Þjóðviljinn - 15.09.1990, Qupperneq 1
Hamagangur er nú í leikhúsum landsins því verið er að leggja síðustu hönd á um í gamla Iðnó. Þjóðleikhúsið frumsýnir gamansöngleikinn Örfá sæti laus í næstu
verkin sem fýrst verða ffumsýnd á leikárinu sem nú fer í hönd. Margt verður í boði, viku, og eru þar Spaugstofumenn og fleiri landsfraegir leikarar í aðalhlutverkum.
og kominn tími til að dusta rykið af sparifötunum. Stóru leikhúsin tvö ætla bæði að Þessa skondnu mynd tók Kristinn Ijósmyndari Þjóðviljans á rennsli á ærslaleiknum
hefja starfið á því að kitla hláturtaugar landsmanna. Leikfélag Reykjavíkur sýnir nýverið. Banjóleikarar komið út úrskápnum og sameinist, syngurþessi flörugi hóp-
farsann Fló á skinni bráðlega, sem naut fádæma vinsælda fýrir tæpum tuttugu ár- ur.
Nvtt álver
Landsbyggðin velur Keilisnes
Könnun Félagsvísindastofnunar leiðir í Ijós að 61,4% landsbyggðarfólks styður Keilisnes,
vilji Atlantsál aðeins byggja þar. Meirihluti kjósenda allra flokka styður Keilisnes að gefnum sömu forsendum
Samkvæmt skoðanakönnun
sem Félagsvísindastofnun
hefur gert eru 68% fólks á
aldrinum 18-75 ára hiynnt
byggingu nýs álvers hér á landi.
18% svarenda eru andvígir
nýju álveri, en 15% eru hlut-
lausir í afstöðu sinni eða hafa
ekki gert upp hug sinn. And-
staðan við álverið er mest á
meðal kjósenda Kvennalistans,
þar sem 47% eru á móti, en
minnst á meðal kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins, 7%. Meirihluti
kjósenda allra stjórnmála-
flokka í könnuninni er fylgj-
andi því að álver rísi á Keilis-
nesi, ef Atlantsál vill aðeins
byggja þar, þrátt fyrir að
stjórnvöld væru reiðubúin til
að greiða fyrir því að það rísi
annars staðar.
Að gefnu því skilyrði að Atl-
antsál vilji aðeins byggja á Keilis-
nesi þó stjómvöld séu reiðubúin
til að greiða fyrir staðsetningu
þess annars staðar, styðja 80%
reykvíkinga engu að síður bygg-
ingu álvers. Það vekur síðan at-
hygli að 61,4% fólks á lands-
byggðinni styður álver með þess-
um skilyrðum, en mest er fylgið á
Reykjanesi 84,2%.
Langflestir kjósenda Alþýðu-
Stuðningsmenn flokkanna
flokksins styðja álver á Keilisnesi
að gefnum þessum forsendum,
eða 86,8%. 7,9% Alþýðuflokks-
manna em hlutlausir en 5,3% á
móti. 57,8% Framsóknarmanna
styðja byggingu álvers á Keilis-
nesi á þessum forsendum, 8,9%
eru hlutlausir og 33,3% á móti. Af
kjósendum Sjálfstæðisflokksins
eru 78,3% hlynntir, 10,9% hlut-
lausir og 10,9% andvígir.
Það vekur athygli að meiri-
hluti kjósenda Alþýðubandalags-
ins, eða 57,9%, styðja álver á
Keilisnesi, ef Atlantsál vill aðeins
byggja þar, jafnvel þó stjómvöld
vilji greiða fyrir byggingu annars
staðar, 15,8% em hlutlausir og
26,3% á móti. Ekki er það síður
athyglisvert, í ljósi yfirlýsinga
talsmanna Kvennalistans gegn ál-
veri, að 50% af kjósendum hans
em fylgjandi, 7,1% hlutlausir og
42,9% á móti. 76,2% þeirra sem
gefa ekki upp stuðning við ákveð-
inn stjómmálaflokk styðja Keilis-
nes að gefnum þessum skilyrð-
um, 12,3% em hlutlausir og
11,5% á móti.
Keilisnes nýtur mesta fylgis
sem byggingarstaður fyrir álver,
burt séð frá stuðningi við stjóm-
málaflokk, þegar aðeins þeir sem
em fylgjandi byggingu þess á
annað borð og þeir sem em hlut-
lausir, em spurðir. Um 41% þess-
ara svarenda kjósa helst að nýtt
álver rísi á Keilisnesi, 21% kjósa
Dysnes í Eyjafirði, 18% velja
Reyðarfjörð og um 21% vilja
ekki gera upp á milli staða. Ef aft-
ur á móti er aðeins miðað við þá
sem taka afstöðu, em 51% fylgj-
andi Keilisnesi, 26% velja Dys-
nes og 23% velja Reyðarfjörð.
Afstaða fólks til byggingar-
staðar breytist þegar þeir em
spurðir hvort það breytti afstöðu
þeirra ef álver við Eyjafjörð eða
Reyðarfjörð gæti eflt byggðarlög
á þeim slóðum og dregið úr fólks-
flutningum til höfúðborgarsvæð-
isins. Þá velja 36% Keilisnes,
31% Dysnes, 28% Rcyðarfjörð
en 4% gerðu ekki upp á milli
Dysness eða Reyðarfjarðar.
Þegar þeir sem upphaflega
völdu Dysnes eða Reyðarfjörð
vom síðan spurðir hvort þeirra af-
staða myndi breytast ef í ljós
kæmi að ódýrara væri að byggja
og reka álver á Keilisnesi en á
öðmm stöðum sem til greina
koma, breytist afstaða þeirra. Þá
velja 62% Keilisnes, 20% Dysnes
og 18% Reyðarfjörð. Enn fleiri i
þessum hópi studdu síðan Keilis-
nes ef álver það hefði minni um-
hverfisspjöll í för með sér en ef
það yrði byggt annars staðar. Að
þessu gefnu studdu 73% Keilis-
nes, 14% Dysnes og 13% Reyðar-
fjörð.
Urtak Félagsvísindastofnunar
í könnuninni vom þúsund manns,
sem var valið tilviljunarkennt úr
þjóðskrá.
-hmp
Birna Hjaltadóttir
Gott að koma heim
að er gott að koma til íslands
en líka erfitt að yfirgefa
Gísla og heimili okkar í Kúvæt
og skilja allt eftir,“ sagði Birna
Hjaltadóttir, fyrsti íslendingur-
inn sem sleppur frá Kúvæt, í
samtali við Þjóðviljann í gær.
Nú em að líkindum allir Norð-
urlandabúar komnir frá Kúvæt, að
undanskildum eiginmanni hennar,
Gísla Sigurðssyni lækni, og sex
manna fjölskyldu Kristínar Kjart-
ansdóttur. „Eg vona að þau komi
sem fyrst en við vitum ekki hve-
nær það getur orðið,“ sagði Bima.
Hún lýsir innrásinni og ástandinu í
Kúvæt í viðtali á síðu sjö í Þjóð-
viljanum í dag. -vd
Bima Hjaltadóttir kom til landsins á
fimmtudagskvöld en eiginmaöur
hennar og sex manna fjölskylda
Kristínar Kjartansdóttur eru enn inn-
lyksa (Kúvæt. Mynd Jim Smart.