfarin 50 ár og er mjög
fær dávaldur einsog blaðamað-
ur Þjóðviljans varð vitni að á
mánudagskvöldið. Nær fullt
hús var á sýningunni og áhorf-
endur flestir yngri en tuttugu
og fimm ára.
Casson fékk mjög fljótlega 12
sjálfboðaliða í dáleiðsluna og það
tók hann skamma stund að koma
þeim yfir í „annan heim“ með því
að tala til þeirra seiðandi röddu. Á
meðan á því stóð var leikin dular-
full tónlist af segulbandi, og svo
virtist sem hún hefði sín áhrif
enda þótt hljómgæðin væru af
mjög skomum skammti.
Sjálfboðaliðamir hölluðu
höfði um leið og Casson snerti þá
og gerðu eftir það allt sem fyrir þá
var lagt, léku á ímynduð hljóðfæri
af mikilli innlifun, og tóku þátt í
ýmisskonar sirkusatriðum. Cas-
son sannfærði einn þeirra um að
hann væri nú Samson hinn sterki,
klæddi hann í hlébarðaskinn og
fékk honum bréfþurrku, sem
hann gat þó ekki með nokkm
móti rifið í sundur, hvemig sem
hann reyndi með tilheyrandi
áreynsluöskrum. Skömmu fyrir
hlé bað Casson áhorfendur að
Þessi stúlka stóð sig vel i linudansi í Sirkusi Casson. Þótt Ifnan væri á jörðinni munaði mjóu að hún tapaði jafnvægi,
enda stóð hún I þeirri trú að línan væri hátt uppi. Casson greip þá inn i og aðstoðaði hana.
taka þátt í lítilli tilraun. Bað fólk
um að spenna greipar og lyfta
höndum upp fyrir höluð. Fólkið
gerði einsog hann bað og sagði
hann þá að einhverjum myndi nú
reynast ókleift að taka hendumar
í sundur aftur. Það stóðst, um 15
vandræðalegir áhorfendur vom
síðan leiddir upp á svið með læst-
ar greipar, sem ekki losnuðu fyrr
en dávaldurinn snerti þær. Hluti
þessa hóps bættist svo i sjálfboða-
liðahópinn, sem hafði þynnst
nokkuð þar sem sumir höfðu
vaknað óvænt af svefninum og
forðað sér í sætin í salnum að
nýju. Casson sagði síðan sjálf-
boðaliðunum, að í hvert sinn sem
þeir heyrðu tiltekinn lagstúf, „so
tired“, myndu þeir falla í dá.
Fólkið fór í sætin afhir og korters
hlé var gert á sýningunni. Jafri-
skjótt og því lauk var lagið leikið.
Hér og hvar í salnum duttu sjálf-
boðaliðamir út af einn af öðrum.
Sýningunni var fram haldið og
áhorfendur veltust um af hlátri
þegar dávaldurinn bauð sjálf-
boðaliðunum „fría drykki“ og
svæfði þá í eina hrúgu á gólfinu í
lokin.
Áhorfendur fögnuðu Casson
vel þegar hann kvaddi, sérstak-
lega sjálfboðaliðamir, sem hann
hafði skipað að standa upp og
heimta meira að sýningu lokinni,
„bestu sýningu, sem þeir aldrei
sáu“.
Auk þess sem Casson
skemmtir fólki með list sinni not-
ar hann þessa hæfileika líka til að
hjálpa fólki að hætta að reykja.
Laugardaginn 15. september kl.
14 og sunnudaginn 16. september
kl. 16 verður hann með siík leið-
beiningamámskeið í Islensku óp-
erunni.
-vd
Ágúst Ragnarsson
framkvæmdastjóri:
Nei, nei. Alltaf svipað í buddunni
hjá mér.